Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997
Ritstj órar Atþýðub Caðsins fiafa íöngwn
veriö dstýriCátir. Eirtn 6eirra var
Ófafur Friðriksson og fyrxxanformaður
Affiyðufíokksins Stejanjóhann
Stefánsson minntist hans vitanCega
í endurmiruiingum sínnm
S
tímum spönsku veikinnar,
Mnnar skæðu drepsóttar,
sem geisaði í Reykjavík
haustið og fyrri hluta vetrar 1918,
mætti ég Ólafi Friðrikssyni eitt sinn á
götu, skömmu eftir að ég var risinn á
fætur úr þessum illkynja faraldri.
Hann hafði þá einnig legið sjúkur og
látið sér vaxa skegg, sem hann gekk
með til dánardags. Ég gladdist í hvert
sinn, er ég varð þess var um þessar
mundir, að vinir eða kunningjar
höfðu komist klakklaust yfir þessa
hættulegu pest. Ég varð því mjög
ánægður yfir að hitta Ólaf og óskaði
hann velkominn í hóp hinna lifandi.
Ég hafði oft, ásamt ýmsum skóla-
bræðrum, átta langar og stundum
strangar skeggræður við Ólaf á kaffi-
húsum, einkum um stjómmál. Ólafur
var þá þegar orðinn góður kunningi
minn, og fannst okkur skólapiltunum
mikil ánægja að því að eiga við hann
rökræður og kappræður.
En það eru ekki minningamar um
þetta kaffihúsahjal, meira og minna
yfirborðskennt, sem gera mér Ólaf
ógleymanlegan. Það em miklu frem-
ur fjöldafundimir í gömlu Bámbúð
og annars staðar, sem fest hafa í huga
mínum óafmáanlega mynd af Ólafi
Friðrikssyni á þeim ámm. Þar stóð
hann á leiksviðinu, keikur og karl-
mannlegur, og lét þrumuraust sína
glymja út í salinn. Honum var létt um
mál, og þegar því var að skipta, var
hann óvæginn og orðhvass, enda
skaphitinn mikill. Svo virtist ein-
stöku sinnum sem hann missti af
ræðuþræði. Greip hann þá stundum
upp smáspýtu úr vasa sínum og
horfði á hana, en skaut á meðan fram
óviðkomandi orðum eða setningu,
svo sem mér er minnisstætt, er hann
sagði eitt sinn: „Svartur ullarlagður
og hundshár“ við slíkt tækifæri. En
sjaldan brást honum bogalist orðsins.
Og þegar kallað var fram í fyrir hon-
um, átti hann það til að svara svo
meinlega og hnyttilega, að hláturinn
hljómaði um allan sal, en sá sem
gripið hafði fram í, gerðist niðurlútur
og þagði eftir það.
Ólafur Friðriksson hafði iðkað
mælskulist á málfundum danskra
jafnaðarmanna og lært þar margt
það, sem kemur ræðumönnum að
góðu liði. Þó lærði hann enn meira
þar um ágæti jafnaðarstefnunnar,
sem hann flutti, er heim kom, af
miklum eldmóði og áhuga. Varð
hann því einn af merkustu brautryðj-
endum alþýðuhreyfingarinnar hér á
landi og átti mikinn þátt í að vekja
menn til umhugsunar um hana og
hvetja þá til dáða. Saga hreyfxngar-
innar mun því ætíð geyma nafn hans
í mætri minningu.
Það varð aldrei náinn persónulegur
kunningsskapur á milli okkar Ólafs
Friðrikssonar, enda vorum við næsta
ólíkir. Og þegar ég tók sæti í bæjar-
stjóm Reykjavíkur 1924, þá ungur að
aldri, sat Ólafur þar fyrir sem hinn
núkli baráttumaður. En hvemig sem
á því stóð, var ég valinn oddviti
flokksins í bæjarstjóminni; hygg ég
að Ólafi hafi núslíkað það, og skil ég
það vel, að hann, brautryðjandinn,
yrði að víkja fyrir hinum unga og lítt
reynda lögfræðingi. En það varð
einnig oft hlutskipti mitt að standa
við hlið þeirra manna, er voru and-
vígir Ólafi í Alþýðuflokknum. Ég
býst og við, að Ólafi hafi fundist, að
ég hafi ekki verið nægilega harður
baráttumaður. Sést það meðal annars
á orðum þeim, er Haraldur Jóhannes-
son hagfræðingur hefur eftir Ólafi í
kveri því, er hann kallaði „Klukkan
var eitt, viðtal við Ólaf Friðriksson".
Þar hefur hann þessi orð eftir Ólafi
um mig: „Hann var hæglátur maður,
og það var svona ýmislegt í því, sem
hann sagði.“
Ólafur Friðriksson var oft óstýri-
látur í Alþýðuflokknum. Oftar en
einu sinni var ritstjóm Alþýðublaðs-
ins því tekin af honum, að lokum til
fullnustu. Hann hélt fast og óvægið
við sérskoðanir sínar og hallaðist um
stund mjög ákveðið að kommúnist-
um. Varð það ekki sársaukalaust
hlutskipti mitt, að eiga af þeim
ástæðum þátt í að ýta honum til hlið-
ar, enda hef ég alla tíð metið mikils
brautryðjendastarf hans.
Ólafur Friðriksson var alltaf meiri
áróðursmaður en skipulagningar,
meira fyrir að hvetja og eggja en
skipuleggja með daglegu striti og
starfi. Hann var boðberinn mikli,
„Ólafur Friðriksson var alltaf
meiri áróðursmaður en skipu-
lagningar, meira fyrir að hvetja
og eggja en skipuleggja með
daglegu striti og starfi. Hann
var boðberinn mikli, ósérplæg-
inn og harður, rödd hrópand-
ans i hálfgerðri eyðimörk ís-
lenskra stjórnmála".
ósérplæginn og harður, rödd hróp-
andans í hálfgerðri eyðimörk ís-
lenskra stjómmála. En honum var
betur lagið „að velta í rústir“ en
“byggja á ný“. Hefur mér oft virst
saga hans lík sögu brautryðjendanna
í Danmörku og Svíþjóð, Louis Pios
og August Palms. Þeir sáðu allir í ak-
urinn, en kunnu ekki full skil á því að
skera upp. Hefur hlutverk þeirra
vissulega verið mikið, en aðrir þolin-
móðari og þrautseigari þó orðið að
taka við af þeim til þess að leggja
stein við stein í hinni nýju mannfé-
lagshöll.
Þáttur Ólafs Friðrikssonar í ís-
lenskri alþýðuhreyfingu mun þrátt
fyrir það aldrei fymast.
Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins
Þegar Alþýðublaðið truflaði tilveru mína
Fyrstu kynni mín af Alþýðublað-
inu vom þau, að ég sat á Landsbóka-
safninu dag hvem veturinn 1954-
1955 og las blöð, sem hreyfmgar
þjóðemissinna gáfu út á fjórða ára-
tugnum svo og Alþýðublaðið undir
ritstjóm Finnboga Rúts. Ég kynntist
honum ekki fyrr en áratug síðar af
öðm tilefni en mér hafði verið sagt
frá því, að Alþýðublaðið á þeim ámm
væri áhugaverð lesning fyrir þá, sem
á annað borð hefðu áhuga á blaðaút-
gáfu og þjóðmálum.
Að vísu hafði ég orðið var við Al-
þýðublaðið áður en það var vegna
þess, að í langan tíma birtust nánast
annan hvern dag tilkynningar í út-
varpinu um að Alþýðublaðið kæmi
ekki út í dag. Það var á þeim tíma,
þegar Hannibal Valdimarsson var
formaður Alþýðuflokksins og jafn-
framt um skeið einnig ritstjóri Al-
þýðublaðsins. Við vinir og skóla-
bræður Jóns Baldvins skýrðum þessa
stopulu útgáfu með því, að gamla
klíkan í Alþýðuflokknum, sem hafði
beðið ósigur á flokksþinginu 1952
væri að gera Hannibal
lífið leitt með því að
stöðva peningastreymi
frá eignum flokksins
til útgáfu Alþýðu-
blaðsins.
Alþýðublað Finn-
boga Rúts var sperm-
andi blað og hefúr
áreiðanlega verið um-
talað á þeim tíma.
Sjálfur var hann eiima
stoltastur af grein, sem
hann hafði skrifað í
blaðið á Berlínarárum
sínum áður en hann
tók við ritstjóm þess,
þar sem hann spáði rétt fyrir um
valdatöku Hitlers. Rútur átti góðan
vin, sem var áhrifamikill í nazista-
flokknum í Þýzkalandi og hafði að-
stöðu til að fylgjast með því, sem var
að gerast. Hann taldi að Alþýðublað-
ið hefði með þessari grein verið
fyrsta dagblaðið í
Evrópu, sem sá
fyrir, það sem
síðar gerðist í
Þýskalandi.
Þegar Rútur
hvarf frá ritstjóm
Alþýðublaðsins
skildi hann að
eigin sögn eftir
eitt blað á skrif-
borði sínu. Það
var staðfesting á
upplagi Alþýðu-
blaðsins þegar
hann tók við og
þegar hann fór
frá því, frá endurskoðunarskrifstofu
Manchers í Reykjavík.
A sjöunda áratugnum lágu þeir
saman á stofu á Landspitalanum Rút-
ur og Sigfús Jónsson, sem var fram-
kvæmdastjóri Morgunblaðsins í ára-
tugi. Rútur hafði gaman af að segja
mér frá því, að Sigfús hefði staðfest,
að Morgunblaðsmönnum á þeim
ámm hefði ekki staðið á sama um
upplagsþróun Alþýðublaðsins.
Finnbogi Rútur talaði ekki mikið
um Alþýðublaðsár sín en sagði mér
þó að hann teldi sig hafa gert afla-
fréttir að fréttum. Á þeim tíma hefði
ekki tíðkazt að líta á fréttir um afla-
brögð fiskiskipa, sem efni í dagblöð.
Hann undraðist sölu blaðsins á lands-
byggðinni og skýring hans á því var
sú, að landsbyggðarfólk teldi meiri
líkur á því, að Alþýðublaðið fletti
ofan af valdahópunum í Reykjavík
en hin blöðin. Hann safnaði ungum
og upprennandi rithöfundum og öðr-
um listamönnum að blaðinu og
margir þeirra voru nánir vinir hans
og heimagangar á Marbakka eftir að
hann flutti í Kópavog.
Það var svo ekki fyrr en Jón Bald-
vin tók við ritstjóm Alþýðublaðsins,
að það truflaði tilveru mína á nýjan
leik. Á meðan hann ritstýrði blaðinu
heyrði ég það nánast í viku hverri
innanhúss á Morgunblaðinu og með-
al viðmælenda minna í Sjálfstæðis-
flokknum, að leiðarar Jóns Baldvins
væm skrifaðir eins og leiðarar Morg-
unblaðsins ættu að vera skrifaðir.
Um blaðaútgáfu fór ekki annað okk-
ar í milli á þeim ámm en það, að
hann kom einu sinni að mér heima
hjá mér, þar sem ég var að velja nýj-
ar myndasögur í Morgunblaðið og
lýsti furðu sinni á því, að ritstjórar
Morgunblaðsins skiptu sér af mynda-
sögum.
Þeir, sem starfa á ritstjómum blaða
hafa ekki áhuga á því, að blöðum
fækki. Þess vegna var eftirsjá að
Þjóðviljanum á sínum tíma frá mín-
um sjónarhóli séð. Það sama á við
um Alþýðublaðið.