Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 10

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Jón Batdvin Hannibaísson skrifar um kraftaverkamanninn Finnboga RútVaídimarsson - manninn sem ájjórða áratugnum tjerði Aífýðubíaðið að fieimsöíaði og má með samti kaíCast faðir nútíma jjöímiðíunar á ísCandi Vestfirski fieims borg arinn og Aíþýðubíaðið „Hindenburg verður kosinn - en Hitler hefur sigrað". Þetta er fyrir- sögn á grein sem birtist í Alþýðu- blaðinu 9. apnl 1932. Tilefnið var forsetakosningar í Þýskalandi, sem reyndar fóru fram daginn eftir. Höf- undur skrifar frá Berlín og kallar sig sósíalista. I greininni eru færð að því rök, að þrátt fyrir sýndarósigur hafi nasism- inn sigrað í Þýskalandi; ný heims- styrjöld sé þvf óumflýjanleg - innan sjö ára. Það kvað við allt annan tón í um- fjöllun vestrænna stórblaða um þess- ar sömu sögulegu kosningar í Þýska- landi. í leiðara New York Times er lýst yfir ósigri Hitlers og framtíð lýð- ræðis í Þýskalandi talin tryggð. Sama glámskyggnin blasti við á forsíðum The Times í London og reyndar flestra annarra stórblaða álfunnar. Óskhyggjan hefur reyndar leitt með- almennskuna á asnaeyrunum. Hver var hann, þessi skarpskyggni fréttaskýrandi Alþýðublaðsins í Berli'n? Hann hét Finnbogi Rútur Valdimarsson. Um það bil ári eftir að Finnbogi Rútur skrifaði þessa frægu grein tók hann við ritstjóm Alþýðublaðsins. Þar hélt nútíminn innreið sína í ís- lenska blaðamennsku. Maður andstæðna Finnboga Rút var einatt lýst sem hinum dularfulla huldumanni ís- lenskra stjómmála. Og það var hann. Persónuleikinn var margslunginn og torráðinn og lífshlaup hans fullt af andstæðum. Hann var annálaður námsgarpur í skóla; samt vildu fræðaþulir hins lærða skóla í Reykja- vík tregðast við að brautskrá hann með láði. Hann var í ættir fram kom- inn af vestfirskum sjósóknumm og útkjálkamönnum; samt hafði hann á sér snið heimsborgara svosem hann hefði verið handgenginn hámenn- ingu frá blautu bamsbeini. Hann var náms síns vegna sérfróður um al- þjóðarétt og alþjóðasamskipti; samt varð það kórónan á sköpunarstarfi hans að gerast brautryðjandi tómt- húsmanna sem með bemm höndum byggðu næststærstu borg íslands á klöppum og hrjóstugu berangri Kópavogs. Þessi hámenntaði vestfirski bóhem og lífsnautnamaður sýndist mörgum innhverfur og einrænn; samt hlotnað- ist honum meiri lýðhylli fátæks fólks en flestum þeim stjómmálamönnum sem alþýðlegri þóttu í fasi. Reyndar Á ótrúlega skömmum tíma gerfli Finnbogi Rútur þetta litla útkjálkablað að stórveldi í fslenskum stjórnmálum, sem ógnafli útbreiðslu Morgunblaðsins og tók því langt fram að efni og áhrifum. var Finnbogi Rútur trúlega mesti kosningasigurvegari í stjómmála- sögu 20. aldar - jafnvel að Hannibal bróður hans ekki undanskildum. Fullmótaður jafnaðar- maður Finnbogi Rútur nam þjóðarrétt og alþjóðastjómmál í París, Genf og Berlín á ámnum kringum 1930; ein- hverju mesta umbrotaskeiði aldar- innar. Á þessum ámm sökkti hann sér niður í stúdíu á stjómmálakenn- ingum samtímans. Öfugt við marga samlanda hans frá þessum tímum hafði hann aldrei minnstu tilhneig- ingu til að slást í hópinn með Sovét- trúboði Weimarróttæklinga. Greining hans á eðli þýska nasismans, sem birtist með skýmm hætti í blaða- greininni sem vitnað var til í upphafi, sýnir berlega að hann hafði ekki meiri skömm á öðmm mönnum en agentum Komintem, jafnt í þýskum stjómmálum sem íslenskum. Hann vissi alltof mikið um vemleika evr- ópskra stjómmála og sögu tii þess að vera ginnkeyptur fyrir draumóramgli hinna fáfróðu forsöngvara Stalínstrú- boðsins meðal evrópskra mennta- manna. Vissulega var hann gagnrýninn á blauða og deiga forystu þýska sósí- aldemókratísins. En honum var full- ljóst að útsendar Stalíns vom óvinafagnaður innan verkalýðshreyf- ingarinnar. Með blindum hatursá- róðri sínum gegn sósíaldemókrötum lömuðu þeir baráttuþrek verkalýðs- hreyfingarinnar gegn svartstökkum Hitlers og raddu glæpahyski nasism- ans þannig leiðina til valda. Greinar Finnboga Rúts í Alþýðublaðinu, sem hann sendi heim á seinni hluta náms- áranna, staðfesta að þar heldur á penna maður, sem er orðinn fullmót- aður jafnaðarmaður af klassískum skóla. Innreið nútímans Það var Jón Baldvinsson, formað- ur Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins, sem veitti athygli pólitísku raunsæi þessa unga frænda síns, sem birtist í greinum hans frá Berlín. Þeir Héðinn Valdimarsson beittu sér fyrir því að Finnbogi Rútur yrði ráðinn rit- stjóri Alþýðublaðsins árið 1933. Þótt Finnboga Rúti stæði til boða að ganga í þjónustu Þjóðabandalagsins sem alþjóðlegur diplómat, afréð hann að taka þessu bpði og snúa heim. Og þar með hélt nútíminn inn-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.