Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 8
8 í
VÍSIR
Útgefandi: Iteykjaprent hf.
Framkvæmdastjón: Davlö Guömundsson
Kitstjórar: Þorsteinn Pólsson, ábin.
ólafur Kagnarsson •
Kitstjórnarfulltrúi: Bragi Guömundsson i
Fréttastj. erl. frétta: Guömundur Pétursson
Blaöaménn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Emilia !
Baldursdóttir, Ólafur Hauksson, Óli Tynes, Sigurveig Jóns-
dóttir, Valgarður Sigurösson, Þrúður G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Björn Blöndal, Kjartan L. Pálsson.
útlitstciknun: Arnór Ragnarsson, Þórarinn J. Magnússon.
Ljósmyndir: James H. Pope, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 ,
Kitstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611.7 linur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Nýja afstöðu til
stóriðjusamstarfs
Samstarfið við Union Carbide um rekstur málm-
blendiverksmiðju i Hvalfirði er nú farið út um þúf-
ur. Meðan samningaviðræður standa yfir við norskt
fyrirtæki i þessari grein biður gryfjan i Hvalfirði
þess sem verða vill.
í fyrstu var gefið til kynna, að óráðlegt væri að
halda áfram byggingu verksmiðjunnar vegna verð-
falls á málmblendi. Nú er hins vegar komið á dag-
inn, að valdaátök innan Union Carbide hafa ráðið
mestu um breytta afstöðu fyrirtækisins og svo hitt,
að það ræður fremur litlu á málmblendimarkaðn-
um i Evrópu.
Við erum meirihlutaaðilar að verksmiðjunni og
stöndum nú uppi með fyrirtækið og getum litið ann-
að gert en snúið okkur til annarra aðila og leitað eft-
ir samstarfi. Eignaraðildin hefur ekki styrkt stöðu
okkar á neinn veg i þessu samstarfi.
Þegar samningaviðræður hófust á sinum tima við
Union Carbide markaði þáverandi orkuráðherra þá
afdráttarlausu stefnu, að islendingar yrðu að eiga
meirihluta i slikum stóriðjuverum. Það átti að vera
trygging fyrir fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar
og þvi, að erlend stórfyrirtæki gætu ekki leikið okk-
ur grátt.
Núverandi rikisstjórn tók þessa vinstri stjórnar-
stefnu upp ómelta og hélt þvi áfram á sömu braut og
fyrrverandi iðnaðarráðherra hafði lagt. Nú höfum
við fyrir augunum skipbrot þessarar misskildu
þjóðernisstefnu.
Sannast sagna stafar okkur miklum mun meiri
hætta af samstarfi af þvi tagi, sem reynt var að
koma á fót við Union Carbide heldur en t.d. þvi
fyrirkomulagi sem rikir um rekstur Álverksmiðj-
unnar. Þar höfum við tryggar tekjur en tökum ekki
áhættu af markaðssveiflum með sama hætti eins og
meirihlutaeigendur.
Sannleikurinn er sá, að þessi stórfyrirtæki ráða
yfir þekkingunni, hráefnunum og markaðnum fyrir
framleiðsluna. í þessum efnum höfum við engin á-
hrif og meirihlutaaðild að sjálfri verksmiðjunni
hefur þvi enga þýðingu eins og dæmin sanna.
í fyrirhuguðum samningaviðræðum við norska
aðila um samstarf við byggingu og rekstur málm-
blendiverksmiðjunnar þarf að taka tillit til þeirrar
reynslu, sem við höfum nú fengið. Rikisstjórnin
hlýtur að hverfa frá þessari barnalegu stefnu um
meirihlutaaðild islendinga. Hún er svo augljóslega
röng.
Fram til þessa hafa stjórnvöld ekki gefið neitt til
kynna um það á hvaða grundvelli hugsanlegt sam-
starf við norðmenn verði reist. Mikilvægt er þó, að
stjórnvöld taki af skarið i þessu efni.
í sjálfu sér er bæði eðlilegt og rétt að leita i ein-
hverjum mæli eftir samstarfi við erlendar fyrir-'
tækjasamsteypur um stóriðjurekstur. Raforkusala !
til stóriðju auðveldar okkur að byggja upp á eigin
spýtur hagkvæmar virkjanir. En krafan um meiri-!
hlutaaðild okkar að slikum verksmiðjurekstri er á !
miklum misskilningi byggð. Hún er ekki sjálf-
stæðismál eins og sumir hafa látið i veðri vaka.
—iNfo-nnílflnv
Mánudagur 24. mal 1976 vism
Umsjón:4
ólafur Hauksson
P*
T w.
'J ‘1*.
Eins og skýrt var frá
hér á siðunni á laugar-
dag, þá er Habitat ráð-
stefna Sameinuðu þjóð-
anna um byggðamál
óvenjuleg að þvi leyti,
að kvikmyndir verða
sýndar frá þeim vanda-
málum sem ráðstefnan
fjallar um.
1 tvö ár hefur þessi liöur ráö-
stefnunnar veriö i undirbúningi. t
tugum landa hafa liö kvikmynda-
tökumanna fariö um borgir og
bæi til aö kvikmynda slæmu
hliðarnar og góðu hliðarnar.
Þessi aöferö viö aö sýna ráö-
stefnufulltrúum viö hvaö þeir eru
aö glima, þykir heppilegri en
þúsund orö, þött hún sé aðeins
dýrari.
Meö þessari aðferö ætti aö nást
til ráðstefnufulltrúa á áhrifarikan
hátt og fá þá til aö taka einaröari
afstöðu til málanna. Reynslan er
nefnilega sú, að þar sem langar
ræöur eru fluttar daginn út og
daginn inn á svona ráðstefnum,
ruglast fulltrúarnir, og ráöstefn-
an drukknar i pappirsflóöi.
Kvikmyndirnar sem sýndar
veröa eru sumar hverjar unnar
viö frumstæð skilyröi, en þær
skila engu að siöur þvl til
áhorfandans sem ætlast er til.
Mestur hluti kvikmyndanna
var tekinn i fyrra. Má segja aö
þaö hafi veriðárið sem heimurinn
lét taka mynd af sér — og það lik-
lega ekki sem fallegasta.
En verkefni Habitat eru aö
miðla upplýsingum og tillögum til
lausnar þvi stórkostlega vanda-
máli sem blasir viö I framhaldi af
fólksfjölguninni — að útvega
þessu fólki húsnæöi
1975:
árið
sem
heimurinn
var
myndaður