Vísir - 03.05.1976, Page 8

Vísir - 03.05.1976, Page 8
8 Mánudagur 3. maí 1976 VISIR VÍSIR Útgefandi: Iteykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson ititstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm. ólafur Itagnarsson ltitstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson Fréttastj. crl. frétta: Guðmundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttír, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, i'örarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhanncsson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 8G(»11 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ititsljórn: Siðumúla 14. Simi 86611.7 linur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Að gera hugmynd að veruleika Eitt af höfuðverkefnunum i efnahags- og fjármálum er að draga úr þeirri rikisumsvifa- stefnu, sem fylgt hefur verið á undanförnum árum. Við erum smám saman að lenda i ógöngum i þessum efnum. Rikið hefur eðlilega á hendi margþætt félagsleg verkefni. En hér er einnig á það að lita, að rikis- valdið hefur i vaxandi mæli þrengt sér inn á vett- vang hinnar frjálsu atvinnustarfsemi i landinu. Flestum er ljóst, að opinberir aðilar eiga að hafa sem minnst afskipti af venjulegri atvinnustarfsemi. Það er ekki einvörðungu spurning um arðsemi atvinnustarfseminnar að hún sé i höndum einstakl- inga og félaga þeirra, heldur allt eins um fjárhags- legt sjálfstæði borgaranna. í sumum tilvikum hafa stjórnvöld ákveðið að gripa inn i rekstur atvinnufyrirtækja, þegar sér- stakar aðstæður hafa kallað á slika aðgerðir. Þegar svo stendur á eiga stjórnvöld hins vegar að keppa að þvi að losna út úr starfseminni eins fljótt og kostur er á. Slippstöðin á Akureyri er skýrt dæmi um fyrir- tæki sem rikið varð beinlinis að bjarga. Nú er þetta stórt og velrekið fyrirtæki sem hefur mikið gildi fyrir atvinnustarfsemina. Á aðalfundi Slippstöðvarinnar, sem nýlega var haldinn, varpaði fjármálaráðherra fram hugmynd um að rikissjóður seldi hiut sinn i fyrirtækinu. Eftir þá fjárhagslegu endurskipulagningu, sem fram fór á sinum tima fékk rikið umráð yfir rúmlega helming hlutaf járins. Hugmynd Matt hiasar Á. Mathiesen fjármálaráð- herra virðist vera sú, að starfsmönnum Slipp- stöðvarinnar verði veittur forkaupsréttur að hluta- bréfum rikisins. Þessi tillaga ráðherrans er athyglisverð og hún er nýlunda. En það er með hugmyndir af þessu tagi, að þær koma að litlu haldi, ef þær verða aldrei að veru- leika. Orð eru að visu til alls fyrst. En full ástæða er til þess að hvetja fjármálaráðherra til að láta ekki sitja við orðin tóm þannig að góð hugmynd geti orðið að áþreifanlegri staðreynd. Þannig mætti vinna að eflingu frjálsrar atvinnu- starfsemi á miklu fleiri sviðum. Engin rök eru fyrir þvi að rikissjóður standi i útgerð, fiskvinnslu, vélsmiði, ferðaskrifstofurekstri eða matsölu svo að nokkur dæmi séu nefnd. Slik starfsemi á að vera og er best komin i höndum einstaklinga og félaga þeirra. Hugmyndir fjármálaráðherra um Slippstöðina minna einnig á nauðsyn þess, að stjórnvöld beiti sér fyrir nýjungum i hlutafélaga- og skattalöggjöf i þvi skyni að auðvelda hinum almenna borgara þátttöku og eignaraðild að atvinnurekstrinum. Hér á landi búa fleiri i eigin húsnæði en viðast annars staðar. Við þurfum að ná sama marki i atvinnurekstrinum. Hér eiga fleiri að vera eigendur atvinnufyrirtækjanna en þekkist með öðrum þjóðum. Með þvi eflum við ekki einvörðungu atvinnulifið heldur skjótum við traustari fótum undir efnalegt sjálfstæði borgaranna. Siðferðilegt traust — Siðferðilegt samþykki III f Dr. Gunnlaugur I Þórðarson skrifar x 1 V Á Alþingi lét dómsmálaráð- herra nýlega þau orð falla, að islenskir dómarar mættu ekki vamm sitt vita, likt og þvi væri á annan veg farið með þá og dómendur annarra þjóða, t.d. alþjóðadómstólsins, — en I þvi efni mun vera óhætt að fullyrða, að sakir menntunar, þekkingar og heiðarleika, standa þeir, þeim islensku sist að baki, enda Leyföum okkur oð óvirðo alþjóðadómstólinn... Ætla má, að sú trú sé rik með þjóðum heims, að mannkyniö eigi enn nokkra framtlð fyrir sér hér á jörð og að þroski þess muni taka framförum á kom- andi árum á siðferðislega svið- inu sem öðrum, sem sé trú á framtlð manns. En einmitt sú trú hlýtur öðrum þræði að grundvallast á von um að mannkyninu takist að leysa deilumál sin á grundvelli laga og réttar, með öörum orðum, að t.d. alþjóöadómstóllinn skeri úr öUum deilum. — Með þátttöku okkar i Sam- einuðu þjóðunum höfum við beinlinis gefið samþykki til þess að hlita þvi, að deilumál, sem upp kynni að koma við aðrar þjóðir, yrði lagt fyrir alþjóða- dómstólinn. í stað þess að treystast til þess að standa á rétti okkar fyrir al- þjóðadómstólnum með málstað, sem hlaut að sigra, leyfðum við okkur að óvirða alþjóðadóm- stólinn undir forustu þeirra manna sumra hverra, sem menntaðastir voru i þeirri fræðigrein, er snertir alþjóða- dómstólinn, þjóðarrétt, eða jafnvel höfðu kennt þá fræði- grein i háskóla. Enda þótt fuUyrða megi, að umrædd ákvörðun hafi að mati flestra þe irra, er að h enni stóðu, verið gerð með þjóðarhag fyrir augum, þá var hún gerð að litt' athuguðu máU og án tillits til annarra þjóða, likastþví að við héldum okkur vera eina i heiminum. Mönnunum, sem stóðu að þessari ákvörðun, var samt mest i mun að þjóðin samþykkti þessa vanhugsuðu skyndisam- þykkt, og þvi var gripið til þess að heilaþvo eða sefja þjóðina til þess að fallast á þessi brot á sið- ferðislegu trausti gagnvart öðr- um þjóðum. Var þvi' haldið fram, að dóm- endur alþjóðadómstólsins væru þótt islenskum ráðamönnum hafi tekist að heilaþvo þjóð sina gagnvart alþjóðadómstólnum og það svo, að þeir, sem engin skil kunna á þessum málum, ussa og sveia, þegar á hann er minnst. Sennilega gæti farið svo, að þeim tækist að heilaþvo þjóðina á sama hátt gagnvart Hæstarétti, ef þeim byði svo við að horfa. Þessum heilaþvotti er lika sleitulaust haldið áfram. Þess er skemmst að minnast, er utanrikisráðherra sendi al- þjóðadómstólnum þá kveðju á öldum fjölmiðla okkar, frá elstu löggjafarstofnun heims, að kalla hann hinn margnefnda ill- ræmda alþjóðadómstól. Sennilega yrðu utanrikisráð- herrar með öllum menningar- þjóðum heims að láta af störf- um fyrirslikummælieða a.m.k. að biðjast afsökunar á þeim. En hjá okkur hefur aðeins formað- ur Lögmannafélags íslands harmað þessi orð opinberlega. Okkur berað minnast þess, að miðað við aldur mannkyns er alþjóðadómstóllinn i reifum og þarf á öllum skilningi, trausti og veljvilja að halda til þess að geta orðið sú stofnun, sem af honum er vænst. Hann er stofn- aður fyrst og fremst fyrir til- stiUi þeirra smærri i f jölskyldu þjóðanna til verndar mannúð, réttlæti og friði. Samt leyfum við okkur, einna smæstir þeirra smæstu, með vopnleysið að haldreipi, að troða á reifabarni þvi, sem þessi þýðingarmikla stofnun þjóðanna er. Sá smán- arblettur verður seint af okkur þveginn, ef nokkurn tima. Með þessu framferði sinu hafa islenskir ráðamenn flekk- að þann skjöld sem islensku þjóðinni hafði i umkomuleysi fátæktar og fásinnis tekist að halda hreinum i 1100 ár gamlir og steinrunnir leppar stórvelda og annað verra, svo sem að hægt væri að kaupa þá upp. Voru þetta meö öllu ósmekk- legar getsakir, sem báru aðeins vott um siöferðilegt innræti þeirra, er héldu þessu fram. Alkunnugt er, að aUir dóm- endur alþjóðadömstólsins eru merkir fræðimenn og vísinda- menn á sinu sviöi og njóta ó- skoraðs trausts.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.