Alþýðublaðið - 01.08.1997, Side 16

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Side 16
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1997 Guðjón Friðriksson sagnfrœðilujur rekur sögu AíþýðubCaðsins þar sem óneitaruega fiafa skipsl á skin og skúrir EídsáCir Aíbýðubíaðsins Þegar Alþýðublaðið hóf göngu sína, 29. október 1919 voru fyrir tvö dagblöð í landinu. Þau voru Vísir, stofnaður 1910 og Morgunblaðið, stofnað 1913. Báðum hafði í upphafi verið ætlað af stofnendum sínum, Einari Gunnarssyni og Vilhjálmi Fin- sen, að vera óháð fréttablöð en áður en mörg ár liðu voru þau engu að síð- ur orðin þrælflokkspólitísk. Þetta sást fyrst glögglega árið 1916. Vísir og Morgunblaðið börðust þá hat- rammlega gegn sérstökum framboð- um verkamanna og bænda og gegn víðtæku og afdrifaríku hásetaverk- falli í Reykjavík. Sú pólitíska stefna sem þessi tvö höfuðblöð Reykjavíkur tóku var innsigluð með því að stjóm- málamaðurinn Jakob Möller keypti Vísi árið 1918 og samtök kaupmanna í Reykjavík keyptu Morgunblaðið 1919. Hinn nýstofnaði Alþýðuflokk- ur taldi því brýna nauðsyn á að koma upp dagblaði sem túlkaði sjónarmið verkamanna og myndaði mótvægi gegn fyrmefndum blöðum. Tími flokksblaðanna var upp mnninn. Ólafur Friðriksson, einn helsti leiðtogi jafnaðarmanna, hafði að vísu ritstýrt blaðinu Dagsbrún frá 1916 en það var aðeins vikublað og gat því ekki haft jafn afgerandi áhrif og dag- blað. Öflug biöð vom þá talin hafa úrslitaáhrif í allri stjómmálabaráttu. Upphaflega stóð til að blaðið Dags- brún yrði gefíð út áfram sem eins konar vikuútgáfa af Alþýðublaðinu. Samgöngur vora með þeim hætti þá að ekki var unnt að senda dagblöð í sveitir og var því talið nauðsynlegt að þjappa efni þeirra saman í eina vikuútgáfu handa sveitamönnum. Þess vegna var Tíminn, sem einkum var ætlaður bændum, aðeins viku- blað. Hann varð ekki dagblað fyrr en 1947. Fyrirætlanir um Dagsbrún fóru hins vegar út um þúfur vegna skorts á fjármunum. Aðeins eitt tölublað af því kom út eftir að Alþýðublaðið hóf göngu sína. Heimasmíöaö blað Ólafur Friðriksson, fyrsti ritstjóri Alþýðublaðsins, skrifaði mestallt blaðið heima hjá sér, en hafði fjóra stúdenta sér til aðstoðar um efnisöfl- un. Blaðið var síðdegisblað í litlu broti og fyrst og fremst áróðursblað. Fyrstu árin var því afar lítið um al- mennt skemmtiefni sem nú þykir nauðsynlegt í blöðum, svo sem myndasögur, skrítlur og þess háttar en þó vora þar framhaldssögur, svo sem Tarzan-sögumar sem birtust í Alþýðublaðinu frá og með árinu 1922. Ekki vora heldur myndir í blaðinu svo að nokkra næmi og þætti slíkt dauflegt nú til dags. Fyrsta fréttamyndin í Alþýðublaðinu kom 22. júní 1920 eða átta mánuðum eft- ir að blaðið byrjaði. Viðtöl voru líka sjaldgæf fyrstu árin. Ingólfur Jónsson, einn stúdentanna sem aðstoðuðu Ólaf Friðriksson við efnisöflun sagði að Ólafur hefði dag- lega sest við ákveðið borð í Rósen- bergkjallaranum undir Nýja bíó. Þar hafi safnast nokkur hópur manna í kringum hann og rætt nýjustu tíðindi úr stjóm- og þjóðmálum og þar hafi orðið til hugmyndir um efni blaðsins næsta dag. Utvarp var þá nýlega komið til sögu í heiminum, og mun Hendrik Ottósson, einn af aðstoðar- mönnum Ólafs Friðrikssonar, fljót- lega hafa eignast móttökutæki en hann var málamaður mikill og útveg- aði þannig nýjustu erlendu fréttimar með því að hlusta á fjarlægt og brak- andi útvarp, sennilega frá Bretlandi. Hann hlýtur að hafa verið með þeim alfyrstu sem það gerðu hér á landi. Ólafi Friðrikssyni sparkað Þó að Alþýðublaðið hefði engar ritstjómarskrifstofur fyrstu árin var þó keyptur lítill timburskúr og hann settur upp á lóðinni þar sem nú er ís- lenska óperan við Ingólfsstræti. Þar var afgreiðsla blaðsins undir stjóm Sigurjóns A. Ólafssonar, síðar bæjar- fulltrúa og alþingismanns. Ekki er vitað um upplag blaðsins fyrstu árin en í Reykjavík voru aðeins 500 kaup- endur í febrúar 1923, þannig að allt upplagið hefur þá varla náð 1000 eintökum. Morgunblaðið var þá selt í um 2200 eintökum. Alþýðublaðið var prentað í Guten- berg til 1923. Þá varð prentaraverk- fall snemma árs. Til þess að Alþýðu- blaðið gæti komið út, þrátt fyrir verk- fallið, tóku tveir prentarar úr Alþýðu- flokknum gamla og ónotaða prent- smiðju í bakhúsi við Bergstaðastræti 19 á leigu þar sem hægt var að prenta blaðið meðan á verkfallinu stóð. Þess skal getið að prentvélin, sem notuð var, hafði verið keypt til landsins árið 1879 til Isafoldar og var fyrsta svo- kallaða hraðpressan á landinu. Svo æxlaðist að í þessari gömlu vél í bak- húsinu við Bergstaðastræti var svo Alþýðublaðið prentað til 1926 en þá tók Prentsmiðja Alþýðublaðsins til starfa. Ólafur Friðriksson ritstjóri fór til Moskvu öðra sinni árið 1922 til að sitja alþjóðaþing kommúnista. Var það í óþökk miðstjómar Alþýðu- flokksins og gaf hún honum reisupassann sem ritstjóra blaðsins sama dag og hann fór af landi brott. Við tók Hallbjöm Halldórsson prent- ari og skrifaði hann nánast allt efni í blaðið þrjú fyrstu ritstjómarár sín. Hann var mjög vandfýsinn en meiri bókmaður en blaðamaður. Hallbjöm sagði að betra væri að gefa út gott blað og vandað en að flýta útgáfunni. Blaðið kom því stundum seint út. Hnípið blaö í vanda Alþýðublaðið eignaðist eigin prentsmiðju, eins og áður sagði, og tók hún til starfa 1. febrúar 1926. Gamli timburkofinn við Ingólfsstræti hafði þá verið stækkaður að mun og orðinn tvflyftur kumbaldi eða réttara sagt hæð ofan á háum kjallara. Þar var prentsmiðjan niðri en afgreiðsla og síðar ritstjórn uppi. Þess skal get- ið að eitt af því sem keypt var í nýju prentsmiðjuna var setjaravél (Lino- type) en fram til þess tíma hafði blaðið verið handsett. Hinn 1. desember 1926 var Al- þýðublaðið stækkað um helming í broti og var þar með orðið svipað hinum dagblöðunum í útliti þó að síðufjöldinn væri að jafnaði heldur tninni. Fram til þess tíma höfðu yfir- leitt verið fréttir á forsíðu blaðsins auk þess sem stundum voru þar aug- lýsingar, en eftir þetta var forsíðan algerlega lögð undir auglýsingar eins og í hinum dagblöðunum tveimur. Árið 1928 tók Haraldur Guð- mundsson við ritstjóm blaðsins af Hallbimi Halldórssyni en árið 1931 tók gamla kempan, Ólafur Friðriks- son, við ritstjóm á ný og hélt henni til 1933. Var blaðið heldur dauflegt á þessum árum og kom ekki út fyrr en klukkan fjögur á daginn og stundum seinna. Upplag blaðsins á þessum áram var aðeins 1200 til 2000 eintök. Maður hins nýja tíma Árið 1933 vora enn aðeins þrjú dagblöð á íslandi: Vísir, Morgun- blaðið og Alþýðublaðið. Þá var kom- ið að því að síðastnefnda blaðið tæki forystuna og gerði eins konar bylt- Gísii J. Astþórsson: Fagmaðurinn, sem náði þvi að skáka sjálfu Morgunblaðinu. Gísli var reyndar sóttur á rit- stjórn Morgunblaðsins og tók að sér ritstjórnina með því skilyrði að hann væri engum háður, - ekki einu sinni forystu blaðsins. Undir hans forystu bylti Alþýðublaðið íslenska blaðaheiminum sem varð aldrei samur aftur. En einsog svo oft skildi forysta Alþýðuflokksins ekki sinn vitjunartíma þegar blaðið var annars vegar, og þegar það loksins sprakk út einsog rós var hann látinn taka pokann sinn. Sú ákvörðun var líklega stærsta slysið í sögu blaðsins.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.