Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 22. mal 1976 vism ■ < V o: U3 ua e U3 “t a < öí Oí e JOT sr: e O' 5 6 </i □ • > ^ s 3 o • • S ? > o > o > > so 3. ■o o 3 . *o: M o <p jjT • SL ST M M o- 5T M 3 <o o -S* Sr ■t HÞ lisil fi 1111 o > « ____ ua nri c- 3 < „Skemmtilegasta sem ég geri er að stríða stelpum«/# — segir Páll Vilhjálmsson í viðtali við Vísi Þeir eru örugglega fáir sem ekki vita hver hann Palli er. Það nægir að segja Paili því hann er aldrei kallaður annað, þó hann heiti reyndar fullu nafni Páll Vilhjálmsson. Ákveðið er að birta öðru hverju í Vísi hér eftir viðtöl við ýmsar persónur, og ekkert fannst okkur Vísis- mönnum hæfa betur en að skipa Palla þar fremstunr f flokki. Palli tók því afar vel að spjalla við okkur, og lék að vanda á alls oddi. Við byrjuðum á þvf að spyrja hann hvar hann væri eigin- lega alla daga vikunnar, því við sjáum hann jú aldrei nema á sunnudög- um? „Ég? Ég er sko í skólan- um á hverjum degi frá 9 til 12. Svo er ég oft úti, líka oft hjá Varða og stundum heima. Mamma segir að ég sé aldrei heima þegar ég á að sendast út í búð eða þegar ég á að fara að hátta, en það passar sko ekki. Ég bara heyri svoleiðis f yrirskipanir alveg ferlega illa. Það er ábyggilega eitthvað að mér í eyrunum." „Þá yrði mamma nú spœld..." — Segöu okkur nú frá sjálfum þér, fjölskyldunni þinni og vinum þinum. „Ef ég segði það nú allt, þá yrði mamma nú spæld. Eða þá pabbi, eins og þegar pabbi... nei, annars ég lofaði að segja það ekki. En þú veist nú þetta með hana mömmu, ef þú hefur horft á Stundina okkar. Maginn á henni, maður minn. Hann er sko orðinn eins og ístran á honum Ingólfi frænda. Hann er ábyggilega feitasti maður í heimi. Hún er sko með krakka í maganum. Og pabbi á krakkann líka. Og þegar krakkinn kemur út, þá verðum við fjögur." — Og vinir þinir? „Nu, besti vinur minn er auðvitað hann Varði. Við erum alltaf saman nema stundum, þegar við verðum reiðir." „Það þýðir sko að vera ó tauginni..." „Off, þetta er nú meiri voöalegi hávaöinn,” sagöi Palli þegar vélarnar kepptust viö. Palla var boöiö upp á kók i Blaöaprenti, en klóraöi sér bara I kollinum þegar blaöamaöur reyndi aö útskýra fyrir honum hvernig þaö gengur fyrir sig aö koma VIsi út. — Hvernig finnst þér aö vera oröinn frægur? „Æ, bara ágætt. Mamma er alltaf að segja að ég eigi ekkert að vera montinn af því. Hún segir sko að hún Sirrí leyfi mér ekkert að vera í Stundinni okkar af því að ég sé eitthvað merkilegur. Ég sé sko bara svona eins og allir strákar, stundum þægur, stundum svona dáldið tja, irriteraður. Það þýðir sko að vera á tauginni. Sko irriteraður er útlenska. Lærði það af Amalfu frænku. Hún er alltaf svo irriteruð." — Varstu ekkert tauga- óstyrkur þegar þú komst fyrst frain I sjónvarpinu? „Jú, alveg í steik. Sirrf líka. Við vorum alveg að drepast. En nú erum við alveg köld. Nú þekkjumst við líka." — Helduröu aö þaö séu margir frægari en þú? „Eg veit ekki. Kannski Kristján Eldjárn, þú veist, pabbi hans Þórarins í Matthildi, hann þarna forsetinn. Kannski Friðrik Ólafsson." „Alltaf gaman" — Hvaö er þaö skemmtilegasta sem hctur gerst hjá pér i sjón- varpinu? „'Tja, afmælisgjafnirnar voru nú góðar. Annars finnst mér alltaf gaman." — Þú ert alltaf aö segja brandara þar. Geturöu ekki sagt brandara núna? 7,Heldurðu að ég segi brandara bara svona eftir pöntun? Veistu hvað garð- yrkjumaðurinn sagði þeg ar hann var spurður hvað hann gerði? Ha? Hann sagði: Nú ég er auðvitað blaðamaður." — Hvaö er þaö skemmtilegasta sem þú gerir? og þaö leiöinleg- asta? „Skemmtilegasta? ..Skemmtilegasta? Stríða stelpum. Leiðinleg- asta? Skipta um föt — eða kannski taka lýsi. Ja, eiginlega að gera allt sem er hollt, en ég geri það nú samt." „Ég skrítinn? Ég er sko ekkert skrítinn..." — Hvaö ætlaröu aö veröa þegar þú ert oröinn stór? — Ég er alltaf að skipta um skoðun. Það er sem sagt óákveðið. — Ertu skotinn I einhverri stelpu? „Eitt er sko öruggt. Ég er ekki vitund skotinn í henni Guðbjörgu, þó að Varði sé að þvæla um það. Það er bara svo ferlega gaman að stríða henni."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.