Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 8

Vísir - 22.05.1976, Blaðsíða 8
8 'í VÍSIR Útgefandi: Keykjaprent hf. Framkvæmdastjóri; DaviA Guömundsson Kitstjórar: horsteinn Pálsson, ábm. Ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Kragi Guömundsson Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson BlaÖamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K- Guöfinnsson, Emilia Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes» Sigurveig Jóns- dóttir, Valgarður Sigurösson, Drúöur G. Haraldsdóttir. íþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson. útlitsteiknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Ásgeirsson. Auglýsingar: Ilverfisgötu44. Simar U660 86G11 Afgreiðsla: liverfisgötu 44. Sími 86611 Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf. Harða sóknarstefnu en Laugardagur 22. maí 1976 vism Umsión:' ólafur Hauksson Úthverfil Bombay á Indlandi. Þannig teygja þau sig fcrkilómetra eftir ferkiiómetra yfir borgarstæöiö. ekki aðgerðarleysi Einar Ágústsson utanrikisráðherra stóð, svo að ekki verður um villst, fyrir nýrri sóknarlotu gegn bretum á ráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins i Osló. Að sjálfsögðu er óvarlegt að spá um fram- vindu málsins á þessu stigi. Endanlegur árangur ræðst af þvi hvernig haldið verður á spilunum næstu daga og vikur. Fyrir fundinn heyrðust margar efasemdaraddir, sem töldu að ráðherrann ætti ekki að mæta þar. Þannig vildu ýmsir, að við mótmæltum ofbeldis- verkum breska flotans með þvi að láta utanrikis- ráðherra sitja heima og horfa i gaupnir sér. Formlega séð hefði að sjálfsögðu mátt lita á slika heimasetu sem sterk mótmæli. En i eðli sinu eru mótmæli af þvi tagi aðgerðarleysisstefna. Og vist er að við náum aldrei árangri i landhelgisbaráttunni með aðgerðarleysi einu saman, þó að i þvi eigi að felast formleg andmæli við yfirgangi. Eins og þetta blað hefur marg sinnis bent á er það beiniinis skyida rikisstjórnarinnar að þrengja að bretum svo sem frekast er kostur, þar sem við höf- um itök á erlendum vettvangi. Engum vafa er undirorpið að við höfum mesta möguleika til raun- verulegra áhrifa i þessum efnum innan Atlants- hafsbandalagsins. Að visu voru það vonbrigði, að okkur skyldi ekki fyrr i vetur með aðstoð bandalagsþjóðanna takast að knýja breta til viðræðna á þeim grundvelli, sem við höfum lagt. En svo virðist sem mál hafi heldur þokast i þá áttina eftir ráðherrafundinn i Osló. í þvi sambandi er fyrst á það að lita, að utanrikis- ráðherra breta varð að brjóta odd af oflæti sinu og biðja um sérstakan fund með Einari Ágústssyni. Sú staðreynd ber órækan vott um, að bretar eru að lin- ast. Einar Agústsson hefur einnig skýrt frá þvi, að hann hafi orðið var við breyttan tón i bretum og þeir séu opnari fyrir lausn deilunnar en áður. Að sjálfsögðu getum við ekki hvikað frá þeim grundvallarskilyrðum, sem við höfum sett fyrir friðsamlegri lausn. Hún hlýtur þvi að byggjast á brotthvarfi herskipa og verulegum undanslætti frá fjarstæðukenndum kröfum þeirra fram til þessa. Utanrikisráðherra hefur einnig skýrt frá þvi, að hann hafi á þessum fundi i Osló orðið var við meiri áhuga bandalagsþjóðanna en fyrr til þess að stuðla að lausn deilunnar. Engum blöðum er þvi um að fletta, að þessi sóknarlota Einars Ágústssonar hef- ur verið árangursrik, hvort sem hún leiðir til undanhalds breta i bráð eða ekki. Við höfum hvað sem þvi liður styrkt stöðu okkar. Þessari pólitisku sókn á nú að halda áfram. Það er skylda rikisstjórnarinnar að blása á allar kröfur um aðgerðarleysismótmæli. Þau færa okkur ekki nær settu marki. Það er fyrst og fremst hörð og ákveðin sóknarstefna innan Atlantshafsbandalags- ins og þar annars staðar, sem við höfum tök á að þrengja að bretum, sem gildir. Habitat: „Byggða- ráðstefna" Sam- einuðu þjóðanna „ Byggðaráðstefna” heimsins verður haldin i Vancouver i Kanada 31. mai til 11. júni. Ráð- stefna þessi sem nefn- ist Habitat er á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þessi ráöstefna veröur sú stærsta sem Sameinuðu þjóöirnar hafa haldiö. 135 lönd taka þátt i henni, og koma sam- tals tvö þúsund fulltrúar frá þessum löndum. Habitat á aö fjalla um manna- byggö og vandamál hennar. Umræöuefniðer geysiumfangs- mikið. Heimurinn sér fram á stórfelld húsnæðisvandamál meö núverandi fðlksfjölgun. Ar- iö 2000 mun fólksfjöldi hafa tvö- faldastfrá þvísem nú er, og fyr- ir þennan fjölda þarf aö sjálf- sögöu húsaskjól. Þessiráðstefna hefurekki það verkefni aö ákveöa hvernig leysa megi þessi vandamál. Hún er fyrst og fremst til að miöla upplýsingum milli landa um húsnæöisvandamál, og hvaða lausn hver hefur hugsað sér á þeim. Húsnæöisvandamál eru ekki siöur mikil i þróuöum iönaöar- rikjum en fátækum þróunar- löndum. Fljótt á litiö viröast þau þó meiri i þróunarlöndum. Mikill hluti ibúa þróunarlanda býr I húsakynnum sem engum dytti i hug að lita viö I iðnaðar- rikjum. En húsakynni sem kynnu aö vera álitin hreysi i iðnaðarrikjum flokkuöust undir hallir i þróunarlöndum. Framkvmdastjóri Habitats, Enrique Penalosa, leggur 'á þaö áherslu, að þótt alþjóöleg ráð- stefna sé haldin um þessi vandamál, þá verði þau fyrst og fremst leyst innan hvers lands. Hann segir að gera veröi rikis- stjómum ljóst aö meiri rækt veröi að leggja viö byggingu húsnæöis, til aö halda i viö fólks- fjölgunina. Hann bendir á aö meö þvi að auka húsabyggingar, megi minnka atvinnuleysi, þvi slikar framkvæmdir útheimta mikinn vinnukraft. Þátttakendur á Habitat munu skiptast á upplýsingum um mis- tök þjóöa sinna við að útvega húsaskjól fyrir alla, eöa það sem vel hefur verið gert. ömurleg fátækrahverfi I Kal- kútta koma jafnt til umræöu og vaxandi ofbeldi i New York, sem oft hefur veriö kölluö borg borganna. En þrátt fyrir mikil vandamál borga og bæja i iönaðarrikjum, samfara mikilli neyslu og kröf- um, þá eru þaö þróunarlöndin sem eiga viö mestan vanda aö glima, þvi' I þeim mun fólks- fjölgunin veröa mest. Sem dæmi um fjölgun i borg- um sem teljast veröa til fátækra landa, má nefna aö áætlað er aö á næstu 25 árum fjölgi Ibúum Bombay úr 7 milljónúm I 20 milljónir. Um aldamót er gert ráöfyrir aö ibúum Mexikóborg- ar hafi fjölgaö úr 10 milljónum i 30 milljónir. Lausn húsnæöisvandamál- anna er ekki ein, heldur gilda sitt hverjar reglur á hverjum stað. En hvernig á að fara aö þvi aö veita öllum húsaskjól? Kostnaöurinn viö það er svo gifurlegur, að þaö er i raun og veru óhugsandi. Gera verður ráö fyrir aö full- trúar á Habitat skiljl ekki ætiö hver annari, þegar þeir eru að tala um tátækrahverfi. Fulltrú- inn frá London gæti veriö aö minnast á hús sem þyrfti aö rifa, e'ri fulltrúinn frá einhveiju þróunarlandanna mundi kalla húsiö höll. Eitt meginviöræöuefniö á Habitat veröur fólksflutningar úr sveitum til borga. Fátækra- hverfi i borgum byggjast yfir- leitt upp af sveitafólki sem hef- ur flutt til borgarinnar til aö freista gæfunnar. Hvernig á aö stööva þennan straum, eöa er æskilegt að stööva hann? A það er bent aö viöa i sveit- um i þróunarlöndum búi fólk viö gifurlega einangrun og skort á Merki Habitat táknar hnöttinn, manninn og húsaskjól. aiiri þjónustu. Margir telja það bestu lausn húsnæöisvandamála aö reisa sem viöast þorp og litlar borgir, til aö gera sem flestum kleift aö búa i „byggð”, njóta þjónustu, en eiga ekki á hættu örtröð stór- borganna. Svo er þaö höfuöverkurinn aö fá yfirvöld borga og rikja til aö gera sér grein fyrir vandanum. Margar ríkisstjórnir I þróunar- löndum telja þaö höfuöviöfangs- efni að iönvæöast. Þegar megin- áherslan er lögö á það, er sú hætta fyrir hendi aö gerö hús- næöis veröi látin sitja á hakan- um. Sú hætta er fyrir hendi, aö ef milljónir manna safnast saman viö illan húsakost, fátækt og at- vinnuleysi, aö úr veröi bylting. Valdhafar gera sér grein fyrir þessu, og þeir munu þvi reyna aö gera eitthvað til aö bæta úr. Ein nýjung á þessari ráð- stefnu gerir hana ólika öörum alþjóðaráöstefnum. Þegar svona ráöstefnur eru haldnar, einkennast þær yfirleitt af löng- um og leiöinlegum ræöum, og mikilli skriffinnsku. Margir gagnrýna skriffinnskuna, og segja hana koma i veg fyrir raunhæfan árangur. A Habitat veröur reynt aö spara oröin, og meira reynt á sjónina. Viö undirbúning þessarar ráöstefnu hafa nefni- lega verið teknir margir kiló- metrar af kvikmyndum frá mörgum borgum heims, til að sýna ráöstef nufulltrúum hvernig ástandiö er i raun og veru nú. Nánar veröur sagt frá þessum kvikmyndaþætti Habitat hér á siöunni á mánudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.