Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Þriöjudagur 20. april 1976. vism Umsjón: Guðmundur Pétursson tHgefandi: Reykjaprent hf. F’ramkvæmdastjóri: Daviö Guömundsson Ritstjórar: Þorsteinn Fálsson, ábm. Ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson FréUastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson BlaÖamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúöur G. Haraldsdóttir. tþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. Útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Ilverfisgötu 44. Simar 11G60 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Sími 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi8tí611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. KAMPAVINIÐ FREYÐIR Á NÝ Á seinasta snúningi Snemma á þvi þingi, sem nú situr, fluttu þrir þingmenn Reykjavikur og Reykjaness tillögu til þingsályktunar um breytingar á kjördæmaskipan og jöfnun kosningaréttar. Með tillögu þessari var vissulega hreyft mikilsverðu málefni. Meirihluti allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis hefur þegar fyrir nokkrum vikum lýst stuðningi við meginefni tillögunnar. Ljóst er þó af áliti nefndar- innar, að skoðanir eru skiptar um mál þetta. Þinghaldi er senn lokið á þessum vetri. Þvi er ekki seinna vænna, að mál þetta verði tekið fyrir til opinberrar umræðu i þinginu. Eins og málum er komið getur þingið ekki skotið sér undan þeirri á- byrgð að fjalla um þetta efni og marka ákveðna stefnu. Hér koma margar leiðir til álita. í sjálfu sér er unnt að ná fram talsverðri jöfnun kosningaréttar án breytinga á kjördæmaskipan. í þvi sambandi hafa t.d. komið fram hugmyndir um nýjar reglur við úthlutun uppbótarþingsæta. Þetta er það skemmsta, sem unnt er að ganga i þessum efnum. Mikils er þó um vert, að stjórnmálaflokkarnir reyni að koma sér saman um nýja kjördæmaskip- an. Þá koma tvö meginsjónarmið fyrst og fremst til skoðunar. í fyrsta lagi jöfnun kosningaréttar og i annan stað auknir möguleikar á persónubundnu kjöri. Seinna atriðið er ekki siður mikilvægt en hið fyrra. Núverandi kosningakerfi var til mikilla bóta frá þvi sem áður var aðallega sakir þess, að það stuðl- aði að auknum jöfnuði milli stjórnmálaflokka. Einn megingallinn á þessu kerfi er hins vegar sá, að kjós- endur geta einvörðungu valið á milli flokka. 1 raun réttri velja þeir ekki þingmenn, nema þar sem marktækar prófkosningar fara fram. Á siðari árum hefur áhugi farið vaxandi á þvi að kjósendur geti valið á milli einstaklinga rétt eins og flokka. Með breytingum i þessa átt má vinna gegn flokksræðinu, en þvi hefur óneitanlega vaxið fiskur um hrygg á siðustu árum. í þessu sambandi hefur athygli manna m.a. beinst að svonefndu blönduðu kerfi, þar sem bæði fer fram hlutfallskjör i stórum kjördæmum og meirihlutakjör i einmenningskjördæmum. Engum vafa er þvi undirorpið, að i þessum efnum þarf að skoða marga kosti. Stjórnarskrárnefnd hefur lýst yfir þvi, að hún vilji ekki gera tillögur um breytta kjördæmaskipan. Formaður nefndarinnar hefur þó lagt til, að kjör- dæmin verði ákveðin með lögum, en ekki i stjórnar- skrá. Þessi tillaga er varhugaverð fyrir margra hluta sakir. Ef horfið yrði að þessu ráði, er nokkur hætta á að hagsmunir þingflokkanna yrðu teknir fram yfir hagsmuni kjósenda við lagasetningu um þessi efni. Hyggilegra hlýtur þvi að vera að ákveða kjördæma- skipanina i meginatriðum i stjórnarskrá. Ljóst er, að Alþingi verður að láta þessi mál til sin taka. Margra kosta er völ, og þvi er full ástæða til þess að ýta á eftir þvi að stefnumarkandi umræður fari fram um þetta efni á Alþingi. Sannast sagna getur það ekki lokið störfum i vor, án þess að hafa fjallað um þá tillögu um jöfnun kosningaréttar, sem fyrir þvi liggur. En þingmenn eru komnir á seinasta snúning ætli þeir ekki að bregðast skyldu sinni. biða velmegunar i Bretlandi en tvö ár eða svo. — Svo gætir þess æ meir hjá bretum, að þeir meti meira léttu vinin, sem alltaf er góður fyrirboði aukinnar kampavinssölu.” Það verður að teljast einstak- lega fallegt af frökkum að gleðj- ast yfir oliuhappi nágranna sins. — Margur er þvi miður of illgjarn til þess og sér ofsjónum yfir velgengni náungans. Bandarikjamenn voru fjórðu stærstu kampavinskaupendur frakka i fyrra. Þeir fóru þó ekki fram úr þeim sömu 2,8 milljón flöskum, sem þeir keyptu árið áður. Texasmilljónamæringun- um þykir nefnilega freyðandi vinið hálfgerður gosdrykkur við hliðina á búrbóninu. Þetta þykir framleiðsluráði franska kampavinsiðnaðarins að vonum mikill ljóður á ráði kananna. — „Við megum hafa okkur alla við til að halda mark- aðnum i Ameriku,” berja þeir sér. „Samkeppnin er svo hörð. Freyðivinin flæða yfir kanana úr öllum áttum.” I þessu yfirliti kann les- andanum að koma það spánskt fyrir sjónir, að italir hafi sparað við sig kampavinskaup, þótt erfiðlega hafi árað hjá þeim. Það siðasta, sem itali sparar við sig, er spaghetti og vin. Enda er það rétt, að kampavinssam- drátturinn hjá þeim á sér dýpri rætur. Nefnilega vinstriðið við frakka. Ef flett er spjöldum sögunnar, eru teljandi þeir áratugir, sem italir og frakkar hafa setið á sárshöfði. Vinstriðið ætlar að setja mark sitt á þennan. Þegar franskir vinræktar- bændur ráku upp ramakvein vegna innflutnings á ódýrum itölskum vinum (sem þeir vilja naumast telja, að risi undir nafni), hleypti það illu blóði i sambúðina. Skattar á kampa- vininu voru hækkaðir um 30%. „Það er ráðist á okkur úr öll- 'um áttum,” stynja framleiðslu- ráðsmenn frakka mæðulega. „Framleiðendur Asti (freyðivin itala) hafa rekið rýtinginn i bakið á okkur.” Á hinn bóginn hafa þeir ekkert nema gott eitt að segja um vini sina vestur-þjóðverja, sem að visu framleiða sjálfir kampa- vin. Eftir að kampavinssalan hafði sigið niður i 1.6 milljón flöskur 1974 i V-Þýskalaiidi, steig hún upp aftur i 2,2 milljón flöskur i fyrra. Óskarsverölaunaþeginn, Jack Nicholson, skálar i kampavlni, sem hann sýpur úr skó Louise Fletcher — mynd, sem franskir kampavinsframieiöendur segja, aö heyri til liöinni tiö. Voltaire kallaöi þaö drykk „siömenningarinnar” og vildi meina, aö i þvi spegiaöist snilld Frakklands. Þá var hann aö tala um kampaviniö, freyöandi tákn sældarlifs æöri stétta hér fyrrum, en nú drukkiö I sliku magni i Frakkiandi, aö slær öll met. — Þó á aö heita efnahags- kreppa i landinu. Siðustu tölur úr kampavins- iðnaðinum sýna, að frakkar drukku nær 94 milljónir flöskur af kampavini 1975. — Þar með var slegið metið frá þvi 1972 og tiu milljón flöskur betur. Þakka vinframleiðendur þessa söluaukningu um- fangsmikilli auglýsingaherferð, sem farin var i ofboði, þegar salan heima fyrir skrapp saman i sama sem ekki neitt 1974. 1 þessari auglýsingarherferð tókst þeim að sannfæra f jöldann um, að kampavín væri ekki stöðutákn ætlað kóngafólki einu. Frökkum var sagt, að myndin af aðalsmanninum, sem sypi kampavin úr skó léttlyndrar aðalsmeyjar, heyrði til liðinni tið. Erlendis þykir enn lúxusbragð af kampavininu og efnahagsaðstæður manna ráða hvor't mikið eða litið selst.þar af þvi. Meðan salan slö öll met i Frakklandi 1975 (jókst um 24,3% frá 1974), hrapaði útflutningur niður um 5,7%. — Einkum voru það bret- ar og italir, sem spöruðu þennan munað við sig, enda urðu þeir harðastir úti allra Evrópuþjóða i efnahagsörðugleikunum. 1 tvær aldir voru bretar stærstu viðskiptamenn frakka i kaupum kampavins. Nú eru þeir komnir niður i þriðja sæti á eftir belgum og itölum. Bretar drukku úr rúmlega tiu milljón flöskum árið 1973, og virðast hafa slökkt sárasta þorstann þar með. 1974 rétt dreyptu þeir á 4,5 milljónum flöskum og torg- uðu ekki nema rúmlega þrem milljónum árið 1975. Þvi komust italir upp I efsta sæti kaupendalista frakka 1974 og skildu þá eftir sig 5,6 milljón- ir af tómum flöskum. Bindindis- mönnum til fagnaðarauka skal það sagt, að italir minnkuðu þetta strax við sig i fyrra og lágu þá aðeins 3,8 milljón flösk- ur i valnum. Belgiumenn fóru við það langt fram úr itölum. Þurftu þeir 5,5 milljón kampavinsflöskur til að svala kverkum sinum i fyrra. Enda hafa þeir svipaðar drykkjuvenjur og frakkar. Þeir hafa alla tið verið meðal fimm stærstu kaupenda frakka, en þetta er i fyrsta sinn, sem þeir eru punkturinn yfir i-inu. Það stafaraf miklu flóði auglýsinga, sem yfir þá var dembt i fyrra. Hins vegar eru nú allar horfur á þvi, að þessi sæla sé búin. Rikis- sjóður sá auðvitað ofsjónum yfir þessari miklu sölu og ákvað að sækja sér i þennan kampavins- brunn nokkrar fötur gulls. 1 miðjum janúar var settur á vin- ið skattur, sem kampavins- framleiðendur segja vera ein- hvern þann freklegasta er sögur fari af. Sölutregðan 1974 var kannski ekki fyrst og fremst vegna þess að þorstinn hafði verið slökktur. Erlendir kaupahéðnar höfðu nefnilega birgt sig vel upp á ár- inu 1973 i spákaupmennsku. Þeir töldu sig sjá fram á veru- lega verðhækkanir og tryggðu sér i tima stórar birgðir á gamla verðinu. Eftir oliukreppuna tók það lengri tima að selja upp þessar birgðir, en þeir höfðu séð fyrir. Talsmenn vfnframleiðenda i Frakklandi segjast nú sjá fram á batnandi tið og blóm i haga. — „Þess gætir að visu ekki á skýrslum ennþá, kampavins- kaup breta munu þó örugglega aukast þegar þeir fara að skála fyrir oliugróðanum úr Norður- sjó,” sagði einn þeirra við Louis Marcerou, fréttamann Reuters. „Það getur vart verið lengur að

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.