Vísir


Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 14

Vísir - 27.03.1976, Qupperneq 14
Hvers eiga þeir að gjalda? Alvarlega þenkjandi tónlistar- fólk á aldrinum 2—35 ára skrif- ar: Það virðist ætla að verða lágt risið á Listahátið 1976, en von- andi rætist eitthvað út. T.d. er nærri þvi sorglegt að i samtali Listahátiðarnefndar i Vöku sið- ast virtist aðalviðburður verða Benny gamli Goodman. Hann er sjálfsagt enn góður en þetta er þó jazz, sem mjög takmarkaður hópur hefur áhuga á. Og nú lesum við að nemandi sem enn er ekki búinn að ljúka prófi eigi að leika einleik með Sinfóniuhljómsveitinni 4. júni. Þetta er injög efnilegur nem- andi og verður efalaust okkar besti fiðluleikari i framtiöinni og verður ávallt gaman að hlusta á hann og á hann allt lof skilið. En i þessu sambandi langar okkur að fá hrein svör frá Lista- hátiðarnefnd: Hefur verið talað við nokkra af þeim framúrskar- andi listamönnum, sem dvelja erlendis og hafa þegar getið sér gott orð þar og mættu gjarna fá tækifæri, eða á að hunsa marga okkar bestu lista- menn, svo þeir vilji ekki koma heim vegna klikuskapar? Við nefnum aðeins nokkra sem við i augnablikinu munum eftir: Hafliði Hallgrimsson, Gunnar Kvaran, Einar Sveinbjörnsson og Unnur Sveinbjarnardóttir. Sjálfsagt eru fleiri sem mætti nefna en þetta er allt þroskað listafólk, sem hefur komið fram erlendis, Islandi til sóma. Hefur þjóðhátiðarlistanefnd gefið nokkrum þessara frábæru lista- manna tækifæri á Listahátið? Við biðjum um skýlaus svör. svarar X-18 varpaði þeirri spurningu fram i siðasta mánudagsblaði Visis, hvort bréf til fanga væru ritskoðuð. Bréfið er hér látið fylgja svari Jóns Thors, deild- arstjóra i dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu. Herra ritstjóri. Vegna fyrirspurnar i blaði yð- ar mánudaginn 22. mars 1976 um ritskoðun bréfa i fangelsum vill ráðuneytið upplýsa, að sam- kvæmt 19. gr. reglugerðar um fangavist nr. 260/1957 skulu öll bréf til fanga og frá lesin af fangelsisstjóra eða fangaverði samkvæmt fyrirmælum hans, áður en þau eru send eða afhent fanga. Ef bréf frá fanga telst ekki til sendingar fallið, má stöðva það, en skýra skal þá fanga frá þvi. Bréf sem fangi fær send, má og stöðva, ef ekki telst heppilegt, að þau séu af- hent fanganum og I 42. gr. sömu reglugerðar segir, að eigi megi afhenda gæslufanga bréf, skeyti eða önnur skjöl né senda frá honum nema dómari leyfi, enda hafi þau áður verið athuguð. Þá vill ráðuneytið benda á, að i 136. gr. almennra hegningar- laga er kveðið á um þagnar- skyldu opinberra starfsmanna og varðar það starfsmann varð- haldi eða fangelsi allt að einu ári, ef hann segir frá nokkru, er leynt á að fara og hann hefur fengið vitneskju um i starfi sinu. Ákvæði þetta á að sjálfsögðu við um fangaverði og vitneskju þeirra um einkamál fanga og önnur málefni fangelsis. Er bara bannað að oflóna í bönkunum? Gamall og nýr sigifirðingur hafði samband við blaðið: — Allur Siglufjarðarbær stóö á öndinni af hlátri þegar hann las viðtalið við bankastjóra Út- vegsbankans á Siglufirði i Visi 24. mars, sagði hann. Stundi hann þvi upp á milli hláturs- kviðanna, að mest hefði dillað þeim, að útibússtjórinn virtist telja þaö lán bankans, að sildar- verksmiðjur rikisins væru ekki i viðskiptum viö bankann. — Sannleikurinn er sá, sagði sá gamli og nýi siglfirð- ingur, að hvorki SR né Þormóð- ur rammi, stærstu atvinnurek- endur á Siglufirði, væru i viðskiptum við bankann. Þetta á sér þá eðlilegu skýringu að þeir sem eru i viðskiptum viö bankann, eru hreint að veslast upp. Fannst honum það skjóta skökku við, að á sama tima og öll útibú skuldúðu aöalbankan- um stórar fúlgur, ætti útibúið á Sigiufirði yfir fjörutiu milljónir inni. Taldi hanh þetta segja það, sem segja þyrfti. — Þeir létu bankastjóra Al- þýðubankans vikja, sagði hann, v-egna þess að þeir lánuðu of mikið. Og nú spyr ég: Er bara bannað að oflána en ekki van- lána? Úr kveri Jóns Jacobssonar, sem gefið var út órið 1920 mun byrja fyrir mið- aftan og karlar séu boðnir i kjól, þá eru silkiklæði kvenna að jafnaði með ljósari lit- um en ella. Flegnir kjólar og berar axlir i miðdegissamkvæmum tiðkast ekki framar i Þýzkalandi, en algengt kvað það vera i Eng- landi. Sinn er siður i landi hverju, og þvi bezt að spyrjast fyrir um slikar venjur, þeg- ar menn eru staddir meðal erlendra manna. Sé boðið til miðdegis- verðar um miðdegis- leytið, þá er vanalegt, að karlar séu i frakka, en konur i háum, ekki mjög ljósum, silkikjól- um. Sé boðið til meiri háttar miðdegisverðar (dinner), sem sjaldan

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.