Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBANKAMALIÐ
TIL SAKSÓKNARA
— Hannsókn er lokið og verið er að ganga frá málinu til
saksóknara, sagði Sverrir Einarsson, sakadómari þegar Vis-
ir innti hann eftir gangi rannsóknar i Alþýðubankamálinu.
Rikissaksóknari fær nú málið til umsagnar og tekur
ákvörðun um hvort ákært verður. Telji hann ástæðu tii þess
gefur hann út formlega ákæru og sendir málið aftur til saka-
dóms til dómsmeðferðar. — VS.
HEIFTARLEG A-
SIGLING Á TÝ
— harðasti órekstur sem varðskipið hefur
lent í — Týr lék á Júnó, og freigátu-
skipstjórinn varð óður af brœði
Frá óla Tynes um borð í
Tý:
Mikil spenna rikir nú á mið-
unum eftir að breskar freigátur
sigldu fimm sinnum á islensk
varðskip á miðunum i gær,
þrisvar á Þór og tvisvar á Tý.
Fyrri aðförinni á Tý er lýst á
bls. 3, en hún varð um hádegið i
gær. Siðari árásin var að þvi er
virtist alveg að tilhæfulausu.
Ilelst tel ég að sjónvarpsmenn
sem voru um borð i Juno hafi
ekki náð nógu góðum myndum
við fyrri áreksturinn og þvi
endurtekið leikinn.
Togararnir voru i töluveðri
fjarlægð og Týr var ekki i
sóknarstefnu þegar freigátan
renndi sér upp að. Guðmundur
Kjærnested hringi út áhöfnina
og voru menn við öllu búnir
eftir fyrri árásina. Um skeið
sigldu skipin samsiða á hægri
ferð og freigátan nálgaðist
nokkuð. Guðmundur jók þá
ferðina til að losna frá henni og
stefndi að togurunum. Freigát-
an jók þá ferðina og renndi sér
upp að og beygði svo skyndilega
á bakborða. Hún skall harka-
lega inn i stjórnborðshlið Týs og
þar sem hún var á öldutoppi
lagði hún inn skorsteininn ofar-
lega. Ekki voru sjáanlegar
skemmdir á freigátunni.
Týr er aftur á móti þrátt fyrir
ásiglingarnar i ágætlega
sjófæru ástandi og eftirlitsstörf-
um á miðunum er haldið áfram.
ÓT/VS
Sjá frásögn blaðamanns Visis
um borð i Tý af ásiglingunum á
bls. 3.
***...
Jónatan Livingstone máfur? Ekki er þaö nú vfst, en að minnsta kosti er þetta
frændi hans.
Ljósm. Guðmundur Sigfússon
Vestmannaeyjum.
STÆRRI
MÖSKVA
— segir Ólafur K. Pálsson,
sem telur smáfiskadráp
of mikið
,,Það má segja að við höfum gert ráð fyrir meiri smáfiski,” segir
Ólafur K. Pálsson sem er nýkominn úr rannsóknarieiðangri á
llafþóri fyrir norður-, norð-austur og austurlandi.
Hann segir þó smáfiskadrápið of mikið og viö þurfum að auka
möskvastærðina og hafa virkara eftirlit með þvi að ekki sé veiddur
smáfiskur.
Sjá bls. 3.
Nýtt hlutafélag
um Air Viking
Þrjátiu einstaklingar, flestir úr
Keykjavik, gangast nú fyrir
stofnun hlutafélags til að endur-
reisa starfsemi Air Viking og slá
skjaldborg um frjálsa samkeppni
i islensku millilandaflugi.
Meðal ástæöna sem tilgreinar
eru fyrir þessu framtaki segir, að
flugfélagið Air Viking hafi á
undanförnum árum flutt um það
bil helming þeirra islendinga sem
notið hafa orlofsdvalar erlendis.
Telja þessir aðilar aö stór hlúti
þessa fólks hafi ekki átt þess
nokkurii kost að njóta utanlands-
ferðar, ef flugfélagið hefði ekki
verið til sem samkeppnisaðili i
utanlandsflugi.
Þá segja þeir einnig að það sé
brýnt hagsmunamál almennings
að koma i veg fyrir einokun á
þessu sviði og þvi gangist þeir
fyrir stofnun hlutafélagsins.
Þeirsem hafa áhuga á þátttöku
geta snúið sér til Ragnars
Ingólfssonar, i sima 18499 milli kl.
5 og 7 s.d. en næstu daga verður
opnuð skrifstofa til undirbúnihgs
félagsstofnuninni.
SKULD RIKISSJOÐS
VIÐ SEÐLABANKANN
10.000 MILLJÓNIR
Skuld rikissjóðs við Seðlabank-
ann umfram inneign nam um
áramótin 9,9 milljöröum króna.
i janúar lækkaö skuldin um 58
milljónir og er það mun betri út-
koma en var á sama tima i fvrra.
þvi i janúarmánuöi 1975 hækkaði
skuld ríkissjóös við bankann um
382 milljónir. Ekki lágu fvrir i
Seðlabankanum upplýsingar unt
breytingu á stöðunni i febrúar-
mánuði. — SJ.