Vísir - 03.05.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1976, Blaðsíða 3
3 vism Mánudagur 3. maí 1976 Barinn á Hótel Borg — fluttur á slysadeild Maður var barinn á Hótel Borg um miðnætti á laugar- dagskvöldið. Hlaut hann tais- verða höfuðáverka og var hann fluttur á slysadeild Sá, sem þarna var að verki var handtekinn. —EA Eldur í húsi við Grettisgötu Eldur kom upp i húsi við Grettisgötu aðfaranótt laugar- dags. Ibúa i húsinu tókst að siökkva eldinn, og urðu skemmdir ekki verulegar. Eldurinn kom upp á annarri hæð hússins. Mun hafa kviknað I út frá matseld. Ibúi á þriöju hæð hússins varð var við eldinn og fór þegar niður. Var eldur- inn þá kominn i eldhússkáp en manninum tókst að slökkva eld- inn. Tveir menn voru I viðkom- andi Ibúð, en báðir sofandi. _________________—EA Bílvelto við Akureyri Bilvelta varð rétt utan við Akureyri á laugar- dag við Lónsbrú. Einn maður var I bllnum og slasaðist hann litið. Hann var ölvaður. Billinn er mikið skemmdur og jafnvel ónýtur enda fór hann nokkrar veltur. — EA Féll í höfnina Maður féll I höfnina aðfara- nótt sunnudags. Hafnsögumenn urðu varir við manninn og björguðu honum. Hann var slöan fluttur á slysadeild. _ea Björgun bœtist liðsauki „Verkefnin eru meira en næg fyrir þetta nýja skip”, sagði Hreinn Hreinsson, verkstjóri hjá Björgun h.f. i samtali við Visi um nýja skipið Sandey 2., sem þeir fengu afhenta á fimmtudagskvöldið. ,,Ég býst við að fyrsta verk- efniskipsins verði að dæla sandi I slitlag á flugvöllinn i Grimsey, þó er það ekki endanlega afráð- ið enn. Nú ættum við að geta boðið i fleiri verkefni en áður og lokið við þau. Við höfum haft eitt skip, Sandey, en það hefur tæpast haft undan þeim verkefnum, sem fyrir það hafa verið lögð. Það skip hefur verið i föstum verkefnum eins og að dæla árlega upp fyrir Sements- verksmiðjuna á Akranesi yfir sumartimann og farið fjóra túra árlega fyrir Áburða- verksmiðjuna i Gufunesi. Þá hefur það verið fastur liður að dýpka dráttarbrautina fyrir Hval h.f. I Hvalfirði til að auð- velda þeim að draga hvalina á land”. Sandey 2. er smiðuð hjá Stál- smiðjunni en hönnuð i Hollandi. Sanddæla, staösett I dæluvélar- rúmi framan lestar, dælir i skipið af allt að 20 m dýpi og er knúin eigin vél. Losun fer fram meö dragskóflu og færiböndum. Krani fyrir stórgrýti er aftast á skipinu, einnig knúinn eigin vél. — VS MINNINGARHUÓMLEIKAR í dag verða haldnir i Austur- bæjarbioi hljómleikar til minningar um hjónin Bjarna Bjarnason lækni og Reginu Þórðardóttur leikkonu. Á hljómleikunum koma fram 16 söngvarar og flytja lög úr þekktum óperum. Má þar nefna úr Töfraflautunni eftir Mozart, Madame Butterfly eftir Puccini, Tannhauser eftir Wagner, Bréfdúettinn úr Brúð- kaupi Figarós og Söng nauta- banans úr Carmen. I hljómleikarskrá skrifar Gunnlaugur Snædal læknir: „Bjarni Bjarnason var list- elskur maður . Hann var sjálfur mikils metinn söngvari, tók þátt i óperettusýningum, söng einsöng viða og var meðlimur kóra og minni sönghópa. Hann var um margra ára skeið formaöur Islenskra einsöngv- ara. Vann hann i þvi starfi margt til framgangs söngstarfi I landinu og kom fram mörgum baráttumálum söngvara. Eiginkona Bjarna, frú Regina Þórðardóttir, sem var um margra ára skeið ein af virtustu og glæsilegustu leikkonum landsins, studdi mann sinn af ráðum og dáð i starfi hans fyrir listamálum, sem og öðrum hug- sjónamálum hans. Störf Bjarna Bjarnasonar að söngmálum endurspeglast i aðsókninni að Carmen, sem slegið hefur algert met hér á landi. íslenskt söngfólk stendur i mikilli þakkarskuld við Bjarna STAL 15 ÞUSUND KRÓNUM Stolið var veski sem m.a. inni- hélt 15 þúsund krónur af konu á Akureyri á laugardagskvöld. Þetta skeði i húsi við Skipagötu þar sem samkvæmi var þetta kvöld. Maður, sem var þar staddur náði veskinu, en hann náðist þó seinna um nóttina. Þá hafði hann eytt 5 þúsund krónum. — EA JARÐSIG Á ANNAN METRA Núer lokið tjónamati á innbúi á jarðskjálftasvæðinu á Kópa- skeri og nágrenni og að sögn Óskars Þorvarðarsonar sem annast hefur matið, losar það i heildinaum tvær milljónir króna. Eftir helgina verður hafið tjónamat á fasteignum, og taldi Óskar þaö verk mundu taka mánuö. Að sögn Björns Karlssonar, oddvita, er enn ekki komiö að fullu i ljós hverjar eyðileggingar' hafa orðiö á landi, eða hverjir möguleikar veröi á áfram- haldandi búsetu. Kvað hann jarösig vera gifur- legt á svæöinu og tók sem dæmi að nú væri brotsig sem næði vel I öxl á svæöi sem áður hefði veriö slétt. og þvi hafa söngvarar I Carmen ásamt nokkrum helstu máttar- stólpum islensks óperusöngs efnt til þessara hljómleika, þar sem ágóðinn rennur til krabba- meinsfélaganna i þágu málefna, sem þessi mætu hjón báru svo mjög fyrir brjósti.” — þgh. Fundu aðeins kindabein Leitað í Hafnar- fjarðarhrauni á laugardaginn Leitað var á þremur svæðum á laugardag- inn samkvæmt ábendingum frá bil- stjóranum sem kveðst hafa farið með bana- menn Guðmundar Einarssonar i Hafnar- fjarðarhraun til þess að urða lik hans. Vísir fylgdist með leitinni sem hófst strax ’klukkan 9 um morguninn og stóö til klukkan fimm. Hún bar ekki árangur. Nóg mun þó vera af beinum i hrauninu, enda fundu leitar- menn talsvert af kindabeinum. Leitað var á þremur svæöum. Tvö lið leituðu og var annað á svæöinu við Sædýrasafnið en hitt I Kúagerði. Siðan leituðu bæði liðin á þriöja svæðinu. Talið er fullvist aö lik Guðmundar Einarssonar hafi veriö urðað i hrauninu og þá hefur komið fram I blööum að bilstjórinn hafi sagst hafa farið oftar með sömu aðila i hraunið. Frekari leit hefur ekki veriö ákveðin. _ EA woqtMt HIÐ FYRIRHUGAÐA 240 MANNA HEIMILI A MORKUM HAFNARFJARO AR OG GARÐABÆJAR MEÐ VISTDEILDUM OG HJÚKRUNARDEILD AUK DAGVISTUNARDEILDAR FYRIR 60 MANNS, SEM BYRJAÐ ER AÐ REISA. HEIMILI ÞETTA VERÐUR SAMBÆRILEGT VIÐ HIN FULL— KOMNUSTU Á ÞESSU SVIÐI BÆÐI VESTAN HAFS OG AUSTAN. OG HVER MIÐI ER STÓR MÖGULEIKI. SALA OG ENDURNÝJUN STENDUR YFIR. MÁNAÐARVERÐ MIÐA400 KRÓNUR. DREGIÐ í 1. FLOKKI 4. MAÍ.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.