Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 20
VÍSIR
Miðvikudagur 14. apríl 1976.
Verslanir
opnar til
10 í kvöld
t dag miðvikudag, verða
verslanir opnar til kl. 22 og á
laugardaginn til hádegis, en
lokaðar fimmtudag, föstudag
og mánudag.
Söluturnar verða lokaðir á
föstudaginn langa og páska-
dag, en annars opnir eins og
venjulega.
Bíll ótaf
og féll
niður um
15 metra
Fólksbíll fór útaf i
Hvalfirði um miðnætti
i nótt. Tveir voru i biln-
um en slösuðust ekk-
ert. Er það talin mesta
mildi, þar sem giskað
var á að bíllinn hefði
fallið niður um 15
metra.
Bíllinn fór útaf sunn-
an við Botnsá en hann
var á leið i bæinn. Bíll-
inn mun vera ónýtur.
— EA
Akureyringar
halda Jötni...
Loks er nú búið að
taka endanlega ákvörð-
un um næsta verkefni
jarðborsins Jötuns, sem
verið hefur við Lauga-
land i Eyjafirði.
Mun hann verða notaður þar til
þess að bora þriðju holuna fyrir
hitaveitu Akureyrar, en fara sið-
an að Kröflu. Munu Akureyringar
fagna þessari ákvörðun þar sem
þeir hafa lagt mikla áherslu á að
fá þriðju holuna á Laugalands-
svæðinu og hafa talið, að ef þessi
stærsti bor landsmanna yrði nú
fluttur austur að Kröfluvirkjun,
tefði það hitaveitufram-
kvæmdirnar á Akureyri veru-
lega.
MT 1969—1976 ..minning hans lifi”, stóð á borðanum á kransinum.
Nemendur voru daprir á svip þegar þeir kvöddu gamla góða
skólahúsið við Tjörnina. Skólabjallan var borin á viðhafnarpriki.
Ljósm.: Loftur.
Vel heppnuð
sorgarathöfn
Nemendur MT kvöddu gamla skólann
sinn við Tjörnina með tár í augum
og sorgarbönd um handlegg
í gær kvöddu nem-
endur 3ja bekkjar
Menntaskólans við
Tjörnina sitt aldna að-
setur og húsvörð þess
fyrir fullt og allt.
Ástæðan var sú að á næsta
vori mun skólinn flytja að fullu i
Vogaskóla og tóku nemendur
þvi upp á þvi að kveðja á tákn-
rænan hátt.
Til að byrja með var húsverð-
inum gefinn áletraður stafur frá
skólafélaginu, ásamt viðeigandi
þakkarorðum um vel unnin
störf, siðan gengu nemendur
fylktu liði gegnum skólann og
kringum Tjörnina I sorgarklæð-
um eða með sorgarbindi.
Trumbur voru slegnar og bjöll-
ur hljómuðu þegar likan af skól-
anum var borið hringinn sveip-
að svörtu klæði með krossi á.
Að lokum söfnuðust syrgjend-
ur saman i porti skólans þar
sem lagður var blómsveigur að
skólanum, haldin var minning-
arræða og flutt minningarljóð.
Voru syrgjendur sammála
um það að athöfnin hefði farið
vel fram og verið til mikils
sóma. —EGE.
Vilja lóta
moka veginn
í Skólafell
svo að hœgt verði að komast
þar á skíði yfir póskana
„Það kemst ekkcrt að nema
Bláfjöll, þegar rætt er um aðstöðu
fyrir skiðafólk i nágrenni borgar-
innar”, sagði Einar Þorkelsson,
formaður skiðadeildar KR i sam-
tali við Visi i morgun, en fram-
ámenn KR og annarra félaga,
sem komið hafa upp aðstöðu i
Skálafelli, telja að þeir hafi verið
hornreka upp á siðkastið.
t Skálafelli eru fimm skiðalyft-
ur, þar á meðal tvær þær lengstu
á landinu, og geta lyfturnar flutt
um 1200 manns á klukkustund.
Þessari aðstöðu hafa áhugamenn
komið upp i sjálfboðavinnu, og
telja þeir að það minnsta sem
Reykjavikurborg geti lagt að
mörkum i þessu sambandi, sé
mokstur vegarins upp að skiða-
svæðinu.
Sú fyrirgreiðsla hefur fengist
nokkrum sinnum i vetur, en
vegna þess hve snóþungt hefur
verið, hefur þurft að ryðja oftar
en ella. Nokkrar siðustu helgar
hefur verið ófært i Skálafell og
eins og sakir standa má gera ráð
fyrir að það taki einn til tvo daga
að ryðja snjó af veginum upp að
skiðasvæðinu með tveimur stór-
virkum ýtum.
„Við gerum ráð fyrir að allur
vélakostur borgarinnar verði
settur i aðopna veginn i Bláfjöll”,
sagði Einar Þorkelsson, „og ef
við viljum ekki ganga i 30 til 40
minútur upp að skiðasvæðinu i
Skálafeili, verðum við að útvega
okkur snjómoksturstæki, sem við
verðum að fá að greiða fyrir
einhvern tima seinna. Annars
munu hundruð manna af höfuð-
borgarsvæðinu ekki komast á
skiði um páskana, þvi að
Bláfjallasvæðið getur ekki tekið
við öllum þeim fjölda, sem nú er
farinn að leggja stund á skiða-
iðkun”.
—ÓR
Islendingar
hœttir að
smyrjo þykkt
Ef innveginni mjólk væri
skipt niður á ibúa landsins
kæmu i hlut hvers 512 kiló eða
rúmlega hálft tonn.
íslendingar auka mjólkur-
framleiðsluna. Til saman-
burðar má þess geta að árið
1969 hefðu komið 469 kiló i hlut
hvers. Tiu árum fyrr eða 1959
hefðu það verið 381.. -
Af mjólkinni fóru um 228
litrar beint i neyslu á mann.
Svo virðist sem landsmenn
smyrji ekki eins þykkt og þeir
voru vanir. Þannig minnkaði
meðalneyslan á smjöri úr 9,25
kilóum á mann árið 1974 i 6,8
kiló.
—EKG
Viðskiptakjör við
útlönd fara batnandi
Allt útlit er nú fyrir aö
viðskiptak jör okkar
íslendinga verði betri i ár
en þau voru á síðasta ári.
„Þó munu menn sitja á
síðkvöldum og hugleiða
„Það er von mln og trú, að
þegar Kröfluvirkjun hefur far-
sællega starfað um nokkurt
skeið og almenningur og at-
vinnulif á Norðurlandi hefur
notið þess að hafamæga orku til
ráðstöfunar eftir áratuga orku-
svelti, þá muni menn sitja á sið-
kvöldum og hugleiða, hvaða
annarleg sjónarmið hafi ráðið
þvl, að sumir visindamenn,
þingmenn og forvigismenn heils
stjórnmálaflokks reyndu eftir
mætti að stöðva þetta mikla
framfaramál Norölendinga”
sagöi Jón G. Sólnes, alþingis-
maður og formaður Kröflu-
nefndar, i sjónvarpinu i gær-
kveldi.
RÉTT AÐ FLÝTA
BY GGÐALÍNUNNI
Hann og Bragi Sigurjónsson,
alþingismaður, skiptust á
skoðunum um Kröflumálið i
sjónvarpsþættinum „Þjóðar-
skútunni”, en sá þáttur fjallar
sem .kunnugt er um störf
alþingis. Vitnuðu þeir i skýrslur
ýmissa sérfræðinga til skiptis
og urðu ekki á eitt sáttir, enda
Bragi einn þeirra manna, sem
Jón nefndi „úrtölumenn”, en
það eru þeir, sem talið hafa ráð-
legt að hægja á framkvæmdum
við Kröflu um sinn og leggja þvl
meiri áherslu á að ljúka lagn-
ingu byggðallnunnar til Akur-
eyrar.
Bragi Sigurjónsson lagði
áherslu á það, að sér fyndist
óráðlegt að halda áfram fram-
kvæmdum við Kröflu eins og
fjárhag landsins væri nú komið,
og eins og horfði um háska á
gosi. Þá taldi hann allsendis
óvist að nægileg gufa yrði fyrir
hendi þegar búið yrði að reisa
stöðvarhúsið og koma vélunum
fyrir. Bragi benti einnig á, að
mikil óvissa væri rikjandi varð-
andi markað fyrir raforku á
Norðurlandi. 1 stað þess að
halda áfram með Kröfluvirkjun
taldi hann rétt að flýta vinnu við
byggðalinuna næsta sumar,
þannig að hægt yrði að fá nægi-
legt rafmagn um hana norður
næsta haust.
„OKKAR RÁÐ ERU
í HERRANS HENDI”
Jon Sólnes sagði, að sam-
kvæmt ráðleggingum hinna
færustu sérfræðinga, hefði
undanfarið fyrstog fremst verið
unniðað þvi aðstyrkja stöðvar-
húsið við Kröflu á meðan jarð-
skjálftar væru á svæðinu. Nú
værijarðskjálftahrinanliðin hjá
og þær forsendur, sem þessir
menn hefðu rætt um við
iðnaðarráðuneytið, væru ekki
lengur fyrir hendi, „en hitt er
svo annað mál” sagði Jón G.
Sólnes „að það getur vel verið
að það gjósi i kvöld eða á
morgun. Ég veit ekkert um það,
ogokkar ráð eru I herrans hendi
hvað það snertir”. —ÓR
Tölur liggja ekki ennþá
fyrir um hækkun á
innflutningsverði á þessu
ári, en samkvæmt
upplýsingum frá
Þjóðhagsstof nun er
hækkun útf lutningsverðs
talin vera talsvert umf ram
þá hækkun.
Á siðasta ári voru viðskipta-
kjörin 15% lakari en árið áður og
frá árinu 1973 til 1975
versnuðu meðaltöl áranna um
nær 24%.
Nú virðist þessi neikvæða þróun
hafa stöðvast og jafnvel snúist
við. Siðasti fjórðungur ársins
1975 var enn lakari en meðaltal
ársins, en siðan hefur orðið
talsverð hækkun á útflutnings-
verði. I fyrra var þvi spáð að
viðskiptakjörin myndu heldur
lagast i ár og er nú talið fullvist að
sú spá standist.
-SJ
FRIÐUR I
APÓTEKUM
t gærkveldi var undirritað i
húsakynnum rikissáttasemjara
samkomulag milli fulltrúa af-
greiðslufólks i lyfjabúðum og lyf-
sala.