Alþýðublaðið - 02.10.1998, Side 1

Alþýðublaðið - 02.10.1998, Side 1
Stjórnmálaályktun 49. flokksþings Alþýöuflokksins — Jafnaðarmannaflokks íslands: Jafnaöarstefnan verði lögð til grundvallar við stefnumotun Sighvatur Björgvinsson formaður Alþýðuflokksins flytur setningarræðu sína á 49.flokksþinginu. Alþýðuflokkurinn — Jafnaðarmanna- flokkur íslands heldur 49. þing sitt við ein- stakar aðstæður. Stutt er til kosninga og framundan eru nýir tímar í íslenskum stjórnmáium þar sem sameinað framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Samtaka um kvennalista og fleiri, býðst til að taka forystu. Á tímum örra breytinga við upphaf nýrrar aldar er nauðsynlegt að jafnaðar- stefnan sé lögð til grundvallar við stefnu- mótun í samfélagi okkar. Því vill flokks- þingið árétta þær áherslur sem jafnaðar- menn telja mikilvægastar við nýsköpun ís- lenskra stjórnmála. Þannig segir m.a. í viðamikilli stjómmála- ályktun 49. flokksþings Alþýðuflokksins. Og enn fremur segir.: „Alþýðuflokkurinn - jafnaðar- mannaflokkur Islands vill að mörkuð verði heildstæð auðlindastefna sem tryggi sameigin- lega eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum íslands og skynsamlega nýtingu þeirra. Jafnaðarmenn telja að gjald eigi að koma fyrir afnot sameigin- legra auðlinda. Þegar aðgangur að auðlind í eigu þjóðarinnar er takmarkaður er það réttlætismál að greitt sé fyrir nýtingarréttinn. Greitt verði fyrir aðgang að auð- lindum í sameign þjóðarinnar... Sjávarútvegur hefur verið og er enn helsti út- flutningsatvinnuvegur þjóðarinnar. Auka þarf samkeppni innan sjávarútvegsins til að nýir aðil- ar geti haslað sér völl, fyrirtæki og landshlutar standi jafnfætis og hæfni til að gera út og vinna aflann fái notið sín. Jafnaðarmenn vilja bæta starfsumhverfi fiskvinnslunnar, ekki síst þeirrar sem er án útgerðar, en þar er að finna mikilvæga frumkvöðla við nýtingu og sölu sjávarafurða. Með skynsamlegu stjómkerfi veiðanna, veiði- leyfagjaldi og verðmyndun á afla á fiskmarkaði vilja jafnaðarmenn tryggja að sem mestur af- rakstur verði af nýtingu sjávarauðlindarinnar og að landsmenn allir njóti hans bæði með beinum og óbeinum hætti. Sama meginregla á að gilda við nýtingu annarra auðlinda, svo sem gufu og vatnsorku. Sú fákeppni sem nú er á þeim mark- aði þarf á næstu áruni að víkja fyrir aukinni sam- keppni. Sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi Við skipulag umhverfis vilja jafnaðarmenn tryggja almannarétt og sjálfbæra nýtingu auð- linda og vemd einstæðrar náttúm landsins. Taka ber upp græna mælikvarða á öllum sviðum þjóð- lífsins. Markvisst verður að vinna að endurheimt landgæða og nýjar framkvæmdir þarf að meta út frá áhrifum á umhverfi og landgæði. Jafnaðar- menn vilja að íslendingar axli ábyrgð í umhverf- ismálum og standi við alþjóðlegar skuldbinding- ar sínar. Islendingar eiga að staðfesta Kyoto-bók- unina enda við það miðað að dregið verði mark- visst úr umhverfismengun og gripið til annarra þeirra ráðstafana sem tryggt geti eðlilega fram- þróun í orkunýtingu og iðnaðaruppbyggingu. Jafnaðarmenn vilja að stuðningur við landbún- að stuðli að aukinni hagkvæmni og stækkun búa svo hafa megi af þeim lífvænlega afkomu. Auk- ið frjálsræði í framleiðslu og markaðssetningu á að skapa bændum skilyrði til að þróa atvinnu- greinina og tryggja afkomu sína. Marka verður skýra stefnu í gróður-og jarðvegsvernd og styðja við þróun vist-og lffræns landbúnaðar." Lífeyrisþegar njóti afkomuöryggis „Vel uppbyggt og öruggt heilbrigðiskerfi er grundvallarþjónusta sem tryggja ber öllum landsmönnum óháð búsetu, efnahag eða félags- legum aðstæðum. Það óöryggi sem sjúklingar hafa mátt búa við undanfarið og stefnuleysi í rek- stri grefur undan heilbrigðiskerfinu. Til að unnt sé að samþætta heilbrigðisþjónustu annarri þjón- ustu þegar það á við er nauðsynlegt að áform um að sveitarfélögin yfirtaki rekstur heilsugæslunn- ar nái sem fyrst fram að ganga. Öll njótum við einhvemtíma aðstoðar eða stuðnings velferðarkerfisins. Öryggisnetið þarf að vera þétt og endurspegla samábyrgð. Jafnað- amienn leggja áherslu á að þeir sem hverju sinni njóta velferðarþjónustu fái haldið virðingu sinni og reisn. Tryggt verði að tekjur maka skerði ekki tekjutryggingu lífeyrisþega. Jaðaráhrif skatt- kerfisins em orðin fátæktargildra fyrir marga. Með breytingum á skattakerfinu þarf einkum að bæta stöðu bamafólks og öryrkja. Unnið verði markvisst að upprætingu skattsvika. Jafnaðar- menn vilja að almannatryggingakerfið verði end- urskoðað frá grunni með það fyrir augum að skýra meginreglur og tryggja jafnan rétt. Jafnað- armenn vilja að landsmenn búi við samræmt líf- eyriskerfi. „ Það má ráða nokkuð frekar í innihald ályktun- arinnar af kaflafyrirsögnum hennar: Þekking og menntunarstig..., ...samgöngur og nýting samskiptatœkni..., ... munu ráða úrslitum í samkeppni þjóða á komandi árum, AJiwm ein- okunar og forréttinda hinna fáu.........en al- mannahagur tryggður, Fjölskyldan verði traust- ur bakhjarl.....sem stœrri og öflugri sveitarfé- lög veita þjónustu, Menningin er hornsteinn sjálfstœðisins.....mannréttindi hornsteinn lýð- rœðisins , Fullvalda þjóð með skyldur og rétt- indi....f víðtæku alþjóðlegu samstarfi. Stjómmálaályktunin er birt í heild sinni með öðrum gögnum frá þinginu á heimasíðu Alþýðu- flokksins með veffanginu: http:///www.jafnadarmenn.is.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.