Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 1
„RAUTT LJÓS" Á 1
SVERTINGJANA!
Körfuknattleikssambandið setti hömlur á
innflutning bandarískra körfuknattleiksmanna
^ - sjq íþróttir bls. 11-12-13-14^
„Samningar til skamms
tíma koma til greina"
— segir Lúðvík Jósepsson
„Ef samningar rynnu út
í ágúst-september og skýrt
væri tekið fram að öllum
samningum við breta um
veiðiheimildir væri þar
með lokið/ teldi ég það
koma til greina að semja.
Enda væri þá samið um að
þeir fengju ekki meira í
sinn hlut en þeir hugsan-
lega gætu veitt án samn-
inga".
A þessa leið fórust Lúðvik
Jósepssyni, alþingismanni og for-
manni þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, orð i samtali við Visi i
morgun.
,,Að öðrum kosti tel ég ekki
koma til mála að semja”, sagði
Lúðvik. „t fyrsta lagi vegna þess
að ég tel að ekki sé um neitt að
semja, á sama tima sem jafnvel
er talaö um að stöðva veiðar
okkar sjálfra. t ööru lagi benda
allar likur til þess að stefnu-
markandi ákvörðun verði tekin á
næsta fundi Hafréttarráðstefn-
unnar i ágúst eða september.
Eftir þá samþykkt tel ég að
deilunni við breta veröi lokið.
EKG
Lúðvik Jósepsson.
l.andhelgisdeilan rœdd ó ríkisstjórnarfundi í morgurt
Hugsanlegir samningor
snúast um fjölda skipa
Ef til samningavið-
ræðna kemur við breta
um lausn landhelgisdeil-
unnar er talið, að fyrst og
fremst verði rætt um
fjölda togara, sem hér
megi veiða í skamman
tíma, en ekki um afla-
magn eins og áður. Sam-
kvæmt norskum heimild-
um, sem Vísir hefur,
bendir margt til, að f jöldi
breskra togara, sem hér
fengju veiðiheimildir
með samningum yrði
miðaður við, að þeir gætu
veitt um það bil 17 þúsund
lestir fram til áramóta.
„Taktu nú góða mynd,” sagði Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráöherra, og brosti breitt, þegar Loftur
Ásgeirsson, ljósmyndari, fékk að skjótast inn á rikisstjórnarfund i morgun. Forsætisráðherra og utan-
rikisráöherra voru aö fara að gera rikisstjórninni grein fyrir viðræðum sinum við Antony Crosland,
utanrikisráðherra Bretlands, i Osló.
Eftir er að leggja málið fyrir utanrikismálanefnd og þingflokkana. Flestir eru sammála um að nú séu
meiri likur til, að saman gangi I landhelgisdeilunni en nokkru sinni áður.
Búist er við að Einar Ágústsson og Antony Crosland hafi frekari fund um máiið I Osló á næstunni.
Bresku blöðin eru sammála um að útlit sé fyrir að lausn landhelgisdeilunnar sé á næsta ieiti. Að undan-
förnu hafa þau veist harkalega að bresku rikisstjórninni fyrir þráa hennar og lagt að henni að sýna
meiri sveigjanleika. — ÓT.
Fyrstu Kópavogs-
stúdentarnir
Fyrstu stúdentarnir útskrifuð-
ust frá Menntaskólanum I Kópa-
vogi i fyrradag þegar skólanum
var slitið við hátiðlega athöfn i
Kópavogskirkju.
Ingólfur A. Þorkelsson, skóla-
meistari, flutti skólaslitaræðuna,
afhenti stúdentum skirteini sln og
verðlaun fyrir ágætan árangur i
einstökum greinum. Hæstu ein-
kunn á stúdentsprófi hlaut Kristin
Hallgrimsdóttir 4 M, máladeild,
8,4.
Menntamálaráðherra flutti
ávarp og afhenti skólameistara
bréf varðandi lóð undir nýja
byggingu fyrir starfsemi skólans.