Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 14

Vísir - 13.03.1976, Blaðsíða 14
Hefir „kúnninn" alltof rangt fyr- ir sér eða hvað? „jón” skrifar: Einu sinni var til regla sem allir kaupmenn urðu að fara eftir og var hún eitthvað á þessa leið: „Kúnninn hefir alltaf rétt fyrir sér enda þótt hann tali alröngu máli”. Ætli þessi regla sé við liði enn- þá? Tilefni skrifa minna eru tviþætt — annað er að mér var falið að skila bilaleigubil eftir 32 klst. notkun og var ég látinn greiða fyrir tvo sólar- hringa. Tjáði eigandinn mér að sú regla gilti að ef ég notaði bilinn tvær klukkustundir fram yfir sólarhringinn þá yrði ég að borga tvo sólarhringa. Nú langar mig að vita — Gilda sömu reglur hjá öörum leigum eða eru þetta einhverjar „happa og glappa aðferða” reglur? Hitt tilefnið er þaö að ef ég fer með föt i svokall- aða þurrhreinsun eða hraðhreinsun þá er fatn- aðurinn vigtaöur. Setjum sem svo að fötin eða gardinurnar vigti 3,2 kiló — hvað haldið þið að ég þurfi að borga? Auðvitað 3,5 kiló. Hver er réttur neytandans? Hvaða reglur segja til um að eigend- ur fyrirtækja geti hagað sér svona gegn bláfátæk- um almenningi? Spyr sá sem ekki veit. —0— Engin föst regla er um þetta að sögn nokkurra bilaleiga, sem Visir hafði samband við. Ein bila- leigan sagði þaðstarfsreglu hjá þeim, að eftir átta tima fram yfir sólarhringinn væri krafist fulls daggjalds, annars timagjalds. Hjá annarri var reglan sú, að krefja „kúnnann” um hálft daggjald eftir tvo tima en fullt daggjald eftir fjóra. Þá sagði sá siðari, að þetta væri viðmiðunar- regla þannig aö þeir sæju i gegnum fingur sér með þetta utan mesta annatimans. Hengja bakara fyrir smið... Kristinn skrifar: Nýlega varð ég fyrir þvi að vera sektaöur fyrir aö leggja bilnum minum ólöglega, að nóttu til við eina fáförnustu götu borgarinnar. Yfir sliku er kannski ekki hægt að kvarta þar sem sektin var i fyllsta máta lögleg en mér finnst samt sem áður að hér sé verið að berjast við flisina i auga bróð- urins án þess að hirt sé um bjálkann i eigin auga. Það er stundum yfir þvi kvartað að seyðin i glæpa- málunum séu látin gjalda fyrir misgjörðir sinar en minna hirt um að koma höndum yfir þá sem stærri ódæði drýgja. Ekki ætla ég að leggja dóm á það enda heitir slikt á máli sumra að „grafa undan réttar- farinu I landinu”. Þvi er hins vegar ekki að leyna að hin mikla ást sem laganna verðir bera fyrir lagabókstafnum virðist stundum fyrnast. Það er til dæmis eitt sem mér finnst langtum alvarlegra og óæskilegra en að leggja vit- lausu megin i fáfarinni götu, og það að nóttu til. Sá ósiður islendinga margra að aka lúshægt hlið við hlið svo þeir sem þurfa oft nauðsynlega að aka aöeins hraöar geta ekki með nokkru móti komist fram úr. Þegar ég var á unglings- árunum að læra á bil var það bariö inn i hausinn á manni að vinstri akreinin væri fyrir þá sem þyrftu að aka hraðar en þorri annarra bilstjóra. Mér fannst þetta strax i upphafi vera gullin regla og sjálfsagt að fara eftir henni. En slikt verður ekki sagt um nema hluta öku- manna. Mér er það minnisstætt þegar ég i fyrrasumar glaptist á það erlendis, sjálfsagt smitaður af islenskum óvana, að aka fremur hægt á vinstri akrein. Aðrir bilstjórar tóku þvi alls ekki með þegjandi þögninni. Þeir þeyttu flautur sfnar til þess að gefa mér, þessum þöngulhaus, það til kynna að ef ég ætlaöi mér ekki að kitla aðeins betur pinnann væri mér hollara að halda mig á hægri akrein. Ef það gerist hér á landi að einhver flautar eða blikkar ljósum á þann sem lötrar á vinstri akrein telst það þvi sem næst til erfðasynda. Lögreglan ætti að fara að gera gangskör að þvi að kippa þessum málum i lag. Meö þvi væri umferðarmenning gerð örlitið skárri og aukið væri á tillit tilþeirra sem þurfa að flýta sér. Það er gott og blessað að gleyma ekki smáu málunum eins og að sekta þá sem leggja bilunum sinum ólöglega i fá- förnum götum að næturlagi. En það erekki siöur nauðsynlegt aö hyggja að ýmsu öðru. Osanngjörn og rœrin skrif „suður- , . . . landafaro" Guðmundur Arnason skrifar: Ósanngjörn og rætin skrif „suðurlandafara” um spænskan fararstjóra, sem ráðinn er hjá islenskri ferða- skrifstofu á Kanarieyjum, reka mig til þess að skrifa nokkrar linur. Ég hef verið á Kanarieyjum oftar en einu sinni og alltaf fengið ágætis þjónustu. Þessi dæmalausu skrif um‘ einn farar- stjórann þar eru mér með öllu óskiljanleg. Umræddur farar- stjóri hefur lagt sig i framkróka við að aðstoða og hjálpa islend- ingum á Kanarieyjum. Hann skilur og talar talsvert i is- lensku enda kvæntur islenskri konu, sem einnig er fararstjóri þar suðurfrá. Mér kemur það mjög spánskt fyri sjónir, að tala um stirt skap hjá þessum manni, þar sem mér virðist hann einmitt hafa til að bera lipurð og prúðmennsku. Á það vill þvi miður skorta nokkuð á hjá löndum vorum i vetrarleyfi á þessum slóðum. Reynir þá mjög oft á þolrifin i fararstjórum. Aldrei hef ég heyrt ferða- félaga mina bera þessum spánska fararstjóra nema mjög gott orð og finnst mér það hljóti að vera hagkvæmt fyrir okkur ferðamenn að hafa mann við fararstjórn, sem gjörþekkir aðstæður i þvi landi, sem ferðast er til. Vill heldur íslenska fararstjóra óanægöur suðurlandafari skrif- ar: Eg hcf ferðast til sólarlanda mörg undanfarin ár og mcð öll- um islenskum ferðaskrifstofum og yfirlcitt aldrei haft yfir neinu að kvarta. fyrr en i Kanarleyj- um nú I vetur Félagið var með spænskan fararstjóra er virtist bara vinna. er honum hentaði best. Var hann þá mjög skap- styggur. eins og Spánverjar eru þó yfirleitt glaölynd þjóð. Hef ég aldrei vitað til þess fyrr aö far- arstjórar yröu ekki að vera til- búnir þegar farþegar þyrftu á að halda Eru þessar þjóðir það ólikar, að mér finnst furðu sæta að nota ekki frekar mcira af hinum yfirleitt frábæru islensku fararstjórum. Þeireru alltaf til- búnir til að aöstoöa ef með þarf og yfirleitt mjög kurteisir. og eru ekki á kvennafari út um hvippinn og hvappinn. Það gæti aftur á móti vcrið hcppilegt að hafa einhvern inn- fæddan til aö semja við um hótel og þess háttar. en kæmu hvergi nálægt farþegum. því mikiö af ánægju ferðarinnar er undir framkomu fararstjóranna kom- in. Ættu viökomandi aðilar i það minnsta að kanna skapgerð hins erlenda vinnuafls og siða það áöur en þaö er 'ekið i vinnu. Vona ég og min að i framtið- inpi er við förui» i frl. verði ekk- ert þessu likt • I að fyrirbyggja ánægjulegt si mar- eða velrar- íri. J. LIGGUR ÞÉR EITT- HVAÐ Á HJARTA? EF SVO ÞÁ HRINGDU í>ÍMA 86611 MILLI KLUKKAN 1>T5 EÐA SKRIFAÐU - UTANÁSKRIFTIN ER DAGBLAÐIÐ VÍSIR SÍÐUMÚLA 14 REYKJAVÍK

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.