Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 19

Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 19
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 19 Bragfræði Alþýðublaðsins „Afhverju vel ég Alþýðublaðið fyrir skrif mín? Af því ég er svo feiminn." Mað- urinn sem skrifaði þessi fleygu orð, Þórarinn Eldjárn, pistlahöfundur blaðs- ins með hléum síðar 1987, kveður lesendur sína, - með söknuði. Það stóð ekki upp á mig heldur Hjölla að krota eitthvað í Al- þýðublaðið í þessari viku, en svo kem ég í bæinn eftir mikla reisu um Vestfirði og er þá tilkynnt að næsta vika verði aldrei, blaðið hætti að koma út sem slíkt en muni að lík- indum renna saman við Dag-Tímann. Og svo er heimtuð grein á stundinni og sagt hún eigi að heita þetta, Brag- fræði Alþýðublaðsins. Skyndilega stend ég frammi fyrir „deadline" í orðsins íyllstu merkingu og skynja hinn mikla sannleika í þeim fleygu orðum er Elvis heitinn eitt sinn söng: „It's now or never“. Bragur Al- þýðublaðsins, hvað veit ég um hann gegnum tíðina? Svo sem ekki neitt. Alþýðublaðið var ekki keypt á mínu æskuheimili. Einhvem veginn fékk maður þó samt á tilfmninguna úti í þjóðfélaginu að Alþýðublaðið væri einhvers konar lítilmagni. Kannski stafar sú tilfinning af frægum ljóðlín- um Steins Steinars: Ég var soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið / og allur heimurinn fyrirleit blaðið og mig. Og reyndar varð blaðið smátt og smátt svo lítið að það hætti að geta vakið fyrirlimingu nokkurs manns. Vorkunn mikJu fremur. Um svipað leyti og álkrónan fræga var látin fljóta í kaffibollum sem dæmi um hve létt- vægur gjaldmiðill íslenska krónan væri var mikill siður að bijóta Al- þýðublaðið saman og stinga því í eld- spýmastokk. Ekki get ég heldur skrifað um brag- inn á blaðinu, ég hef aldrei verið þar neinn innanbúðarmaður. Það eina sem ég get gert er að rekja samskipti mín við blaðið, leggja spihn hiklaust á borðið. Þama býr sjáifsgagnrýnið hugarfar að baki: Getur ekki verið að það sé mér að kenna að blaðið leggur upp laupana? Ég tek að skrifa reglu- lega í blaðið og fáeinum vikum síðar reynist ekki unnt að halda útgáfunni áíram. Hvað á ég að halda? Þegar ég kanna hug minn kemur nefnilega í ljós að ég hóf þessi skrif mín um bragfræði af fremur eigingjömum „Getur ekki verið að það sé mér að kenna að blaðið leggur upp laupana? Eg tek að skrifa reglulega í blaðið og fáeinum vikum síðar reynist ekki unnt að halda útgáfunni áfram. Hvað á ég að halda?“ ástæðum: Mig langaði fyrst og fremst til að viðra hugðarefni mín á stað þar sem enginn sæi til mín. Ég var ekki fyrst og fremst að hugsa um hag blaðsins. Enda bar mér heldur engin skylda til þess. Það er fljótgert að telja upp framlag mitt til Alþýðublaðsins: Bragfræði- þættir hálfsmánaðarlega síðan í vor, sex stykki alls. Tíu ámm áður, haust- ið 1987, fjórir slíkir þættir hálfsmán- aðarlega. Þar með er allt upp talið... En bíðum nú við, hvað kemur hér: Þessi kmfning leiðir til þess að sár endurminning sem ég hélt ég væri löngu búinn að bæla til fulls rankar við sér og tútnar skyndilega út eins og líknarbelgur í bíl við harkalegan árekstur: Það er snemma árs 1966, árshátíð í vændum í MR sem haldin skal í Háskólabíó og verið að æfa nýtt leikrit eftir Hrafn Gunnlaugsson af því tilefni undir leikstjóm Erlings Gíslasonar. Halldór Halldórsson bekkjarbróðir minn, prófarkalesari Alþýðublaðsins, hefur fengið hlut- verk í þessu leikriti. Hann á að hlaupa einu sinni yfir sviðið og blása tvo tóna í trompet. Kvöldið sem gener- alpmfan er haldin er hann því í vanda staddur með prófarkimar. Listin og skyldan takast á um sál hans og fer svo að lokum að hann biður mig, sinn gamla vin, að bjarga sér og rúlla aug- um yfir spaltana jafnskjótt og þeir gubbuðust út úr gömlu setningarvél- inni í Alþýðuhúsinu. Ég tek þetta að mér og þegar ég mæti til leiks er blaðamaður að ganga frá forsíðunni. Eiður Guðnason heitir hann. Hann kemur inn til mín þegar hann hefur lokið sínu verki og kveður mig með þessum orðum: „Prófarka- lesari, þú verður að sjá til þess að nöfnin komi rétt undir myndimar á „Þá er ekkert eftir nema kveðja. Mér skilst að Alþýðublaðið muni nú renna saman við önnur dauð blöð...“ forsíðunni." Um'leið fleygir hann á borðið hjá mér myndum af tveimur kaskeyttum mönnum og bendir á þá hvom á eftir öðmm og segir: „Þetta er Weymouth og þetta er Stone.“ Fer síðan við svo búið. Mikið var sem sagt um dýrðir, það var verið að skipta um yfirmann hjá hemum á Keflavíkurflugvelli og for- síða þessa Natoblaðs að sjálfsögðu helguð svo stómm atburði. Ég ætlaði mér ekkert illt, en skemmst er frá því að segja að mynd- imar mgluðust. Weymouth varð Sto- ne og öfúgt. Lesendur Alþýðublaðsins þennan dag fengu ranga mynd af út- liti þessara heiðursmanna og það var mér að kenna. Aldrei kom nein leið- rétting á þessu og eftirmál urðu engin. Gætí þetta samt ekki verið skýring- in á falli blaðsins? Samkvæmt ka- oskenningunni getur fiðrildi sem blakar væng yfir Peking valdið með því fellibyl hinumegin á hnettinum nokkrnm vikum síðar... Þá er ekkert eftir nema að kveðja. Mér skilst að Alþýðublaðið muni nú renna saman við önnur dauð blöð og eigi að mynda með þeim nýtt blað sem eigi að vera með hjartað vinstra megin. Um leið er séð til þess að tengjast apparatí sem er með veskið hægra megin, en slíka skiptingu hafa ekta kratar jafnan talið heppilegasta. Vonandi verður blaðið ekki aðeins fjórða lík í kistu á sínu nýja tilveru- sviði. Ingólfur Margeirsson rithöfundur Upprisa Alþýðublaðsins Blaðadauði er ávallt hannafregn. Huggunin í harmafregninni um andlát Alþýðublaðsins er sú, að í dauða blaðsins felst von um upprisu; endurfæðingu í nýju, frjálsu blaði með breiðri áherslu á líf, störf og til- finningar fólksins í landinu. Saga Alþýðublaðsins er löng, allt frá árinu 1919. Að blaðinu hefur komið margt merkt og gott fólk sem átti það sameiginlegt að trúa á blaðið sem nauðsynlegan trúverðugan mið- il. Ég ætla mér ekki þá dul að fara að telja upp nöfn. Ég nenni heldur ekki að vera væminn á þessari stundu. Það var ógæfa íslenskrar blaða- mennsku að flækjast frá byijun í vafstur stjómmálaflokka. Miðlamir, sem vom fyrst og fremst dagblöð mestan part aldarinnar, urðu snemma eign íslenskra stjómmálaflokka. Blöðin urðu fremur málgögn en síð- ur dagblöð. Hið pólitíska jafnvægi Ríkisútvarpsins; Útvarps og síðar Sjónvarps, var lengst af byggt á jöfnu vægi flokkanna í útvarpsráði fremur en á faglegu mati. íslensk blaða- mennska hefur mátt líða fyrir póli- tískt eignarhald og stjómun á fjöl- miðlum, einnig þegar svonefnd fjöl- miðlabylting átti sér stað og í ljós kom, að menn vom á engan hátt til- búnir að takast á við hið nýunna frelsi. Alþýðublaðið er ekki undantekn- ing frá þessum staðreyndum. Blaðið hefur fyrst og fremst verið málgagn jafnaðarstefnunnar gegnum tíðina. En blaðið hefur engu að síður borið gæfu til þess að frjálsir og ferskir vindar alvörublaðamennsku hafa leikið um það. Kannski er það vegna hinna frjálslyndu þátta jafnaðar- mennskunnar, að slíkt var látið við- gangast í afmarkaðan tíma. Þannig átti blaðið góðan sprett á fjórða ára- tugnum í sterku baklandi jafnaðar- mennskunnar áður en hreyfingunni var sundrað af kommúnistum og Sósíalistaflokkurinn sá dagsins ljós. Alþýðublaðið sýndi afburðablaða- mennsku á sjöunda áratugnum þegar fagmenn fengu að ráða ferðinni í ný- frjálsu umhverfi frá bandarísku þjóð- félagsbyltingunni sem fylgdi áhrifum John F. Kennedys Bandaríkjaforseta. Og Alþýðublaðið tók nokkra faglega fjörkippi á áttunda áratugnum, til dæmis með stofnun Helgarpóstsins. Ákveðin endurreisn Alþýðublaðsins átti sér stað á níunda og tíunda ára- tugnum þegar skilningur á fijálsri blaðamennsku var orðinn fyrir hendi og frjálslynd og nútímaleg jafnaðar- stefna orðin ráðandi í Alþýðuflokkn- um. Þá völdust fagmenn á ritstjóm- ina. Pressan var stofnuð sem sjálf- stætt vikublað og verulegar endur- bætur voru gerðar á ritstjóm og lausapennum sem skilaði sér í mun betur skrifuðu blaði. Vegna þessara þíðutímabila í póli- tískri útgáfusögu Alþýðuflokksins, tókst blaðinu fremur en öðmm miðl- um að ala upp hóp manna og kvenna sem urðu afbragðsgóðir blaðamenn. Saga Alþýðublaðsins er ekki síst merk vegna þessa, blaðið hefur verið einstakur blaðamannaskóli gegnum tíðina. Sömu sögu má einnig segja um Alþýðuflokkinn; enginn stjóm- málaflokkur hefur lagt jafn rnikið af mörkum í hugmyndafræði íslenskra stjómmála. Það var hins vegar ógæfa Alþýðu- flokksins sem og Alþýðublaðsins að geta ekki stækkað. Hugmyndir flokksins vom teknar upp af öðram flokkum, blaðamenn og ritstjórar blaðsins sigldu inn í ritstjómir og fréttastofur annarra miðla. En það má segja, að tilgangnum hafi verið náð ef hugmyndafræðin og fag- mennskan hafi dreift sér um íslenskt samfélag. Á dánarbeði sínu leggur Alþýðu- blaðið enn í púkkið. Það leggur sjálft sig niður svo að nýtt, framsækið og frjálslynt blað inegi rís úr öskustónni. Nú loksins em hinar réttu forsendur fyrir hendi: Fijáls blaðamennska er viðurkennd staðreynd á íslandi, eigendur hins nýja blaðs em einkaaðilar en ekki stjómmálaflokkur og fagmennska en ekki pólitík á lokaorðið. Hið nýja blað er einnig afar mikilvægt fyrir lýðræðið á Islandi. Það er mikilvægt í lýðræðisríki að sem flestar skoðan- ir og áherslur fái að njóta sín. Það er vonandi að hið nýja blað rækti þá skyldu sína. I þeirri framtíð er upprisa Alþýðu- blaðsins falin.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.