Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ1997 Óskar Guðmundsson Skáldið frá Ólafsvík Fyrsti þáttur af þremur um Jóhann Jónsson skáld. Litið yfir œfiferilinn og gluggað í frásagnir frœndfólks af skáldinu Bréf frá Jóhanni tvítugum til Ólafsvíkur. Velgjörðarmenn skáldsins voru margir Skáldmennið 15 ára. Jóhann Jónsson þóttifrá imga aldri mikill kvennaljómi enda var hann sagður -fagur eins og Byron lávarður, skáldmœltur sem Byron og haltur eins og Byron.. Jóhann Jónsson hefur ævinlega verið sveipaður dularljóma, halta skáldið sem heillaði hal og sprund, eins og Byron lávarður. Jó- hann sem dó fyrir aldur fram hefur oft verið kallaður „eins kvæðis skáld“ og er þá vísað til Söknuðar, eins frægasta kvæðis sem ort hefur verið á íslensku á þessari öld. Um hann hafa verið skrifaðar ógleyman- legar frásagnir, m.a. af vini hans Halldóri Laxness. Berklaveikt skáldið hefur oftast verið fjær jörðu og nær himni aðrir menn. „Hugar- heirnur hans var allur einn samhald- inn skáldlegur draumur." Þó var hann ættaður úr því jarðbundna hrollvænlega sjávarplássi Ólafsvík. Þar ólst hann upp með foreldrum og frændum sínum. Meðal þeirra var Magnús Kristjánsson smiður, móður- bróðir Jóhanns sem er helsti heimild- armaður í þessum þætti. Jóhann Jónsson fæddist að Staðar- stað í Snæfellssýslu 12. september 1896. Foreldrar hans voru Jón Þor- steinsson og Steinunn Kristjánsdóttir frá Skógarnesi sem þá voru í hús- mennsku hjá séra Eiríki Gíslasyni og frú Vilborgu Jónsdóttur. Þaðan fluttu foreldrar hans árið eftir til Ólafsvík- ur, þar sem hann ólst upp í foreldra- húsum fram yfir fermingarár. Þorbjörg Guðmundsdóttir ljós- móðir, systurdóttir Jóhanns, segir foreldra hans hafa hálfpartinn verið þvingaða í hjónaband af Þóru Þórar- insdótturfsystur séra Áma) húsfreyju í Borgarholti þar sem þau Steinunn og Jón voru í vinnumennsku. Ein af ástríðum Þóru var að troða fólki í hjónaband og „til þessa sparaði hún hvorki mælsku né kænsku“, segir Þorbjörg. Jón var 30 árum eldri en Steinunn og auk þess óreglumaður og öreigi. Hann dó meðan Jóhann var á unglingsaldri. Skáldmennið fær berkla Magnús smiður Kristjánsson hreifst snemma af frænda sínum og gaf því auga hversu fljótur hann var að læra og var góðum gáfum gæddur. „En gáfúr hans voru ólíkar mörgum annarra. Hann fór sjáanlega aðrar leiðir.“ Hann vildi nefnilega sjálfur ráða því hvaða þekkingu hann til- einkaði sér. „Þá var það vanalegast að hann tók aðrar bækur og fór að lesa sem voru ljóðabækur og ritgerð- ir eftir ýmsa, bæði innlend og útlend skáld og rithöfunda. Og svo tók hann þá upp pennann og fór að skrifa, mest ljóðahendingar ýmsar ritgerðir og þesskonar.“ Magnús segir teiknilist hafa höfðað til unga manns- ins -„ að mála landslagsmyndir, fjöll og fagra dali, kletta og klungur, fossa og ár og fjölbreytt ský. „ Jóhann las mikið af bókum svo sem eftir Jónas Hallgrímsson. Matthías Jochumsson og Þorstein Erlingsson. Magnús segir að strax eftir ferm- ingu hafi borið á því að hann var skáldmæltur, orti Ijóð og eitt dálítið leikrit samdi hann fyrir Góðtempl- arastúkuna sem hann starfaði í þá og nefndi hann það Alögin og var það leikið fyrir almenning og þótti ágætt -og erfiljóð orti hann fyrir konu sem missti son sinn í sjóinn. Þar komu skýrt fram hugsanir hans, mælska og nöpur tilfinning. „A þessu ára tíma- bili geisaði sú skæða berklaveiki hér í Ólafsvík og eins alls staðar á land- inu og fékk Jóhann snert af henni sem fylgdi honum alla æfi þó hún lægi niðri stundum. En svo fór að lokum að hún varð hans dauða mein.“ Skólavist í Flensborg, Akureyri og Reykjavik Jóhann Jónsson mun hafa verið á seytjánda árinu er hann lagði land undir fót til að ganga menntaveginn. Fyrst reyndi hann fyrir sér við Flens- borgarskólann í Hafnarfirði. En varð að hverfa þaðan áður en skólatíma lauk, vegna þess að þá komu berklar í annan fótinn á honum og fór á spít- ala og lá þar og var skorinn upp og gekk með staurfót og hækju eða staf eftir það, segir Magnús smiður og telur útlitið heldur hafa dökknað því hann hafi verið þar syðra, heilsubil- aður og peningalaus. Og gat engan styrk fengið heiman að, frá bláfátæk- um foreldrum sínum. Uppvakti Guð nú góða menn... „En betur rættist úr en á horfðist. Jóhann var þannig gerður að eðlisfari að hann kom sér vel hjá öllum sem hann kynntist. Hann var svo skemmtilegur í allri viðkynningu og sambúð, einurðargóður og djarfur að tala við menn jafnt bæði lærða og ólærða. Og allir menntaðir menn sem honum kynntust fundu miklar og ein- kennilegar gáfur hjá honum og litu þannig á æfikjör hans að gustuka verk væri að hjálpa honum svo hann gæti haldið áfram námi. Og ekki síst þegar hann var orðinn fatlaður og ekki fær til erfiðisvinnu. En þá uppvakti Guð góða menn til að hjálpa honum sem voru aðalmenn þeir Bjami Jónasson frá Vogi skáld og mikill menntamaður, Einar Jóns- son myndhöggvari frá Galtafelli og fleiri sem mér var ókunnugt um. Bjami tók hann í tímakennslu og út- vegaði honum kennslu hjá fleirum og Einar hjálpaði honum um peninga. Þama var hann við nám þennan vet- ur og næsta sumar lét Einar hann fara austur að Galtarfelli til Jakobs bróð- ur síns sér til hressingar í það góða sveitaloft á ágætu heimili." Bjami frá Vogi taldi skjólstæðing sinn nægilega vel undirbúinn til að ganga upp í Menntaskólann en það vildi rektor skólans ekki. Bjarni frá Vogi brá þá á það ráð að koma hon- um inn í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri, þaðan sem hann tók próf vorið eftir, 1917. Næsta haust gekk hann síðan upp í Menntaskólann í Reykja- vík. Frá vetrinum 1917 er til varðveitt bréf frá Jóhanni skáldi og mennta- skólapilti til Magnúsar smiðs: Reykjavík 6. des. 1917 Vinur og bróðir! Blessaður œ og ceftnlega; Og fyr- irgefðu slóðaháttinn. Að hugsa se'r þvílíkt, aðrir eins félagar og við vorum aðfleiri bréf skulu ekki hafa farið okkar í millum. Jœja svona gengur þetta í veraldargarminum: - að lifa og gleyma, gleyma og lifa í glaumi og hégóma! Eg þakka þér hjartanlega fyrir bréftð þitt. Það andaði frá því ilmi gamalla daga, þeir verða þó alltaf bestir gömlu dagarnir - þegar öllu er á botninn hvolft - með öllum sín- um einfaldleik og óviti. Og cetíð kemst ég íþcegilegt skap, þegar ég minnist þessara gömlu daga. Og það er bjart um þig meðal þeirra minninga, máttu trúa, þú ert líka hinn eini frcenda minna sem ég ftnn andlegt œttarmót með, og vel hefði cefi þín mátt verða önnur en hún Ferlaufasmárann kölluðu þeir félagsskap sinn en saman höfðu þeir á bamsárum búið sig undir skóla hjá sr. Guðmundi Einarssyni i Ólafsvík. Jóhann Jónsson skáld, sr. Friðrik A. Friðriksson sem prestur varð vestanhafs og síðar á Húsavík, sr. Magnús Guðmunds- son sem varð prestur í Ólafsvík, og Kristinn Guðbrandsson rajfrceðingur sem síðar varð forstjóri raforkuvers t Kaliforníu. Mynd- in er liklega tekin á skólaárum þeirra í Reykjavik. ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.