Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 6
Stúdenta- oeirðir i París Til átaka kom í Paris á skirdag milli lögreglu og kröfugöngu stúdenta, sem vildu mótmæla ráðagerðum skóiayfirvalda um ~endurskipulagningu háskólanáms. í lok kröfugöngunnar reyndi lögreglan aö tvistra stúdenta- hópnum og brutust þá út óeiröir, þar sem lögreglumenn beittu kylfum og táragasi, en stúdentar öllum tiltækum skeyt- um. Myndin hér er frá atgang- inum i táragasmóöunni. Oeiröir brutust út á ný á hinum hernumda vesturbakka Jórdan- árinnar i gær, þegar skarst i odda milli fylkinga gyðinga og araba. Átök urðu þó ekki beint milli þessara aðila, heldur þegar lög- regla reyndi að rýma aröbum frá, sem vildu hefta kröfugöngu israela fyrir auknum áhrifum gyðinga á vesturbakkanum. Kröfuganga gyðinganna um vesturbakkann tók tvo daga, og fór friðsamlega fram, þar til þeir nálguðust múra Jerikóborgar. Þá köstuðu arabisk ungmenni grjóti i bifreiðar sem komu til að sækja göngumenn, og lokuðu aðaltorgi borgarinnar, Lögreglumenn lentu i átökum viö arabana, þegar átti Heimsmet f magadansi ’ Magadansmærirr, Soraya, frá Ankara vann sér til 5.000 sterlingspunda á skemmtistað i London i fyrradag, þegar hún sló fyrra heimsmet i dansþoli. Hún dansaði 1,31 klukkustund. Reglurnar leyfa 5 minútna hvild á klukkustund og hressti Soraya sig þá á appelsinusafa, kampavini og steikarbita. — Engu að siður léttist hún um 4,5 kg og sleit upp 23 pör af skóm. Hún viðurkenndi eftir á, að hún hefði orðið sárfætt og þreytt i hnjám af þrekraun þessari. Tryggingarfélag Lloyds hefur tryggt fyrir hana kvið- inn fyrir slysum. Upphæðin er 50.000 sterlingspund. Castro hótar að taka aftur við fíugrœningjum — harðorður í garð Bandaríkjanna, og kallar Ford og Kissinger lygalaupa Caströ, forsætisráðherra Kúbu, hótaði i ræðu í gær að rifta sáttmálanum sem gerður var við Bandaríkin til að stöðva flugvélarán, ef kúbanskir útlagar hættu ekki að gera árásir frá Bandarik junum á kúb- anska fiskibáta. 1 ræðu sinni kallaði Castro Ford forseta einnig ruddalegan lygara, vegna umsagnar forsetans- um þátt Kúbu i borgarastriðinu i Angóla. Forsetar Tanzanlu og Zamblu munu hafa oröiö sammála um, aö eina leiöin, sem dugi til þess aö koma á stjórn hins blakka meiri- hluta I Ródesiu, sé valdbeiting, eftir þvi sem fréttastofa Reuters hefur eftir talsmanni Sameinuöu þjóöanna i Lusaka. Nýlendumálanefnd samtak- anna er stödd i Lusaka i fjögurra daga heimsókn, og átti formaður nefndarinnar klukkustundar viðtal við Kenneth Kaunda, forseta Zambiu i gær. Sagði sameinuðu þjóðamaður- inn, að Zambiuforseti hefði tekið mjög i svipaðan streng og Julius Nyerere, forseti Tanzaniu, fyrir nokkru. Nefnilega verið sammála þvi, að striðsaögerðir væri eina Castro hélt ræðu sina i Karl Marx leikhúsinu i Havana, höfuð- borg Kúbu, i tilefni af þvi að 15 ár eru liðin frá þvi að innrás Banda- rikjamanna i Svinaflóa var hrundið. Kúbanskur fiskimaður var drepinn i vélbyssuárás undan ströndum Flórida fyrr i þessum mánuði. Kúbanskir útlagar lýstu sökinni á hendur sér. I samningi Kúbu og Banda- rikjanna, sem gerður var 1973, samþykktu kúbumenn að veita flugræningjunum ekki hæli. A hugsanlega lausnin. Forsetar Tanzaniu, Botswana og Mosambique munu hafa orðiö möti hétu bandarikjamenn að snúast af hörku gegn árásum á kúbanska fiskimenn. Castro sagði i ræðu sinni að bandaríkjamenn hefðu ekki staðið við samninginn. Hann sagði að ef árásarmönnunum yrði ekki refsað harðlega, þýddi það riftun samningsins. 1 ræðu sinni minntist Castro einnig á ummæli bandariskra ráðamanna um hlutdeild kúbu- manna i Angola. Hann kallaði Ford forseta ruddalegan lygara, fyrir að hafa visvitandi leynt á eitt sáttir um að veita skæru- liðum Ródesiu þjálfun og aðstoð við skæruhernaö i Ródesiu. bandarisku. þjóðina þeirri stað- reynd að hersvei'tir Suður-Afriku- stjórnar hefðu farið inn i Angola á undan kúbumönnum. Þá sagði hann Kissinger utanrikisráðherra einnig ljúga þvi að Sovétrikin bæru ábyrgð á veru kúbanskra hersveita i Angola. Castro sagði að engin þjóð i Afriku eða Suður-Ameriku þyrfti að óttast kúbanskar hersveitir. Hann sagði að kúbumenn hygðust ekki flytja inn byltinguna með hervaldi. Austantjalds- sendiherrar skrópuðu i veislu Peking stjórnar Sendiherrar sjö aust- antjaldsrikja i Peking hunsuðu kvöldverðarboð sem Pekingstjórnin hafði inni til heiðurs Hosni Mubarak, vara- forseta Egyptalands. Heimsókn Mubaraks varafor- seta stendur i sambandi við gjöf kinverja á varahlutum i MIG-orr- ustuþotur egypta, en hún var gef- in skömmu eftir að Sadat forseti rifti vináttusáttmálanum við Sovétrikin. — Litið er á heim- sóknina sem upphaf nýrra og bættra samskipta milli Egypta- lands og Kina. En i kvöldverðarboðinu i Al- þýðuhöllinni i gær létu sendiherr- ar Sovétrikjanna, Póllands, Tékkóslóvakiu, Mongóliu, Ung- verjalands, Austur-Þýskalands og Búlgariu sig vanta. Þetta er i fyrsta sinn, sem aust- antjaldsmenn taka sig saman um að mæta ekki til opinberrar veislu hjá Pekingstjórninni. — 1 október i haust stóðu þeir upp frá borðum og gengu úr boði i veislu, sem haldin var til heiðurs Bijedic, for- sætisráðherra Júgóslaviu. 1 kvöldverðarboðinu i gær hélt Hua Kuo-Feng, forsætisráðherra, sina fyrstu opinberu ræðu, siðan hann tók við embætti fyrir tveim vikum. Veittist hann harka- lega að Sovétstjórninni og kallaði þau „illt risaveldi, sem einskis svifist”. Án þess að nefna hana beint á nafn sagði Hua, að Sovétstjórnin gripi til alls kyns glæpaaðferða til aðhegnaegyptum fyrir sáttmála- rofið. — Þykir ræða þessi einhver heiftarlegasta árás, sem forráða- menn i Peking hafa nokkurn tima gert á Sovétstjórnina. Reynir að fá kosningum á Italíu frestað Leiötogi kristilegra demó- krata á ítaliu byrjar i dag við- ræöur við leiötoga annarra fiokka um að fresta þingkosn- ingum. Flcstir spá þó aö viö- ræðurnar veröi árangurslitl- ar, og til kosninga komi i júni. Ef svo fer sem horfir, gætu kommúnistar náð meirihluta þingmanna i þeim kosningum. Þá mundi ljúka 30 ára valda- tima kristilegra demókrata. Að undanförnu hafa kristilegir demókratar þó ekki ráðið ein- ir, þvi sósialistar hafa myndað með þeim starfhæfan meiri- hluta á þingi. Sósialistar hafa þó ekki haft menn i rikis- stjórninni. Efnahagsmál og leiðir til úr- bóta i efnahagskreppu þeirri sem rikir á ttaliu er helsta ágreiningsefni stjórnmála- flokkanna. Sósialistar hafa ekki getað fallist á tillögur kristilegra demókrata. Fylgi kommúnista hefur aukist jafnt og þétt meðal almennings á ltaliu undanfarna mánuði. SÍMAMYND AP Óeirðir á ný á vesturbakkanum að fjarlægja þá siðarnefndu. arinnar á vesturbakkanum, Búist er við hörðum umræðum Einn arabi var drepinn i þegar lögreglumönnum og á þingi og i rikisstjórn tsraels um úthverfi Nablus, stærstu borg- aröbum lenti saman. atburðina. Ætla að magna ófrið á hendur hvftum í Ródesfu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.