Vísir - 13.03.1976, Page 7
7
Við morgunverðarborðið
„Nei, reyndu sko ekki að koma nærri fyrr en ég er búin að fá
nóg”. Þessi skeleggi kvenkyns máfur sem ljósmyndari kom
auga á við kvistglugga i ósló, varðist öllum tilraunum hins
máifsins til að fá að snerta á morgunverðinum sem lá úti fyrir
glugganum. Hún nartaði i matinn á milli þess sem hún goggaði I
hinn máfinn, þegar hann reyndi að setjast. En hún torgaði ekki
öllu, og vinurinn fékk afganginn.
Skólastjóri froskaskóla
Bili Steed er skólastjóri hjá heldur ó'venjulegum skóla. Skólinn
heitir „Croaker College”, eða kvakskóiinn, og er rekinn til að
gera froska útiærða i ýmsum listum'. Skóiinn er til húsa i Sacra-
mento í Kaliforniu. Bill dáleiðir hér einn nemenda sinna meö þvi
að strjúka á honum kviðinn. Tilgangurinn er að finna út hvort
sólhitari sem Bill setti I laug froskanna sé heilsusamleg fyrir þá.
á Spáni
óeirðir hafa verið i baska-
héruðum Spánar undanfarna
daga og vikur. Nokkrir menn
hafa verið drepnir þegar iög-
reglu og verkfallsmönnum
hefur lostið saman. i mót-
mælaskyni við drápin hafa
verkamenn efnt til fleiri verk-
falla og mótmæla, sem fyrir
bragðið skapa af sér meiri
óeirðir og fieiri manndráp.
Myndin er af stúdentum i
Madrid, sem fóru i mótmæla-
göngu til menntamálaráðu-
neytisins, en lögregla dreifði
hópnum.
Heróín fyrir 4,8 milljarða
Sænsk yfirvöld komust I feita sendingu af heróini á flugveliinum
i Nörköping i vikunni. Hér skoðar yfirmaður tolllögreglunnar i
Stokkhólmi fenginn, sem voru 13,5 kg af hreinu heróini. Sending-
in er metin á 120 milljónir sænskra króna, eða 4,8 milljaröa Is-
lenskra króna. Eigendur fikniefnanna hafa ekki fundist.
Landamœra gœtt
Ródesiskir hermenn gæta landamæranna við Mózambique, eftir
að forseti siðarnefnda landsins lokaði öllum samgangi á milli
rikjanna tveggja. Spennan eykst dag hvern við iandamærin, og
grunur leikur á að rússar og kúbumenn muni styrkja Mózam-
bique, ef til styrjaldar milli landanna kemur.