Alþýðublaðið - 01.08.1997, Page 20
20
ALÞYÐUBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 1. AGUST 1997
Ásta B. Þorsteinsdóttir varaformaður Alþýðuflokksins
Tregablandnar
tilfinningar
Áttatíu ára gamalt blað er að ljúka
göngu sinni, að minnsta kosti um sinn. Slík
tímamót kalla fram í hugann sterkar og
tregablandnar tilfinningar hjá alþýðu-
flokksfólki, í huga okkar takast á söknuður
vegna þess, sem við erum að missa, og
skynsemi og eftirvænting vegna þess, sem
koma skal. Við stöndum frammi fyrir því,
að breytingar í fjölmiðlum krefjast þess, að
við endurskoðum og endurskipuleggjum
útgáfumál flokksins eins og aðrir stjóm-
málaflokkar hafa þurft að gera á undan
okkur.
Alþýðublaðið hefur ekki verið stórt
blað, ef miðað er við blaðsíðufjölda, en
rödd þess og áhrif hafa náð langt út fyrir
raðir áskrifenda, enda róttækt, framsækið,
stefnu- og skoðanamyndandi blað. Flokk-
stjóm Alþýðuflokkus hefur tekið um það
ákvörðun, að ganga til víðtæks samstarfs
um útgáfu nýs blaðs, undir nýju nafni, sem
er ætlað að verða öflugur málssvari jafnað-
ar- og samvinnumanna. Með þessari
ákvörðun sýna alþýðuflokksmenn, að þeir
hafa þor og að þeir em reiðubúnir til að
fara nýjar slóðir til þess að efla samstarf og
sameiningu jafnaðarmanna.
Þrátt fyrir þær blendnu tilfmningar, sem
em tengdar þessum tímamótum, skulum
við hafa það hugfast, að dagblað er það
sem við lesendur og starfsmenn þess vilj-
um gera það að. Því höfum við alla mögu-
leika til þess að gera hið nýja dagblað að
okkar.
Hinu frábæra starfsfólki, sem nú mun
færa sig um set yfir á nýtt félagshyggju-
blað, treysti ég fullkomnlega til þess að
færa fjöregg okkar, jafnaðarstefnuna, inn í
hið nýja dagblað og að móta það í okkar
anda. Þeim fylgja þangað góðar óskir og
þakklæti fyrir ómetanleg störf í þágu Al-
þýðublaðsins.
r
Jafnaðarmenn
Síðsumarferð/Fjölskylduferð
Laugardaginn 23. ágúst 1997
Ferðinni er heitið í fyrsta áfanga til Þorlákshafnar, Eyrarbakka, Stokkeyrar og Selfoss.
Leiðsögumaður er Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Síðan verður ekið til Þingvalla þar sem Össur Skarphéðinsson alþingismaður og rit-
stjóri mun fræða okkur um urriðann í Þingvallavatni.
Þá er ferðinni haldið að Nesjavöllum þar sem Pétur Jónsson borgarfulltrúi fræðir okkur
um starfsemina.
Ferðinni lýkur í ráðsstefnusal Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar að Úlfljótsvatui
við grill, söng og samveru.
Alþýðufokksfélag Reykjavíkur.
Alþýðufokkurinn- Jafnaðarmannaflokkur íslands.
L
J