Vísir


Vísir - 12.05.1976, Qupperneq 2

Vísir - 12.05.1976, Qupperneq 2
Verður sumarið gott? Hafdis Hafsteinsdóttir, fóstur- nemi: — Það vona ég, Ég vil að sjálfsögðu hafa sem oftastsól, en tU vonar og vara ætla ég til Spán- ar i sumarfríinu minu. Það sakar þá ekki að fá meiri sól. Hrefna Jóhannsdóttir, fóstur-l nemi: — Ja, þaö fer nú eftir þvi ■ hvar á landinu það er. Annars vona ég að það verði gott alls * staðar. Sjálf verð ég norður i Þingeyjarsýslu þar sem ég bý, og ég vil hafa sem mest af sól. Sum- í arfri? Það er allt á huldu með það ennþá. Kristfn Pétursdóttir, nemi: — Ég veit þaö ekki. Ég vona það. Helst vU ég hafa sól og gott veöur i aUt sumar. Kristin Jóhannesdóttir, af- greiðslumaður: — Vonandi. Ég vil hafa sól og gott veður en enga rigningu. Atvinna min i sumar verður þannig að það verður að vera gott veður. Ég verð nefni- lega ráðskona hja Vegagerðinni og verð fyrir vestan. Arni Björn Björnsson, 9 ára: — Já, ég er viss um það. Ég er viss um að þaö verður ekki mjög mikil rigning og að veðrið verður gott. Ja, ég er kannski ekki svo mikið viss, en ég held þetta og vona það. Hvar ég verö? t sveitinni. Unnur Jenný Jónsdóttir, 11 ára: — Ég hugsa það. Samt held ég það verði ekki mikU sól og þaö gæti orðið mikU rigning. En ég vona þaö verði sem mest sól. Miðvikudagur 12. mai 1976. VISIR. Átta brautryðjendur fró íslandi útbreiða Bahóí trú í Fœreyjum „ Fimmta Landsþing Baháia á Islandi var nýlega haldið að Hótel Loftleiðum i Reykja- vik. Á þinginu kusu fulltrúar Baháia sam- félaganna á landinu niu manna andlegt þjóð- ráð, en kosning þess fer fram i april ár hvert. Þjóðráðið annast skipulagningu á kennslu Bahái trúar- innar og annarri starf- semi hennar hérlendis. Baháiar um heim allan vinna nú að svonefndri fimm ára áætlun um útbreiðslu trúar sinnar. Meðal markmiða islenska. Bahái samfélagsins var að senda „brautryðjanda” til Finnlands og hefur það veriö gert. Atta slikir brautryðjendur frá Islandi eru i Færeyjum, en verkefni brau»yðjenda I Bahái trúnni er að vinna að útbreiðslu hennar i öðrum löndum en sinum eigin. öll starfsemi Bahái trúar- innar er kostuð af leynilegum framlögum Baháia sjálfra og bannað er að taka við gjöfum og styrkjum i nokkru formi frá aðilum utan hennar. Efri myndin er frá iandsþingi Baháia á Hótel Loftleiöum en á neðri myndinni er andlegt þjóð- ráð Baháia á tslandi „Besta verkið á hátiðinni”, sögðu dag- blöð i Caracas um sýningu íNÚK-hópsins á Alþjóðaleiklistar- hátiðinni i Caracas í Venezuela, þar sem leikflokkurinn sýndi INÚK 8 sinnum. Leikurinn hlaut frábærar við- tökur. Leikhúsin voru troðfull á öllum sýningum og þurftu margir frá að hverfa. Áhorfendur risu úr sætum i lok sýninga og bravóhróp dundu á leikurum. Sjónvarpið i Caracas tók verkið upp og verður það sýnt I menningarþætti þess. Er talið að leikurinn eigi eftir að marka spor i leikhúsi álfunnar. Forstöðumenn leiklistar- hátiðar i Sao Paulo, sem sáu verkið I Caracas hafa lagt hart að hópnum að koma til Brasilíu. Hefur ferðaáætluninni verið breytt og dvelst flokkurinn vikutima i Brasiliu. Hópurinn fer einnig til Columbiu, Panama, Costa Rica og Guatemala. Heim kemur hann 25. mai. ) Engu nœr eftir 105 daga Hbpur manna hefur setið i gæsluvarðhaldi I hundrað og fimm daga, og annar hópur siðan fyrir áramót vegna tveggja mannshvarfa. Hið eina sem vitað er að þeim tima lokn- um er framburður stúiku um, að hún hafi haldiö á riffli og miðað honum aðókenndum manni, eða að minnsta kosti manni, sem hún treystist ekki tii að stað- festa hver hafi veriö. Hún segist hafa hleypt af skoti I áttina að , þessum manni, þó með aðstoö annars sem hafi staðið aftan við hana, og að manni skilst haldið um hendur hennar^en siðan viti hún ekki meir. Banaskot verða yfirleitt með öðrum og ákveðn- ari hætti. Þó er það ekki mergurinn málsins, heldur hitt, að þrátt fyrir nokkra mannaferð á þeim stað, þar sem skotinu á að hafa verið hleypt af með aöstoö úr rifflinum, var að sögn vitað nokkur mannaferð, en allt er enn óljóst hverjir þar voru á ferð, eða a.m.k. ekki nógu ljóst til að valda ákæru. Hvernig líður nd fólki i litlu þjóöfélagi, þar sem svo er ástatt að með engu móti er hægt að ljúka rannsóknum á tveimur mannshvörfum vegna þverstæðra og óljósra vitnis- burða fólks, sem siðan fyrir áramót virðist þó hafa alla tilburði i frammi til að vilja játa á sig hrikalegan verknaö? Er með engu móti hægt að dóms- festa eitthvað af þessum framburöum, svo einhver verði einhverntima að standa við það, sem hann hefur sagt? Á ekki einhvern tima að koma yfir- heyrslunum af þvi rabb- og vélritunarstigi, sem nær óneitanlega hafa verið á til þessa? Og þannig mætti lengi syrja. Og hvað liöur rannsókn á smyglinu, sem m.a. var verið aö spyrjast um fyrir norðan? Svör hafa ekki fengist við neinu af þessu. Rannsóknar- lögreglan liggur undir ámæli almennings fyrir að geta ekki leyst mál, þótt hún hafi fullar hendur af vitnum, og almenningur óttast að stór- afbrot aukist á næstu árum, verði ekki tekist á af fullri hörku við lausn þeirra mála, sem nú er verið að rannsaka. Það eru þegar farin að hlaðast upp óskýrð mál, eins og morðið á bilstjóranum við Rauðaiæk, og við höfum hreint ekki efni á þvi, að hér komist fólk upp með keðju stórfelldra afbrota órefs- að. Það er þvl augljóst mál, að ekki má láta neins ófrestað við að upplýsa hverjir eða hver hefur orðið vaidur að manns- hvörfunum, og það veröur að ganga fram af fullri hörku við yfirheyrslur, þegar svo er I pott- inn búið að stefnt er út i einskon- ar framburðarflækju, sem siður en svo verkar trúveröuglega. Þau sakamál, sem hér hafa verið upplýst hafa yfirleitt verið framin með þeim hætti, að engum refjum varð við komið. Menn og konur voru einfaldlega staðin að verki. Og það er hart, ef við þurfum svo að játa það, að þau mál, þar sem afbrotamenn eru ekki staðnir að verki, sé nær ógjörningur að leysa. Þá myndi vera kominn tlmi til að endur- skipuleggja varnir okkar gegn afbrotamönnum með aðrar reglur að vopni en þær, sem byggjast á játningum og iðrun- um, og fara aö þreifa fyrir sér um rannsóknarvald, sem að þekkingu og ákveöni kemur I veg fyrir að troðnar séu illsakir við almenning I landinu þangað til hann óttast um dagiegt öryggi. Svarthöfði

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.