Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 10
10
Umsjón:
ólafur Hauksson
Fyrrum nosisti
í framboði sem
forseti alþjóða-
samtaka Rotary
Míklar deilur hafa oröið um
útnefningu fyrrum nasista sem
forseta alþjóöasamtaka
Rotaryklúbba.
Maður heitir Wolfgang Wick,
og er austurrlskur kaupsýslu-
maöur. Hann var nasisti i siðari
heimsstyrjöldinni.
Þessi fyrrverandi nasisti var
útnefndur til embættisins af
ellefu manna nefnd. Venjan hef-
ur verið sú að alþjóðaþing rot-
arymanna hafa kosiö þann
mann forseta sem nefndin hafði
útnefnt.
Talsmaður alþjóðasamtak-
anna segir þaö óliklegt að ein-
hver hinna 16.705 Rotaryklúbba
tilnefni frambjóðendur á móti
Wick.
O
Laugardagur 27. mars 1976
vtsm
Sjálfsmorðsflugmaðurinn
var leikarí í klámmyndum
Atriöi úr klámmyndinni ..Einkakennari”. Þar lék Maeno flugmann-
inn.
Flugmaðurinn sem
flaug á hús auðjöfursins
Kodama í Japan, var litt
þekktur leikari, Mitsuy-
asu Maeno að nafni, 29
ára gamall. Almennt er
talið að hann hafi flogið
viljandi á hús Kodama,
að hætti kamikaze-sjálfs-
morðsf lugsveitanna í
seinni heimsstyrjöldinni.
Nafn Kodama er tengt Lock-
heed mútuhneykslinu. Samtök
öfgasinna höfðu hótað að láta
sjálfsmorðsflugmenn steypa sér
yfir þá sem tengdir voru mútu-
hneykslinu.
Maeno hafði aðallega leikið i
klámmyndum og birtist hér
mynd úr einni þeirra. Sú heitir
„Einkakennari” og fjallar um
„ástarævintýri” flugkennara i
háloftunum.
Mitsuyasu Maeno — taliö er aö
hann hafi gengiö i sjálfsmorös-
flugsveitir þær sem áttu aö
granda aðiium i Lockheed
mútuhneykslinu. Hann flaug á
hús auöjöfursins Kodama, en
skaöaöi engan nema sjálfan sig.
aö
1 íYíXX
aV
yv'ótð- _-ÚóstlíY'
HAUKAPLATAN:
íslenskir eða
enskir textar?
í siðustu viku hófu
Haukar fyrst islenskra
hljómsveita að leika i
Sesar. í tilefni þessa
var blaðamönnum boð-
ið að kynna sér þessa
og aðra nýbreytni stað-
arins i skemmtana-
haldi.
Hljómsveitin Hauk-
ar, lifseigasta dans-
hljómsveitin hérlendis
er annars að æfa undir
langþráða breiðskifu.
Haukar fara utan til Mallorca
I vor, liklega seinni hluta mai
eða i júni að skemmta landan-
um þar. Aöspurðir kváðust þeir
ekki fara utan vegna pening-
anna! Fram kom að hljómlist
nýtur litils skilnings sem at-
vinnugrein. Þetta væri hörku-
vinna og þeir, sem legðu- harð-
ast aö sér kæmust lengst.
Platan sem Haukarnir stefna
að hefur fengið góðan hljóm-.
grunn meðal útgáfufyrirtækja
hér heima. Ýmir Gunnars Þórð-
arsonar, Geimsteinn Rúnars
Júliussonar og Steinar hf. hafa
sýnt áhuga á aö gefa plötuna út.
Þessiþrjú fyrirtæki bjóða upp á
jafnmörg mismunandi stúdió.
Steinarhf. bjóöa Hljóðrita, Ým-
ir stúdió i Englandi og Geim-
steinn stúdió i Bandarikjunum.
Enn hefur þeim félögum ekki
gefist timi til þess aö Ihuga til-
boöin nógu rækilega. Beinast
liggur við að taka skifuna upp i
London á leiðinni til og frá Mall-
orca. Það þýðiraö Ýmir sé heit-
astur.
Hvað efni plötunnar snertir
verða á henni lög eftir Jóhann
Helgason (sem sjálfur er að
gera breiðskífu) og Einar Vil-
berg (en breiðskifa hans „Star-
light” kom út i gær, föstudag),
auk þeirra eigin tónsmiða
(aöallega Kristjáns Guðmunds-
sonar). Möguleiki er á, að með
fljóti nokkrir hinna kunnu
„Hauka-slagara”. Ekki voru
þeir félagar á einu máli um það,
hvort textarnir yrðu islenskir
eöa enskir. Þó voru þeir sam-
mála um það, að islenskir text-
ar seldust betur.
Seinustu 2 árin hafa Haukar
verið atvinnuhljómsveit og
gengið bærilega enda þótt fjár-
hagslegur afrakstur sé sjaldn-
ast I samræmi viö hina miklu
vinnu sem tónlistin krefst. En
eins og áður sagði ku yfirvöld
oft skilningslitil gagnvart þvi,
að erfitt er að reka fyrirtæki
eins og hljómsveit.
Við skulum bara vona að
Mallorcaferðin og plötuupptak-
an gangi vel og óskum Haukum
hins besta i framtiðinni.
Umsjón:
Halldór Andrésson