Vísir - 03.05.1976, Qupperneq 6
Mikil sjálfsgagnrýnisskrif
fylgdu i sænsku blööunurin-
kjölfar heiftarárásar Ingmars
Bergmans á sænsk skattayfir-
völd og eru menn lítt hrifnir af
skrifstofubákninu.
Auk þess að allir eru sam-
mála um, aö skattaálögur séu
orönar alltof miklar, og skalta-
lögin flókin, hafa vaknað
spurningar um aðferðir yfir-
valda og svo rétt einstaklingsins
i viöureigninni við orminn
langa.
Einn af þessum pennum
skrifaði á dögunum að fram-
koma yfirvaldsins I skatta-
málum bæri keim þess, að hún
„væri bleytt upp i eitri töl-
fræðinnar, reglum og
imyndunarskorti”.
Kosningamál
Þetta var nú meira svona um
andans hlið þessa máls en nú
eru menn íarnir að velta
vöngum yfir þvi, hvaða diik
máiið eigi eftir aö draga á eftir
sér fyrir stjórn Olof Palme og
sosialdemókrata, þegar kemur
lil kosninganna i september
næsta haust. — Sosíafdemó-
Bergmanhjónin á göngu I París — Sviþjóð að baki um sinn
Verða skattarnir
stjórn Palme að
falli f haust?
kratar hafa setiö i stjórn i
Sviþjóö i 43 ár.
Eins og menn hafa lesið i
fréttum, tilkynnti Bergman 22.
april, að hann mundi flytja úr
landi til að búa og starfa
annarsstaðar og lét ekki sitja
við orðin tóm.
t beinskeyttu bréfi, sem
„Expressen” birti, sagðist hann
hafa nú áttað sig á þvi, að i
Sviþjóð gæti hver og einn átt von
á þvi að sæta árasum skrifstofu-
bákns, „sem vex eins og
krabbamein og er ekki undir
það búiö að vinna sitt erfiða og
viökvæma starf, en hefur þó
fengiö frá samfélaginu völd i
hendur einstaklinga, sem kunna
ekki með þau að fara”.
Harkaleg meðferð
Þessi ákæra leikstjórans kom
skömmu eftir að hann hafði náð
sér eftir taugáfailið, sem hann
hlaut i harkalegri meðferð og
yfirheyrslum skattalögreglunn-
ar vegna ákæru um skattsvik
sem saksóknarinn siðan dró til
baka.
Skattayfirvöid héldu þó fast
við sinn keip og kvá'ðust mundu
haida áfram að rannsaka
skattamál Bergmans og fjár-
hagsástæður. Það kallaði yfir
þau enn frekari mótmæli manna
sem höfðu fordæmt meöferöina
á Bergman. Hann haföi fyrir-
varalaust verið sóttur á æfingu i
leikhúsið, yfirheyrður, vega-
bréfið frá honum tekið og svipt-
ur feröaieyfi.
Skattayfirvöld vörðu sig með
þvi, aö Bergman fengi sömu
meðferð og aðrir, allir væru
jafnir fyrir lögunum, eins og
Aftonbladet, málgagn sosial-
demókrata, var fljótt að taka
undir. Þaö kvað skattsvik ieiða
til þess, aö oft yrði að fara
harkalega að hlutunum.
„Ingimar Bergman kann að
reiðast þessu og flytja úr landi
en það getur ekki venjulegt fólk
gert sem viðurkenna verður þó,
Umsjón:
Guömundur Pétursson
að hefur margt orðið hart úti,”
skrifaöi blaðiö.
Blaðaskrif
Kjeil Sundberg, rithöfundur,
skrifaði i Dagens Nyheter að
mál Bergmans væri dæmigert
fyrir það hvað sviar mættu
stundum þola og bætti viö:
„Eini munurinn er sá aö fiestir
okkareru ekki eins áhrifamiklir
einstaklingar og þolinmóðari.
Viö erum sorglega þolinmóöir.”
Jönköpingsposten, málgagn
frjálslyndra, skrifaöi hug-
leiðingar um grimmdarlega
útþenslu valdþyrsts rikisbákns
sem væri tiifinningalaust
gagnvart einstaklingnum.
thaldsblaðiö „Svenska
Dagbladet” skrifaði að sænska
skattakerlið væri orðið svo
flókið, að jafnvel sérfræðingar
stæðu á gati i þvi þegar venju-
legt fólk lenti i myllunni,” snerti
þaö hrokafullt yfírvaldið ekki
hið minnsta”. — En það vildi
álita, að Jón Jónsson gæti nú
öðlast von um meiri tillitsemi,
meöan athygli umheimsins væri
beint að skattayfirvöldum.
Gamlar syndir
Skattaiögreglan sænska á þvi
ekki sjö dagana sæla um þessar
mundir, þvi að Bergmansmálið
hefur orðið til þess aö rifja upp
ýmis óþægileg tilvik frá eldri
timum. Þannig rifjaði eitt
sænsku blaðanna upp mál, sem
spratt upp, þegar maður einn
kom i ibúösina og fann þar allt á
rúi og stúi, og saknaði skjala af
skrifborði sinu. Þegar hann
hringdi i lögregluna til að til-
kynna innbrot, kom I ljós, aö
þarna hafði skattalögreglan
verið að verki — að visu meö
húsrannsóknarúrskurð upp á
vasann. Samt neyddust
embættismenn til að biðja
manninn afsökunar, þvi að i ljós
kom, að skattalögreglan hafði
veriðaðkanna hagi ibúans, sem
áður bjó i ibúðinni.
Fylgistap
Sænskir blaöamenn leituðu að
sjálfsögðu umsagnar hjá Olof
Palme, forsætisráðherra, eftir
að Bergman hafði afráðið aö
fara úr landi. Palme kvaðst
skilja ákvörðun Bergmans en
vera þeirrar trúar samt, að
leikstjórinn mundi að lokum
komast að raun um það,Að það
væri Sviþjóð, sem hann mundi
geta lagt mest af mörkum til
listar sinnar.
Bergmansmálið hefur varpað
nýju ljósi á gagnrýni stjórnar-
andstöðuflokkanna á skatta-
kerfi landsins, en þeir hafa að
visu ekki á takteinum neinar
sérstakar tiliögur til úrbóta.
Siöustu skoðanakannanir sýna,
að sosialdemókratar hafa misst
fylgi til stjórnarandstöðunnar,
hvort sem á rætur sinar að rekja
til þessa máls eða annars.
En það þykir engum vafa
undirorpið að landflótti
Bergmans og skopsaga skáld-
konunnar Astrid Lindgren (sem
skrifaði Linu langsokk) munu
leiða til þess að skattamálin
setji sitl mark á kosninga-
baráttuna með haustinu. —
Astrid Lindgren skrifaði ádeilu
á riki, þar sem þegnar gátu lent
i þeirri aðstöðu að þurfa að
greiða hærri skatta og gjöld en
árstekjum þeirra nam. Hug-
myndina fékk hún, þegar
skattaráöunautur hennar sagði
henni, að hún myndi fá 102%
skatta af tekjunum 1975.
Óttast blóðuga
kosningabaróttu
á ftalíu
Óttast er að kosningabaráttan
fyrir þingkosningarnar á ítaliu
verði blóðug. Rikisstjórn Aldo
Moro, sem situr áfram til bráða-
birgða að beiðni forsetans, til-
kynnir i dag um hvenær kosning-
ar muni fara fram. Búist er við að
það verði 20 júni.
Um helgina var kveikt i
nokkrum lögreglustöðvum, og
skrifstofum kommúnista, með
þvi að fleygja þangað inn i-
kveikjusprengjum.
Einn leiðtogi nýfasista i Milanó
verður jarðsettur i dag. Hann var
skotinn til bana á fimmtudag,
daginn eftir að ungir nýfasistar I
sömu borg stungu vinstrisinnað-
an ungling til bana.
Þetta eru einna alvarlegustu
atburðirnir i þeim pólitisku óeirð-
um sem verið hafa á ítaliu undan-
farnar vikur. Þegar Aldo Moro
sagði af sér nú fyrir helgi, varaði
hann eindregið við áframhald-
andi ofbeldisverkum.
Nýlegar skoðanakannanir sýna
að samanlagt mundu kommúnist-
ar og sósialistar vinna meirihluta
á þingi i kosningunum, i fyrsta
sinn i þrjátiu ár.
Dœmdur frá sigri
í Formula 1 keppni
Sigurinn var dæmdur af kapp-
aksturshetjunni James Hunt i
Formula 1 Grand Prix keppn-
inni á Spáni i gær. Hann kom i
mark hálfri minútu á undan
næsta manni. En þremur
klukkutimum siðar komust
stjórnendur keppninnar að
James Hunt á McLaren bilnum,
sem hann sigraði á i Grand Prix
keppninni spænsku, en var frá-
dæmdur sigurinn.
þeirri niðurstöðu að dæma af
honum sigurinn, vegna þess að
vænglaga „spoiler” aftan á
bilnum var einum og hálfum
sendimetra of breiður.
„Spoilerinn” heldur bilnum
betur að brautinni.
Grand Prix keppnin á Spáni
er ein af fjölmörgum i Formula
1 flokknum. ökumenn safna
stigum og sá sem hefur flest að
loknu keppnistimabili telst
heimsmeistari i kappakstri.
Þegar James Hunt hafði verið
dæmdur úr leik, var núverandi
heimsmeistara Niki Lauda úr-
skurðaður sigurinn, en hann
kom annar i mark. Þar með er
Lauda orðinn fremstur i heims-
meistarakeppninni, með 33 stig.
Næstu menn eru Patrick
DePailler með 10 stig og Clay
Reggazzoni með 9 stig.
Aðstandendur James Hunt,
sem ekur McLaren bil, hyggjast
kæra úrskurð spánverjanna
fyrir alþjóða bilaráðinu I Paris.
Israelska bridgesveit-
iii sigraði ítalina
Svindlmál á döfínni á Ítalíu og varpar skugga |
á heimsmeistaramótið í Monte Carlo I
Hin unga bridgesveit ísraels
hefur nú tekið forystu i undanúr-
slitum hcimsmeistarakeppninn-
ar, sem fram fer þessa dagana i
Monte Carlo. Lokið hefur verið
tvcim umferðum.
í fyrstu umferðinni vann hún
itölsku heimsmeistarana 20 gegn
minus 1, sem kom vægast sagt
mjög á óvart. Minnast menn þess
ekki, að heimsmeistararnir hafi
tapað leik með minus, þótt þeir
hafi sjálfir verið óniskir -,á að
deila út minusum.
1 þessari umferð vann Astralia
Hong Kong 13-7 og Brasilia vann
Bandarikin 11-9.
1 annarri umferð vann Israel
Hong Kong 17-3, Bandarikin unnu
Ástralíu 17:3 og Italia vann
Brasiliu 11-9.
Svindlmál
Rétt eins og i heimsmeistara-
mótinu i fyrra eru miklar ráðstaf-
anir gerðar til að fyrirbyggja
svindl eða ólöglegar merkjagjaf-
ir. Tjöld eru dregin yfir borðin á
milli spilarana, þannig að þeir sjá
ekki andlitin á félögum sinum,
pullur eru undir borðinu og notað-
ir eru sagnmiðar.
Engu að siður hefur enn eitt
svindlmálið varpaðskugga sinum
á heimsmeistaramótið, þótt það
sé upprunnið viðs fjarri, eða á
ltaliu. I þetta sinn eru það ekki
bandarikjamenn, sem ákæra
itali, heldur italir sem bera þessa
alvarlegu kæru á landa sina
heima á ttaliu.
Julius Rosenblum, forseti
heimssambandsins, staðfesti i til-
kynningu i gær, að ný svindldeila
væri i deiglunni. Tilkynnti hann
þetta skömmu fyrir byrjun móts i
fyrradag. Sagði hann, að fram-
kvæmdarráði sambandsins hefðu
borist upplýsingar um, að ítalska
bridgesambandið hefði i rann-
sókn svindlákæru á hendur
Leandro Burgay, spilara og
bridgehöfundi, og Benito Bianchi,
sem keppti á heimsmeistaramót-
unum 1973 og 1974 með Pietro
Forquet (og nokkrum sinnúm á
Evrópumótum). — Þessir tveir
spilarar eru hvorugir á heims-
meistaramótinu.
Fréttir hafa borist fremur tak-
markaðar af málinu, en svo er að
sjá.sem italska bridgesambandið
hafi hljóðupptökur af simtali, þar
sem fjalláð virðist um ólöglegar
merkjagjafir. Skilst mönnum,-
að svindlboðum sé komið áleiðis
með þvi, hvernig spilararnir
bera sig að við að reykja.
Þetta mál mun hafa komið fyrir
heimssambandið, eftir að nokkr-
um einstaklingum i stjórn þess
höfðu verið sendar hljóðupptökur
af þessu simtali.