Vísir - 13.03.1976, Page 8
8
Laugardagur 13. mars 1976
VÍSIR
Útgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: DaviO Guðmundsson
Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Ifverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síðumúla 14. simi 86611. 7 linur
•x
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands.
t lausasögu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf.
Við dæmum engan
úr leik
Hjálparstofnun kirkjunnar og æskulýðssamtök
hennar hafa undanfarna daga kynnt málefni og að-
stöðu þroskaheftra barna i þjóðfélaginu. Tilgangur
árlegrar fórnarviku þessara aðila er að þessu sinni
sá að efla stuðning við málefni þessara barna, sem i
svo rikum mæli verða að treysta á hjálp samfélags-
ins.
Hér er unnið að merkilegu málefni og forvigis-
menn þess eiga miklar þakkir skildar. Að baki
þessu starfi stendur sú grundvallarhugmynd, að
engan þjóðfélagsþegn má dæma úr leik. Heilbrigðir
geta ekki krafist aukinnar velferðar sér einum til
handa. Hagsældina verðum við að nota til þess að
koma þeim tii aðstoðar, sem við erfiðieika eiga að
etja.
Skipulegt starf á þessu sviði er i deiglunni. Ýmis-
legt hefur verið gert til þess að bæta aðstöðu þeirra
barna, sem hér eiga i hlut, en þau verkefni eru
mikiu stærri og viðameiri, er enn biða óleyst. í
þessum efnum sem ýmsum öðrum hefur meira ver-
ið unnið á þéttbýlissvæðinu en i hinum dreifðu
byggðum landsins. Utan Reykjavikursvæðisins eru
aðeins tvær stofnanir til aðstoðar þroskaheftum
börnum.
Það eru þvi æði mörg þroskaheft börn á íslandi
sem fá enga eða mjög takmarkaða aðstoð aðra en
þá, sem foreldrar og aðrir aðstandendur geta upp á
eigin spýtur látið i té. Við slikar aðstæður næst ekki
viðunandi árangur.
Foreldrar eiga eðlilega i miklum erfiðleikum með
að glöggva sig á þeim vandamálum, sem við er að
glima og þeim möguleikum, sem þrátt fyrir allt eru
fyrir hendi. Einmitt fyrir þær sakir telja sérfræð-
ingar brýnt að koma upp sérstakri greiningar- og
ráðgjafarmiðstöð fyrir foreldra þroskaheftra
barna.
Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi, segir i
viðtali við Visi i gær, að slikar stöðvar kanni i
hverju fötlun er fólgin og hvernig megi veita börn-
um þjálfun fram að skólaaldri. Foreldrum eru einn-
ig veittar ráðleggingar um það, hvernig best og
skynsamlegast sé að standa að uppeldi barns.
Við höfum nú þegar fengið visi að slikri grein-
ingarstöð. Sú starfsemi er rekin i svonefndu Kjar-
valshúsi á Seltjarnarnesi. Engum vafa er þó undir-
orpið, að einmitt á þessu sviði þarf að koma upp
miklu mun betri aðstöðu og starfsemin þarf að vera
viðtækari.
Enginn þarf að fara i grafgötur um, að aðstoð við
þroskaheft börn er þeim og fjölskyldum þeirra afar
þýðingarmikil. Sú aðstoð, sem veitt er i þessum efn-
um sýnir að ná má miklum árangri. Mestu máli
skiptir að aðstaða sé fyrir hendi til þess að beita
réttum aðferðum i eðliiegu umhverfi.
í seinni tið hefur það færst i vöxt, að aðstoð við
þroskaheft börn hefur m.a. farið fram með þeim,
sem ekki eiga við vanheilsu að búa. Þetta á bæði við
um vangefin og fötluð börn. Hér hefur þessari að-
ferð verið beitt a.m.k. á tveimur heimilum. Slíkt er
ekki aðeins uppörvun fyrir þá sem vanheilir eru,
heldur horfir það einnig til aukins þroska fyrir þá
heilbrigðu.
Þroskaheftir þurfa að búa við sem líkust skilyrði i
þjóðfélaginu og aðrir þegnar þess. Að þessu marki
þarf að vinna. Fjölmargir aðilar hafa lagt þessu
málefni gott lið. En til þess að gera verulegt átak
þarf samstöðu og vilja alls almennings. Fórnarvika
kirkjunnar á að verða hvatning til nýrra átaka i
þessum efnum.
V.
vísm
Hafréttarráðstefna Samein-
uðu þjóðanna hefst á nýjan leik i
New York á mánudaginn.
Þorskastriðið á tslandsmiðum
mun brýna ráöstefnufulltrúana til
að láta það helst ekki bregðast að
komast að lokaniðurstöðu um
það, hvernig riki veraldar skipti
með sér gæðum hafsins.
Þeir ganga þess ekki lengur
gruflandi, að náistekki alþjóðlegt
samkomulag, sem marka muni
heildarstefnu um hversu stóra
auðlindalögsögu þau lönd, sem
liggja að höfunum, eigi að taka
sér, muni hvert rikið á eftir öðru
fylgja fordæmi islendinga um aö
lýsa einhliða yfir útvikkun land-
helginnar eða tilkomu auðlinda-
lögsögu. — Sennilegast yrði það
þó 200 milna lögsaga, eins og ts-
land tók sér, þvi 200 milurnar
njóta vaxandi fylgis meðal þjóða
heims. — Hætt þykir þá við þvi að
fleiri þorskastrið brjótist út i kjöl-
far slikra aðgeröa.
Þetta verður þriðji áfangi haf-
réttarráöstefnunnar, sem hófst
sumarið 1974 i Caracas, eins og
menn minnast. I upphafi var
ætlunin, að henni lyki i einum
áfanga, en þegar til kom reyndust
sjónarmiðin svo mörg og ólik, og
sérhver fulltrúi þeirra 150 þjóöa
sem aðild eiga að ráðstefnunni,
varð að létta af hjarta sinu, svo að
umræðurnar hafa að vonum
dregistá langinn. Voru þó gerðar
ráðstafanir til þess að koma i veg
fyrir, að ráðstefnufulltrúar
drekktu hverjum öðrum i málæði.
En þeir hagsmunir, sem i húfi
eru, skipta svo miklu fyrir
milljónir jarðarbúa, að það er
vonlegt, að menn vilji ekki flana
að neinu. Gifurlegar auðlindir
oliu, kóbalts, kopars, gulls,
nikkels, svo að ekki sé nefndur
fiskur og ýmis saltefnasambönd,
eða fæðumöguleika, sem finna
má i sjónum,þurfa aö deilast sem
sanngjarnast niður.
Það reyndist of mikil bjartsýni
að búast við þvi, að menn mundu
strax á eitt sáttir um, hverjir
sæktu sér gull i þessa fjárhirslu.
Þegar svo inn i þetta blönduðust
áhyggjur manna af þvi, að frjáls-
ar siglingar skipa um sund og
aðrar sjóleiðir kunni að veröa
hindraðar, með þvi aö einstök riki
helgi sér stór hafsvæði, þá rann
það fljótt upp fyrir mönnum, að
það þurfti að mörgu aö huga, áður
en eining fengist. Það sem heföi
sýnst aukaatriði, áöur en sest var
á rökstólana, hefur orðið mjög
ofarlega i hugum áhrifamestu
rikja á alþjóðavettvangi. Þannig
hafa flotaveldin svonefndu, eins
og Sovétrikin og Bandarikin, haft
beyg af þvi', að manndrápsdoriur
þeirra, herskipin, fengju ekki að
sigla að vild um lögsögur smærri
rikja.-
Engu að siður hefur þó tekist að
áorka miklu þennan tima, siöan
hafréttarráðstefnan hófst i Cara-
cas. Fyrir ráðstefnunni á mánu-
daginn liggja fyrir álit þriggja
aðalnefnda ráöstefnunnar, en
þeim hefur tekist að steypa sam-
an i áþreifanlegar tillögur það,
sem borið hefur á góma á hinum
tveim áföngum ráðstefnunnar.
Þessi tillögudrög, sem liggja
nú fyrir til lokaumræðu, eru sam-
sett úr 300 greinum og rúmlega
það. Þær eru afrakstur annars
áfanga ráðstefnunnar, sem var i
Genf frá mars fram i maimánuö
1975. (Raunar var þriðji áfangi
hafréttarráðstefnunnar, tveggja
vikna fundur i desember i New
York, en hann var i reyodinni
haldinn til að skipuleggja fundar-
og ræðutimann á ráðstefnunni,
sem hefst á mánudaginn.)
Á meðal nýmælanna, sem til-
lögudrögin fela f sér, er 200 milna
auðlindalögsaga strandrikja. Það
er nefnilega fyrir löngu orðið
ljóst, að meirihluti ráðstefnurikj-
anna er henni meðmæltur.
Annaö lýtur að þvi, að landhelgi
strandrikja verði tólf sjómilur.
Þriðja gerir ráð fyrir, að sett
veröi á laggirnar alþjóðlegt ráö,
sem bera muni ábyrgð á sjávar-
grunni þvi, sem lendir utan við
auðlindalögsögur einstakra rikja.
Það er nefiiilega ætlast til þess,
að þessi hluti sjávar verði nýttur
öllu mannkyni til góða (en þó
sérilagi tekið mið af þörfum
þróun a rrikj ann a).
Lesendum mundi ekki endast
helgin til þess að renna augum yf-
ir allar tillögurnar, og verður þvi
að stikla á þvi helsta.
1 þeim er aö finna greinar, sem
fjalla um það, að skipum frið-
samlegra erinda verði tryggðar
frjálsar siglingar um sund og
siglingaleiðir, sem lenda inni i
landhelgi rikja. í öðrum greinum
eru ákvæði um mengunarvarnir.
Það er flestra fróðra manna
álit, að þessar. tillögur nái fram
að ganga og veröi samþykktar að
þessu sinni. Hafa rikisstjórnir
ýmissa rikja þegar tjáð sig þar
um, og ekki annað að heyra, að
meirihluti fylgi tillögum ráð-
stefnunefndanna.
Viö islendingar höfum þegar
lýstyfir þvi, að við teljum þessar
tillögur nægan grundvöll til þess
að halda ráðstefnunni áfram.
Hans G. Andersen, sem hefur
verið formaður islensku nefndar-
innar á hafréttarráðstefiiunni,
hefur látiö hafa eftir sér, að til-
lögurnar gangi til sömu áttar og
stefna islendinga um 200 milna
efnahagslögsögu.
Moskvustjórnin hefur gert sina
afstöðu kunna I grein, sem
Pravda, málgagn sovéska
kommúnistaflokksins, birti i sið-
asta mánuði. Þar var ráðist
harkalega að Kina fyrir að fylgja
200 mflna lögsögu, en sovétmenn
hafa áhyggjur af þvi að herskip
þeirra fái ekki athafnað sig, eins
og áður ef 200 milna lögsagan nær
fram aðganga. Um leið er auðvit-
að ljóst, að hinum stóra fiski-
skipaflota þeirra, sem hefur verið
mjög aðgangsharður á djúpmið-
um viða á heimshöfunum, verða
settar takmarkanir.
Moskvustjórnin setur land-
helgismörkin við tólf milur, og
finnst þá ærið nóg að gert.
Hún hefur þó látið á sér skilja,
að hún gæti hugsað sér 200 milna
efnahagslögsögu, þar sem gert
yrði fyrir að viðkomandi strand-
riki heföi forgangsrétt á nýtingu
fiskistofna og annarra auðlinda,
en hagsmunir annarra fiskveiði-
þjóða hafðir um leið i huga. Enn
fremur vill hún, að tekið verði til-
lit til rikja, sem ekki liggja að sjó.
Stjórnin i Washington hefur
eins og moskvustjórnin mestan
hug á þvi, að herskip þeirra fái
óhindrað að athafna sig á höfun-
um. Annars er þaö álit banda-
rikjamanna, að aðalþröskuldur-
inn á þriðja áfanga hafréttarráð-
stefnunnar verði ráðstöfun á nýt-
ingu auðlinda á sjávargrunni ut-
an við lögsögur einstakra rikja.
Menn kviöa þvi, að stangast muni
á viðhorf þróaðri landa, sem hafa
tækni til að nýta auðlindir á þess-
um hafsvæðum, og svo viðhorf
þróunarlandanna. Þetta vanda-
mál er þegar orðið nokkuð aðkall-
andi, þvi að ýmis bandarisk stór-
fyrirtæki hafa jafnvel lokið undir-
búningsrannsóknum á vinnslu
ýmissa efna úr sjó.
Bandarikjaþing var komið á
fremsta hlunn að samþykkja, að
einhliða yrði lýst yfir 200 milna
efnahagslögsögu, þegar Ford for-
seti fékk talið þingmenn á að
draga það fram yfir hafréttarráð-
stefnuna.