Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ skooanir FOSTUDAGUR 18. JULI 1997 JWDUBfJDID Þverholti 14 Reykjavík Sfmi 562 5566 Utgáfufélag Ritstjóri Fréttastjóri Auglýsingastjóri Auglýsingasími Auglýsinga fax Dreifing og áskrift Umbrot Prentun Ritstjórn Fax Áskriftarverð kr. 1 Alþýðublaðsútgáfan ehf. Össur Skarphéöinsson Sigurjón M. Egilsson Ámundi Ámundason 562 5576 562 5097 550 5750 HBK ísafoldarprentsmiðja hf. Sími 562 5566 562 9244 500 m/vsk á mánuði. Dónaskapur Alveg er með ólíkindum að stéttarfélög þurfi að sætta sig við að vera með lausa kjarasamninga svo mánuðum skiptir. Fulltrú- ar þeirra félaga sem svo er ástatt um, eiga fáa kosti. Það virðist sem ekki takist að semja með hefðbundnum hætti, það er verið að reka fólk til verkfalla. Það er kannski ekki að ósekju að verk- föll eru jafn tíð á íslandi og raun er á. Launþegar virðast, í mörg- um tilfellum, neyddir til að beita verkföUum. Það er ekki viðunandi að sitja á spjallfundum vikum og mán- uðum saman eftir að samningar eru lausir, þar sem umræðuefn- ið er allt annað en það sem máli skiptir. Tveir stórir starfshópar sitja uppi með lausa samninga, og það frá síðustu áramótum. Bæði sjómenn og sjúkraliðar hafa verið með lausa samninga allt þetta ár. Sjúkraliðar settu fram kröfu- gerð í nóvember og samningar voru lausir um áramót. Þrátt fyr- ir þennan langa tíma er ekki enn farið að ræða við sjúkraliða af alvöru um kröfugerð þeirra eða nýjan kjarasamning. Getur ver- ið að nú eigi að hegna þeim fyrir að hafa farið í verkfall fyrir rúmum tveimur árum? Samið hefur verið við flestar aðrar stétt- ir í heilbrigðiskerfinu, en sjúkraliðar skildir eftir. Framkoma samninganefndar ríkisins gagnvart sjúkraliðum sýnir ekkert annað en dónaskap. Auðvitað er alvörumál fyrir sjúkraliða að fara í verkfall. Auðvitað er ekki víst að einhugur verði um það innan þeirra raða. Þetta vita þeir sem skipa samn- inganefndina. Eflaust er það þess vegna sem þeir sýna heilli stétt óvirðingu og dónaskap. Þeir telja sig hafa valdið, þeir telja sig vera stærri og sterkari og um það má ekki efast. Kjaradeila sjómanna er ekki síður furðuleg. Þeirra aðalkrafa er verðmyndun á fiski. Útgerðin fæst ekki til að ræða við þá um sanngjarna verðmyndun á afla. Fyrir þá sem ekki þekkja til hljómar þetta afar einkennilega. Að útgerðin, sem ætti að lifa á því að selja aflann og fá sem mest fyrir, vilji ekki ræða eðlilega sölu hans. Skýringarnar eru nokkrar, en eðlilega kemur kvótabraskið fyrst upp í hugann. Það er staðreynd að margar útgerðir hafa hagnast ótrúlega á því að hafa fullt leyfi ráðherranna til að versla með sameign þjóðarinnar að eigin geðþótta. Öll þjóðin geldur þess, en þó sérstaklega sjómenn. I áraraðir hafa óvandaðir út- gerðarmenn komist upp með að svipta sjómenn stórum hluta launa sinna. Þeir peningar hafa verið notaðir til að greiða þeim forréttindahöfum að sameigninni sem kappkosta að gera kvót- ann að féþúfu. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands, segir í Alþýðublaðinu í dag, að útgerðarmenn fáist ekki til að ræða við viðsemjendur sína nema verkfallsvopnið sé til reiðu. Sama er uppi á teningnum hjá samninganefnd ríkisins. Launa- fólk þarf að þola ofbeldi viðsemjenda sinna. Ríkisvaldið styður ofbeldið, það á ósamið við sjúkraliða, það eru þeirra tindátar sem skipa samninganefndina. Það er einnig ríkisvaldið sem ger- ir útgerðinni kleift að lifa utan við það þjóðfélag sem flestum öðrum er ætlað að taka þátt í. Það er ekki einungis áhyggjumál sjúkraliða og sjómanna að ekki sé samið við þessar stéttir. Það á að vera krafa allra rétt- sýnna íslendinga að ofbeldi og dónaskapur fái ekki að líðast í samskiptum fólks. Það er slæmt þegar menn verða uppteknir af forsiöf sem beim er gefin af ósanngjörnum stjórnvöldum. Einum hent, öðrum brennt - eða því skyldi Gyrðir eiga að rappa? „Og fiðrildin byrgja sól" (Gyrðir Elíasson:Bréf til Ijósgjafa) Síðast þegar ég lenti í sendibréfa- deilu snerist hún um Gyrði. Náfrændi minn einn, ákafur unnandi Hölderlins og Hannesar Péturssonar, brást æfur við þegar hann fékk í hendur ljóðabók Gyrðis, Mold í Skuggadal. Þegar hann hafði lesið bókina settist hann niður og orti þrjátíu ljóð sem hann taldi vera í anda Gyrðis, sendi mér þau með harð- orðu bréfi og leið þá ögn skár. Ég svar- aði honum fullum hálsi. Hann svaraði mér fullum hálsi. Og svo var það búið. Af hverju var hann svona reiður? Af því Ijóðin voru á skjön við hug- myndir hans um það hvernig ljóð skyldi yrkja. Af því „þeir" væru að hampa þessu. Af því að "ljóðið" var á stórháskalegri braut. Af því ljóðin voru ekki „um" neitt. Af því hafnað var klassískum táknum, myndum og líkingum, hefbundinni notkun á hlið- stæðum og andstæðum til að magna upp tilfinningalega eða merkingarlega spennu - af því ort var um tabú á borð við kaffidrykkju, grasaferðir, vita, ugl- ur, regn, stúlkur, mosa, sortafiðlur, ferðalög í dimma dali, hvað veit ég? Ég veit bara þetta: Ég opna bókina einhvers staðar og les: „Oddar geisla- spjóta rista mynstur á augnlok" - sá sem svona yrkir um sólina þarf ekki að láta dóma rímóðra frænda minna á sig fá. Því nú er það Hallgrímur. Ég sá í Degi-Tímanum að gjórvóll ungherja- deild atómskáldskaparins hefði lagt saman í púkk um að yrkja um hann eitthvað sem fengið hefði heitið „Trúðskaparmál" og hann kallaður „Halgrín" eða eitthvað í þá áttina. Hallgrímur verður ekki svo auðveld- lega afgreiddur. Gagnrýni hans í Fjölni þridji maðurinn I hyggja og orðameinlæti, þungur og fastur taktur sjálfs ,,Nútímans" liggur undir hverri setningu. Á fætur! og hleypið blóði svita og brundi inn í ljóðlist yðar! Hann er að biðja um rapp. En að saka Gyrði um makræði, lognmollu, syfju og slen, bara vegna þess að hann er lágmæltur er jafn frá- leitt og sú meinloka Hallgríms aö jiðrildi séu ekki til á íslandi. Guðmundur Andri Thorsson skrifar á nútímaljóðlist er beinskeytt og fynd- in, í kaldhæðni á hann engan sinn líka og myndin af hinu sísyfjaða íslenska nútfrnaskáldi sem hann dregur upp er snjöll líking um það slen sem óneitan- lega ríkir hér í skáldskap og listum al- mennt. Hún er líka vel grunduð og meira að segja byggð á markvissum hugmyndum í fagurfræðilegum efn- um. Módernismanum er afdráttarlaust hafnað, boðað er allt annað en naum- Greinin er jafii snjöll og hún er frá- leit. Enn sannast hið algilda lögmál: það sem er satt almennt talað er ósatt þegar kemur að því sérstaka. Óskar Árni Óskarsson er meg- inskotmark Hallgríms, enda afar ósennilegur rappari. Ég hef ekki lesið Hækuþýðingarnar sem ritdómurinn fjallar um en Norðurleið Óskars Árna sem út kom 1993 er ansi góð bók. Þar eru meðal annars hækur ortar á norð- urleið, afar vel heppnaðar og reynast einmitt rétta formið til að ná fram þessu vindbarða íslenska andrúmslofti sem að vísu er ekki Kaffibarinn en veruleiki engu að síður - veruleiki flestra íslendinga, saga okkar á horf- inni öld. Þessar hækur eru ljósar, bein- skeyttar, næmlegar, ortar af - umfram allt - vakandi huga. Og þær geyma í sínum fábrotnu línum söguna um fs- lendinga á 20. öld. Hins vegar hrífa mann ekki eins þýðingar hans á Basho og Issa, enda margt til í því sem Hall- grímur segir um fánýti þess að þýða svo rammbundna myndlist í formlaus orð - nema að það sé hitt sem mig reyndar grunar: að Basho og Issa séu stórlega ofmetin skáld með sinn eilífa frosk sem heyrist plúmps í þegar harm hoppar út í vatnið... En það skiptir ekki máli. Mann grunar að hér sé um að ræða fræga að- ferð Þórbergs þegar hann hugðist jafna um þennan Halldór Kiljan sem allir voru svo hrifnir af - þá skrifaði hann dóm um Hornstrendingabók Þórleifs Bjarnasonar undir naftúnu Einum kennt, öðrum bent. Þetta snýst um Gyrði. Strax í þessu skilur dómur HaUgríms sig frá þeirri fyrirmynd sem hann mátar sig svo greinilega við og vísar beinlínis til, Fjölnisdóms Jónasar um Breiðfjörð (Hér hefur Hallgrímur villst inn í þann eilífa bítlaleik bernsk- unnar sem Gunnar Smári virðist aldrei vaxa upp úr: ég skal vera séra Tómas, þú ert Jónas og hann getur verið Ringo). í því tilviki réðst Jónas á það sem „fólkið vildi". Hann var róman- tískur fagurkeri í útlöndum, fagur- fræðilegur yfirstéttarmaður og kom af menningarjaðrinum og réðist beint inn á miðjuna, þetta var fyrsta dæmið okk- ar um fagurskáld að úthúða poppmús- fk. Hér er þetta öfugt - Hallgrímur not- ar alþýðlega mælikvarða á ljóð Gyrð- is, en einkum þó Sigfúsar Bjartmars- sonar: um hvað er þetta eiginlega? Eg botaa ekkert í þessu. Þetta hlýtur að vera drasl. Hann er líka hinn dáði og frægi fjölmiðlamatur sem beinir sterku ljósi sfnu innan úr miðjunni út í jaðar- inn og heimtar að fá að vita af hverju allir eru ekki hressir. Hallgrímur er eins og hemúllinn í Vetrarundrum í Múmíndal sem vildi drífa alla með sér á skíði. Hann er eins og maður sem fer í líkamsræktarstöð og villist inn í jóga- herbergið og eftir að hafa setið þar um stund gengur að þeim sem stjórnar ömm-inu, potar í brjóstkassann á hon- um og segir með þjósti: Djöfull ert þú eitthvað rólegur þarna. Þetta er ekki spurning um smekk. Smekkur er orð handa letingjum - þetta er hins vegar spurning um að virkja einhvern af þeim áttaþúsund lesendum sem búa í okkur. Þetta er spurning um innstillingu, hæfileika til að hlusta. Þörf til að hafna. Því aðferð Gyrðis er lágspenna-lífs- hætta. Hann stígur varlega til jarðar vegna þess að hann er á jarðsprengju- svæði. Hann leitast við að ná fram áhrifum með minnstu mögulegu áhrifsbrögðum og auðvitað tekst það misjafnlega. En að saka Gyrði um makræði, lognmollu, syfju og slen, bara vegna þess að hann er lágmæltur er jafn fráleitt og sú meinloka HaU- gríms að fiðrildi séu ekki til á íslandi. q I c r i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.