Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 5
FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST1997
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
Okkar bíður
spennamCi verkefhi
- segir Sigfivatur Björvinsson, og fiveðst hiafika
tií sarnstaifs um að bygejja npp nýjan og
ferskan jjöimiðií nteð fvjarta sem siœr vinstra tnegin
Sighvatur Björgvinsson: Þakklátur öllum þeim, sem hafa lagt vinnu og
aluð í að vinna Alþýðublaðið nú og áður. En nú bíða okkar allra ný verk-
efni.
„Þetta er erfið ákvörðun að taka.
Alþýðublaðið hefur verið nátengt
störfum mínum frá því ég kom í Al-
þýðuflokkinn. Eg var komungur
þegar ég lagði til verulegt fjármagn
til að blaðið næði fótfestu. Þetta voru
peningar sem skiptu ungan mann
miklu, ég held ég hafi verið fimm
eða sex ár að borga þetta upp. Síðar
var ég ritstjóri blaðsins í nokkur ár
og kynntist þá erfiðleikum blaðsins
og þeirri miklu vinnu sem starfsfólk
þess lagði á sig til að koma því út. Ég
hef tvisvar þurft að taka við rekstri
blaðsins, þegar hann var kominn í al-
gjört óefni og tókst að tryggja því
áframhaldandi útkomu. Þannig að
Alþýðublaðið er mjög nátengt starfi
mínu í flokknum og ég hef sterkar
tilfinningar til þessa blaðs. Það er
ljóst að mikil eftirsjá er að Alþýðu-
blaðinu, en við emm ekki hætt að
gefa það út. Það mun koma út
nokkrum sinnum á ári. Hitt er óneit-
anlega spennandi verkefni að eiga
aðild að því að búa til sterkt og stórt
dagblað, vinstra megin við miðju.
Það höfum við gert ítrekaðar tilraun-
ir til að gera það af eigin rammleik,
en það hefur ekki tekist. Nú eigum
við í samstarfi við Alþýðubandalag-
ið, Þjóðvaka og Dagsprent um að búa
til slíkt blað. Það er spennandi verk-
efni sem ég vona að takist,“ sagði
Sighvatur Björgvinsson, formaður
Alþýðuflokksins, um þau tímamót
sem Alþýðuflokkurinn er á, þegar
blað flokksins hættir að koma út sem
dagblað eftir tæplega áttatíu ára sam-
fellda sögu.
Að vera með hjartað
vinstra megin
- Nú hlýtur að vera spurt, hvernig
blað sérð þú fyrir og hver verður að-
koma Alþýðuflokksins að því blaði?
„Ég sé fyrir mér blað sem verður
að þjóna þeim lesendahópi sem það
er skrifað fyrir. Blaðið verður að vera
ineð hjartað vinstra megin í brjóst-
inu. Það hefur sýnt sig að það er ekki
til heilla að stjómmálaflokkar hafi
bein afskipti af blaðaútgáfu og segi
ritstjóm og blaðamönnum fyrir
hvemig þeir eiga að skrifa. Það hef
ég ekki gert meðan ég hef verið for-
maður Alþýðuflokksins og ekki skipt
mér af skrifum blaðsins eins og þú
getur borið vitni um. Ég hef haft
skoðanir á því sem hefur verið í blað-
inu, en ekki látið þær í ljós, hvorki
við ritstjómina né aðra. Það er ekki
til heilla, að mínu viti, að flokkar hafi
bein áhrif á ritstjóm, eða reyni það,
og að blöð séu gefin út á flokkspóli-
tískum gmndvelli. Ég sé fyrir mér
sjálfstætt blað, en um leið málsvara
jafnaðarmanna og samvinnumanna,
félagshyggjublað í eðli sínu, en að
sjálfsögðu sjálfstætt og laust frá klafa
flokkaveldisins."
- Stangast þetta ekki aðeins á,
blaðið á að vera félagshyggjublað.
Er þá ekki um leið búið að gefa rit-
stjórn þess óbeint til kynna hvemig
hún á að staifa?
„Auðvitað er það þannig að öll
blöð hafa skoðanir. Það er ekki þar
með sagt að þær skoðanir séu í öllum
atriðum í samræmi við þær skoðanir
sem stjómmálaflokkar hafa. Við trú-
um því hins vegar að það sé pláss á
íslenskum blaðamarkaði fyrir öflugt
blað sem aðhyllist þau sjónarmið
sem jafnaðarstefnan stendur fyrir. Ég
tel að það samstarf sem við emm nú
að leggja í þjóni því, og óttast ekki,
að það verði ekki með hjartað á rétt-
um stað. Við höfum gert ítrekaðar til-
raunir til að gera slíkt blað af eigin
rammleik, en það hefur ekki tekist.
Svona blað vantar. Alþýðublaðið
hefur verið ágætt blað, stundum frá-
bært, en það sem hefur háð því er að
það hafa alltof fáir lesið það. Blaðið
hefur ekki haft eðlileg áhrif miðað
við þann boðskap sem það hefur ver-
ið með. Við teljum að það sé full-
reynt að gefa út blað á vegum stjóm-
málaflokka, enda hafa allir stjóm-
málaflokkar gefist upp á því. Það
sem blað sem kemur út, í endanlegri
mynd á að höfða til þessa fólks. Mál-
flutningur blaðsins verður að taka
mið af skoðunum og lífsviðhorfum
þeirra einstaklinga sem ætlunin er að
kaupi blaðið.“
Fullviss að þetta tekst
- Nú er Ijóst að þeir hópar sem
standa að blaðinu eru ólíkir. Hvað
sérð þúfyrir þér að geti orðið stœrsti
tálminn í samstarfinu að hinu nýja
blaði?
„Það hættulegasta í þessum ferli er
auðvitða ef þessi tilraun tekst ekki.
Þá sé ég ekki fram á að annað tæki-
færi bjóðist. En ég er þess hinsvegar
fullviss að þetta tekst. Ég segi það
fullum fetum, og vísa til vinar míns
Össurar Skarphéðinssonar, núver-
andi ritstjóra, að samstarfið við
Svein R. Eyjólfsson og síðar son
hans Eyjólf, hefur verið mjög gott.
Ég þekki Svein frá því við Gylfi Þ.
Gíslason vorum að gefa út Alþýðu-
blaðið með honum skömmu eftir
1972, og á betri samstarfsmann verð-
ur ekki kosið. Orð hans em gull, og
hann er maður sem ég treysti. Það
getur vel verið að hann hafi áðrar
stjómmálaskoðanir en ég, eða aðrir í
kringum mig, en hann kann að gefa
út blað, og um þessa sameinuðu út-
gáfu fara hagsmunir okkar jafnaðar-
manna saman við þeirra. Þeir telja
einfaldlega að það sé markaður fyrir
blað af þessu tagi, og ég er þeim
sammála. Einsog menn segja stund-
um á bryggjunum fyrir vestan. Það er
best að vinna með vönum mönnum. I
þessu tilfelli er verkáætlunin skýr.
Við ætlum að búa til blað sem er með
hjartað á sama stað og það slær í
okkur sem viljum sem breiðast sam-
starf á grundvelli jafnaðarstefnu og
félagshyggju.”
Sighvatur kvað það skoðun sína,
að nú væri að hefjast áhugaverðasta
tilraunin sem hefur verið gerð um
fjölmiðil af þessu tagi. „Ég er sam-
starfsmönnum mínurn í þessu verki
einfaldlega sammála um að það hefði
verið hættulegt ef tök flokkanna á
slíku blaði væru of sterk. Ef ritstjórn
blaðs, sem á að ráða ferðinni, væri
eilíflega undir flokksaga, það væri
ekki gott. Þess vegna tel ég ekki til
skaða, heldur ánægjuefni, að flokk-
amir hafi ekki í þessu samstarfi rétt
til þess að skipa flokkspólitískt í störf
eða stöður. Ég tel það af hinu góða,
en ekki hinu illa. Ritstjóm sem væri
samsett af hópum, þar sem einn
kæmi frá Alþýðuflokki, einn frá Al-
þýðubandalagi og einn frá Fram-
sóknarflokki og þeim væri ætlað að
gæta hagsmuna flokkanna. Slíkt
samstarf gæti ekki gengið. Nú treyst-
um við því fólki, sem mun starfa á
ritstjóm þessa blaðs, til að starfa
sjálfstætt en auðvitað á grundvelli
þeirrar lífsýnar sem þetta blað á að
standa fyrir.“
Ekki ein einasta
andmælarödd
- Efþú bjartsýnn að í kjölfar þess-
arar ákvörðuna verði innan skamms
hœgt að kaupa nýtt, gott og sterkt
blað?
„Tvímælalaust. Ef ég tryði því
ekki í hjarta mínu, hefði ég ekki beitt
mér fyrir þessu máli af þeim krafti
sem ég hef gert innan flokksins. Og
ég fullyrði það eftir fundinn í flokks-
stjóm Alþýðuflokksins, að í þessu
máli er hreyfingin öll samstiga. Það
kom ekki ein einasta andmælarödd á
fundi flokkstjómarinnar, sem þó var
óvanalega fjölmennur. Ég er því afar
bjartsýnn í dag. Þetta er áhugaverð-
asta tilraun sem gerð hefur verið
lengi. Það er ekki lítið mál að leggja
blað með áttatíu ára sögu inn í það
samstarfsverkefni. Það er okkar
framlag. Ég tek það auðvitað fram að
þetta hefur engin áhrif á önnur út-
gáfumál Alþýðuflokksins. Við mun-
um áfram gefa út okkar flokksblöð £
öllum kjördæmum landsins. Ég mun
halda áfram að gefa út minn gamla
góða Skutul með mínum góða félaga
Gísla Hjartarsyni á Isafirði, og öðr-
um samverkamönnum okkar þar. Það
er líka ánægjuefni að allt starfsfólk
Alþýðublaðsins fær atvinnu á vegum
útgáfunnar. Mér er annt um það fólk,
ekki aðeins af því ég hef vissar
skyldur gagnvart því sem formaður
flokksins, heldur af því mér þykir
vænt um það, og lít á það sem vini
mína.“
Sighvatur sagðist ekki vera í
nokkrum vafa um að starfsfólk Al-
þýðublaðsins héldi áfram að skrifa í
hinn nýja miðil í þeim anda sem það
hefur gert á Alþýðublaðinu. „Ég hef
heldur enga trú að þetta fólk láti
segja sér fyrir um önnur lífsviðhorf
en það hefur haft. Haldi áfram að
starfa sem sjálfstæðir blaðamenn
eins og það hefur gert á Alþýðublað-
inu. Þetta fólk hefur aldrei fengið
fyrirskipanir frá mér. Nú eigum við
einfaldlega að fylkja okkur um hið
nýja verkefni þessa samstarfs og búa
til verulega góðan og öflugan miðil.
Þessvegna eru það hvatningarorð
mín til allra lesenda blaðsins um að
taka rösklega á með okkur, kaupa
ekki aðeins blaðið sem að lokum
verður til úr þessu spennandi sant-
starfi. heldur líka hafa áhrif á það
með því að skrifa í það og aðstoða
það á annan hátt. Dagblað þjónar
alltaf þeim sem lesa það, og það
verður aldrei betra en fólkið sem læt-
ur sér annt um það.“
ffACpýðuBCaðið íiefur verið ágcett bCaðj
stundumfrábcertj en það sem fiefur háð þvi er
að það fiafa atttoffáir Cesið það.
MáCfCutnirujur nýs miðiCs verður að taka mið
af skoðunum og Cífsviðhorfum þeirra einstak-
Cinqa sem cetíunin er að kaupi bCaðið."