Vísir - 12.05.1976, Page 3

Vísir - 12.05.1976, Page 3
3 VÍSIR Miðvikudagur 12. mai 1976. VIUA EKKI VERKFALLSRÉTT Mikil óánægja rlkir meðal starfsmann Stjórnarráðsins með væntanlegt frumvarp til laga um verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Telja þeir að lögboðnar undanþágur starfs- fólks i Stjórnarráðinu muni verða svo margar, að verkfall muni ekki þjóna neinum tilgangi. Það yrði aðeins fámennur hópur og þar með taldir hinir lægst launuðu, sem færi i verkfall og yrði þá að axla byrðina. Telur starfsfólkið, að Stjórnarráðið hafi nokkra sérstöðu, þar sem þar vinni á sama vinnustaðnum aðilar þriggja hagsmunahópa. Starfs- fólkið sé ýmist i BSRB, BHM eða utan kjarafélaga. Þar sem BSRB sé nú þegar búið að semja um verkfallsrétt- inn, virðist starfsfólkinu eina leiðin og ekki nema réttlátt að eitt gangi yfir alla og undan- þágan verði fengin fyrir allt starfsfólk Stjórnarráðsins. Þann 23. april sl. var á vegum starfsmannaráðs Stjórnarráðs- ins gerð skoðanakönnun meðal starfsfólksins um viðhorf þess til verkfallsréttar. Naumur meirihluti þeirra sem tóku þátt i könnuninni reyndist vera andvigur almenn- um verkfallsrétti. Hins vegar var yfirgnæfandi meirihluti andvigur verkfallsrétti til hans stjórnarráðsstarfsmönnum, eða 124 á móti þeim 67 sem vildu að starfsmenn stjórnarráðsins fengju verkfallsrétt. í framhaldi af skoðanakönnun þessari lagði stjórn starfs- mannafélagsins fram tillögu til BSRB um að 28. gr. frumvi til laga um kjarasamninga BSRB verði breytt, þannig aö allir starfsmenn Stjórnarráðsins verði undanþegnir verkfalls- rétti. Svar stjórnar BSRB við þessari .breytingatillögu var á þá leið, að ekki hafi náðst- samkomulag við rikið um að i Stjórnarráði yrðu einungis ráðuneytisstjórar, skrifstofu- stjórar og þeir starfsmenn, sem annist viðræður og störf fyrir rikið að ikjarasamningum undanskildir verkfallsrétti. Stjórn BSRB og samninganefnd bandaiagsins töldu ekki fært að láta samninga stranda á þessu atriði, þótt fyrirfram væri vitað um óánægju starfsmanna- félagsins með að verkfalls- rétturinn næði ekki til allra félagsmanna. Bendir svarið til þess að stjórn BSRB finnist ekki koma til greina að allir starfsmenn Stjórnarráðsins verði undan- þegnir verkfallsrétti, eins og starfsmannafélagið lagði til. — SJ EDDU-HOTELIN OPNA UM MIÐJAN JÚNÍ Um hvitasunnuhelgina tekur fyrsta EnDU-hótelið til starfa að þessu sinni, þ.e. hótelið að Kirkjubæjarklaustri, en siðan opna þau eitt af öðru um og upp úr miðjum júnimánuði og stárfa siöan þar til I lok ágúst. Hóteiin njóta sivaxandi vinsælda meðal innlendra sem erlendra ferðamanna sökum góðrar þjónustu og sanngjarns verðlags, og er þegar búið að taka viðpimtunum á verulegum hluta þess gistirýmis sem tU ráöstöfunarer. Þvi vilja hótelin nú vekja athygli innlendra ferðamanna á nauðsyn þess að fara að hugsa fyrir sumarleyfis- ferðum sinum um landið. Eddu-hótelin bjóða nýtt sér- tilboð fyrir sumarið 1976. Verður veittur 30% afsláttur af gistingu og morgunverði þeim sem dvelja samfleytt I 3 nætur eða lengur á sama hóteli, og 15% afslátt af öllum mat i veitingasölum, meðan þeir dveljast á hótelunum. Kostar þá gisting í 3 nætur i tveggja manna herbergi ásamt morgunverði kr. 4.500 á mann, en t.d. i 7 nætur kr. 10.500 á mann. Gisting i Húsmæðr- skólanum aö Laugarvatni er nokkru dýrari, enda eru öll herbergi þar með sérsnyrtingu og steypubaði. Börn fá afslátt af þessu sér- verði eftir sömu reglum og gilda um barna-afslátt af almennu verðlagi á Eddu-hótelum. Til þess að njóta þessara kjara verða menn aö panta og greiða fyrirfram fyrir gistingu og morgunverð. Feröaskrifstofa rikisins veitir allar nánari upplýsingar. Eddu-hótelin eru nú 10 talsins á 9 stöðum á landinu og fara hér á eftir helstu uppiýsingar um hvert þeirra: Hótcl Eddajteykholti i Borgar- firði — opið 13. júni - 25. ágúst. Simi um Reykholt (02). Hótelstjóri verður Vilhjálmur Einarsson. 1 hótelinu eru 64 herbergi með 128 rúmum, ennfremur svefnpokapláss i skólastofum fyrir 30-40 manns. Hótcl Edda, ísafirði — opið 16. júni - 25. ágúst. Simi: 94-3876. Hótelstjóri verður Sóley Ingólfsdóttir. í hótelinu eru 38 herbergi með 70 rúmum. Svefn- pokapláss er ekkert fyrir hendi. Hótei Edda, Reykjum f Hrúta- firði — opið 25. júnf - 25. ágúst. Simi um Brú 95-1111. Hótelstjóri verður Aðalbjörg Olafsdóttir. í hótelinu eru 34 herbergi með 68 rúmum, auk þess svefnpoka- pláss fyrir 40-50 manns i skóla- stofum og herbergjum án hand- lauga. Aðeins framreiddur morgunverður og kvöldkaffi. Hótel Edda, Húnavöllum við Reykjabraut (Svinadal) — opið 18. júni - 25. ágúst. Simi: 95-4370. Hótelstjóri verður Helga Helga- dóttir. 1 hótelinu eru 23 herbergi með 46 rúmum, ennfremur svefnpokapláss i skólastofu fyrir 40-50 manns. Hótel Edda, Akureyri — opið 18.júni - 31. ágúst. Simi: 96- 11055. Hótelstjóri verður Ilafn Kjartansson. í hótelinu eru48 herbergi með 95 rúmum. Aðeins framreiddur morgunverður og kvöldkaffi. ilótei Edda. Eiðum I Hjalta- staðþinghá — opið 22. júni - 25. ágúst.Simium Eiða (02). Hótel- stjóri veröur Jón Grétar Kjartansson. i hótelinu eru 47 herbergi með 105 rúmum og að auki svefnpokapláss i skóia- stofum fyrir 30-40 manns. Ilótei Edda. Kirkjubæjar- kiaustri — opið 5. júni - 31. ágúst. Simi: 99-7026. Hótelstjóri verður Margrét Isleifsdóttir. t hótelinu eru 18 herbergi með 34 rúmum, ennfremur svefnpoka- pláss I skólastofum fyrir 30-40 manns. Hótel Edda, Skógum undir Eyjafjöllum —-opiö 13. júnl - 25. ágúst. Simi um Skarðshlið (02) og um Hvolsvöil 99-5111. Hótel- stjóri verður Aslaug Alfreðs- dóttír. i hótelinu eru 32 herbergi meö 69 rúmum, og að aukí svefnpokapláss i skólastofum. Hótcl Edda, Laugarvatni (Menntaskólanum) — opið 17. júni - 31. ágúst. Simi: 99-6118. Hótelstjóri verður Erna Þórarinsdóttir. í hótelinu eru 88 herbergi með 138 rúmum, en að auki er svefnpokapláss I skóla- stofum Hótcl Edda, Laugarvatn (Húsmæðraskólanum) —• opið 15. júni-31. ágúst. Sími: 99-6154. Hótelstjóri verðúr Huld H. Goethe. I hótelinu eru 27 herbergi með 54 rúmum. Svefn- pokapláss er ekkert. Bað fylgir hverju herbergi og i hótelinú er einnig sauna-bað fyrir hótel- gesti. SJÓPRÓF í DAG Sjópróf vegna ásiglingar dráttar- bátsins EUROMAN á varðskipið ÆGI hinn 26. apríl s.l. fór fram í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur sl. mánudag.- Þröstur Sigtryggsson, skip- herra, staðfesti i þessu réttar- haldi skýrslu sina um atburðinn sem hann hafði sent forstjóra Landhelgisgæslunnar, Pétri Sigurðssyni. Stýrimennirnir Baldur S. Halldórsson og Benóný Asgrimsson komu einnig fyrir réttinn til skýrslugjafar. Dómformaður var Valgarð Kristjánsson Lögmenn Landhelgis- gæslunnar og Samábyrgðar- innar voru einnig mættir i réttinum ásamt fulltrúa frá Siglingamálastofnuninni. Sjópróf vegna ásiglingar freigátunnar Falmouth F-113 á varðskipið Tý 6. mai s.l. fara væntanlega fram i dag. — SJ Saksóknari krefst opinberrar rann- sóknar ó framkomu Kristjáns og Hauks Blaðinu barst i gær eftirfar- andi fréttatilkynning fré Rlkis- saksóknara: Að gefnu tilefni þykir embætti rikissaksóknara rétt að taka fram eftirfarandi: Með bréfi, dags. 12. f.m. framsendi varnarmáladeild utanrikisráðuneytisins embætti rikissaksóknara til meðferðar bréf Arnar Clausen hæstarétt- arlögmanns, dags. sama dag, þar sem beiðst er að hlutast verði til um opinbera rannsókn vegna málsmeðferðar þeirrar, er tveir skjólstæðingar hans, varnarliðsmennirnir Charles Edward Burrell og James William Hand, hlutu dagana 7.-10. nóvember 1975. I bréfinu er þess beiðst, að sérstaklega verði rannsakað allt, sem við- kemur handtöku nefndra manna, svo og skýrslutöku af þeim, og kveðst hæstaréttarlög- | maðurinn ekki fá betur séð en að framkoma Kristjáns Péturs- sonar, deildarstjóra á Kefla- vikurflugvelli og Hauks Guömundssonar, rannsóknar- lögreglumanns i Keflavik — og þó fyrst og fremst framkoma Kristjáns— sé með öllu löglaus, þar sem þeir hafi, án nokkurrar heimildar, hafist handa I máli þessu og framkvæmd rannsókn sina á þann hátt, að eigi sam- rýmist ákvæðum laga nr. 74, 1974 um meðferð opinberra mála. Með bréfi, dags. 27. f.m., var þess krafist af ákæruvaldsins hálfu, að sakarefni þetta væri tekið til dómsrannsóknar i sakadómi Keflavikurflugvallar. Sú rannsókn er nú hafin. Listiðnaðarsýning á listahátíð Fyrirhugaðer að halda veglega listiðnaðarsýningu i Norræna húsinu i sambandi við Listahátið 1976. i framkvæmdanefnd þessarar sýningar eiga sæti fulltrar frá Listiðn, sambandi listiðnaðar- manna, iðnhönnuða og arkitekta, ásamt fulltrúum frá Útflutnings- miðstöð iðnaðarins og Félagi isl. iðnrekenda. — SJ Hraunbœr 4ra herb. Ibúð HOferm. Útb.6,5millj. 120ferm. Ibúð á 2.hæð. I 3 hæðablokk.ásamtherb. Ikjallara. Verð 10,3millj. Garðabœr Einbýlishús I smlðum 155 ferm. ásamt 54 ferm. bllskúr. Afhend- istfokheltm. gleri, hurðum og frág. þaki. Verð 9-10 millj. Æsufell 5herb. ibúð á 6. hæð. 117ferm. Mikilsameign. útb. 6millj. Safamýri 4ra herb. ibúð á 1. hæð. 108 ferm. Sér kynding. Allt frágengið. Verð 9,5 millj. Nýbýlavegur 142 ferm. sérhæð, ásamt einstaklingsibúð I kjallara. Bilskúr 38 ferm. Malbikuð innkeyrsla. Útb. 10 millj. írabakki 4ra herb. ibúð á 2. hæð. 95 ferm. Útb. 5,3-5,6 millj. Miklabraut 5 herb. rishæð 125 ferm. útb. 6 millj. Húseignin fasteignasala Laugavegi 24, 4. hœð Pétur Gunnlaugsson lögfr. Símar 28370 - 28040 Staða yfirlœknis við Sjúkrahús Siglufjarðar er laus til um- sóknar nú þegar. Staðan veitist frá 1. sept. n.k. Umsækjendur hafi haldgóða reynslu i skurðlækningum. Umsóknir berist stiórn Sjúkrahúss Siglufjarðar fyrir 1. júli 1976 með upplýsingum um menntun og fyrri störf. Stjórn Sjúkrahúss Siglufjarðar W Tœknimaður óskast Heilsuverndarstöð Reykjavikur óskar að ráða tæknimann til starfa við heyrnar- deild. Starfið felur i sér viðgerðir á heyrn- artækjum og eftirlit með tækjum deildar- innar. Umsóknum skal skilað fyrir 25. þ.m. til forstöðumanns heyrnardeildar, sem jafn- framt veitir upplýsingar um starfið i sima 22400.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.