Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 10

Vísir - 20.04.1976, Blaðsíða 10
 3 íslandsmótið í borðtennis: GUNNAR MED TVÖ GULL! Gunnar Þ. Finnbjörnsson Erninum varö islandsmeistari I einliðaleik karla i borötennis á islandsmeistaramótinu, sem háö var i Laugardalshöllinni nú um páskana. Hann sigraði Hjálmar Aöalsteinsson, KK islands- meistarann frá þvf i fyrra, I úrslitum 21:12, 21:11 og 21:17. Óiafur H. Ólafsson, Erninum, margfaldur isiandsmeistari i greininni, varö aö gera sér að gööu þriöja sætiö. Gunnar haföi áöur tryggt sér gulliö I tviliðaleik ásamt Ragnari Ragnarssynieins og frá var skýrt i Visi i siðustu viku. Asta Urbar\cic, Erninum varð islandsmeistari I meistaraflokki kvenna. Þurfti oddaleik til aö skera úr á milli hennar og Guðrúnar Einarsdóttur, Gerplu. Úrslitin 21:19, 23 :25, 22:20 og Ný keppni K na tt s py r n us a m ba n d E v rópu liel'ur ákveöiö aö leggja niöur keppni landsliöa 22 ára og yngri og taka þess i staö upp Evrópu- keppni landsliöa 21 árs og yngri. Talsmaöur UEFA sagöi viö Irettamenn l'yrir páska, aö mál þetta yröi frekar rætt á fundi I Stokkhólmi i byrjun júni og þar veröi fyrirkomulag þessarar nýju keppni ákveöiö. 21:18. 1 þriðja sæti varð svo Karölina Guðmundsdóttir, Ernin- um. 1 fyrsta flokki karla varð Islandsmeistari Arni Gunnarsson UMFK sigraði Birki Arnason i úr- slitum 19:21, 21:19 og 21:17. 1 þriðja sæti varð Rúnar Óskarsson UMFK. Þórður Þorvarðarson. Erninum varð tslandsmeistari i „old boys” flokki. Sigraði hann Aðalsiein Eiriksson, Erninum 21:15, 19:21 og 21:14 i úrslitum. Þriðji vart Stefán Árnason KR. Stefán Konráðsson, Gerplu sigraði i flokki unglinga með 15:21, 21:7 og 21:19. Þriðji varð Hjálmtýr Hafsteinsson, KR. 1 flokki unglinga 13-15 ára sigraði Ómar Ingvarsson, UMFK. 1 úrslitum sigraði hann Hermann Kristjánsson, Gerplu með 22:20 og 23:21. Þriðji varð Gylfi Pálsson, UMFK. Bjarni Kristjánsson, UMFK sigraði i flokki unglinga 13 ára og yngri. Sigraði hann Kristján Jónasson, 21:14 og 21:18 i úrslit- um. Þriðji varð Bergsveinn ólafsson, Erninum. Ragnhildur Sigurðardóttir UMSB sigraði i stúlknaflokki, vann Sigrúnu Bjarnadóttur UMSB 21:10 og 21:16 i úrslitum. Bergþóra Valsdóttir, Erninum varð þriðja. VS I I rJ Ln Sparið þúsundir ^^kaupið ^Hcuiiun Jeppa hjólbaröa JEPPAHJÓLBARÐAR: STÆRÐ VERÐ 750-16 FRÁ KR. 11.280.- 650 -16 FRÁKR. 6.170.- 600 -16 FRÁKR. 7.430.- Oll verð eru miðuð við skráðgengi U.S.S: 178.80 SH0DR 1946-1976 TÉKKNESKA BIFREIÐA UMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H/E AUÐBREKKU 44 — 46 KOPAVOGI SIMI 42606 AKUREYRI SKODA EGILSTAÐIR VARAHLUTAVERSLUN GARÐABÆR NYBARDI VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI H F OSEYRI 8 HLUTAVERSLUN GUNNARS GUNNARSSONAR RÐI H/F GARÐABÆ Verðlaunahafar I tslandsmótinu i borðtennis 1976. Ljósmynd Einar. REYKJA VÍKURÚRVAUÐ SIGRAÐI í R0KLEIK! Strekkingsvindur setti sitt mark á bæjarkeppni Reykjavíkur og Akraness i knattspyrnu, sem háö var á Melavellinum i gær Boltinn fór oft aöra boöleiö en honum var ætluð. Þó sáust i leiknum ágætar sóknarlotur inni á milli, sem lofa nokkuö góöu fyrir nýbyrjaö keppnistlmabil. Reykvikingar voru betri aðilinn i leiknum og sigruöu veröskuldaö 5:2. Reykvikingar byrjuðu á að skora i fyrri hálfleik. Kristinn Björnsson, Val skoraði en Matt- hías Hallgrímsson jafnaði fyrir AKranes. Bæði mörkin hálfgerð klúðursmörk. Þannig stóð i hálf- leik. Guðmundur Þorbjörnsson Val skoraði fyrir reykjavikurúrvalið á 16. minútu siðari hálfleik 2:1. Ingi Björn Albertsson, Val átti skot i stöng, boltinn barst út i vitateiginn, aftur skot i varnar- mann Akraness. Guðmundur rak svo endahnútinn á með góðu skoti frá vitapunkti. Fimm minútum siðar bætti Ingi Björn Albertsson svo við einu marki. Eitthvað virtust akurnesingar lifna við eftir þessa slæmu byrjun i siðari hálfleik og sóttu meira. Innan tiu minútna lá boltinn i netinu hjá reykjavikurúrvalinu. Pétur Pétursson, stórefnilegur unglingalandsliðsmaður, fékk boltann vel staðsettur, lék aðeins nær og skoraði af öryggi. Guðmundur Þorbjörnsson skoraði fjórða markið. Stóð hann á vitateigslinu og sneri baki i markið þegar hann fékk boltann. Hann snéri sér eldsnöggt við og skaut hörkuskoti, sem hafnaði i markinu, óverjandi fyrir Hörð Helgason. Fallegasta markið i leiknum. Siðasta markið skoraði Krist- inn Björnsson fyrir reykjavikur- úrvaliö með hörkuskoti rétt utan vitateigs. —vs SKAGAMENN FENGU GÓÐA AFMÆUSGJÖF Akurnesingar héldu upp á 30 ára afmæli íþróttabandalagsins meö miklu iþróttamóti um helg- ina. Var þar keppt I mörgum greinum bæöi utanhúss og innan. Einhver besta afmælisgjöfin sem skagamennirnir fengu i mót- inu var sigur yfir fyrrverandi is- landsmeisturum Vikings i hrað- móti i handknattleik karla. I þeim leik sigruðu akurnesingarnir 11:9 Valsmenn sigruðu i handknatt- leikskeppninni — hlutu 6 stig. KR hlaut 3 stig, Akranes 2 stig og Vikingur 1 stig. 1 bæjarkeppni i sundi sigraði Akranes Selfoss. en tapaði fyrir Keflavik i bæjarkeppni i knatt- spyrnu 2:0 1 körfuknattleik sigruðu islandsmeistarar Ar- manns, borgnesingar urðu i 2. sæti en skagamenn urðu þriðju. Samvinnuskólinn á Bifröst sigraði aftur á móti i hrað- keppnismóti i bhaki. 1 badminton sigraði Friðleifur Stefánsson KR i einliðaleik karla en þeir Hörður Ragnarsson og Jó- hannes Guðjónsson Akranesi I tviliðaleik. Þá var háð golfmót á Garðavelli — leiknar niu holur með einni kylfu — og sigraði þar Ævar Sigurðsson. PUSSYCAT barnavörurnar fóst í verslunum um land allt Heildverslun JÚLÍUSAR SVEINBJÖRNSSONAR Hér er lítil upptalning á vörum sem pussycat býður upp á, handa barni þínu veltimál/ burstasett/ smekkir, diskar, pelar,- beisli, - axiabönd, koppar, eyrnapinna r, öryggisnælur, nagíiringir m/bragði, gúmmídýr, kubbar, turnar, hringir, herðatré. PUSSYCAT fyrir böm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.