Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 3
FOSTUDAGUR 18. JULI 1997 ALÞYÐUBLAÐIÐ ÖRSOGUR w Ifyrra vakti ungur rithöfundur, Bjarni Bjarnason, talsverða at- hygli með frumraun sinni, en það var bókin Boðun Maríu. Hún var gefin út af örforlaginu Ormstungu, og var meðal annars tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Bjarni fékk í framhaldinu drjúgan styrk til frekari ritstarfa, og vinnur nú að skáldsögu sem væntanlega skolar á fjörur les- enda með jólabókaf lóðiiiu... Nýjasta tímaritið á markaðnum er bókmenntaritið Fjölnir. Rit- stjóri þess er Gunnar Smári Eg- ilsson, sem stundum er kallaður Bessastaðaskelfir eftír hinar frægu bækur háhs sem kenndar eru við bústað forseta íslands. og birtust auðvitað fyrst í Alþýðu- Gunnar Smári: Móðgaði fílabeinsturninn... blaðinu. Ritinu fylgir hressandi gustur, enda eiga þar greinar flestir myndbrjótar íslenska lista- lífsins, og að auki nokkrir sem ótilkvaddir hafa tekið að sér hlut- verk vitsmunaveranna í mennningarlífi landans. Það er því að vonum að viðtökumar hafa verið með miklum ágætum. Til marks um það má nefna að í Bókabúð Máls og Menningar hef- ur það selst betur en metsöluritið sem Kristján Þorvaldsson og Bjami Brynjólfsson ritstýra undir heitinu Séð og heyrt... r Olgan sem fylgir heimsókn er- lendra bardagavíkinga á Vik- ingahátíðina í Hafnarfirði virðist ná langt inn í bæjarpólitík Gaflara. Meðan hátíðin var í fullum gangi þegar hún var haldin I fyrsta sinni fyrir tveimur ámm rofnaði þáver- andi meirihluti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks við það að Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson klufu sig frá Sjálfstæðisflokknum og mynduðu nýjan meirihluta með Alþýðuflokknum. f þann mund sem hátíðin hófst í síðustu viku byrjaði undirgangur á nýjan leik í meirihlutanum, þegar tveir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Valgerður Guðmundsdóttir og Tryggvi Harðarsson lýstu yfir að það væri óverjandi fyrir flokkinn að halda samstarfinu við Jóhann og sveit hans áfram. Fregnir fjöl- miðla hafa síðan bent til þess að slit samstarfsins sé óumflýjanlegt. Á sunnudag var meirihlutinn þó enn ekki fallinn. Flestir bæjarfull- trúamir voru þá viðstaddir þegar Magnus Skaaden, bæjarstjóri Sveio kommune í Noregi, færði Hafnfirðingum að gjöf eftirlíkingu Flókavörðu, sem stendur á Ryvarden nesi í Sveio. Við það tækifæri heyrðist oddviti Sjálf- stæðisflokksins, Magnús Gunn- arsson, tauta fyrir munni sér: Er ekki hægt að framlengja hátíðina i einsog einn dag..? Auk ritstjórans Gunnars Smára Egilssonar á Hall- grímur Helgason langmest efni í hinu nýja bókmenntariti, Fjölni. Hallgrímur er líklega einn þekkt- asti húmoristi þjóðarinnar í dag og skrifar enda grein um íslensk- an húmor í ritið. Hallgrímur er líka einn efnilegasti rithöfundur lands- ins, og forlagið sem hann gefur út hjá er einmitt hið sextuga forlag, Mál og Menning. Gunnar Smári lýsti því hinsvegar yfir i fjölmiðlum að í Fjölni ættu að birtast greinar sem væru þess eðlis að þær þættu ekki birtingarhæfar hjá Tímariti Máls og Menningar. Eftir þesa kyrfilegu móðgun hinna nýju Fjölnismanna gagnvart mógúlum íslenskrar menningar velta menn því fyrir sér hvort Hallgrímur vinni markvisst að því að gefa næstu bækur sínar út hjá forlagi Gunn- ars Smára, Dægradvöl ehf... Alsafirði er Edinborgarhúsið í Neðstakaupstað að verða að menningarsetri bæjarins undir styrkri stjórn hjónanna Jóns Sig- urpálssonar og Margrétar Gunnarsdóttur. Fyrir skömmu efndu þau til sagnakvolds og buðu til þess tveimur þekktum sagnamönnum vestfirskum, sem báðir hafa látið að sér kveða á vettvangi s'tjórnmálanna. Þetta voru fyrrverandi þingmaður Vest- firðinga, Matthías Bjarnason og gamall skólameistari og forseti bæjarstjórnar á ísafirði, Jón Baldvin Hannibalsson. Matthías átti ekki heimangengt svo Jón Jón Baldvin: Sló í gegn á sagnakvöldi í Edinborgar- húsinu... Baldvin sá einn um fjörið og sló ( gegn rýrir troðfullu húsi. Hlátra- sköllin dundu um Neðstakaup- stað fram á nótt og mun fyrirhug- að að endurtaka þessa skemmt- an í framtíðinni.... Ihaust hyggst Ríkissjónvarpið byrja með morgunsjónvarp. Mörgum finnst það óðs manns æði af hinu opinbera að ráðast í það, og benda á að þegar land- inn vakni á morgnana láti hann sér nægja örstutt bað, ristaða brauðsneið og sé þvínæst rokinn út eftir korter. Litlar líkur séu því á að markaður sé fyrir morgunsjón- varp. Þá benda menn á að einka- sjónvarpið Stöð tvö hafi athugað möguleikann til hlítar og talið hann lítt fýsilegan frá rekstrarlegu sjónarmiði. Gagnrýnisraddir telja einnig að fjármununum yrði betur varið til vandaðrar innlendrar dag- skrárgerðar. Á æðstu stöðum RÚV ríki sömuleiðis mikill efi á þvi, hvort morgunsjónvarp sé skynsamlegt. En staðreyndin mun vera sú, að hugmyndin kviknaði ekki innan RÚV, heldur hjá Saga film sem kom með hana til stjórnenda Sjónvarpsins, og hyggst fjármagna framleiðsl- una sjálft með auglýsingum. Kannanir þess benda til að morg- unsjónvarp sé hægt að reka með þessum hætti, og meðan umtals- verðum fjármunum skattborgar- anna sé ekki hætt muni tilraunin vera einnar messu virði... Aðalleikandinn i sögulegasta ieikriti Leikfélags Reykjavíkur var Viðar Eggertsson, en því lyktaði með því að hann var rek- Viðar Eggertsson: Á von á vænum fúlgum frá LR í skaðabætur vegna brottrekstrarins... inn með pompi og pragt úr stöðu leikhússtjóra. Síðan hefur honum gengið allt i haginn meðan eng- inn endir er á vandræðum Leikfé- lagsins. Viðar hefur getað moðað út verkefnum heima og erlendis, er nýkominn frá Færeyjum og á leið til Dyflinnar á írlandi þar sem honum hlotnast sá umdeilanlegi heiður að leika Drakúla greifa. En höfundur sögunnar er írskur að uppruna og leikgerð hennar verð- ur sett á svið í heimalandi hans í tilefni af því að hundrað ár eru frá fyrstu útgáfu hennar. Viðar þarf líklega ekki heldur að kvíða pen- ingaleysi, því hann á nú í mála- ferlum við Leikfélagið vegna brott- rekstrarins og lagarefir segja borðleggjandi að hann muni ganga frá þeím með fjögurra ára laun upp á vasann... Einn fárra sem stóð gegnum þykkt og þunnt með Viðari Eggertssyni í átökunum innan Leikfélags Reykjavíkur var einn vinsælasti leikritahöfundur síð- ari ára, Kjartan Ragnarsson. En hann hefur skrifað fleiri met- sölustykki fyrir Leikfélagið en nokkur annar, og enginn malað gull fyrir það af viðlíka þrótti og Vigdfs: Ný leikgerð í sam- vinnu við Kjartan Ragnars- son... hann. Kjartan er nú nýkominn frá Mexikó, þar sem hann vann að því að gera leikgerð af einu af verkum Vigdísar Grímsdóttur. Þess er von á fjalimar fyrr en seinna, og að sjálfsögðu verður það sett upp í Þjóðleikhúsinu... Mörgum finnst að eftir að Sig- urður Valgeirsson varð dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins hafi efni þess tekið stakkaskiptum til hins betra. Kannanir á áhorfi sýna að i samkeppninni um áhorfendur hefur RÚV yfirburði yfir Stöð tvö. Sigurður átti hug- hann hefur ritstjómarvald yfir því einnig... Merkishjónunum Gylfa Þ. Gíslasyni og Guðrúnu Vil- mundardóttur geta nú með nokkurri ánægju gegnt sæmdar- heitunum langafi og langamma. Sonardóttir þeirra, alnafna ömmu sinnar og dóttir Valgerðar Sigurður Valgeirsson: Tók völdin af Svanhildi... myndina að Dagsljósi, sem er einn vinsælasti þáttur sjónvarps- ins, og ætlar nú að gera hlut þess enn meiri með því að fjölga upp- tökustjórum og dagskrárgerðar- mönnum sem vinna við þáttinn. Á bak við tjöldin er hann orðinn einn valdamesti maður Sjónvarpsins og hikar ekki við að beita valdi sínu. Það kom til dæmis fram þegar hann þvertók fyrir að birta tiltekið atriði Radíusbræðra, sem lyktaði með því að húmoristamir Davíð Þór Jónsson og Steinn Ármann hættu störfum hjá Dags- Ijósi. Hann sýndi einnig völd sín með áþreifanlegum hætti þegar hann tók völdin af Svanhildi Konráðsdóttur, stjómanda Dagsljóss, og ákvað að endur- nýja ekki samninginn við Kol- finnu Baldvinsdóttur, þó Svan- hildur hafi viljað Kolfinnu áfram. Völd hans minnka ekki með til- komu morgunsjónvarps RÚV, því Gylfi Þ. Gíslason: Orðinn langafi... Bjarnadóttur, státar nú af falleg- um syni. Móðirin og maður henn- ar Gunnlaugur Stefánsson búa í Brussel en drengurinn fæddist þó undir vökulu auga íslenska heilbrigðiskerfisins fyrir skömmu, en stjómmálaþátttaka langafans átti einsog kunnugt er talsverðan þátt í að koma því til núverandi vegs... Bréf Hannesar Hólmsíeins Gissurarsonar, sem birtist í Alþýðublaðinu á miðvikdag varð Tómasi Waage yrkisefni. Hann setti saman eftirfarandi visur: Þráhyggjan er þungbært böl þrúgar guma geð út þá fer á vonarvöl vit og viska með Martröð þetta mikil er mögnuð upp að meini Jón Ólafs hann einatt sér undir hverjum steini Prófessorsins pynting fer pínleg verða talin Hannes anginn Hólmsteinn er held ég orðinn galinn. h i n ci m c g i n "FarSfde" eftir Gary Larson Eg vissi alltaf að hann myndi snúa aftur til aö sækja hinnl f i m m fornum vegi Ert þú búin(n) að fara í útilegu í sumar? Sigríður Elva Vilhjálms- dóttir: Nei. Þorbjörg Halldórsdóttir: Nei. Merja Valinaki frá Finn- landi: Nei. Elvi Hakila frá Finnlandi: Nei. Brigitte og Edourard Hubert frá Frakklandi: Ekki ennþá. Við vorum að koma í gær og erum á leið- inni. v i 11 m q n n Með auknu safnaðarstarfi hef- ur myndast gjá milli presta og safnaðar og þess hefur bisk- upinn goldið. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson fyrrver- andi sóknarprestur í Degi-Tímanum. Ef maðurinn er laminn daginn fyrir yfirheyrslu og ef að formi er hægt að kalla þaö agaviöur- lög þá skiptir það ekki máli. Ragnar Aðalsteinsson skipaður lögmaður Sævars Ciesielskis í DT. Ég tel að skilgreina eigi mark- mið í velferðarmálum, þannig að við hjálpum þeim sem virkilega þurfa. Orri Hauksson aðstoðarmaður forsætis- ráðherra í Degi-Tímanum. Það höfum við oftar en ekki verið mjög ósáttir við. Sævar Gunnarsson formaður Sjómanna- sambandsins segir í Mogga að sjómenn vilji oft gleymast þegar vinnutímatilskipanir eru til umræðu. Og það er íjarska mikilvægt að verða ekki þeirri blekkingu að bráð að ætli maður sér að teljasf „raunsær" og „ábyrg- ur" verði maður að einblína á efnahagspólitík og hagsmuna- gæslu hér og nú og megi ekki leyfa sér að eitthvert huglægt dútl á borð við skrif um „sið- ferðilegan veruleika". Hugmyndir Václavs Hvaels með orðum Kristjáns G. Arngrímssonar í Mogga. Menntamönnum, eins og öðru fólki, hættir til þeirrar þröng- sýni að gera sér ekki grein fyrir eigin takmörkunum og hafa ekki hugmynd um hversu algerlega þá skortir ímyndun- arafl. Havel og KGA aftur i Mogga. Reyndar er það löngu vitað að hvergi hefir íslensk menning staðið með meiri blóma en í snjóþungum sveitum innundir hálendinu og þar sem frost og fannkyngi ríkir á vetrum en heiðríkja á sumrum. Árni Gunnarsson framsóknarmaður og fyrrum bóndi í Skagafirði í Morgunblaðinu. Það ætti að vera deginum Ijósara, hvílíkt ófremdará- stand ríkir nú bæði í mennta- málum og heilbrigðis- og tryggingarmálum á íslandi, enda berast látlaust fréttir af þeirri neyð, sem hrjáir skóla og sjúkrahús um allt land. Þorvaldur Gylfason í Mogga. Ef sannleiksást og þekkingar- leit væru leiðarljós blaða- mannsins, sem skrifaði þessa grein, hefði hann hlustað bet- ur á það sem ég var að reyna að segja honum þegar hann hringdi og t.d. ekki í forherð- ingu gert mér orð úr samhengi tekin t.d. þau að „gengi ís- lensku krónunnar sé rangt skráð", enda ætla ég mér ekki að vera sérfræðingur á því sviði. Pétur Þ. Pétursson hjá Lyst hf. í Mogga. Dýr var Big Mac hamborgarinn allur. Hræddur um að missa kúnann út til London? Kastaðu ekki steini í lindina sem þú drekkur úr. Hóras.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.