Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 4
Miðvikudagur 14. april 1976. vism Páskamyndir kvikmyndahúsanna Að venju skipta kvik- myndahúsin um kvik- myndir í húsum sinum um páskana, og er nú um verulegt kvik- myndaúrval að ræða, allt frá söngvamyndum til 'mergjaðra saka- málamynda. Sýningar þessara mynda eru ann- að hvort þegar hafnar eða um það bil að hefj- ast. Flestar þessara mynda eru fremur ný- legar og hafa það sam- merkt að vera flestar af betra taginu. En litum á úrvalið.... —Rafn Jónsson Nýja bió: Eobert Redford i hlutverki sinu I ;t Days of The Condor, sem er páskamynd Nýjabiós. „3 Days of The Condor" Þessi kvikmynd er gerð eftir samnefndri skáldsögu og er æsi- spennandi njósnamynd. Leikararnir eru ekki af verri endanum: Robert Redford, Fay Dunaway, Cliff Robertson, Max von Sydow, John Houseman o.fl. Myndin fjallar um starfsmann CIA, sem finnst hann vera orðinn hálf gagnslitill innan fyrirtækis- ins, en hann vinnur við gagna- rannsóknir. Einn dag er hann sendur út til að kaupa mat handa öllu starfsfólkinu, en þegar hann kemur til baka er búið að myrða allt liðiö. Starfsmaðurinn, leikinn af Robert Redford, kemst i sam- band við höfuðstöðvarnar og ér rannsókn hafin i málinu. Myndin fjallar að mestu um þessar rann- sóknir og aðgerðir i sambandi við þær. Tónabíó: Fljótabáturinn á Missisippi heillar drengina og þá dreymir að fá að sigla um fljótið með honum. Dag einn rætist þessi draumur og Tom Sawyer siglir meö dómara nokkrum um fljótið I hálfs mánaðar orlofi. „Tom Sawyer" Flestir þekkja sögur Mark Twain um Tom Sawyer og Stikils- berja-Finn, sem bjuggu i smá- þorpinu Hannibald við Missisippi- fljótið. Kvikmyndin er söngvamynd, byggð á þessum sögum og eftir prógramminu að dæma er hún hin viðburðarikasta og skemmti- legasta. Aðalleikarinn er Johnny Whitacker og leika auk þess sex meðlimir úr fjölskyldu hans i þessari mynd. Greint er frá ævintýrum Toms og Finns og endar eitt þeirra með morðí, en Tom tekst að bjarga saklausum manni, sem ákærður er fyrir morðið með þvi að mæta fyrir réttinum og greina frá þvi sem rétt er. Morðinginn hlýtur svo I myndarlok makleg málagjöld. Þessi mynd er sannkölluð fjöl- skyldumynd, raunar sú eina sem hægt er að nefna þvi nafni með réttu um þær myndir sem sýndar verða i kvikmyndahúsum borgar- innar nú um páskana. Hafnarbíó: ,Lion in The Winter' Þessi mynd hlaut þreföld óskarsverðlaun 1970, en hún var gerð árið 1969. Aðalleikarar eru Peter O’Toole og Katharine Hep- burn. Myndin gerist á miðöldum og fjallar um Henry II. englands- konung og konu hans. Elanor. Hún greinir frá baráttu konungs við frakkakóng. Myndin er tekin i Frakklandi, Englandi og Irlahdi, Hún er tveggja og hálfs tima löng og verður sennilega ekki með is- lenskum texta. Hún er verð allrar athygli vegna leiks, efnis og vinnslu þess. Peter O’Toole og Katharine Hepburn i hlutverkum sinum I Lion in The Winter, sem Hafnar- bíó sýnir sem páskamynd I ár. Stjörnubíó: Þegar peningana þrýtur er ekki um annað að ræða en að spila upp á kökur. — George Segal og Elliot Gould i hlutverkum slhum. „California Split" Þessi mynd er samkv. auglýs- ingu bráðfyndin gamanmynd og eru leikarar ekki af lélegra tag- inu, þeir George Segal, Elliot Gould og Ann Prentiss. Myndin fjallar um þá félaga Bill og Charlie sem kynnast fyrir algera tilviljun i pókerklúbbi. Þeir eiga það báðir sameiginlegt að vera með spilaæði og tekst með þeim brátt vinátta, þótt þeir séu mjög ólikir að eðlisfari. Þeim félögum gengur fremur illa við spilaborðið, lánadrottnar þeirra gerast órólegir og brátt fer svo að Bill verður að selja allt sem hann á og hann ákveður að fara til spilaborgarinnar Reno. Charlie skýtur þá upp kollinum. Þrátt fyrir það að þeim félögum gangi oftast illa gegn atvinnumönnun- um i Reno vinna þeir þó álitlega fúlgu, sem þeir skipta bróðurlega á milli sin. Endalokin verða þó þau að Bill kemst að þvi að þetta lif á ekki alls kostar við hann og hann snýr aftur til Kaliforniu til að hefja nýtt lif. Þessi mynd er ekki bönnuð börnum. Bœjarbíó: Austurbœjarbíó: „Mandingo" Mandingo fjallar um tima þrælahalds i Lousiana i Banda- rikjunum, þegar svertingjar voru álitnir skepnur og með- höndlaðir sem slikir. Brestir á þrælakerfinu eru þó byrjaðir að koma i ljós og hvitir menn reyna af alefli að sporna við þróuninni. Sagt er frá feðgunum Max- well og Hammond, sem búa konulausir á búgarðinum Falconhurst, en gamna sér við svertingjakonur þegar þá lystir. Þó kemur að þvi einn dag að Hammond telur timabært að fá sér konu, svo hvitur sonur hans geti tekið við af honum á bú- garðinum. Hann kvænist ungri konu, Blanche, en kemst að þvi að hún er ekki jómfrú er hún stigur i hjónasængina. Af þess- um sökum reiðist hann og for- smáir konu sina en leitar ásta annars staðar. Konan tekur til við drykkju og gerist ölkær úr hófi fram og fær þræl einn til lags við sig og verður þunguð af hans völdum. Hammond verður æfur af reiði þegar hann fréttir hvernig i óefni er komið pg byrl- ar konu sinni eitur en fyrirkem- Feögarnir Maxwell og Hammond, leiknir af James Mason og Perry King ásamt Blanche, eiginkonu Hammonds, leikin af Suas George ur þrælinum á annan hátt. Svo virðist, eftir umsögnum að dæma, að hér sé um mjög svo athyglisverða mynd að ræða. Bud Spencer og Terence Hili lifa lifinu létt og skemmta mönnum i Bæjarbiói um páskana i hlutverk- um sinum sem trúboðar. „Trúboðarnir" Páskamynd Bæjarbiós er Trú- boðarnir sem Austurbæjarbió sýndi sem jólamynd. Trúboðarnir er bandarisk- itölsk framleiðsla sem fjallar um trúboða sem fara frjálslega með orð guðs. Þeir gera það sem þeir telja fólkinu fyrir bestu, en ekki það sem kirkjan telur best. Enda telur kirkjan það best, sem hún hagnast mest á. Aðalleikarar i Trúboðunum eru þeir kappar, Trinity-feðgarnir, sem löngu eru orðnir landsþekkt- ir ef ekki heimsfrægir. Þessi mynd er af léttara taginu og ekki bönnuð börnum. Laugarósbíó: „Earthquake" Varla þarf að kynna þessa kvik- mynd, svo mikið sem skrifað hefur verið um hana. Þó skal far- ið um hana nokkrum orðum. Earthquake fjallar um mikla jarðskjálfta i Los Angeles, og er fléttað inn i myndina ástarsögu. Forstjóri jarðskjálftastöðvar i Kaliforniu spáir þvi að jarðhrær- ingar geti Lr átt orðið á svæðinu, sem enn er virkt að þessu leyti, og þjóðvarðlið fylkisins fær fyrir- mæli um að vera við öllu búið. Jarðhræringa verður vart á mæl- um jarðskjálftastöövarinnar, — fyrirboði hins mikla skjálfta, sem menn gera ráð fyrir. Skömmu siðar koma aðalhræringarnar, sem eru hvorki meira né minna en 9,9 stig á richterskvarða. Jörð- in rifnar hvarvetna i Los Angeles, vegir sundrast, byggingar ösköpin brostin á. Brýr hrynja, vegir teppast, stiflur bresta og fólkið reynir i örvæntingu að bjarga lifi sinu. Charlton Heston og Ava Gardner i hlutverkum sin- um iEARTHQUAKE. hrynja, háspennustaurar velta um koll og fólkið verður vitstola af hræðslu. Fylgst er með nokkrum persón- um i þessum hildarleik og þegar annar skjálfti riður yfir hverfa sumir þessara manna. 1 seinni skjálftanum hrynur Hollywood-stiflan, svo vatns- flaumurinn steypist yfir Holly- wood og sópar öllu á undan sér.... Fjöldi þekktra leikara kemur fram i þessari mynd og nægir hér að nefna Charlton Heston, Ava Gardner, George Kennedy og Lorne Greene. Þegar myndin hefur verið sýnd erlendis hefur verið venjan að setja upp lágtiðnihátalara I kvik- myndasalina til að framkalla titr- ing á réttum tima. Ekki verða slikir hátalarar notaðir hér, enda óhemju dýrir i leigu. Auk þess þarf vart að auka á skjálftana sem við búum við hér, nægir eru þeir fyrir. — Myndin er bönnuð innan 14 ára. Schneider (Carl Mohner) miöar á Calian (Edward Woodward), sem er lengst til vinstri og Meres (Peter Egan) meðan hann reynir að fá fram hjá þeim, I hverju „leikurinn” er fólginn. Hóskólabíó: „Callan" Callan er bresk sakamálamynd og fjallar um morðingja sem starfar i þágu bresku rikis- stjornarinnar. Hann sat einu sinni i fangelsi i 18 mánuði fyrir innbrot til skartgripasala, og þegar hann slapp út aftur var hann orðinn bit- ur og þver. Hann uppgötvaði að manndráp var aðferð til að vinna fyrir saltinu i grautinn og gerðist þvi atvinnumorðingi. Hann fær það hlutverk að myrða þýskan kaupsýslumann að nafni Schneider og fjallar myndin að mestu um það. Callan er alger andstæða James Bond, hann gengur i snjáðum frakka og það vantar allan ljómann sem James Bond hafði i kringum sig. Þættir um þessa persónu hafa verið gerðir fyrir breska sjón- varpið, og er kvikmyndin unnin upp úr hluta þeirra. Það er Edward Woodward sem leikur Callan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.