Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 2

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 20. april 1976. VÍSUi Hefurðu fengið mar- tröð? Jónina Björgvinsdóttir, skrif- stofustúlka: Nei, ég hef aldrei fengið martröð, svo ég muni. Mig dreymir sjaldan, kannski einu sinni á ári, svo ég legg yfirleitt ekki mikið upp úr draumum. Ingólfur Kristbjörnsson, skrif- stofumaður: Já, ég fæ alltaf mar- tröð, þegar ég les þessar spurn- ingar ykkar!!!! Henny Ottóssen, vinnur á skrif- stofu: Nei, það hef ég ekki, það er þá allavega langt siðan. Mig dreymir stundum, en ég tek ekk- ert mark á þvi. Steinunn Svansdóttir, húsmóðir: Ég hef aldrei fengið martröð og dreymir eiginlega aldrei. Ingibjörg Eggertsdóttir, skrif- stofustúika :Mig dreymir yfirleitt ekki, eöa þá ég gleymi draumun- um um leið og martröð hef ég ekki fengið. Inga Tómasdóttir, vinnur hjá sjónvarpinu: Ég hef ekki fengið martröð svo ég muni eftir. Hins vegar dreymir mig stundum fyrir ýmsu, bæði illu og góðu, svo ég tek mikið mark á draumum. Norðmönnunum bjargað af ésnum: .; <Æ. ... JÍW' Komnir heim heilu og höldnu Skipbrotsmennirnir af norska selveiöiskipinu Fortuna, sem laskaðist i isnum milli Jan Mayens og Grænlands, eru nú væntaniega komnir til Tromsö i Noregi, en skipið var gert út þaöan. öðru norsku selveiði- skipi tókst að brjótast til þeirra og bjarga þeim, þar sem þeir höfðust við á isnum, eins og skýrt var frá i siðasta tölublaði VIsis, sem út kom fyrir páska- helgina. Þegar selveiðiskipið Kvitungen kom skipsbrots- mönnunum til bjargar, var þyrla frá varnarliðinu á Kefla- vikurflugvelli á leiðinni norður eftir þeim til bjargar, en henni var snúið við, ásamt birgðaflug- vélum frá Keflavik og frá Wood Bridge i Englandi. önnur birgðavélin og þyrlan héldu suöur á bóginn og lentu á Akur- eyri, þar sem höfð var nokkur viðdvöl, en hin vélin fór beint til Keflavikurflugvallar. Selveiðiskipið Kvitungen komst fljótlega út úr isnum þarna norður frá og hélt til Noregs með skipsbrots- mennina. Ekki er vitað, hvort Fortuna er enn ofansjávar, en eins og Visir skýrði frá fyrir páska var skipið orðið mikið skemmt af völdum iss, og talið fullvist, að það sykki, strax og isinn gliðnaði. % , , • ............, W S , - »< Zr- jt" Þessi mynd var tekin úr einni björgunarflugvéla varnarliðsins á Keflavlkurflugvelii af skipbrots- mönnunum á ísnum, en þar höfðu þeir hafst við I uppbiásnum gúmbjörgunarbátum, eftir að þeir höfðu yfirgefið skip sitt. BBBHfl Eftir undirritun Helsinki-sátt- málans virðast stjörnmáia- menn á Vesturlöndum hafa vaknað upp við vondan draum af langri samdrykkju og iöngum „detente” ræðum, litið yfir póli- tiskt svið Evrópu og hvergi séö að ástandið „væri harla gott” cins og sagt var af ööru tilefni. Ileimsveldin tvö, Sovétrikin og Bandaríkin heyja nú haröa bar- áttu um áhrif á Vestur-Evrópu, eins og allt i einu sé oröiö ljóst, að samsteypustjórnir með þátt- töku kommúnista séu á næstu grösum i virkjum lýðræöisins. Aðeins ár er liðið siðan haldið var upp á þrjátiu ára afmæli striðs gegn ofbeidi, pólitiskum fangabúöum kynþáttaofsókn- um. Þrjátiu ár er ckki langur timi. Samt þykir ekkert athuga- vert við það lengur, þótt banda- maður úr þessu striði seilist til stöðugt meiri áhrifa i vestur- vcgi jafnframt þvi að vera eina Evrópuríkiö, sem byggir á póli- tiskum fangabúðum, Gulag-eyjaklasanum. Bandalag borgaraflokka Evrópu Ráðuneytisstjóri Kissingers, Helmut Sonnenfeldt hefur feng- ið bágt fyrir að hafa bent á leið pólitiskra hrossakaupa til að halda kommúnistum frá sam- steypustjórnum lýöræöisríkja Vestur-Évrópu, og er þá að nýju byrjaður sá hringdans í kring- um staðreyndir, sem svo vel liefur gefist i breiddarbauga- styrjöldum undanfarinna ára- tuga, eða hitt þó lieldur. Auð- vitaö má skrifa undir Helsinki-sáttmála. Slik undir- skrift hindrar ekki afskipti Kúbu-manna af átökunum i Angóla. Hún hindrar heidur ekki kosningasigra kommúnista i Frakklandi eða ttaliu. Og hún ætti heldur ekki að geta hindraö bandalag borgaraflokka Vest- ur-Evrópu — einskonar Euro-party til eflingar þeim skæklum af sjálfsvirðingu, sem hin svonefndu lýðræöisöfl i Vestur-Evrópu halda enn í hendi sér. Winston Churchill lagði á sin- um tima áherslu á Evrópuráð með aðsetri i Strassburg. Þetta ráð hefur gengið sér tii húðar. Það er oröið einskonar sumar- auki fyrir þreytta þingmenn scm liafa livort eð er ekkert haft til mála að leggja á heimaþing- um sinum, samanbcr þróunina i V-Evrópu siðustu áratugi. Varnirnar og samstaðan koma þvi ekki frá Strassburg, þótt i upphafi verið ætlast til þess að ættjarðirnar frelsuöust þaðan. eins og eitt sinn var sagt um Alftanesið. Vegna vaxandi liættu og eðli- legs ótta henni samfara mætti búast við, að bandalag borgara- liokka gæti á fundum, þar sein lorustumenn allra slikra flokka sætu, rætt milliliðalaust og af nokkurri hreinskilni þá sam- stöðu, sem borgaraflokkunum ber að efla gegn rikjum sem byggja stjórnarfar sitt m.a. á pólitiskum fangabúðum. Slik samstaða næst ekki nema for- menn stjórnmálaflokka komi saman i nafni Vestur-Evrópu og lýðræðisins, þessu tvennu til varnar, og einnig til að minna livern annan á, að ekkert riki cr cyland, og allra sist i þeim átök- um. sem nú eiga sér stað um þennan skaga út úr Asiu, sein Evrópumenn telja nafla al- heimsins, en er litið annað en vel iðnvæddur blettur á ianda- bréfinu, sem hefur það helst sér til ágætis, að þar situr maöurinn enn i fyrirrúmi. Svarth öfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.