Vísir


Vísir - 13.03.1976, Qupperneq 10

Vísir - 13.03.1976, Qupperneq 10
Móðirin geymdi þáu hjá sér og ómettað barnið saug orðin og mjólkina úr brjóstunum. Vitringarnir riða enn um ritvöllinn tútna út af orðum og springa (eins og bréfpokar á þrjúbió) og slangur af spakmælum festist i orðum sem tapa oröbragöinu eins óg vatnið i Timanum og vatninu. Orðum sem eru margorðuð orðanna vegna. Vitorð Orð, orð, orð sagði leikskáldið ...í fáum orðum sagt: fæst orð hafa minnsta ábyrgð þvi orðin eru til alls fyrst og siðust. Að lokum aðeins eitt orð: Orð. * Orð, orð, orð,.... sagði leikskáldið. Þar er allt á simu orðabókina lært. Oröhákum verður aldrei oröfall þrátt fyrir gengisfall hversu stór orð sem þeir taka upp i sig. Eins og forðum daga þvo þeir hendur sinar með orð- um i augsýn mannfjöldans. í orðheimi 1 upphafi var oröið segir i orðlagðri bók. Orð vitringanna. Orð fyrir Ástororð Eg hlusta ekki á orð þin (siöur en svo) heldur hvemig þú segir þau. Horfi á þig brýna raustina gefa orðum þinum aukinn þunga. Þegar þú talar byltast litir og tónar i brjósti minu. Þú talar um fall englanna flýgur út um gluggann eins og engill. Ég segi einhver orð (dálitið utan við mig) sem þú hefur sagt við mig geri þin orð að minum. Vil eignast þau og allt sem þú átt. Ef þú hlærð ræni ég hlátri þi'num og hlæ lika. Eftir orðunum Ég sel þessi orð ekki dýrari en ég keypti þau (þrátt fyrir verðbólguna). orð Orðlaus yfir orðinu (eftir þessum orðum aö dæma) mynda ég ný orð (get ekki hugsað fyrir orðum) reyni að raða þeim saman i setningar segi einhverja dellu ... og ef ég hugsa veit ég ekki hvernig á að koma orðum að hugsuninni. A ekki eitt einasta orð. Orðatiltæki Orðalag tónskáldsins er ekki orðaglamur heldur hið fegursta orðaspil, sagði orðuritari og oröaði verðlaunahafann. Eftir djúpa umhugsun bætti hann við: Sama má segja um orðaleik leikarans. Orðlengja E n g i n n Enginn fitnar á fögrum orðum (segir orðtakið) samt leggjum við orð i belg og orðdigrir orðhákar strjúka þrútinn orðskviðinn orðvisir, orðvarir, orðsælir. Orðaforðann þrýtur aldrei (alla vega ekki á Alþingi) þótt gangi á gjaldeyrisforðann sem er ekki eyðandi orðum á. Umsjón: Hrafn Gunnlaugsson. Atvinnuhorfur skóla- fólks eru ekki góðar Ráðningarstofa Reykjavikur- borgar hefur sent ályktun til borgarráðs þar sem fjallað er um atvinnuhorfur skóiafólks á komandi sumri. Segir þar að miðað við reynslu undanfarinna ára, ástand í atvinnumálum i dag og horfur í þeim, megi búast við að mjög erfitt verði með vinnu fyr- ir hluta þess fólks er kemur af skólabekkjum f vor. Bendir ráðningarstofan á að með sameiginlegu átaki borgar- yfirvalda og rikis hafi i fyrra tekist að mestu aö leysa þennan vanda. Að sögn Gunnars Helgasonar, framkvæmdastjóra ráöningar- stofunnar, er þessi ályktun fyrst og fremst send til að vekja at- hygli á málinu þannig að timi gefist til ráðstafana áöur en skólum lýkur i vor. Borgarráð visaði málinu til atvinnumálanefndar og óskaði eftir tillögum hennar. —EB Ekknasjóður safnar á Þjóðlaga- hátíð í dag Til styrktar þroska- heftum börnum Þjóðlagahátið ’76 verður haldin i dag klukkan tvö i Austurbæjarbiói. Þar kemur fram margt hljómlistarmanna með nær eingöngu órafmagnaða tón- list. Má þar nefna hljómsveit- ina Þokkabót, þjóðlagatríóiö Þremil, sextett frá M.T. Arna Johnsen og söngtrióið Við þrjú, auk ýmissa annarra. Kynnir veröur Jón Múli Arnason. Allt þetta fólk gefur vinnu sina og framlag til styrktar þroskaheftum börn- um, í tengslum við söfnun Hjálparstofnunar Kirkjunnar. Miöaverð er þrjú hundruð krónur. Rangt föðurnafn Föðurnafn Hallvarös Ein- varðssonar, vararikissak- sóknara, misritaðist i frétta á forsfðu i blaðinu i fyrradag. Þar var hann skrifaður Einarsson. Þetta leiðréttist hér með. Ófundinn Leitin að Arna Jóni Arnasyni hafði engan árangur borið, er Visir hafði samband við rann- sóknarlögregluna i Kópavogi i gærkvöldi. I gær var gengiö meö f jörum og leitað á bátum og verður viötæk- ari leit haldiö áfram i dag. Siðast er vitað um Arna i strætisvagni við Hlemmtorg á miðvikudagskvöldið. Arni er 175 sm á hæð, brúnhærður, með sitt hár og rauöbirkiö hökuskegg. Hann var klæddur grænni kulda- úlpu, brúnteinóttum jakkafötum og i uppreimuðum gúmmistigvél- um, svörtum að lit. Arlegur söfnunardagur fyrir Ekknasjóð islands er annar sunnudagur I mars, þ.e. á morg- un. Það eru vinsamleg tilmæli að menn muni sjóð þennan og hlut- verk hans. Ráðstöfunartekjur sjóösins eru nær eingöngu ágóöi af merkjasölu i Reykjavik og svo söfnunarfé i kirkjum. Hlutverk sjóðsins er að hlaupa undirbagga með ekkjum sem eru i nauðum staddar fjárhagslega, og slikar ekkjur eru vissulega til, þrátt fyrir tryggingar. Sá háttur er hafður á um um veitingar úr sjóðnum að sóknar- morgun prestar koma beiðnum á fram- færi, sem sjóðstjórn metur hverju sinni. UNDIR STJÓRN SAKSÓKNARA 1 frétt Visis i gær rannsóknarlögreglu- reglustjóri heyrði um álit hóps niu lög- stjóra misritaðist að undir sakadómara fræðinga á frum- þeir teldu þann val- rikisins. Hér átti varpi dómsmálaráð- kost koma til greina vitaskuld að standa herra um skipan að rannsóknarlög- saksdknara rfkisins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.