Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 3
visra Miövikudagur 14. april 1976. 3 Bjóða lœgra íbúðaverð en framkvœmdanefndin VILJA FLEIRI LÓÐIR — Ég hrökk viö, þegar ég sá fréttina í Vísi um verðið á íbúðunum í verkamannabústöðunum, sagði Gissur Sigurðsson, forstöðumaður Bygging- arfélagsins Einhamars. Verðið á fjögurra her- bergja ibúðum hjá þeim er rúmlega 65% hærra en hjá okkur. Visir skrapp með honum upp i Breiðholt til að lita á þær blokkir, sem Einhamar hefur reist við Austurberg. Þar reistu þeir á einu og hálfu ári þrjár blokkir og skiluðu tilbúnum i hendur kaupenda. Framkvæmdir hófu þeir i mai 1974, en inn i fyrstu blokkina var flutt nákvæmlega ári seinna. Siðustu ibúðunum skiluðu þeir svo af sér i janúar i ár. Aætlaður byggingartimi hjá Einhamriá þessum ibúðum var eitt og hálft ár. Greiðslu- skilmálar voru miðaðir við þann tima. tbúðarverðið skyldi greitt á þessum tima og samnings- atriði hvernig greiðslum var skipt á timabilið. Húsnæðis- málastjórnarlán var innifalið i þessu verði. — A byggingartimanum hækkaði byggingarvisitalan um yfir rúmlega 100 stig. Þessi hækkun þótti okkur of mikil svo það var ákveðið að hækka ibúðirnar aðeins um 35%. Mælt- ist það vel fyrir, sagði Gissur. — Allar þessar ibúðir afhent- um við fullgerðar með malbikuðum bilastceðum, grasi á lóð og gangstigum. Að ósk kaupenda höfum við i seinni tið sleppt þvi að búa þvottahús vélum, en leggjum fyrir þvotta- vélum á bað, sem er sist minni kostnaður. Hvers vegna geta opin- berir aðilar ekki gert betur en þetta? — Það sem háir okkur er að við erum alltaf i barningi með lóðir. Við höfum ekki fengið úthlutað lóðum siðan 1974, þegar við fengum þessar lóðir við Austurberg, sagði Gissur. Núna höfum við hins vegar fengið úthlutað lóðum i Hólahverfi og hefjum fram- kvæmdir af fullum krafti nú i sumar. Þar er gert ráð fyrir að reisa 60 ibúðir. — Ef við tökum til saman- burðar verkamannabústaðina og byggingarframkvæmdirnar hjá okkur, þá kemur það i ljós, að þeir byrjuðu á undan okkur á framkvæmd þess áfanga, sem þeir eru að byrja á að úthluta ibúðum úr. Við skiluðum hins vegar af okkur siðustu ibúðinni núna i janúar. Fyrstu ibúðunum skiluðum við af okkur i mai i fyrra, nákvæmlega ári frá þvi að við byrjuðum. — Þá gefur það auga leið, að það er hagkvæmni aðgeta skipu- lagt svo stórt verkefni eins og þeir eru með i gangi, eða 308 ibúðir á móti 61 hjá okkur. Þá er hægt að haga útboðum á verk- þáttum i samræmi við það. Einnig ber á það að lita að stjórn verkamannaibúðanna hefur úr nægilegu fjármagni að spila og getur gengið að almennum sjóðum. Hún getur fengið eins mörgum lóðum úthlutað eins og hún þarf á sama tima og við stöndum i eilifum barningi og tölum fyrir Gissur stendur hér fyrir framan Einhamarsblokkina í Breiðholti, sem flutt var inn i fyrir skemmstu. — Ljósm: LÁ daufum eyrum með úthlutanir. — Siðast en ekki sist, þá geta menn velt þvi fyrir sér hvort er hagkvæmara fyrir kaupendur ibúða að fá full eignaumráð yfir sinum ibúðum eins og i okkar tilfelli eða vera háður byggingaraðilanum og njóta ekki verðhækkana á ibúðum sinum. Þeir lána að visu stórar fjárhæðir með mjög hagstæðum kjörum, sem við getum ekki boðið uppá, eða lán til 40 ára með rúmlega 4% vöxtum, en mér er spurn, hver borgar mismuninn? Þar á ég við, að peningarnir kosta ákveðna upphæð, sem er i dag 16% af stofnláni. Mismunurinn er 12%. Hver borgar hann? Ætli það sé ekki almenningur i landinu. Gissur sagðist að endmgu vilja spyrja: Hvers vegna geta opinberir aðilar ekki gert betur en þetta?. -VS Skrýtinn samanburður segja fmmkvœmdanefndarmenn „Skýringin á þessum verð- mismun er að mestum hluta verðbólgan”, sagði Rikharður Steinbergsson framkvæmda- stjóri Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar rikisins er hann var spurður að þvi hvernig stæði á gifurlegum vcrðmismun á ibúðum sem byggðar eru á vegum Fram- kvæmdanefndar annars vcgar og Byggingarfélagsins Ein- liamars hins vcgar. „Þessi samanburður er skrýtinn, vægast sagt”, sagði Rikharður. „Þaðer örugglega ekki neinn raunverulegur verðmunur á ibúðunum. Það er ýmislegt sem verður að uppíýsasl betur áður en hægt er að fara að bera þetta saman, svo sem eins og stærð ibúðar og frágang þegar henni er skilað i hendur kaupanda. Það er auðvitað aðalatriðið i þessu máli að flutt er inn i Ibúðir Framkvæmdanefndar- innar mun seinna en i Ibúðir þær sem Einhamar hefur verið að reisa. Við afhentum fjögurra her- bergja ibúðir á timabiþnu október til desember árið 1974 þá kostuðu þær 3,4 til 3,5 milljónir króna. Þriggja her- bergja ibúðir hjá okkur kost- uðu i fyrra 3,5 milljónir. Rikharður var spurður hvers vegna Framkvæmda- nefndin heföi verið tilbúin með sinar ibúðir ári seinna en Ein- hamar þrátt fyrir að byrjað hafi verið jafnt og hann sagði: „Sagt er að byrjað hafi verið á svipuöum tima, en við gát- um ekki starfað af svipuðum krafti fyrsta áriö þar sem ver- ið var að vinna að margvisleg- um framkvæmdum svo sem gatnagerð á svæöinu.” —EKG Gáfu þrjátíu málverk 26 þekktir listmálar- ar gáfu „Svölunum” félagi núverandi og fyrrverandi flugfreyja 30 málverk eftir sig. Þessi máiverk verða happdrættisvinningur i málverkahappdrætti sem Svölurnar efna til á skemmtikvöldi að Hótel Sögu i kvöld. Allir eru listamennirnir þjóð- kunnir Margt fleira verður á dagskrá á skemmtikvöldi Svalanna. Þar á meðal verða sýndir flug- freyjubúningar allt frá árinu 1947. Tisk usýning verður á fötum frá Evu og Herragarðinum. Svo hafa Svölurnar fengið franskan kokk I lið með sér til þess að annast matreiðsluna og gefst þvi gestum kostur á að bragða franskan veislumat. Skemmtikvöldiöer öllum opið og verður Jón Asgeirsson kynn- ir. En að loknum skemmtiatrið- um verður dansað til klukkan eitt. —EKG Frumflytur nýtt passfusálmalag Guðlaug Sæmundsdóttir, nær áttræð kona sem býr I Sandvík á Melrakkasléttu, hefur samiö lög viö alla Passiusálmana. Eitt laganna verður frumflutt á hljómleikum sem kór Hallgrims- kirkju heldur I kirkjunni klukkan fimm siðdegis á skirdag. Flutt verður passiukantanta eftir danska tónskáldiö Svend Ove Möller og nefnist hún „Að Jesú krossi kom og bið.” Þrir einsöngvarar, — Garöar Cortes og tveir nemendur Söng- skólans I Reykjavik auk fimm híjóðfæraleikara i Sinfóniuhljóm- sveitinni koma fram með kirkju- kórnum. Páll Kr. Pálsson leikur á orgel og Páll Halldórsson stjórn- ar. I tengslum við hljómleikana verður almenn altarisganga. —EKG. VINNINGAR FYRIR NÆRRI MILLJÓN Þrjár utanlandsferðir og vikudvöl i Kerlingarfjöllum verða aðalvinningarnir á kabarettbingói Kvennadeildar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, i Sigtúni á fimmtu- dagskvöldið. Auk þessara vinninga verða vinningar aö upphæð 10 til 50 þúsund. Þannig aö heildarverö- mæti vinninga veröur 700 til 800 þúsund krónur. Spilaðar verða 18 umferðir. Skemmtiatriöi annast ómar Ragnarsson og Viö þrjú. m I kvöld er OPIÐ TIL KL. 10 X- Komið # i Kaupgarð og látið ferðina borga sig x- Kaupgarður Smiðjuvegi 9 Kópavogi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.