Alþýðublaðið - 16.07.1997, Síða 7

Alþýðublaðið - 16.07.1997, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1997 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Baldursgata 28: Ibúðarhús byggt 1921 af Runólfi Runólfssyni steinsmiði. Hann hlóð húsið úr holtagrjóti af lóð hússins. Árið 1923 hækkaði Runólf- ur húsið um eina hæð og er hún byggð úr steinsteypu með járnþaki á borðasúð með pappa á milli. Sama herbergjaskipan og frágangur er á efri hæð og höfð var á þeirri neðri. Björg Stefánsdóttir fékk einnar miiljón króna styrk til múr- og gluggaviðgerða. Garðastræti 49: Timburhús byggt 1908. Fyrsti eigandi hússins var Bjarni Mattíasson hringjari. Húsið hefur einnig verið kallað Melshús. Engar at- hugasemdir eru gerðar í skýrslu um sögu hússins. 550.000 króna styrkur er ætlaður til viðgerða utanhúss, meðal ananrs á gluggum og klæðningu. Styrkþegar eru Sigurður Jónsson og Dagný Guðmundsdóttir. Þingholtsstræti 24: Timburhús byggt 1905. Fyrstu eigendur húss- ins voru Jón Reykdal og Kristján Möller málarar. Árið 1906 keypti Jens B. Waage húsið og bjó í því til 1911. Þá seldi hann það til Pét- urs Gunnarssonar. Jens var meðal annars formaður Leikfélags Reykjavíkur og bankastjóri Is- landsbanka. Frá upphafi hafa litlar sem engar breytingar verið gerðar á ytra byrði hússins. Það er hluti af húsasamstæðu við Þingholts- stræti sem mikill áhugi er á að vernda. Viðar Eggertsson fékk 1,2 miiljónir til viðgerða, meðal annars á gluggum og til kaupa á nýju járni. Næst verður vesturbærinn tekinn fyr- ir og síðan fikrum við okkur áfram í önnur hverfí þangað til búið er að gera úttekt á allri borginni. En það á eftir að taka heillangan tíma.“ Hvaðan kemur styrkarféð? „Það kemur úr borgarsjóði. Þetta er sérstök fjárveiting." Hversu há var heildarupphceð styrkjanna? „f heildina voru veittar rúmar 13 milljónir." Er eðlilegt að borgin veiti styrki til þessara hluta? „Borgarstjóm þykir nauðsynlegt að hvetja til varðveislu húsa sem hafa menningarsögulegt gildi því húsin skipta máli fyrir heildarmynd borgarinnar. Flestar borgir eru þannig að elsti bæjarhlutinn er sá hluti borgarinnar sem hvað skemmti- legast er að koma í og því ástæða til að hlúa að honum.“ Hversu oft verða veittir styrkir úr Húsverndarsjóði ? „Eg á von á því að það verði veitt- ir styrkir á hverju ári.“ Geta þeir sem fengu lán úr gamla Húsvemdarsjóðnum sótt um styrk til að greiða niður lán? „Nei, þessir styrkir eru ekki ætlar til niðurgreiðslu lána. Borgin stofn- aði lánasjóðinn á sínum tíma, en með breytingunni á sjóðnum er honum eingöngu ætlað að veita styrki til varðveislu merkilegra bygginga." MEÓ Skólastræti 5b: Einar Jónsson snikkari reisti Ingólfsbrekku, nú Skólastræti 5, 1857. Árið 1865 byggði hann geymsluhús úr timbri bakvið húsið sem nú heitir Skóia- stræti 5b. Þetta hús iengdj Einar fyrst árið 1870 og aftur 1884. Ári síð- ar kom upp bruni í geymsluhúsinu og skemmdist það nokkuð. Einar byggði húsið upp árið eftir og þá tví- lyft. Byrjað var að búa á eftri hæð hússins 1924, en smíðaverkstæði var á jarðhæðinni. Sama ár var byggður skúr við vesturhlið hússins. Guðrún Snæfríður Gísladóttir fékk einnar milljón króna styrk til endur- nýjunar á járni og gluggum hússins. Þinghoitsstræti 13: Var kailað Ingólfsbrekka þegar það var byggt 1876. Þorsteinn Guðmundsson, fyrsti eigandi timburhússins, lengdi það um sex álnir 1881. Tveimur árum siðar var það endurbætt og þiljað. Húsið var friðað að ytra byrði árið 1978. Þuríður Bergmann Jónsdóttir fékk eina milljón til viðgerða á vindskeiðum og þakglugg- um. _ Túngata 8: Steypuhús hannað af B. Jónssyni en reist af Steingrími Guð- mundssyni bygginaverktaka árið 1916. Fyrsti eigandi hússins var Guð- mundur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri. 500.000 króna styrkur fer í við- gerðir á þaki, vindskeiðum, gleri og útihurð. Styrknum var úthlutað til Astu Kristjánsdóttur. Húsin sem sótt var um styrk til úsvemdarsjóður raðar húsunum sem sótt var um styrk til við- gerðar og viðhalds á í flokka. Húsin í umsóknunum sem bárust í ár vom sett í eftirfarandi flokka: Friðuð hús; Kirkjutorg 6, Lækjar- gata 10 (fékk ekki), Skólastræti 5b og Þingholtsstræti 13. IIús sem lagt er til að verði frið- uð; Bókhlöðustígur 6 (fékk ekki), Drafnarstígur 5 (fékk ekki), Mið- stræti 4, Miðstræti 6 og Þingholts- stræti 24. Hús í gulumflokki til vemdunar götumynda; Laugavegur 12 (fékk ekki), Suðurgata 4 og Hverfisgata 16 og 16b. Hús í gulum flokki til vemdunar svœða; Garðastræti 49 og Túngata 8. Hús í grœnumflokku til vemdun- ar 20. aldar bygginga; Bergstaða- stræti 9a. Astæða þess að nokkur hús í of- angreindum flokkum fengu ekki styrk var ýmist sú að gögn vantaði með umsóknunum eða þá að sótt var um styrk til almenns viðhalds á húsum (sjá viðtal við Bryndísi Kristjánsdóttur annarsstaðar á opn- unni). Hús sem féllu utan tillagna hús- vemdamefndar em Grettisgata 46, Grettisgata 64, Skólavörðustígur 4c, þar af em Skipasund 68, Elliðavatn og Jarðhús við Elliðaár utan svæðis. Eitt þessara húsa, Skólavörðustígur 4c fékk styrk. Alúðarþakkir sendum við öllum, nær og fjær, er auð- sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Jóhanns Georgs Möller Laugarvegi 25, Siglufirði Sérstakar þakkir færum við Verkalýðsfélaginu Vöku, Siglufirði, fyrir virðingu sýnda minningu hins látna. Helena Sigtryggsdóttir Ingibjörg Möller Alda B. Möller Jóna Möller Kristján L. Möller Alma D. Möller Karl. H. Sigurðsson Barði Þórhailsson Derek K. Mundell Sveinn Arason Oddný H. Jóhannsdóttir Torfi F. Jónasson og barnabörn

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.