Alþýðublaðið - 16.07.1997, Side 3

Alþýðublaðið - 16.07.1997, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ÖRSOGUR Fjártiagskröggur Hallvarðs Einvarössonar ríkissaksókn- ara hafa verið í mikilli umræðu Hallvarður: Grunnt á því góða milli hans og dóms- málaráðherra... síðustu viku. Hallvarður er bróðir Jóhanns Einvarðssonar, sem á sínum tíma var þingmaður Framsóknar. Hann var þar að auki skipaður í núverandi embætti sitt af þáverandi dómsmálaráðherra og formanni Framsóknarflokksins, Ólafi heitnum Jóhannessyni. Margir Sjálfstæðismenn hafa því löngum litið hann homauga sem Fram- sóknanmann, og um langa hríð hefur verið mjög grunnt á því góða milli hans og Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra. Hann hefur þó átt hauk í homi þar sem er gamall nemandi hans úr lagadeild Háskólans, en það er enginn annar en sjálfur forsætis- ráðherrann Davíð Oddsson. Það hefur ekki orðið til þess að auka vinsældir hans á skrifstofu dómsmálaráðherrans... Meðal veislugesta í 75 ára afmæli ingibjargar Johnsen, móður Árna þing- manns, sem haldið var í Sjálf- stæðishúsinu fyrir skömmu, pró- fessor Þorsteinn Ingi Sigfússon stjómarformaður Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Hann er náfrændi mæðginanna auk þess að vera einnig bróðir Árna Sig- fússonar borgarstjóraefnis í Reykjavík. Prófessorinn var staddur i Eyjum á sérstökum Evr- ópudögum sem efnt var til vegna þátttöku Eyjamanna í nýju sam- starfsverkefni undir hatti Evrópu- sambandsins. Svo vildi til að ein af gjöfum afmælisbamsins var Gauji Bæjó: Nýstárlegt framlag til ESB... einmitt ferð til meginlands Evr- ópu. Það varð Guðjóni Hjör- leifssyni, bæjarstjóra, eða Gauja bæjó einsog hann er kallaður í daglegu tali, tilefni til að greina frá því í ræðu sinni að byrjun Eyja- manna á samstarfinu væri ekki af verri endanum þvf tyrsta framlag þeirra til samstarfsins við Evrópu- sambandið væri að senda frú Ijgibjörgu til Evrópu... Iaðdraganda nýs árþúsunds hefur kviknað mikill áhugi á landafundum íslendinga vestan hafs, og ekki hefur stöðug áhersla Ólafs Ragnars Gríms- sonar forseta á vesturferðir víkinga dregið úr honum. Einn þeirra sem hefur lagst í slíkar Páll Bergþórsson: Merkar kenningar um vesturferðir víkinga... pælingar er fyrrverandi Veður- stofustjóri, Páll Bergþórsson, en einsog örsagnir Alþýðublaðsins greindu frá er að vænta bókar frá hans hendi um málið. Hann hefur reynt að kortleggja ferðir Leifs heppna Eiríkssonar, og í bókinni verður meðal annars greint frá kenningum hans um hvar Leifsbúðir voru. En frá þeim segir í Eiríks sögu rauða. Af frásögnum má ráða að á slóðum búðanna hafi vaxið villtur vínviður, sjálfsáið kom og harðviður sem í munni víkinga hét mösur. Samkvæmt kenningu Páls sigldi Leifur heppni vestur með suðurströnd Lawrence flóa og inn til Quebec, þar sem borgin stendur núna. Fyrir ofan hana telur Páll að Leifsbúðir hafi staðið. Það styrkir óneitanlega þessa ágætu kenningu að á þessum slóðum finnst í dag harðviður, sem nefnist sykurhlynur og gæti hafa verið mösur Leifs. En auk þess er enn að finna á sömu slóðum afbrigði af sjálfsánu komi og smágerðri tegund villtra vínberja... Báðum fréttastofum sjónvarps- stöðvanna hefur bæst liðs- auki á síðustu vikum, sem hefur bætt langþráum frískleika á fréttatímana. En þreytan á fréttastofunum hefur verið slík, að leiðindin beinlínis geisla af föstum fréttamönnum stöðvanna. Kristján Ari: Sérfræðingur Stöðvar tvö í Steingrími bróður... Langreyndur fréttahaukur af DV, Kristján Ari Arason, er kominn á Stöð tvö, og virðist einsog fæddur fyrir skjáinn. Hann sérhæfir sig f fréttum sem tengjast ríkis- fjármálum og efnahagslífinu. Væntanlega verður það ekki til að gera bróður hans lífið léttara í núverandi starfi, en það er enginn annar en Steingrímur Ari Arason, sem er aðstoðarmaður Friðriks Sophussonar, fjármálaráðherra... r Afréttastofu Ríkissjónvarpins er Eva Bergþóra Guð- bergsdóttir einhver efnilegasti byrjandi sem lengi hefur sést á skjánum. En ef að líkum lætur mun frábær rödd og náttúrulegt sjónvarpsandlit þó síst auðvelda henni að fá fastráðningu. Eva á annars ekki langt að sækja þekkingu á sjónvarpi og fréttum, því móðir hennar er Elín Þóra Friðfinnsdóttir, sem um margra ára skeiö hefur verið upptökustjóri hjá Sjónvarpinu, og meðal annars starfað að framleiðslu fréttatímanna... Tragikómedfan um ástarævintýri Alþýðubandalagsins og Helgarpóstsins heldur áfram. Þegar upp komst að flokkurinn fór Páll: Reyndi að selja Fróða hlut í HP... með næstum því helming hlutafjár í blaðinu var því lýst yfir að aðild Alþýðubandalagsins væri einungis til bráðabirgða, og starfsmenn blaðsins hyggðust kaupa hlut flokksins. Hinsvegar er lítil von til þess að starfsmennirnir tefli eigum slnum í slíka tvísýnu enda allir taldir með fullu viti. Ritstjórinn Páll Vllhjálmsson hefur því farið á fjörumar við fleiri en eitt fyrirtæki sem tengjast útgáfu. Hermt er að fyrir allnokkru hafi Árvakur hf kurteislega afþakkað gott boð, og nú síðast ræddi Páll við stjórn Fróða hf, en sneri bónleiður til búðar af fundi Magnúsar Hreggviðssonar. Gárungamir segja að nú sé ekkert til bjargar nema kanna hug Jóns Ólafssonar gagnvart kaupum á Helgarpóstinum, en sem kunnugt er hefur Páll verið með hann á heilanum síðasta misserið... r IFIókavörðu hinni nýrri sem nú skreytir Hvaleyrarholtið er að finna sérstaka steina, sem teknir ern úr nokkrum bæjarfélögum, sem tengjast (slandi gegnum Sögumar, og liggja nálægt Sveio Kommune. Einn steinninn er þannig úr Haugasundi, þar sem norskir konungar, sem tengdust sögu (slands, eru heygðir. Annar er frá Karmoy, sem liggur við Haugasund, en þaðan komu einmitt fræknir bardagavíkingar sem sýndu listir sínar á víkingahátíðinni í síðustu viku, bæði á Þingvöllum og í Hafnarfirði. Einnig er þar að sjá í hleðslunni fjörgamlan myllusteinn sem fannst í rústum gamals húss, sem lá nákvæmlega yfir mörk Rogalands og Hörðalands, en þaðan segir Landnáma að Hrafna-Flóki hafi lagt upp í íslandsferð sína. Merkasta grjótið er þó tekið úr hátindi hæsta fjalls á svæðinu, en það er Siggen á eynni Bomlo. Það er skylt tinnu, og finnst hvergi annars staðar í Noregi. Margvíslegar menjar frá steinaldartímanum víðs vegar um vesturströnd Noregs sýna, að íbúar á þeim tíma hafa sótt grjótið langt að til að búa til spjótsodda og önnur áhöld. Þess má geta að Siggen er getið í dagbókum landkönnuðarins Friðþjófs Nansen, þegar hann var að reynslusigla hinu fræga leiðangursskipi sínu, Fram, á Norðursjónum. Þar getur hann þess, að jafnan sé Siggen fyrsta kennileiti sem rísi úr hafi þegar siglt er að ströndum Noregs, og þá viti sérhver Norðmaður að skammt sé heim. Gamlir Norðmenn geta því skoðað steininn í norðurhlið Flóka- vörðunnar á Hvaleyrarholti og leyft heimþránni að flæða... Helsti fjárfestirinn í uppsetningu Evitu er enginn annar en Ásgeir Sigurvinsson, Eyjapeyinn sem gerði það gott sem atvinnumaður i knattspymu og lék meðal annars með Stuttgart og Bayem Munchen. En bróðir Ásgeirs er leikstjórinn sjálfur og frumkvöðull að uppsetningunni hér á landi, Andrés Sigurvinsson, sem hefur gert það gott með mörgum smærri leikhópum og hefur nú ráðist í stórvirki þar sem Evíta er. Ásgeir mun ekki þurfa að óttast um ávöxtun fjár síns því Ásgeir: Tapar ekki á fjár- festingum sínum í Evítu... uppfærsla Andrésar bróður hans á leikritinu um eiginkonu argen- tínska fasistans Juan Peron þyk- ir afar góð, og pantanirnar streyma inn... r IEvítu þykja þau Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir standa sig mjög vel í hlutverkum hjónanna Jóns og Evítu Perón. Vigdís Hrefna: Siær í gegn í Evítu... Úr röðum leikara heyrist þó, að sá sem slær i gegn í söngleikn- um sé ung stúlka, sem leikur hjá- konu Peróns og syngur engiltærri röddu frábært lag. Hún heitir Vigdís Hrefna Pálsdóttir, nítján ára Reykjavíkurmær sem út- skrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík tveimur dögum fyrir fmmsýningu og ætlar eriendis í haust að læra leiklist... inumegin “FarSlde” eftir Gary Larson Efir að hafa verið í frosti í tíu þúsund ár, gefur Thag út sjálfsævisögu sína. imm q förntim vcg | Eiga samkynhneigðir að eiga rétt á kirkjulegri hjónavígslu? Davíð Stefánsson: Susanne Martin: Þú spyrð eins og fávís Já. kona. Hannes Pálsson: Já. Helen Þorkelsson frá Ak- ureyri: Já, það finnst mér. Hólmtríður Gröndal: Alveg hiklaust. v i t i m q n n Ég má ekki sjást ganga eftir hafnarbakkanum og þá er kvartað undan hávaða. Jörundur Guðmundsson tívolíumboðsmað- ur, I Mogganum. Mér hefði aldrei dottið annað í hug en að sjálfstæðismenn myndu styðja sóknarstýringu, en það er óþefur af þeirri íhalds- kvótastefnu, sem hefur gripið margan þingmanninn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson í Mogganum. Upphaflega var áætluð lántaka Búnaðarbankans 50 milljónir bandraríkjadollara, en vegna góðrar móttöku á markaðnum og hagstæðra kjara var ákveð- ið að hækka lánsfjárhæðina í 100 milljónir bandaríkjadoll- ara. ÚrDT. Það er alveg sama hvort það erlangur Laugavegur eða ein- hver tilboð. Ef það er lækkun verður allt brjálað. Bryndis Björk Sigurjónsdóttir afgreiðslu- stúlka í DT. Þau gátu til að mynda oft fengið kartöflupoka að launum eða einhverja vasapeninga. Sigurgeir Hreinsson, bóndi að Hrfshóli í Eyjafjarðarsveit, að ræða laun krakka sem sendir eru eða voru í sveit, í DT. Það er hægt að komast hjá gagnrýni, með því að segja ekki neitt, gera ekki neitt og vera ekki neitt. Jonni á Uppsölum, í DT. Ljótt og illa unnið tímarit kom á markaðinn fyrir nokkrum dögum og heitir Tízka. Fjölmiðlarýni DT. Ég er alfarið á móti heræfing- um á íslandi, hvort heldur er utan ferðamannatímans eða á honum. Ég er einnig alfarið á móti heræfingum, dulbúnum undir regnhlíf almannavarna. Birna Þórðardóttir í DT. Ef ferðamanni væri sagt að slikur maður væri stjórnmálaleiðtogi, þá gæti það vel orðið til að auka skiln- ing hans á því hvers vegna Egyptar tilbáðu skordýr. Benjamin Disraeli forsætisráðherra Breta um annan breskan forsætisráöherra John Russeli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.