Vísir - 02.03.1976, Page 17
Sjónvarp, kl. 22.10:
Angola, pyntingar í Uruguay
og rœða forsœtisráðherra
— í þœttinum Utan úr heimi
Fjallaö verður um þrjú atriði i
þættinum Utan úr heimi i sjón-
varpinu i kvöld. Umsjónarmað-
ur er Jón Hákon Magnússon, en
honum til aðstoðar verður Mar-
grét Bjarnason.
Fyrst verður fjallað um
Angola. Þá verður fjallað um
brot á mannréttindum og pynd-
ingar i Uruguay en frá því hefur
talsvert verið sagt i f jölmiðlum i
sambandi við herferð Amnesty
International.
Loks verður svo ræða
forsætisráðherra sem hann
flutti á þingi Norðurlandaráðs á
dagskrá, en hún verður væntan-
lega komin til landsins i tæka
tið.
Utan úr heimi hefst klukkan
22.10. — EA
Við viljum minna ykkur á, að ef þið viljið hrósa sjón-
varps- cða útvarpsefni, eða kvarta yfir þvi, þá þurfið þið
ekki að gera annað en að taka upp tólið i hádeginu á milli
kl. 12. og 1. Siminn er 8BG11 og við komum hrósi ykkar,
kvörtunum eða tillögum á framfæri.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Dagskrá og auglýsingar.
20.40 Þjóðarskútan. Þáttur
um störf alþingis. Umsjón-
armenn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson. Stjórn
upptöku Sigurður Sverrir
Pálsson.
21.20 McCloud. Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Stórborgarvinátta. Þýðandi
Kristmann Eiðsson.
22.10 Utan úr heimi. Umsjón
Jón Hákon Magnússon.
22.40 Dagskrárlok.
Útvarp, miðvikudag kl. 8.45:
öskudegimim ekld gleymt
í Morgunstund barnanna
Oskudagurinn er á morgun,
og honum verður ekki gleymt i
Morgunstund barnanna. Það
eru lika helst börnin sem kunna
vel að meta þennan dag. Þeir
fuilorðnu lifa i stöðugri hræðslu
um að verða fyrir þeirri skömm
aö þramma um göturnar með
öskupoka á bakinu.
Ólöf Jónsdóttir les sögu sina
„öskudag” i Morgunstundinni.
Lestur hennar hefst klukkan
kortér yfir niu i fyrramálið. Það
er vist engin hætta á öðru en að
börnin verði komin á fætur, og
sum jafnvel farin að búa sig i
alls kyns undarlega búninga,
eins og krakkarnir á meðfylgj-
andi mynd. _ _ .
Útvarp, kl. 23.
Hvernig
er að lifa af einum
milljón punda seðli?
,/Milljón punda seöill-
inn" eftir Mark Twain er
á dagskrá í þættinum „Á
hljóöbergi" i kvöld.
Það verður áreiðanlega
margir sem kveikja á út-
varpinu til þess að hlusta
á þann lestur, en hann er
að vísu á ensku. David
Wayne les, og hefst lest-
urinn klukkan 11.
„Milljón punda seðillinn”
fjallar um 3 gamla menn sem
veðja um það hvort hægt er að
lifa af einum milljón punda
seðli, þvi að honum verður auð-
vitað ekki hægt að fá skipt.
Maðurinn sem tekur það að
sér á tæpast bót fyrir rassinn, en
lif hans breytist með tilkomu
seðilsins. Honum nægir að sýna
þennan verðmæta seðil og hon-
um eru allar leiðir opnar.
Hann kemst i kynni við fin-
ustu fjölskyldurnar og er alls
staðar velkominn. Að sjálfsögðu
lendir hann svo i ýmsum ævin-
týrum með aðlinum en meira
um þetta i útvarpinu i kvöld.
— EA
Útvarp, kl. 21.50:
17.30 Tónleikar. Tilkynning-
a r.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Til hverseru skólar?Dr.
Arnór Hannibalsson flytur
siðara erindi sitt.
20.00 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina.
Kristján Guðmundsson sér
um þátt fyrir unglinga.
21.30 Kórsöngur.Hollenski út-
varpskórinn syngur lög eftir
Anton Bruckner, Carel Laut
stjórnar.
21.50 Þrjú Ijóð. Höfundurinn.
Anna Guðmundsdóttir leik-
kona flytur.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregmr. l.estur
Passiusálina < 13).
22.25 Kvöldsagan: ,,l verum”,
sjállsævisaga Theódórs
Friðrikssonar. Gils Guð-
mundsson les siðara bindi
(25).
22.45 llarinonikulög. Lennart
Warmell leikur.
23.00 \ hljóöbergi. Milljón
punda seðillinn. (The
1.000.000 Bank Note) eftir
Mark Twain. David Wayne
les.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Anna Guð-
mundsdóttir
les eigin Ijóð
Anna Guðmundsdóttir les
Ijóð í útvarpinu í kvöld.
Anna Guðmundsdóttir er vel
þekkt sem leikkona, en ljóðin
sem hún les i útvarpinu eru eftir
hana sjálfa.
Anna les þrjú Ijóð og hefst
lestur hennar klukkan 21.50 og
stendur i 10 minútur.
— EA
Sítalfi? þessírhaa?er 3lVeg 6ÍnS hjÓlhýSÍ °g 0kkar Þau
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Spjall frá Noregi.Ingólf-
ur Margeirsson flytur.
15.00 Miðdegistónleikar. Fil-
harmoniusveitin i Vin leik-
ur Tilbrigði op. 56a eftir
Brahms um stef eftir
Haydn. Sir John Barbirolli
stjórnar. Sinfóniuhljóm-
sveitin i Prag leikur Sin-
fóniu nr. 4 i d-moll eftir
Dvorák, Vaclav Neumann
stjórnar.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn. Finn-
borg Scheving sér um
timánn.
17.00 Lagiö mitt. Berglind
Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en
tólf ára.
17.30 Framburðarkennsla i
spænsku og þvzku.