Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 15

Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 15
## Útvarp, páskadag, kl. 13.15: „Hann var aldrei neinn venjulegur faðir... „Pabbi var aldrei neinn venju- legur faðir. Hann skammaðist aldrei og leit frekar á mig sem jafningja sinn en óreynt barn. Ég man eftir þvi að eitt sinn þegar ég var smástrákur fórum við saman út að sigla. Ég byrjaði að geispa einhver ósköp, en pabbi sagði bara: „Sjómaður heldur alltaf fyrir munninn þegar hann geisp- ar.” Það var gott að tala við hann, en þegar ég var 9 eða 10 ára gamall og fannst ég eiga við heimsins mesta vandamál að striða, rakti ég föður minum raunirnar. Hann hlustaði og þagði lengi, en sagði svo: „Þú verður að muna að maður verður að leysa sin vandamál sjálfur, það getur enginn annar.” Sven Bertil Taube heitir sá sem þetta segir en hann er sonur þess fjölhæfa sænska listamanns Evert Taube. 1 útvarpinu á páskadag er þáttur um Evert Taube sem nú er nýlátinn. Þar segir Sveinn Ásgeirsson hag- fræðingur frá listamanninum og leikur lög eftir hann. Nöfn feðganna eru ekki óþekkt hér, en sjálfsagt eru margir sem ekki hafa heyrt lög Everts, eða þá Svens Bertils, en hann gerir ekki litið að þvi að syngja sjálfur. En þeir sem ekki hafa heyrt i Evert fá tækifærið klukkan 13.15 á páskadag. — EA Evert Taube fyrir 16 árum, þegar hann varð 70 ára, þá var hann heiðraður i Stokkhólmi. fDagbók Önnu Frank,f í útvarpi, skirdag kl. 20.05: Leyndust ú þröngu hóa loftinu í rúm tvö ór... Við heyrum leikritið „ Dag- bók Önnu Frank” i útvarpinu annað kvöld. Margir muna cftir leikritinu, en það er samið eftir „Dagbók ungrar stúlku” eftir önnu Frank. Bókin kom út i enskri þýðingu i Bandarikjun- um árið 1952. Anna var yngst i hópi átta gyðinga, sem i rúm tvö ár leyndust fyrir Gestapómönnum á þröngu háalofti vörugeymslu- húss i Amsterdam. í hópnum voru auk önnu, faðir hennar, móðir og systir, önnur hjón til og sonur þeirra, þremur árum eldri en Anna. Siðan bættist miðaldra tannlæknir I hópinn. Anna byrjaði að færa dag- bókina á 13. afmælisdaginn sinn, áður en raunir fjölskyld- unnar hófust, og hélt þvi áfram þar til nasistar fluttu hana i fangabúðir i Bergen-Belsen, þar sem nún lést i mars 1945, aðeins 15 ára gömul. Mörg verðlaun og margvislegar viður- kenningar Dagbók önnu Frank er ann- að og meira en skráning at- burða. Hún er frábær spegil- mynd af mannveru sem stendur á þröskuldi lifsins, skapheit og örlynd, ihugul, ástrik og fram- gjörn. Siðast i dagbók hennar er setning, sem segja má aö sé inn- tak leikritsins: „Ég trúi þvi, að þrátt fyrir allt séu mennirnir i innsta eðli sinu góðir.” „Dagbók önnu Frank” var frumsýnd á Broadway haustið 1955 og hlaut mörg verðlaun og margvislega viðurkenningu. En framar öllu gaf það leikritinu gildi, að höfundum tókst með af- brigðum vel að varðveita anda gyðingastúlkunnar ungu og láta hreinan æskuhuga hennar tala til samvisku alls heimsins. Sýnt i Þjóðleikhúsinu Leikritið er eftir bandarisku hjónin Frances Goodrich og Al- bert Hackett. Þýðingin er eftir séra Svein Viking, en Baldvin Halldórsson er leikstjóri. Með hlutverkin fara: Jón Sigur- björnsson, Jóhanna Norðfjörð, Vilhelmina Haraldsdóttir, Helga Stephensen. Erlingur Gislason, Bryndis Pétursdóttir, Randver Þorláksson, Guðmundur Pálsson, Hákon Waage og Sunna Borg. Leikritið var sýnt i Þióðleik- húsinu árið 1958. — EA HVAÐ GERIR UTVARPK) FYRIR BORNIN? Við byrjum á dagskrá fimmtudagsins. Þar er morgunstund barn- anna að venju á dagskrá. Barnatimi i umsjá Agústu Björnsdóttur er þennan dag og er þar fjallað um Vestmanna- eyjar. Árni Gunnarsson les sögulegt ágrip, sem Magnús Magnússon fyrrverandi bæjar- stjóri tók saman. Rætt verður við Friðrik Jensson forstöðu- mann náttúrugripasafnsins i Eyjum og farið verður i báts- ferð um Eyjarnar i fylgd Asa i Bæ. Loks verða svo leikin og sungin nokkur þekkt Eyjalög. Útvarpssaga barnanna er á dagskrá á föstudaginn langa kl. 17.10. Helga Hjörvar les siðari hluta sögunnar „Blýanturinn”. Á laugardaginn er morgun- stund barnanna á dagskrá og lýkur þá sögunni um Safnarana. Á páskadag er barnaleikritið „Dreki á heimilinu” á dagskrá, og á annan i páskum er barna- timi i umsjá Guðrúnar Birnu Hannesdóttur. Verður þar sam- felld dagskrá um H.C. Ander- sen. Danski drengjakórinn syngur og Unnur Björk Lárus- dóttir, 9 ára og Guðjón Sigurðs- son 16 ára lesa. — EA ar (19) 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Messa i li-moll eftir Johann Sebastian Bach: siðari hluti Hljóðritun frá tónleikum Pólyfónkórsins i Háskólabiói siðdegis sama dag. Stjórnandi: Ingólfur Guð- brandsson. Auk kórsins og kammerhljómsveitar koma fram einsöngvararnir Guð- finna ólafsdóttir, Rut L. Magnússon, Ásta Thorstensen, Jón Þorsteinsson, Ingimar Sigurðsson og Halldór Vil- helmsson. 13.10 Fréttir. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 17, april 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15, 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55: Morgun- stund barnanna kl. 8.45: Eyvindur Eiriksson lýkur lestri þýðingar sinnar á „Söfnurun- um” eftir Mary Norton (21). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Úskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörns- dóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- ,, kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 iþróttir. Umsjón: Jón As- geirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kynnir dagskrá út- varps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15. Veðurfregnir. tslenzkt mál Asgeir Blöndal Magnússon cand mag. flytur þáttinn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Tveir á tali Valgeir Sigurðs- son ræðir við Björn Bjarnason fyrrum formann Iðju, félags verksmiðjufólks i Reykjavik. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar. 20.45 Standrað við i Þorlákshöfn — annar þátturJónas Jónasson litast um og spjallar við fólk. 21.45 Visnalög eftir Sigfús Einars- sonHljómsveit Rikisútvarpsins leikur: Bohdan Wodiczko stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestri Passiu- sálma lýkur Þorsteinn ö. ZStejáiensen les 50. sálm. 22.25 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 18, aprflPáskadagur 7.45 Litla lúðrasveitin leikur sálmalög. 8.00 Messa I Akureyrarkirkju. Prestur: Séra Pétur Sigur- geirsson vigslubiskup. Organ- leikari: Jakob Tryggvason. 9.00 Morguntónleikar. (10.10 Veðufregnir). a. Konsert i D-dúr fyrir trompet, tv óbó, og fagott eftir Telemann. Maurice André, Pierre Pierlot, Jaques Chambon og Paul Hongne leika. b. Páksaóratoria eftir Bach. Laurence Dutoit, Maria Nussbaumer, Franz Gruber, Ottó Wiener, Kammerkórinn og Pro Musica kammersveitin i Vin flytja. Stjórnandi: Ferdi- nand Grossmann. c. Pianókon- sert nr. 17 i G-dúr (K453) eftir Mozart. Maria Joao Pires og kammersveit Gulben- kian-stofnunarinnar i Lissabon leika, Theodore Guschlbauer stjórnar. 11.00 Messa i Dómkirkjunni. Prestur:Séra Óskar J. Þorláksson. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tónleikar. 13.15 Evert Taube. Sveinn As- geirsson hagfræðingur segir frá hinum fjölhæfa sænska listamanni og leikur lög eftir hann. 14.15 Miðdegistónleikar: Tvær sónötur eftir Beethoven. Alfred Brendel leikur Pianósónötu nr. 14 i cis-moll op. 27 nr. 2 , ,Tunglsskinssónötuna ”. Joseph Szigeti og Béla Bartók leika Sónötu i A-dúr fyrir fiðlu og pianó op. 47, „Kreutzer- sónötuna”. 15.00 Endurtekið efni. a. Vertiöarpáskar til forna. Séra Jón Thorarensen flytur erindi. (Aður útv. 1967). b. Hvernig tekur fólk þvi aö missa sjón? Gisli Helgason ræðir við Halldór Rafnar lögfræðing, og Elinborg Lárusdóttir blindra- ráðgjafi segir frá starfi sfnu (Aður útv. 13. jan. i vetur).\ 16.00 Létt lög frá Kanada. (16.15 veðurfregnir). 17.00 „Dreki á heimilinu” barna- leikrit samið upp úr sögu Mary Catheart Borer. Birgitta Boham bjó til útvarpsflutnings. • Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Frú Pergelli: Þóra Friðriksdóttir, Peter: Þórhallur Sigurðsson, Judy: Sólveig Hauksdóttir, Paddy ogdrekinn: Guömundur Pálsson, Bobby: Stefán Jóns- son, Frú Ferber: Kristbjörg Kjeld, James: Randver Þorláksson,Morgan: Valdimar Helgason. 17.50 Stundarkorn meö italska fiðiuleikaranum Ruggiero Ricci. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stina”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persónur og leikendur i tiunda og siöasta þætti: Steini: Bessi Bjarnason, Stina: Þóra Friðriksdóttir, Maddý: Valgerður Dan. 19.45 Gestir i útvarpssal. Eric Wilsonog Thelma Guttormsson leika á selló og pianó Elegy op. 24 eftir Gabriel Fauré, Fanta- siestucke op. 73 eftir Robert Schumann og Spænska dansa eftir Manuel de Falla. 20.15 „Þegar lýsti af degi” Elias Mar tekur saman dagskrá um páska með ivafi úr bókmennt- um og tónlist. Lesarar með honum: Kristin Anna Þórarins- dóttir og Gunnar Stefánsson. 21015 Fantasiur fyrir pfanó og hljómsveit eftir Debussy og Fauré Pierre Barbizet og Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Strassborg leika, Roger Albin stjórnar. 21.55 Kaflar út „Eiðnum” ljóöa- flokki Þorsteins Erlingssonar Gils Guðmundsson og Sigriður Eyþórsdóttir lesa. 22.15 Veðurfregpir. „Requiem” — Sálumessa eftir Giuseppe Verdi.Hljóðritun frá tónleikum f Háskólabiói 8. þ.m. Flytjend- ur: Söngsveitin Filharmonfa og Sinfóniuhljómsveit Islands. Einsöngvarar: Fröydis Klaus- berger, Rut Magnússon, Magnús Jónssonuog Guð- mundur Jónsson. Stjórnandi: Karsten Andersen. Baldur Pálmason kynnir. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 19. april Annar páskadagur 8.00 Létt morgunlög. 9.00 Fréttir og veðurfregnir. 9.05 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Minningar- tónleikar um Franz Liszt frá útvarpinu i Búdapest. István Lántos organleikari, ImreRoh- mann pianóleikari, István Gati baritón og kammerkór Tón- listarskóians I Búdapest flytja verk eftir Liszt. Stjórnandi: István Párkai. b. Andleg lög eftir AntonBruckner, Hans Leo Hassler o.fl. Hollenzki útvarps- kórinn syngur. Stjórnandi: Carel Laout. 11.00 Messa I Selfosskirkju Prestur: Séra Sigurður Sigurðsson. Organleikari: Glúmur Gylfason. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.15 Þættir úr nýlendusögu Jón Þ. Þór cand. mag. flytur fjóröa hádegiserindi sítt: nýlendu kapphlaup og heimsvalda- stefna á 19. öld. 14.00 Dagskrárstjóri I eina klukkustund Hannes Pétursson skáld ræður dagskránni. 15.00 Fyrsta danslagakeppni á is- landi. Svavar Gests dregur fram i tali og tónum ýmiss konar fróðleik frá danslaga- keppni á Hótel Islandi 1939. 16.15 Veöurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritiö: „Upp á kant við kerfið”.011e Lansberg bjó til flutnings eftir sögu Leifs Pandurœ. Þýðandi: Hólmfriö- ur Gunnarsdóttir. Leikstjóri: Gisli Alfreðsson. Persónur og leikendur i áttunda og siðasta þætti: Daviö: Hjalti Rögn- valdsson, Lisa: Ragnheiður Steindórsdóttir, Schmidt, lækn- ir: Ævar R. Kvaran, Marianna: Helga Stephensen, Traubert: Helgi Skúlason, Mamma: Herdis Þorvaldsdótt- ir, Kamma: Sigrún Björnsdótt- ir, Hugo: Bjarni Stein- grimsson. 17.05 Barnatimi: Guðrún Birna Hannesdóttir stjórnarSamfelld dagskrá um H.C. Andersen. Danski drengjakórinn syngur. Unnur Björk Lárusdóttir (9 ára) og Guðjón Sigurðsson (16 ára) lesa. 18.00 Lúðrasveit Kópavogs leikur Stjórnandi: Björn Guðjónsson. Kynnir: Jón Múli Arnason. Til- kynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá Hallgrimi Scheving Dr. Finnbogi Guðmundsson flytur erindi. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Hreinn Lindal syngur lög eftir Grieg, Schubert, Donaudy, Tostiog Respighi. Ölafur Vign- ir Albertsson leikur á pianó. 20.20 Að vera húmoristi Björn Vignir Sigurpálsson og Arni Þórarinsson sjá um þáttinn. 21.05 Kvöldtónleikar Flytjendur: Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Hamborg og Gerhard Puchelt pianóleikari. Stjórnandi: Her- bert Esser a. „Egmont” — for- leikur eftir Beethoven b. Pianó- konsert nr. 1 i C-dúr op. 11 eftir Weber. c. Sinfónia f D-dúr eftir Schubert. 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir Danslög (23.55 Fréttir) 01.00 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.