Alþýðublaðið - 16.07.1997, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
máli. Leikhúsið þarf faglega gagn-
rýni ef það á að þrífast. Ég sakna
stundum Súsönnu, því þó að ég væri
ekki alltaf sammála henni var ástríða
bak við hennar skrif. Stundum er ég
líka sammála Jóni Viðari en þó ekki
alltaf."
Fótboltahausar
Nú er bróðir þinn, Ásgeir, einn af
aðstandendum sýningarinnar. Er
þetta í fyrsta skipti sem þið Ásgeir
vinnið saman?
„Já, fram að þessu hefur hann að-
allega verið að sparka fótbolta út um
allan heim. En það eru sterkar taugar
á milli okkar. Við erum um margt lík-
ir þótt hann sé ívið jarðbundnari.
Ólafur miðbróðirinn er þó engu líkur.
Ásgeir tekur þátt í að fjármagna sýn-
inguna auk þess sem konan hans
Ásta Guðmundsdóttir debúterar sem
búningahönnuður. Það er fyrsta
sýningin en vonandi ekki sú síðasta
sem hún tekur þátt í, hún hefur margt
til brunns að bera.“
Hvemig stendur á því að þú sem
ert úr frœgri fótboltafjölskyldu,
bróðir þeirra Ólafs og Ásgeirs, hefur
engan áhuga á fótbolta.
„Afhverju hef ég ekki áhuga á að
sauma í?“
Nú hefurðu áhuga á því?
„Nei, þetta er bara ekki í mér. Ég
skildi þetta ekki og skil þetta ekki
enn. Hvað fær menn til að vera að
hlaupa á eftir tuðru út um borg og bý.
Sko þegar keppnistímabilið hófst í
Eyjum, ærðust allir. Heima hjá mér
var þetta geggjun, pabbi, mamma og
allir í kringum þau. Það voru enda-
lausar umræður um hvemig leikurinn
færi, hvaða dómari væri og hverjir
væm í liðinu. Ég hef sagt frá því áður
að ég leit stundum í kring um mig
heima og sá ekki höfuð heldur fót-
bolta á mennskum búk.“
Fórstu þá aldrei ífótbolta?
„Jú, ég var neyddur til þess að vera
í marki einu sinni en það var af því
að ég var svo feitur. Svo keppti ég
einu sinni í einum leik og gerði það
með stæl. Ég gerði tvö mörk, annað
var sjálfsmark en hitt rataði í markið
hjá andstæðingnum. Við unnum leik-
inn og pabbi minn hafði látið sig hafa
það að fylgjast með því. En honum
þótti lítið til koma.“
Þú varst elsti bróðirinn, þetta hef-
ur verið fjölskylduskömm ?
„Nei, nei, ég sagði honum bara
eins og var að ég hafði engan áhuga
á þessu, mér fyndist þetta bæði
heimskulegt og tilgangslaust. En við
bræðurnir erurn ekki ólíkir að öllu
leyti. Það er til dæmis eitt sem eigum
öragglega allir sameiginlegt."
Hvað er það?
„Keppnisskap, við gefumst ekki
upp fyrr en í fulla hnefanna. Aldrei."
En hvað varstu þá að dunda þér
við?
„Ég fór í sveit mjög snemma. Ég
var svo fyrirferðarmikill heima að
það var bragðið á það ráð að senda
mig burtu á sumrin. Ég fór alls í sveit
í tíu sumur, fyrst til föðurfólks míns á
Hellissandi undir Jökli. Ég fór síðan
austur til vinkonu ömmu minnar. Þar
var ég svo heppin að þau voru nýlega
flutt úr torfbæ. Allir búskaparhættir
voru með gamla laginu, það var sleg-
ið með orfi og ljá og rakað saman á
hestum. Ég endaði síðan hjá hrepp-
stjórahjónunum í Vopnafirði þar sem
var hátæknivæddur búskapur. Seinna
var gaman að bera þetta saman,
gamla og nýja timann."
En þegar upp er staðið, er eitthvað
sameiginlegt með leiklistinni og fót-
boltanum ?
„Þessi endalausa glíma. Til að ná
árangri í fótbolta, þurfa menn að æfa
sig þrotlaust. Þannig er það líka í
leiklistinni.“
Hefur þú beðið stóran ósigur í
leiklistinni?
„Ja, það er svo einkennilegt að
þetta er líkt og að skrifa bók. Maður
vill komast frá henni. En þegar horft
er til verksins úr fjarlægð sér maður
að ýmislegt hefði verið hægt að gera
öðruvísi. Ég hefði oft viljað gera bet-
ur og hafa meiri tíma. Sýningar mín-
ar eru misgóðar en engin þeirra hefur
beinlínis fallið."
Eg átti nú kannski við persónuleg-
an ósigur, það er nú þannig að oft
þykir manni vœnst um sýningamar
sem falla, bœkurnar sem ekki seljast
og elskhugana sem fara?
„ Það hafa komið upp hlutir í starf-
inu sem ég hef tekið nærri mér. En ég
er fæter í mér og þessi týpa sem eng-
inn vorkennir."
Finnst þérþað verra?
„Nei, þegar allt kemur til alls, þá
finnst mér það ekki. Ég var alinn
þannig upp að ég ætti að standa mig
eða falla. Og líta fyrst í eigin barm ef
eitthvað bjátar á. Maður endar alltaf
einn.“
En ertu þá viðkvæmur innst inni?
„Ég er viðkvæmur gagnvart fólki
sem mér þykir vænt um. Ég vil að
það skilji það sem hangir á spýt-
unni.“
En hvenœr fékkstu leiklistarbakt-
eríuna, var það uppi á hlöðulofti í
sveitinni?
„Ég hafði gaman af að klæða mig
öðravísi og gera ýmsa skrítna hluti
og bjó til mín eigin leikrit. Ég gat far-
ið inn í aðra heima og kynnst öðra-
vísi lífi í gegnum leiklistina. Ég var
að leita að einhverju, sjálfum mér og
einhverju ævintýri. ímyndunaraflið
naut sín við að setja upp leikrit og ég
lék síðan fyrsta hlutverkið mitt á
sviði þegar ég var sextán ára gam-
all.“
Hvað var fyrsta hlutverkið?
„Æ, ég man það ekki. Við voram
tveir, ég ogtHelgi Bemódusson þin-
skrifari. Ætli það hafi ekki verið
Tímavélin. Síðan setti leikfélagið í
Vestmanneyjum upp leikritið Pabba,
þar lék ég einn af sonunum.
Lentirðu einhvemtímann í því að
leika frammi fyrir algerlega ómót-
tœkilegum sal?
„Já, einu sinni hélt ég að allir væm
sofnaðir, en mér fannst ég samt alveg
ofsalega góður. Menn sýna afskap-
lega misjöfn viðbrögð, þar sem þig
getur langað til að gráta, fer allur sal-
urinn að hlæja. Þetta heppnast þegar
áhorfendur ganga inn í sýninguna.
Það er svo ódýrt í leikhús á íslandi að
menn hafa enga afsökun til að ganga
ekki í það minnsta inn á leiksýning-
ar.“
Hvaða leikarar standa fremstir í
dag að þínu mati?
„ Við eigum óhemju marga góða
leikara, ég hef verið svo heppinn að
starfa mikið með okkar bestu eldri
leikurum. Það er kannski ágætt að
sítera bara í Rúrik. „í gamla daga var
fólk að þjóna listinni. í dag er orðið
of mikið um að listin þjóni fólkinu.
Fólk hefur kannski síður þessa auð-
mýkt í dag.“
En hvaða ungu leikarar eru bestir
að þínu mati?
„Þeir era svo margir að það er í
raun ósanngjamt að nefna nöfn. En
get þó nefnt Ingvar Sigurðsson og
hinn síunga Öm Ámason, Steinunni
Ólínu Þorsteinsdóttur, Eddu
Heiðrúnu Bachman og Guðrúnu
Gísladóttur. Þetta fólk á heima á leik-
sviði. Þau eru aldrei gestir. Ég er hef
líka mikla trú á Baldri Trausta
Hreinssyni, sem leikur Che í sýning-
unni okkar. Það er í raun oft heppni
að vera réttur maður á réttum stað á
réttum tíma. En leikarar þurfa að
hafa ýmislegt til brunns að bera til að
geta lifað á þessu, það segir sig sjálft.
Það era margir frábærir leikarar í öll-
um atvinnuleikhúsum.“
En afhverju hœttirðu sjálfur að
leika og snerir þér alfarið að leik-
stjórn ?
„Leikstjóm hentar mínum karakter
einfaldlega betur. Ég er bara þannig.
Ég er menntaður sem leikari og mín
reynsla af leikstjóm er fyrst og
fremst í gegnum vinnu. Hér er ekki
hægt að læra leikstjórn."
Afhverju hentar það þér betur að
leikstýra ?
„Ég veit það ekki. Allt hefur sinn
tíma. I gær var leikarinn það starf
sem gaf mér ævintýrið, í dag er það
leikstjórinn. Ég er nýjungagjarn og
leitandi. Þegar ég var búinn að vera
leikari um tíma gat ég ekki hugsað
mér að þurfa að leika sama hlutverk-
ið í tugi sýninga. Eins og ég sagði
hentar leikstjóm mínum karakter.
Hver uppsetning er sérstakur heimur
út af fyrir sig. Ég lifi og hrærist í
honum um stund og með nýju verk-
efni fer ég inn í annan nýjan og
óþekktan.
Ég hef aldrei lært leikstjóm í skóla
en prófað mig áfram. Auðvitað rekur
maður sig á. Ég hef verið svo hepp-
inn að vera aðstoðarleikstjóri mörgu
ágætu fólki. Þar trónir hæst Bríet
Héðinsdóttir sem kenndi mér ýmis-
legt ásamt því að ég hef unnið með
gamla genginu, það kenndi mér fljótt
að árið núll hófst ekki í leikhúsi með
mér. En ég viðurkenni það að textinn
fmnst mér meira spennandi en söng-
leikurinn. En þetta er samt búið að
vera ofsalega gaman. Og meðan
maður þorir að henda sér út í ný
verkefni er allt í lagi. Það verður að
vera vogun.“
Er það stór hluti af þt'num ein-
kennum sem leikstjóra, að þora?
„Ég hef aldrei pælt í því. Það er
eitthvað innra með mér sem fer af
stað. Ég þori að hlusta á tilfmningar
mínar gagnvart starfmu, mér finnst
ég aldrei nógu góður. Ég hef líka þor-
að að fara mínar eigin leiðir. Ég er
ekki bundinn af neinum klíkum.“
Þurfa leikstjórar að vera geggjað-
ir harðstjórar eða láta (slenskir leik-
ararþokkalega að stjóm?
„ Þeir þurfa fyrst og fremst að þora
að fylgja sannfæringu sinni og láta
ekki utanaðkomandi öfl keyra sig
niður í ákveðið far. En mínar vinnu-
aðferðir bjóða upp á tjútt eða rock
and roll.“
Ert þú harður leikstjóri?
„Nei, það er ég ekki. Ég
meina....seinasta hálfa mánuðinn
kemur alltaf að þeim punkti þar sem
leikstjórinn er versti asninn og mesta
leiðindaskjóðan sem nokkur hefur
kynnst, óalandi og óferjandi. Þegar
karakteramir eru að taka völdin af
leikuranum á sviðinu og þeir era að
yfirgefa sjálfið og staulast um eins
og lítil böm kemur upp mikið óör-
yggi og tilfinningamar leita út og
suður. Þá ríður á að leikstjórinn
glopri þessu ekki út úr höndunum á
sér. Nei, ég er ekki harður."
Þú hefur þá aldrei grœtt neinn
leikara ?
„Nei, en ef eitthvað er mætti ég
vera harðari á stundum. Það er ekki
nema einn skipstjóri á skútunni. Ég
beiti hinsvegar oft þeirri aðferð að
rugla leikarana í ríminu og látast
ekkert vita hvað ég er að gera. Þá
fara þeir virkilega í gang og þannig
verður oft til krafa um sköpun. Leik-
arinn vill alltaf gera sitt besta. En
þetta er línudans, það sem hentar f
dag gerir það ekki nauðsynlega á
morgun. Enginn leikari er eins. Það
þarf að gefa leikaranum instrúktsjón-
ir á réttum tímapunkti, þegar hann er
móttækilegur fyrir því og nauðsyn-
legur grunnur í persónusköpun er
fyrir hendi og hjálpa honum þannig
uppá næsta þrep. Annars getur hann
orðið óöraggur og farið að reyna að
þóknast í stað þess að skapa sjálfur.
Og þá er andskotinn laus.“
Hann skildi þó aldrei heita Andr-
Bíll ársins 1997
ARMÚLA 13, SlMI: 568 1200
IIÍHSSÍU)1 BEINN SlMI 553 1236