Alþýðublaðið - 16.07.1997, Qupperneq 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997
Maðurínn á bak við Evítu
segir allt við
Þóru Kristínu Asgeirsdóttur.
hjá Andrési Sigurvinssyni leikstjóra sem
leikstýrir söngleiknum Evítu sem er
sýndur í íslensku óperunni í sumar.
„Sýningin spyrst mjög vel út, hún
hefur fengið góða krítík en það er
mest um vert að áhorfendur eru
hrifnir," segir Andrés Sigurvinsson
leikstjóri en söngleikur sumarsins,
Evíta, hefur gengið í Islensku óper-
unni í allt sumar. Nú fer hver að
verða síðastur að sjá Andreu Gylfa-
dóttur sem Evítu Perón og Egil
Ólafsson sem Perón. „Fólk verður að
átta sig á að sýningartíminn er mjög
takmarkaður þar sem við höfum hús-
ið ekki nema í júlí og ágúst.“
Það er ekki auðvelt að ná Andrési
Sigurvinssyni leikstjóra og Pé leik-
hússtjóra á eintal en það tekst. Að
vísu glymur lítill farsími stöðugt í
brjóstvasa eldhugans og öðruhverju
þarf leikstjórinn að tala við fólk á
hinni línunni. „Jú, jú, nei, ég er héma
með henni Þóm Kristínu á Borginni.
Bíddu aðeins. „Hvað verðum við
lengi í þessu viðtali?“
Bruðlum ekki
Var dýrt fyrirtœki að setja upp
Evítu?
„Auðvitað var það dýrt. Við reynd-
um að vanda til alls og gera þetta
sem best úr garði. Það er óvenju-
sterkur hópur sem er í þessu með
okkur og þetta hafðist með sameigin-
legu átaki. Vonandi á aðsóknin eftir
að vera það mikil að við getum kom-
ið út á sléttu. Við komum þó aldrei til
með að græða á þessu, enda stóð það
ekki til.“
Hvað þarf marga til að svara
kostnaði?
„Eg get ekki slegið fram neinni
ákveðinni tölu, en það þarf alveg
kássu. Við höfum reynt að broðla
ekki. Fólk talaði um að það væri
hægt að eyða endalaust, þar sem pen-
ingamenn eins og Ásgeir bróðir væru
í þessu.“
En var ekki talað um að þú vcerir
haldinn fullkomnunaráráttu, þú
vildir hafa allt best og flottast og
leikararnir vœru að fá taugaáfall?
„Nei, nei, hvaða vitleysa. Auðvit-
að hlýtur fullkomnun alltaf að vera
takmarkið. Við vildum reyna að gera
söngleiknum hærra undir höfði en
vant var. Án þess að vera að lasta
nokkum, vildum við fara af fram-
haldskólastiginu og nota nútíma-
tækni í auknum mæli. Heimurinn er
orðinn lítill. Islenskir áhorfendur
hafa séð sýningar í London og New
York og auðvitað kallar það á saman-
burð. Það er ekki endalaust hægt að
slá hausnum í steininn. Það þarf að
laga leikhúsin að nútímakröfum,
jafnvel þótt það kosti glás af pening-
um. Eg held að okkur hafi heppnast
þetta, innan þess ramma sem við sett-
um okkur. Óperan hefur marga góða
kosti en líka ókosti. Sviðið er ekki
annað en lítið frímerki, það er bara
vegna þess að ég er með svo snjallt
fólk með mér bæði í leikmynd og
lýsingu sem að þetta virkar."
Ýmist í ökkla eða eyra
En ertu ekki stórhuga?
„Eg veit það ekki. Ég er þó með
þeim ósköpum gerður að það er ann-
aðhvort í ökkla eða eyra.“
Ertu frekja?
„Auðvitað hef ég metnað. Ég er
fyrst og fremst að setja upp Evítu til
að þroska mig sjálfan sem listamann.
Ég hef aðallega fengist við textaverk
og það ögrar mér að setja upp söng-
leik. Sumir segja að ég sé óraunsær
þar sem mér hættir til að gleyma að
taka með í myndina að hlutimir kosta
fullt af peningum. Ég vil ekki fara
billegar leiðir. Það kostar peninga að
ná fram ákveðnum gæðurn."
En afhverju varð Evíta fyrir val-
inu?
„Ég sá Evítu fyrir mörgum árum
og varð mjög hrifinn. Ég fór svo í
fyrra í mikið ferðalag til Evrópu og
Ameríku og kynnti mér sérstaklega
óperu og söngleikjauppfærslur. Evíta
er afraksturinn af því. Og ég er
ánægður með útkomuna."
Anœgður en blankur?
„Ég er ekki í leiklist til að græða
peninga og starf mitt í Pé leikhópn-
urn hefur miðast við að kynna ákveð-
inn verk, eins og til dæmis leikrit
Harolds Pinters, það hefur sýnt sig að
það er fullt af fólki sem hefur áhuga
á þessum sömu hlutum. Heimkoman
fékk afskaplega góða aðsókn og
Húsvörðurinn líka en við lentum í
ákveðnum hremmingum sem kost-
uðu sitt. En ég sé ekki eftir neinu. Ég
fer ekki með peninga yfimm en ég er
glaður ef hef náð árangri."
En þú ert nú ekki á leiðinni yftrum
erþað?
„Nei, ég ætla ekki að gera neinum
það til geðs að drepast of fljótt."
Sýningin fe'kk góða krítík, voru
önnur viðbrögð jafngóð?
„Já, hún fékk fína dóma, en við-
brögð áhorfenda eru mest virði þegar
allt kemur til alls. Ég á líka góða vini
sem eru mínir bestu gagnrýnendur.
Þeir segja mér alltaf eins og er.“
Hefurðu fengið einhverja slœma
gagnrýni frá þeim?
„Það em auðvitað alltaf einhverjir
hlutir sem gætu farið betur eða verið
öðmvísi og ég hef fengið ábendingar
„Enginn leikari er eins,“ segir
Andrés Sigurvinsson leikstjóri.
„Það þarf að gefa leikaranum
instrúktsjónir á réttum tíma-
punkti, þegar hann er móttæki-
legur fyrir því og nauðsynleg-
ur grunnur í persónusköpun er
fyrir hendi og hjálpa honum
þannig uppá næsta þrep. Ann-
ars getur hann orðið óöruggur
og farið að reyna að þóknast í
stað þess að skapa
sjálfur. Og þá er andskotinn
laus.“
Hanrt skildi þó aldrei heita
Andrés?
um slíkt. En það er meira um vert að
þeim finnst sýningin ganga upp eins
og hún er í dag. Ég fmn að áhorfend-
ur hrífast með og ganga inn í sýning-
una með okkur. Galdurinn er að
áhorfendur taki þátt.“
En hvemig finnst þe'r leiklistar-
krítíkin ?
„Ég veit það ekki, það er oft talað
urn að hún mætti vera faglegri en hún
verður alltaf tilfinningalegs eðlis.
Þegar hún er góð er sífellt verið að
sítera í krítíkera en þegar hún er vond
ætlar allt vitlaust að verða. Það er
mikið ósamræmi í viðbrögðum leik-
húsfólks. En ég er löngu hættur að
taka krítíkina inn á mig. Ég les hana
og ef ég er ekki sammála reyni ég að
hugsa um hvaða forsendur þeir gefa
sér. Menn verða að una því að fá
krítík hvort sem hún er góð eða vond,
við erum opinberar persónur. Ef eitt-
hvað er, þá er hún of bragðlaus. En
gagnrýnendur ættu þó að þekkja inn-
viði leikhússins út í ystu æsar. Það
eru svo margir litlir þættir sem skipta
J ÍJtóJJíilJll. 1, I Velkomin um borð hartwluaa BaMar
| Dagleg ar ferðir með viðkomu í Flatey 1
t' M vh, . ,; fI, ( Æ <f ' f \ % '$ % . *í * -Wm- f§ :, Frá Stykkishólmi kl. 10.00 &16.30 Frá Brjánslæk kl. 13.00 & 19.30 | Símar: 438-1120 Stykkishólmi 456-2020 Brjánslæk Fax: 438-1093 Stykkishólmi