Vísir - 02.03.1976, Page 4

Vísir - 02.03.1976, Page 4
4 Þriðjudagur 2. mars 1976. visnt Bensínleysið háði ekki skíðafólkinu Bensinle^ysið háði ekki skiðafólkihu sem lagði leið sina upp i Bláfjöll á laugar- daginn. Að sögn lögrcglunnar var feikimikil umferð þangað uppeftir og var ekki hægt að sjá samkvæmt þvi að nokkurn vantaði bensin. Svo margt fólk var i Blá- fjöllunum að tveir bilar frá lögreglunni voru staösettir þar þann daginn. Eitthvað mun umferðin hafa gengið seint á timabili, en úr þvi rætt- ist þó. Ekki var vitaö um nein óhöpp i Bláfjöllum. —EA Umferðarslys á Akureyri Umferðarslys varð á Akur- eyri á miðvikudaginn. Urðu slys á fólki, en i öðrum bilnum var ökumaður Ingimar Eydal sem flestum er kunnur — og mun hann hafa verið lagður á sjúkrahúsið á Akureyri, þar sem hann er enn. Slysið varð við Nesti, gegnt flugvellinum. Þar rákust tveir bilarsaman. I öðrum var Ingi- mar ásamt konu og tveimur börnum. 1 hinum var einn maður og mun hann ekkert hafa slasast. Annað barnið, ásamt kon- unni, var flutt á sjúkrahúsið til rannsóknar en þau fengu að fara heim strax næsta dag. —EA Varð fyrir bíl á Laugavegi Kona varð fyrir bíl á fimmtudaginn og var flutt á slysadeild. Slysið varð á Laugavegin- um, á móts við hús númer 160. Konan var á leið suður yfir götuna þegar bill ók á hana. Hún var þegar flutt á slysa- deild. —EA Brotist inn á 3 staði á Akureyri Brotist var inn á þrjá staði á Akureyri aðfaranótt sunnudags. Farið var inn á skrifstufu Dags og i sama húsi var fariö inn I tannlæknastofu. Þá var farið um borð i togara. 1 húsnæði þvi sem skrifstofa Dags er i og tannlæknastofan voru unnar nokkrar skemmdir. Brotnar voru upp hurðir og skápar. Frá Degi var stolið fimm þúsund krónum og i tánn- læknastofunni var að finna er- lenda mynt, dollara og danskar krónur. Ekki mun þó hafa verið verulega hárri upphæð fyrir að fara. Mál þetta var i rannsókn þegar-Visir ræddi viö lögregl- una á Akureyri. Þá var farið um borð i togar- ann Harðbak sömu nóttina. Þaðan var stolið rakettum og neyðarblysum og ýmsu öðru dóti, en sökudólgarnir munu hafa fundist fljótlega. —EA Rúðubrot Húða var brotin f Alþingis- húsinu aðfararnótt sunnu- dags. Ekki náðist til söku- dólgsins. Sá sem þarna var að verki hefur getað stillt sig um að brjóta fleiri en eina rúðu — hvort sem þarna hefur verið um að ræða augnabliks æðis- kast eða illsku út i þingið. —EA Auðvelt að svindla með sjússamœlunum — Sjússamælar þriggja veit- ingahúsa v'erða sendir áfram til sakadóms, sem tekur ákvörðun um hvort rétt sé að fela sak- sóknara málið í hendur, sagði William Th. Möller, fulltrúi lög- reglustjóra, viö Visi — Við teljum hinsvegar ekki rétt á þessu stigi rannsóknar- innar að skýra frá þvi hvaða veitingahús þetta eru. Gestirnir sem hafa fengið veigar slnar úr fyrrnefndum mælum, hafa ver- iö sviknir um tlu til tólf prósent af þvl sem þeir greiddu fyrir. William Möller kvaðst ekki treysta sér til að giska á gróða svikaranna af þessum af- greiðslumáta en ljóst væri aö það gætu verið nokkuð miklar upphæðir ef þetta hefur verið stundaö lengi. Þá geta skattsvik iléttast inn i þetta. William sagði að fariö hefði verið i öll veitingahúsin, kvöldið sem þessir mælar voru hirtir. Ekki hefðu fundist ólöglegir mælar I nema þrem húsum. Veitingahúsin eru hinsvegar alltaf undir eftirliti. Það er tiltölulega auðvelt að svindla með sjússamælum og hægt að fara ýmsar. leiðir til þcss. Þekktust mun sú aðferð að bræöa dálitið blý I botninn á þeim til að minnka rúmmálið. Ekki er enn ljóst hverjir eiga þarna sök. Hvort það eru húsin, eða hvort þjónarnir hafa gert þetta upp á eigin spýtur. —ÓT Rólegt verkfall hjó lag- anna vörðum - en annir koma aftur með Bakkusi Mjög rólegt hefur verið hjá laganna vörðum i vcrkfallinu, cn nokkuð lifnaöi þó yfir þegar vinveitingar voru aftur leyfðar á laugardagskvöldið. Ekki var þó vitaö um nein sér- stök óhöpp eða slys, en menn virðast hafa kunnað vel að meta aö fá aftur aö bragða á guða- veigunum. Það má þvi búast við þvi að annirnar komi aftur með Bakkusi. Að sögn lögreglunnar á Kefla- vikurflugvelli var heldur meiri áhugi hjá mönnum á þvi að komast inn á svæðið til þess að verða sér úti um bjór og ljúfa drykki. Talsvert bar á bensin- þjófnaði þessa dagana, en að öðru leyti virðast lögreglumenn hafa getað tekið lifinu fremur rólega og fáir gistu fanga- geymslur. —EA Yfir hverju skyldi sá til hægri vera að æsa sig? Nú getur Leikfélag Grindavíkur sýnt í núgrannabyggðunum Nú hcfur Leikfélag Grinda- vikur möguleika á þvi aö ferðast með leiklist sina og sýna öðrum landsmönnum. Þetta gera ný^ leiktjöld af eðlilegri stærð, sem hægt er að nota á öörum leik- sviðum. Hægt er þvi að ferðast um nágrannabyggöirnar, en ekkert hcfur þó verið ákveöið um það ennþá. Leikfélagið frumsýndi um helgina gamanleikinn „Afbrýði- söm eiginkona” eftir Gay Paxton og Edward Hoile. Þetta er annað verkið sem leikfélagið sýnir. Fyrsta verkið var „Karólina snýr sér að leik- listinni.” Það var sýnt i haust við mikinn fögnuð áhorfenda. Um það bil 800 manns komu og sáu leikritið, en það er um helmingur bæjarbúa. Nú þarf Leikfélagið ekki lengur að leika á hljómsveitar- palli eins og áður, heldur hefur verið tjaldað af svið á upphækkun i salnum i Festi, sem er mjög rúmgott og þægi- legt. Leikritið „Afbrýðisöm eigin- kona” gerist að sumarlagi Þessi til vinstri sein otar þarna fingri framan i þjónustustúlk- una, cr karlmaður. Það sést nú lika! og er i þremur þattum. Leikstjóri er Kristján Jónsson en leikmynd er eftir' Evelin Adolfsdóttur. Styrkir til að sœkja kennaranámskeið í Sambandslýðveldinu Þýskalandi Evrópuráðið býður fram styrki til handa kennurum til að sækja námskeið i Sambandslýðveldinu Þýskalandi á timabilinu mars til júli 1976. Námskeiðin standa að jafnaði i eina viku og eru ætl- uð kennurum og öðrum er fást við framhaldsmenntun kennara. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á þýsku. Nánari upp- lýsingar og umsóknareyðublöð fást i menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Umsóknum skal skilað til ráðuneytis- ins. Menntamálaráðuneytið, 20. febrúar 1976. SKATA BUÐMJX Rckin af lljál/Kirsvoit nkáta Rvykjuvik SNORRABRAUT 58.SIMI 12045 Lausar stöður Háðgert er að veita á árinu 1976 nokkrar rannsóknarstöð- ur til 1-3 ára við Haunvisindastofnum Háskólans. Til greina koma stöður við eftirtaldar rannsóknastofur: Eðlisfræðistofu, efnafræðistofu, jarðvlsindastofu, reikni - fræðistofu og stærðfræðistofu. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi. Starfsmennirnir verða ráðnir til rannsóknastarfa, en kennsla þeirra við Háskóla tslands er háð samkomulagi milli deildarráðs verkfræði- og raunvisindadeildar og stjórnar stofnunarinnar, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennslan skuli teljast hluti af starfsskyldu viðkomandi starfsmanns. Umsóknir, ásamt Itarlegri greinargerð og skilrlkjum um menntun og visindaleg störf, skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, fyrir 31. mars n.k. Æskilegt er að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á visindasviði umsækjanda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera I lokuðu umsiagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið 26. febrúar 1976. Laus staða Lektorsstaða i lögfræði við lagadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar. Fyrirhuguð aðalkennslugrein er stjórn- arfarsréttur. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 15. april nk. Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, og skulu þær sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1976. Okkur vantar tvær stúlkur til vinnu I verksmiðju og mann til starfa við vöruafgreiðslu. Fyrirspurnum ekki svarað I sfma. Hiiséiis liF , Grensásvegi 7 Heykjavlk 82655 & 82639 Smurbrauðstofan — ,Simi 15105 Njiólsg&tu 49

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.