Vísir - 12.05.1976, Page 8

Vísir - 12.05.1976, Page 8
8 Miövikudagur 12. mai 1976. visir VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjón: Daviö Guðmundsson Ritstjórar: Dorsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guðfinnsson, Emilia Baldursdóttir, ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurðsson, Þrúður G. Haraldsdóttir. iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson. Aglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu44. Sími 86611 Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi86611.7 iinur Askriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaðaprent hf. Hér er spurning um réttarríki Sakamálarannsókn sú, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði hefur óneitanlega vakið menn til umhugsunar um ýmis efni. Það eru vitaskuld ó- tiðindi mikil, þegar við i fyrsta sinn stöndum frammi fyrir svo alvarlegum glæpamálum, sem þessi virðast vera. Á margan hátt erum við ekki undir það búin að bregðast við slikum málum. Við þekkjum ekki slika verknaði. Þeir hafa aðeins birst islendingum i sjón- varpi fram til þessa, og er það sannast sagna um- hugsunarefni út af fyrir sig. Einnig er ljóst, að réttargæslan i landinu er ekki undir það búin að takast á við slik mál. Við eigum þó á að skipa mörgum hæfum mönnum á þessu sviði, og annað verður ekki séð en þeir, sem að þessari rannsókn hafa staðið, hafi unnið verk sitt af sam- viskusemi og kostgæfni. í þessu sambandi verður þó að hafa i huga að enn er afar litið vitað um þessa rannsókn. Hún hefur, að réttu lagi, ekki farið fram fyrir opnum tjöldum og þvi engan veginn unnt að leggja endanlegan dóm á það, sem gert hefur verið. Hitt er ljóst, að mál þetta allt, sýnir glöggt, að full þörf er á að sérmennta menn til þess að fást við verkefni af þessu tagi. Visir hefur áður drepið á þá hugmynd og framvinda málsins bendir til að full þörf sé á að itreka hana enn. A þetta má þó ekki líta sem vantraust á þá aðila, sem annast hafa þá rann- sókn, sem hér um ræðir. ♦ Tveir hópar manna hafa setið I gæsluvarðhaldi vegna þessarar rannsóknar. Annar hópurinn hefur játað aðild að hinum alvarlegustu glæpum, og alls- endis óvist er hvort öll kurl eru komin til grafar i þeim efnum enn sem komið er. öll frásögn þessa fólks sýnist þó vera kynleg i meira lagi og að sumu leyti vafasöm, eftir þvi sem næst verður komist. Það er á framburði þessa hóps, sem fjórmenningarnir, sem nú eru lausir úr haldi, hafa dregist inn i rannsókn þessa. Eftir 105 daga rannsókn og gæsluvarðhald hefur ekki tekist að sanna sekt þessara fjögurra manna. Visir leggur á það rika áherslu, að undir engum kringumstæðum er unnt að fella sök á menn, hvorki i þessu máli né öðrum, fyrr en sekt þeirra hefur ver- ið sönnuð. Það er alvarlegra en orð fá lýst, ef saklausir menn eru dregnir inn i glæpamál sem þetta. Og hitt erekkisiður áhyggjuefni, ef réttargæslan megnar ekki að komast til botns i málinu og leiða hið sanna i ljós. A meðan svo er ráða efasemdirnar ríkjum i hugum manna. Og slikt ástand er með öllu óþolandi. Hér eru miklir hagsmunir i húfi bæði fyrir þjóðfé- lagið i heild og fjölmarga einstaklinga. Allt kapp verður þvi að leggja á áframhaldandi rannsókn málsins. Það má kosta miklu til þess verks. Um- fram allt verður Island að vera réttarriki, er kemur lögum yfir þá, sem sekir eru, en tryggir um leið, að saklausir séu ekki dregnir til ábyrgðar, hvorki fyrir dómstólum né almenningsáliti. ÞaO er óhætt að fullyrða, að aldrei hefur almenningur i þessu landi fellt jafn afdráttarlausan dóm yfir nokkrum mönnum, og gert hefur veriö yfir mönnunum fjórum, sem látnir voru lausir úr gæsluvaröhaldi I fyrrinótt. Þessi dómur hefur fallið, þrátt fyrir það, að með 105 daga gæsluvarö- haldi og stöðugri rannsókn hefur ekki tekist að sanna sekt neins þessara manna eða aðild að þeim alvarlegu glæpamálum, sem rannsóknin hefur beinst að. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var byggður á framburði fólks, sem viöurkennt hefur að hafa valdið dauða tveggja manna, og þeir, sem aðstöðu hafa haft til aö fylgjast náiö með rannsókninni telja vist, að sumir þessara aðiia hafi margt fleira á samviskunni. Þar að auki hafa stjómendur rannsóknarinnar lýst yfir, að banamenn Guðmundar Einars- sonar séu einhverjir forhertustu glæpamenn, sem Islensk lög- gæsluyfirvöid hafi komist I kynni viö. Þá er rétt að vekja athygii á þvi, að frásögn þessa fólks hefur verið mjög laus I reipunum, óljós I veigamiklum atriðum og breyst frá degi til dags. Gæsluvarð- haldið var ákveðið vegna fram- burðar þessa fólks. Ekkert hefur verið hægt að sanna, og enginn fjórmenninganna, sem setið hafa I gæsluvarðhaldi, hefur játað neina aðild að þeim glæpaverkum sem banamenn Guðmundar Einarssonarog stúlkan, sem seg- ist hafa veriö látin skjóta Geirfinn Einarsson, — hafa talið hugsan- iegt að mennirnir hafi veriö viðriönir. Maður skyldi ætla, að ef ein- hvern tima hefði veriö ástæða fyrir almenningsálitið til að hinkra aöeins við, bíöa meö sinn dóm, þar til dómstólar landsins hefðu sagt sitt siðasta orð um máliö, þá væri það nú. Eins og fram kemur I forystu- greininni hér til vinstri leggur Vísir á það áherslu, að undir eng- um kringumstæöum sé unnt aö fella sök á menn, hvorki i þessu máli né öðrum, fyrr en sekt þeirra hafi veriðsönnuö, og telur blaðið, að það sé alvarlegra en orð fái lýst, ef sakiausir menn séu dregnir inn iglæpamál sem þetta. Þar sem þetta blað hefur að undanförnu ljáð rúm ólikum skoðunum og ýmsum sjónarmið- um gagnvart þeim málum, sem á dagskrá hafa veriö, telur Visir rétt að gefa að minnsta kosti ein- um þeirra manna, sem legið hafa undir þessum alvarlegu ásökun- um kost á að skýra frá sinni hlið málsins. Fullvist er, að ýmsir hinna sjálfskipuðu dómara meðal al- mennings segi, að veriö sé aö hvitþvo glæpamann, með þvi að gefaEinari Bollasyni kost á að tjá sig um það, sem hann hefur reynt undanfarnar vikur. En það verð- ur þá svo að vera. „Það var að morgni 26. janúar, sem ég var handtekinn hér á heimili minu, fyrirvaralaust”, sagði Einar og andvarpaði. Hann kvaöst hafa komið heim til sin um hálf ellefu leytið kvöldið áður, en þá hefði landsliö Islands i körfuknattleik tekið þátt i keppn- inni um sendiherrabikarinn svo- nefnda, en sá leikur heföi verið upphafið að tveggja vikna æfingum fyrir landsleikina við englendinga. Einar sagði, að þau hjdnin hefðu farið tiltölulega snemma að sofa þetta kvöld. Siðan barst talið að hand- tökunni sjálfri morguninn eftir og þeim atburði lýsti Einar Bollason á þessa leið. Lögregluheimsókn kl. 6 að morgni Mikill viðbúnaður E inkennis klæddir menn með kylfur Þá sagði Einar, að ekið hefði verið rakleitt til Reykjavikur með hann i bilnum og haldið að fanga- geymslunni við Siðumúla. „Eftir að komið var að fangelsinu var ég leiddur inn og þegar inn var komið stóðu þar all- margir einkennisklæddir menn, allir með kylfur. Þeir klæddu mig úr jakkanum, tóku af mér belti og bindi og þukluðu mig svo hátt og lágt. Siðan var farið með mig inn um rimlahurö inn eftir snyrti- legum gangi og inn I klefa.” „Gaf enginn þér neinar skýringar á þvi, hvers vegna þú hefðir verið færður i Síðumúla- fangelsið?” ,,Nei, ég fékk engar skýringar, engar upplýsingar. Klefanumvar einfaldlega lokað og læst með lykli”. Fangavörðurinn vin- samlegur, þegar hann kom „Það var bankað hjá okkur á útidyrnar klukkan sex að morgni, 26. janúar. Viö vöknuðum bæði og ég fór fram, til þess að kanna, hvaö væri á seyði. Þegar ég kom fram og opnaði sá ég að þaö stóðu tveir menn fyrir utan, og sögðust vera frá lögreglunni. Ég hváöi eitthvað, en bauð svo mönnunum inn. Þeir sögðust einfaldlega vera komnir til þess að sækja mig. Ég varð ekki litiö undrandi og spurði i sambandi við hvaö það væri. Þeir sögðust ekkert geta um þaö sagt. „Það kemur allt i ljós”, sögðu þeir. Einar sagðist svo hafa farið inn til konu sinnar, Sigrúnar Ingólfs- dóttur og sagt henni, að það væru komnir lögreglumenn til þess aö sækja sig. Hún hefði rokiö fram og spurt sömu spurninganna, en mennirnir hefðu engar upplýs- ingar viljað gefa. Aftur á móti höfðu þeir með- ferðis bók, þar sem var að finna úrskurð frá bæjarfógetanum i Hafnarfirði um heimild til hand- töku Einars Bollasonar. „Hver urðu viðbrögð þin eftir að þú varst oröinn einn i ein- angruðum klefa?” „Ég var bara eitt spurninga- merki, settist niður á koll, sem þarna var i klefanum og var hreinlega alveg lamaður. Þannig sat ég i einar 15 eða 20 minútur, en þá fór ég að skjálfa allur, annað hvort af kulda eða losti. Þá sá ég að ég yrði að fá teppi, og bankaði á hurðina, án þess að nokkur kæmi. Það voru ýmsir takkar á veggnum og ég ýtti á þá i von um að einhvers staðar kæmi „Þeir gáfu mér smátima til þess aö klæða mig”, hélt Einar áfram „og sögðu Sigrúnu, að Orn Höskuldsson heföi með þetta mál að gera og hún gæti náö I hann hjá sakadómi klukkan niu. Á leiðinni bað ég Sigrúnu að hafa samband við Ingvar Björnsson, lögfræðing um þetta mál, en hann og kona hans voru ágætir kunningjar okkar”. „Það er svo ekki að orðlengja það, að siðan fór ég af stað meö þessum mönnum. Þeir voru með stóran ameriskan bil fyrir utan húsiö, og þegar ég settist inn I hann, sá ég, að þriðji maðurinn kom hlaupandi utan frá bilskúrn- um við húsið okkar og var augljóst að hann haföi verið ein- hvers staöar á bakvið húsið I öryggisskyni, að likindum við bakdyrnar. Ég leit á þá tvo, sem höfðu sóttmiginn.ogsagði: „Það er ekkert annað” en þeir gáfu ekkert út á þennan viöbúnað. ' Fangaklefi: Legubekkur, borð og stóli. ff Sífell yfir segir Ein ljós eða hljóömerki i fangelsinu. Fljótlegakom fangavöröur, og þá áttaði ég mig á þvi að einn takk- inn var tengdur einhverju bjöllu- kerfi I húsinu. Fangavörðurinn var mjög vinsamlegur og útvegaði mér fljótlega teppi.” Hvers vegna gæsluvarðhald „Hvað leið svo langur timi, þar til þú fékkst að vita, hvers vegna þú værir kominn i varðhald?” „Það var einhvern tima fyrir hádegi, að ég var kallaður fram til þess að ræða við menn frá rannsóknarlögreglunni. Þá var mér tilkynnt, að ég hefði verið handtekinn vegna þess að talið væri, að ég byggi yfir einhverri vitneskju, sem varpað gæti ljósi á hvarf Geirfinns Einarssonar. A þessu stigi hafði ég ekki getað haft samband við lögfræöing minn og hann hafði enn engar upplýsingar fengið um málið. Þá var ég spuröur, hvort ég gæti skýrt eitthvað frá þvi máli, en ég varð alveg klumsa og vissi ekki hvernig ég ætti aö bregðast við. „Ég var hreinlega ekki búinn að átta mig á þvi, sem gerst hafði þarna um morguninn og var alveg orðlaus. Eftir skamma stund minnir mig að ég hafi þó getað stunið þvi upp að ég vissi alls ekkert um þetta mál.” Nokkru slðar kom svo rann- sóknardómarinn, örn Höskulds- son með stóra bók, endurtók spurningarnar og skrifaði eitt- hvað niður. Siðan las hann upp pistil þess efnis, að ég væri hér með hnepptur i 45 daga gæslu- varðhald i sambandi við rann- sókn á hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Einar G. Boliason „Þetta fékk mikiö á mig, 45 dagar i fangelsi. Ég trúði varla minum eigin eyrum. Mér varð ó- neitanlega hugsað til margs i sambandi við vinnu mina og heimili: Landsleiksins við breska ólympiuliðið, sem vera átti tveimur vikum seinna og mér datt ekki I hug neinn, sem gæti tekið við hlutverki minu við undirbúning leiksins. Þar að auki var ég meö ýmsa tauma i sam- bandi við þessi mál i minum höndum, enda er ég formaöur körfuknattleikssambandsins. Þar að auki var ég umvafinn skuld- um, eins og ungt fólk virðist vist vera almennt .1 dag, að minnsta

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.