Vísir - 02.03.1976, Síða 8

Vísir - 02.03.1976, Síða 8
8 Þriðjudagur 2. mars 1976. VISXR VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson RitstjórnarfuUtrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastjóri erl.frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson y Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Lítið við lítið verður lítið mikið Umræðurnar um landhelgismálið á þingi Norður- landaráðs i Kaupmannahöfn hafa að réttu lagi vak- ið mikla athygli, enda óvenjulegar að ýmsu leyti. Stuðningur Norðurlandaþjóðanna við landhelgis- málstað okkar hefur verið fremur takmarkaður og fyrst og fremst i orði en ekki á borði. Samþykkt forsætisnefndar ráðsins er óefað ein þýðingarmesta yfirlýsing af hálfu Norðurlanda i þessu máli. Það er rétt, sem Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra segir i samtali við Visi i gær, að allar slikar ‘samþykktir hafa góð áhrif á okkar málstað. Bretar finna að nágrannaþjóðir þeirra eru á móti aðgerðum þeirra i deilunni við islendinga. Engum vafa er undirorpið, að það getur skipt sköpum um framvindu þessa máls, hvernig okkur tekst að efla stuðning við málstað okkar á erlendum vettvangi. Við verðum að nota aðstöðu okkar, þar sem þess er kostur, i þvi skyni að þrengja að bret- um. Og við megum þvi ekki brjóta brýr að baki okkar i þessum efnum með þvi að láta breta þrýsta okkur út úr þvi alþjóðlega samstarfi, er við höfum tekið þátt i. Ekkert væri fávislegra af okkar hálfu en að bregðast þannig við ofbeldi þeirra. Okkur hefur þegar orðið nokkuð ágengt i þessum efnum. En á hinn bóginn verða menn að átta sig á þvi, að við getum tæplega vænst mjög afdráttar- lausra yfirlýsinga hér að lútandi.Ýmiss konar hags- munir koma i veg fyrir það. Innan Atlantshafsbandalagsins hefur málstaður okkar t.a.m. notið samúðar. Engum blöðum er um það að fletta. Fyrir áhrif bandalagsins kölluðu bret- ar herskiþ sin út úr fiskveiðilandhelginni fyrst haustið 1973 og aftur nú fyrir skömmu, þó að þær aðgerðir hafi ekki leitt.til samninga að þessu sinni eins og i hið fyrra sinnið. Af hálfu Atlantshafsbandalagsrikjanna hefur ekki komið fram ákveðin fordæming á flotaihlutun breta. Þar hefur hins vegar komið fram fullur skiln- ingur á þvi að bretar yrðu að fara út með herskipin, ef leysa ætti deiluna á friðsamlegan hátt. Afstaða forsætisnefndar Norðurlandaráðs er mjög svipuð. i samþykkt hennar er ekki tekið sterkar til orða en svo, að nærvera breskra herskipa er talin koma i veg fyrir samninga. Skilningur Norðurlandaþjóðanna á aðstöðu okkar er afar þýðingarmikill. En margs konar hagsmunir koma ugglaust i veg fyrir að þessar þjóðir taki ein- arða afstöðu. Ráðherrar sósialdemókrata i Sviþjóð eru t.a.m. þekktir fyrir að mótmæla ákaft hvers kyns ofebeldi, sem smáriki eru beitt, ef þau liggja nægjanlega langt I burtu. En sænskir ráðherrar fara ekki i kröfugöngur til þess að andmæla breskri flotaihlutun i islenskri fiskveiðilögsögu. Enginn efast um að þeir hugsa hlýtt til okkar þegar þvi er að skipta eins og á hefur sannast. En þeir taka eðlilega tillit til eigin hags- muna. Þetta eru einfaldar staðreyndir sem við verðum að horfast i augu við. Það væri bjálfaháttur einn að snúa baki við öllum þjóðum og alþjóðasamtökum, sem ekki taka hörð- ustu afstöðu með okkur i átökunum við breta, eins og einstaka stjórnmálamenn hafa gert kröfur um. Með þvi værum við einvörðungu að þjóna hagsmun- um breta. Okkur er einfaldlega nauðsynlegt að auka skilning annarra þjóða á landhelgisbaráttu okkar minnugir þess, að litið við litið, verður litið mikið. Flutningavélin hóf sig á loft, og flaug i átt til Víetnam meö skelfingu lostna hermennina innanborðs. Þeir vissu ekki að þetta var ailt plat, til að mannorð yfirmanna þeirra rýrnaði ekki. ÞEGAR JOHNSON VAR GABBAÐUR Liðsforingjar óttuðust uppreisn í röðum her- manna sem Lyndon B. Johnson Bandaríkjafor- seti hélt að hann væri að kveðja á leið til Víetnam. Niðurbælt muldur heyrðist frá hermönnun- um sem Johnson gekk meðai og kvaddi, næstum með tárin í augunum, og sagði: ,,Guð blessi þig sonur.... ég er hreykinn af þér, f jandi hreykinn af þér.” En þetta voru ekki réttu mennirnir sem Johnson var að kveðja. Þeir sem áttu að fara til Víetnam lágu afvelta um her- mannaskálana í fylliríi, sem haldið var i tilef ni af brottför þeirra. Johnson komst aldrei að hinu sanna í málinu. Þessi saga birtist nýlega i sjálfstæðu timariti um hermál i Bandarikjunum. Talsmaður Bandarikjahers segir að sagan sé i aðalatriðum rétt. Atvikið gerðist i Fort Bragg herstöðinni i Norður-Karolinu fyrir átta árum. Fimm klukkustunda fyrirvari Johnson forseti ákvað allt i einu að fljúga i snatri til her- stöðvarinnar til að veita her- mönnunum móralskan stuðning með þvi að kveðja þá persónu- lega. Þeir áttu að fljúga eftir nokkra klukkutima, til að taka þátt i Tet-sókninni i Vietnam. Yfirmenn herstöðvarinnar fengu að vita um komu forset- ans fimm klukkutimum áður en hermennirnir áttu að fara. En þá þegar var hafin mikil bjór- drykkja samkvæmt gamalli venju um kveðjuveislur. Her- mennirnir rúlluðu um gólfin pissfullir. Andlitinu bjargað En yfirforingi herdeildarinn- ar ákvað að ef forselinn vildi kveðja hermenn á leið til Viet- nam, þá skyldi hann fá að gera það, þannig bjargaði hann um leið andlitinu. Hann skipaði þvi öðrum her- mönnum i herstöðinni að skipa Sumir hermennirnir voru nýkomnir hcim úr hinu hörmulega Viet- namstriði og héldu að nú ætti að senda þá aftur á vigvöliinn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.