Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 14.04.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR vism Umsjón: Guömundur Pétursson Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Kragi Ciuömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guöinundur Pétursson Klaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgaröur Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar llGG0 86(ill Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86G11 Kitstjórn: Siöumúla 14. SimiSGGll. 7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakið. Blaöaprent hf. Að safna skuldum í verðbólgu siðustu ára hefur meginstoðum verið kippt undan heilbrigðu efnahagslifi i landinu. Menn geta hreinlega ekki lengur borið skynbragð á verð- mæti, jafnvel ekki einföldustu lifsnauðsynjar. Svo virðist sem rikisvaldið sé of veikt til þess að koma fram þeim aðhaldsaðgerðum, sem flestir eru á einu máli um að nauðsynlegar séu. Á fyrstu mánuðum þessa árs dró nokkuð úr dýr- tiðarvextinum, enda i gildi svonefnd hert verð- stöðvun. En verðbólguhjólið er farið að snúast á ný. Óvissan heldur því áfram. Og þrátt fyrir mikla verðbólgu erum við enn á þessu ári að greiða neysl- una frá þvi i fyrra, þvi að með verðstöðvunar- ákvæðum hefur verið reynt að fela raunverulegar verðhækkanir. Þannig höfum við getað keypt ýmiss konar vöru og þjónustu við lægra verði en ella hefði verið. En við verðum að hafa i huga að með þessum aðgerð- um er ekki verið að höggva að rótum verðbólgu- vandans. Hér er einvörðungu verið að fá stuttan gálgafrest. Rikisumsvifastefnan, sem stjórnmálamenn allra flokka hafa stutt, hefur leitt til þess að mjög hefur þrengt að frjálsum atvinnurekstri. Rikið hefur t.a.m. dregið gifurlegt fjármagn úr bönkunum með spariskirteinaútgáfu. Bankarnir hafa þar af leið- andi minna fjármagn til þess að veita til atvinnu- fyrirtækja og heimila. Það er þvi ekki að ástæðulausu þegar Jón Skafta- son segir, að frelsi til athafna og framkvæmda sé næsta litið, nema menn njóti velvilja þeirra, sem ráða fyrirgreiðslukerfinu. Ýmsir fleiri þingmenn hafa varað við þeirri þró- un, sem átt hefur sér stað i þessum efnum. Nefna má, að bæði Jón G. Sólnes og Albert Guðmundsson hafa réttilega gagnrýnt hin miklu spariskirteinalán rikisins. En eins og kunnugt er hefur verulegur hluti þeirra lána runnið til orkuframkvæmda. í tið fyrri rikis- stjórnar var mörkuð framkvæmdastefna á þvi sviði án nokkurs tillits til þarfar eða hvort um arðbæra fjárfestingu væri að ræða. Þessi stefna virðist enn vera við lýði. Skuldasöfnun þjóðarbúsins er sannast sagna ógn- vekjandi. Hver fjögurra manna fjölskylda skuldar nú eina milljón og sex hundruð þúsund krónur i er- lendum gjaldeyri. Af verðmæti útflutnings fer fimmta hver króna i afborganir og vexti af erlend- um lánum, og eftir þrjú ár er fyrirsjáanlegt að verja þurfi fjórðu hverri krónu i þessu skyni. Engum vafa er þvi undirorpið, að útgjaldaáform þjóðarinnar stefna langt fram úr raunverulegum þjóðartekjum. Með þessu er verið að tefla i tvisýnu afkomu heimila og atvinnufyrirtækja. En það er vert að leiða hugann að fleiri þáttum rikisumsvifastefnunnar. Stjórnmálamenn geta að sjálfsögðu slegið sig til riddara með stórhug og miklum framkvæmdum á öllum sviðum. En sú skuldasöfnun, sem er undirstaða alls þessa, veldur ekki aðeins timabundnum örðugleikum. Við erum jafnframt að binda næstu kynslóð bagga. Kynslóð, sem e.t.v. hefur hug á að standa á skynsamlegri hátt að uppbyggingu þjóðfélagsins. Meta ber þær tilraunir, sem gerðar hafa verið til þess að fylgja fram aðhaldsstefnu i efnahags- og fjármálum. En engum blöðum er um það að fletta, að i þessum efnum þarf markvissari vinnubrögð. pifgg! Fimmtán þúsundir liggja I valnum iborgarastyrjöldinni I Libanon eftir árið Borgarastyrjöldin í Libanon liefur nú staftifi i ár. Á þeitn tima hefur hún klofift þjúftina i tvennt, lagt i rúst fyrrum blúmstrandi efnahag lands- manna, fæit úr landi marga af bestu mönnum þjóftarinnar og sundraft hernum. Þaft er talift, aft um fimmtán þúsund manns liggi i valnum, fyrir utan allan þann fjölda sem hlotift hefur örkuml eöa misst heimili sin. Þaö er stórt skarö hjá þriggja milljóna þjóö. En allar þessar fórnir viröast hafa áorkaö litlu. Það eru sömu stjórnmálamennirnir i farar- broddi, sömu fylkingarnar, sem herja hver á aöra og deila um sömudeilumálin og áftur. Nefni- lega hver skuli stjórna landinu, og hvaöa hlutverki það skuli gegna i Arabalöndunum. Forvigismenn þjóöarinnar viröast engan veginn ætla aö láta sér segjast viö þessa reynslu. Þaö eina, sem sýnist aftra þeim frá þvi aft endurtaka blóösúthellingarnar, er utanaö- komandi afl Sýriands. Sýr- iendingar láta innanrikismál Libanon mjög til sin taka, þvi þeir hafa beyg af tilhugsuninni um, aö Israel ráöist inn til nágranna þeirra i Llbanon aö skakka þar leikinn, Þaö er engum vafa undir- orpiö, aö ef ekki heföi komið til vopnaskak palestinuaraba, þá heföi sennilega aldrei gosiö upp borgarastyrjöld i Libanon. Eins er vist, aö gangur hennar heföi allavega orðiö allt ööruvisi, ef ekki heföi veriö hernaöar- styrkur þeirra. i þessum deilum hafa palestinuarabar og vinstrimenn I Libanon tekiö höndum saman. Þeir fá vopn sin frá sömu að- ilum, og á erfiöum stundum fara skæruliðar palestlnuaraba i fylkingarbrjósti árásarliös vinstrimanna. Svo sem eins og i skærunum um stóru hótelin i höfuðborginni. I Beírut hófst darraöar- dansinn með skotskærum og launvigum, sem leiddi að lokum til kaldrifjaörar aftöku 27 llbanonmanna og palestinu- araba, er voru farþegar i áætlunarbil á leið um hverfi kristinna manna. SkÖmmu áður haföi reyndar einn af forvigis- mönnum vinstrimanna verið skotinn úr launsátri i bænum Sidon. Hernum var kennt um dauða hans, og þóttusl vinstrimenn ekki þurfa frekar vitna ' viö um, hvernig hægrimenn og kristnir réðu lögum og lofum innan hersins. Suleiman Franjieh forseti var þeim imynd ofrikis hægrimanna. Eftir atburöinn i Sidon var útilokaö aö nota herinn til þess aö koma á iögum og reglu, nema i örfáum tilvikum. Svo fór, aö liöhlaup kom i herinn og i janúar siðastliönum gerði 33 ára liösforingi, uppreisn og lýsti yfir stofnun „libanska araba- hersins”. Fréttafrásagnir eru oft loönar viövikjandi þvi, um hvað barist sé i Libanon eöa hverjir eigist þar viö. Enda að vonum, þvi að hinar striðandi fylkingar eru i rauninni sex. Það er ekki svo einfalt, að kristnir menn séu að striða gegn múhammeöstrúar- mönnum,eöa hægrimenn gegn vinstri, eöa libanir gegn palestinuaröbum, heidur ailir þessir við alla hina. Meðal vinstriflokkanna er fjöldi kristinna manna-, og margir h ægris inna öir múhammeöstrúarmenn hafa tekið sér stööu með vinstri- mönnum i von um að sjá völdum jafnar skipt á milli manna ólikrar trúar. Allt fram á þetta ár fylgdu palestinuskæruliöar vinstri- flokkunum einhuga að málum. En palestlnuskæruliöar frá Sýr- landi, Saiqa eins og samtök þeirra nefnast, hafa lentá milli Blóð- afmœli Líbanon eitt ór tveggja elda, eftir að þeir komu til Libanon til aö hafa afskipti af striöinu. Sýrlendingar, sem sendu þá, hafa engan hug á þvi aö draga taum eins aðila frekar en annars. Ef hægrimenn hafa þjarmaö of fast aö vinstri- mönnum, hafa þeir skakkað leikinn, og eins ef þeim hefur þótt halla of mikið á hægri- mennina. Þegar hér er komið sögu, hefur skæruliðasveitum Saíqa lent jafnt saman viö nassarttana I Libanon, sem múhammeöstrúarmenn vinstri- sinna. Þetta er töluvert hættuspil fyrir Hafez Al-Assad, forseta Sýrlands,, sem verður heima fyrir aö skýla sér fyrir pólitiskum keppinautum, er njóta stuðnings Iraks. Iraks- vinir i Libanon mega hinsvegar naumast Saiqa-skæruliöa sjá, án þess að umhverfast. 1 fyrstu þegar Sýrland hóf milligöngu um sáttaumleitanir i Libanon, virtist damaskus- stjórnin likleg til aðdraga taum vinstrimanna og palestinu- araba. t byrjun desember siöast fyrtust vinstrimenn hinsvegar miög, þegar leiðtoga falangista, Pieree Gemayel, 'var lekið með kostum og kynjum I Damaskus þegar hann kom i heimsókn þangaö. Svo viidi tii, að þann sama dag varð mikið blóöbaö i Beirút, þegar falangistar og hægri öfgamenn brytjúðu niöur rúmlega 100 múhammeðstrúarmenn og svi- virtu lik þeirra. Þau dráp voru i hefndarskyni fyrir morð á fjórum ungum hægrimönnum. Viðbrögð vinstrimanna voru að vonum heiftarleg, og Beirút breyttist á sömu stundu i blóðugan vigvöll, þar sem eldarnir slokknuðu aldrei einn einasta dag. Siðan hafa afskipti Sýrlands veriö æ umdeildari. Bætir litiö úr skák, þótt vopnahléð, sem það fékk komið á 22. janúar, hefði heppnast sæmilega og staðið sex vikur. Það vopnahlé fór svo út um þúfur, þegar tilraunir til póli- tiskrar lausnar misheppnuðust. A samningafundum var skipst á kröfum og gagnkröfum, enginn vildi slaka tfl i neinu og beitt var málþófi og ómerkiiegum vifi- lengjum til þess; að drepa viðræðum á dreif. Fvrsta og aðalkrafa vinstri- mann var að Franjieh forseti viki úr sæti og kosið yröi um eftirmann hans. Hann neitaði, og bardagar blossuöu upp aö nýju I miðjum marsmánuöi. Fjölskyldur Franjiehs og Assads sýrlandsforseta eru hvorri annarri skuldbundnar um samvinnu i fyrri erfið- leikum, hvor i sinu heimalandi. Þær þekkja þvi vel leyndarmál hvorrar annarrar. Kann það að vatda nokkru um vandræöi Assads við að leysa hnútinn. Sýrlenskt herlið var sent til Libanon, venjulegast duibúiö sem palestinuskæruliðar, en paiestinuarabar, sem fyrir voru i Libanon, fundu fljótlega, að þar fóru ekki bræður þeirra. Að iokum fór svo, að Damaskus féllst á, að Franjieh yrði að vikja. Jafnvel a’ meöal kristinna og hægrimanna nýtur Franjieh ekki mikilla vinsælda. En þeir iita á embætti hans sem tákn og tryggingu fyrir þvi að hags- munir þeirra verði ekki fyrir borö bornir. Þegar Libanon öðlaöist sjálf- stæöi 1943, var flokkur Franjieh stærsti stjórnmálaflokkur landsins, þar sem kristnir menn voru i meirihluta. Eðlilega fengu þeir sinn mann i forseta- embætti. - Nú eru hinsvegar múhammeðstrúarmenn i meiri- hluta og þeir krefjast aðgangs að æðri embættum i samræmi við það. Vinstrimenn taka undir þær kröfur meö þeim, þóttþeim hafi hinsvegar aldrei veriö það neitt sérstakt kappsmál, aö for- setinn væri ekki kristinn. Viðast mundu svona ágrein- ingur leysast á stjórnmálavett- vangi eöa viö samningaboröiö. 1 Libanon hafa menn hinsvegar talast viö meö vélbyssum, handsprengjum og sprengi- vörpum. Ef iitið er yfir hið blóöidrifna ár, verður blóðbaðiö hjá Ain Al-Rummaneh eins og smámunir við hlið þess, sem á • eftir dundi. Hafa þar allir aðilar hryllilega verknaði á sam- viskunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.