Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.07.1997, Blaðsíða 1
MÞY9U6LM9 Föstudagur 18. júlí 1997 Stofnað 1919 95. tölublað - 78. árgangur ¦ Sjómenn eru með lausa samninga og hafa verið frá áramótum. Ekkert gerist í samningaviðræðum, sem reyndar hafa legið niðri um nokkurn tíma Útgerðin hafnaröllu - segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands íslands. Sjúkraliðar hafa einnig verið með lausa samninga frá áramótum. Meðal þeirra gætir óþreyju. „Það er ekkert að gerast. LIU hef- ur hafnað öllum okkar hugmyndum. Þeir virðast ekki vilja ræða við okkur nema verkfallsvopninu sé beitt," sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, en sjó- menn eru að verða lanfþreyttir á að ekki sé gengið til alvöru samninga- viðræðna, þar sem samningar hafa verið lausir frá áramótum. "Við höfum séð þetta ástand oft áður. LIU hefur þá vinnureglu að semja ekki nema átök sé framundan eða hafin. Við látum það ekki yfir okkur ganga að vera samningslausir langtímum saman. Meginkrafa okkar er verðmyndunin, það er kvótabrask- ið, aðrar kröfur eru ekki miklar eða háar, en kvótabraskið er númer eitt, tvö og þrjú," sagði Sævar Gunnars- son formaður Sjómannasambands- ins. Sjómenn hafa rætt í sínum hópum að sennilega sé best að bíða með verkfallsboðanir til haustsins. Hjá Sjúkraliðafélagi íslands feng- ust þær upplýsingar að ekkert sé að gerast í þeirra samningamálum, en sjúkraliðar hafa verið með lausa samninga frá áramótum. Innan þeirra raða gætir mikillar óánægju með hversu lengi hefur dregist að hefja samningaviðræður af alvöru, en mestum tíma hefur verið eytt í að ræða nýtt launakerfi, þrátt fyrir að sjúkraliðar hafi sagt að þeir vilji ekki taka upp nýtt launakerfi, allavega ekki að svo stöddu. u HP í miklum erfiðleikum Otldinn neitaöi að prenta Við höfum ákveðið að halda áfram, segir framkvæmdastjórinn Helgarpósturinn á í miklum erfiðleikum og skuldar laun og prentkostnað í Odda en hefur staðið í samningaviðræðum við Odd- ann um lækkun á prentkostnaði sem er um það bil 400 þúsund á viku. Leikar fóru þannig að Oddinn hefur ekki samþykkt að lækka prenfkostnað í neinum teljandi mæli, þeir gerðu tilboð sem HP mönnum fannst ekki ásættanlegt. I gær neitaði Oddi að prenta blaðið nema skuldin yrði greidd að hluta. Samkvæmt heimildum blaðsins gerðu þeir þá kröfu að eigendur blaðsins gengust í persónulegar ábyrgðir fyrir skuld- um. Alþýðubandalagið sem er einn hluthafa neitaði hinsvegar að koma nokkuð nálægt því og féll það þar með um sjált sig. HP menn gátu ekki greitt tilsetta upphæð og leituðu til ísafoldar um prentun á blað- inu í gærmorgun gegn stað- greiðslu. Prentsmiðjan ísafold er sem kunnugt er í eigu DV að hluta til sem er að hluta í eigu Jóns Ólafssonar. Það er því Jón Ólafsson sem prentar Helgarpóst- inn meðan þessar erjur standa yfrr. „Við eigum útistandandi tekjur fyrir auglýsingar og smásölu sem dygðu fyrir skuldum og ef blaðið yrði gert upp þá stæði það á sléttu," segir Ámi Björn Ómars- son framkvæmdastjóri. „Við höf- um hinsvegar ákveðið að halda rekstrinum áfram þrátt fyrir þessa erfiðleika og munum eiga fund með Odda eftir helgi." ¦ Jóhann Jónsson skáld1917 „Lífið leikur við mig „Yfir höfuð leikur h'fið mig. Ég er kostaður í skóla af ein- hverjum ríkasta mann landsins, Ludvig Kaaber konsúl. Kom Einar Jónsson myndhöggvari mér í kynni við hann. Lætur hann mig ekkert vanta." Þannig kemst Jóhann Jónsson skóla- piltur m.a. að orði í áður óbirtu bréfi til Magnúsar Kristjánsson- ar frænda síns 6. desember árið 1917. Bréfið er meðal ýmissa áður óbirtra gagna úr ævi Jóhanns Jónssonar skálds sem koma fram í greinaflokki Óskars Guðmundssonar um skáldið sem hefst í Alþýðublaðinu í dag. Margt kemur þar í ljós sem varpar ljósi á hið dulúðga og ástsæla skáld undan Jökii. ¦ Þprsteinn Pálsson „Ég vissi ekki" Þorsteinn Pálsson hefur sagt að hann hafi ekki vitað af fjár- hagskröggum Hallvarðar Ein- varðssonar. Samt hefur komið fram aðstoðarmaður hans, Ari Edwald tjáði sig um málið í júlí 1993. - Sjá bls. 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.