Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 5

Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 5
Ein a&ferðanna sem Hedley Lamarr (Harvey Korman) notar til a& fá Bart (Cleavon Little) úr bænum er að „beita” fyrir hann hinni þokkafullu gyðju, Lily von Shtupp (Madeleine Kahn) sem svo reyndar heillast af honum og verður ástfangin. Það er landstjórinn, LePetomanes (Mel Brooks), sem grettir sig framan I einn mektarmanninn. Helsta og eina áhugamál LePetomanesar er einkaritari hans. Austurbæjarbló Blazing Saddles Bandarisk. Ekkert dvarlegt - bara kvikmynd Þessi kvikmynd hef- ur margt til sins ágætis og þó kannski helst það að hún gerir hæfilegt grin að viðfangsefni sinu, ribböldum villta vestursins (sem reynd- ar er ekki svo villt lengur þegar hér er komið við sögu) í Hún fjallar að mestu um ungan svertingjaj Bart að nafni, sem vinnur við brautarlagningu i eyðimörk i vesturrlkjum Bandarikjanna. Hann er frekar léttlyndur og lendir i alls kon ar klandri en bjargar sér samt furðulega vel úr sliku. Einn dag er þó mælirinn fullur, þegar hann rotar verkstjóra sinn með skóflu oger „dæmdur” til heng- ingar. Um þessar mundir kemur i ljós að færa verður járnbrautina til vegna sandbleytu og að- stoðarmaður landsstjórans, Hedley Lamarr ágirnist landið sem brautin á að fara um, telur að það verði milljónaverömæti meö brautinni. Hann telur bestu leiðina að stela landinu, en til málamynda er réttast að reka ibúa Rock Ridge, sem brautin á að liggja um, á brott. Hann sendir nokkra ribbalda til að gera usla I bæn- um og bæjarbúar biðja hann um hjálp. Hedley ákveður að gefa svertingjanum Bart lif gegn þvl aö hann gerist lögreglustjóri 1 bænum, en eins og menn senni- lega grunar gerist þessi mynd á þeim tima þegar litið var til svertingja með minni virðingu en flækingshunda. Með persónutöfrum sinum tekst þó Bart með tfinanum að fá Ibúana á sitt band og Hédley beitir öllum brögðum til að flæma bæði ibúana og Bart á brott án árangurs. Myndin er öll hin furðulegasta, mjög fjörug og fyndin, þótt stundum gangi brandararnir út iöfgar. Hún hefur þó þann störa kost að málið er alls ekki litið alvarlegum augum. Einnig er ferðast til i tímanum.Rock Rigde sýnt eins og borgin er I dag, án þess að hetjur okkar eldist nokkuð. Kannski er þetta gert til að sýna okkur að hér er aöeins um kvikmynd að ræða! flUS rURBÆ JARKHI ÍSLENSKUR TEXTI Bráðskemmtileg, heims- fræg, ný, bandarisk kvik- mynd i litum og Panavision, sem alls staðar hefur verið sýnd við geysimikla aðsókn, t.d. er hún 4. bestsótta mynd- in i Bandarikjunum sl. vetur. Cleavon Little. Gene Wilder. Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARAS B I O 5ími 32075 SUPERFLY TNT Ný mynd frá Paramount um ævintýri ofurhugans Priests. Aðalhlutverk: Ron O’Neil og Sheila Frazier. Sýnd kl. 5, 7 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. Islenskur texti. Jaröskjálftinn TÓNABÍÓ Sími31182 Flóttinn frá Djöflaeynni Hrottaleg og spenn- andi ný mynd, með Jim Browni aðalhlutverki. Mynd þessi fjallar um flótta nokk- urra fanga frá Djöflaeynni, sem liggur úti fyrir strönd- um Frönsku Guiana. Aðalhlutverk: Jim Brown, Cris George, Rick Eli. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími: 16444. Léttlyndir sjúkraliöar Afbragðs fjörug og skemmti- leg ný bandarisk litmynd. Candice Rialson Robin Mattson Islenskur texti. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Hörkuspennandi ný banda- risk litmynd um einn ill- ræmdasta glæpaforingja Chicagoborgar. Aðalhlutverk: Ben Gazzara og Susan Blakely. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1-89-36 THE MAN WHO MADE THE TWENTIES ROAR Flaklypa Grand Prix Alfholl ÍSLENSKUR TEXTI Afar skemmtileg og spenn- andi ný norsk kvikmynd I lit- um. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Hækkað verð. Miðasala frá kl. 3. . Simi: 11544. IHÁSKdUBjÖj Skotmörkin Targets Hrollvekja i litum. Handrit eftir Peter Bogdanovitsj. sem einnig er framieiðandi og leikstjóri. ISLENZKUR TEXTI. Aðalhlutverk: Boris Karioff, Tim O’Kelly. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 9. Að öilum likindum verður næsta kvikmynd, sem Austurbæjarbió tekur til sýninga, frönsk mynd, Le Magnifique, en þvi mi&ur er hún með ensku tali. Þetta er njósnamynd með Jean—Paul Belmondo I aðalhlut- verki. Myndin hlaut hina bestu dóma I dönsku blöðunum og er Bel- mondo þar hælt á hvert reipi. Það virðist þvi sem njósnamynda- unnendur hafi eitthvað til að hlakka til.. 1 1 Sími 50184 Wild Honey Ein djarfasta kvikmynd sem hér hefur verið sýnd. Bönnuð innan 16. ára. Sýnd kl. 5, 9 og 11. Ath. Myndin verður ekki sýnd I Rvik. NATTBÓLIÐ i kvöld kl. 20. miövikudag kl. 20. Slðasta sinn. ÍMYNDUNARVEIKIN 3. sýning sunnudag kl. 20. Litla sviðið LITLA FLUGAN þriðjudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasala 13.15-20. Simi 1-1200. LEIKFÉLAG ^2 22 REYKJAVlKUR 'P “ SAL'MASTOFAN I kvöld kl. 20.30. miðvikudag kl. 20.30 Fáar sýningar eftir. SKJALDHAMRAR sunnudag. Uppselt. fimmtudag kl. 20.30. Fáar sýningar eftir. Miðasalan I Iðnó opin kl. 14- 20.30. Simi 16620. Leiktélag Kópavogs TONY TEIKNAR HEST eftir Lesh Storn Þýðandi Þorsteinn ö. Stephensen. Leikstjóri Gisli Alfreðsson. Leiktjöld Gunnar Bjarnason. 3. sýning fimmtud. kl. 20.30. 'SI&asta sýning I vor. Miðasala alla daga frá kl. 5—7. Munið áskriftakort nýs leik- árs. Simi 41985 og 43556.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.