Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 6

Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 6
Mánudagur 24. maí 1976 VISIR Guömundur Pétursson Karen Ann andar sjátt Karen Ann Quinlan hefur andað án aðstoð- ar öndunarvélar siðaslliðna fjóra daga, að þvi er New York Times hélt fram i morgun. Karen Ann hefur legið í dái i rúmt ár, og aðeins lifað með hjálp 'öndunarvélar. Fósturfor- eldrar hennar hafa barist fyrir þvi undanfarna mánuði að fá að taka öndunarvélina úr sam- bandi. Undirréttur neitaði að verða við beiðni þeirra, en áfrýjunarréttur i New Jersey, þar sem Karen Ann liggur á sjúkrahúsi, úrskurðaði að ef engin batavon væri fyrir hana, mætti taka vélina úr sambandi. Talsmaður sjúkrahússins i New Jersey neitaði að staðfesta hvort frétt New York Times væri rétt. Blað i Morristown, þar sem sjúkrahúsið er, segir að siöustu 10 daga hafi öndunarvélin verið tekin úr sambandi af og til. Blaðið segir að Karen Ann hafi verið flutt af gjörgæslu inn á einkasjúkrastofu. Fórv að skjóta í ofsahrœðshi Yfirstjórn hersins á Filipseyjum telur að snöggur ótti meðal flug- ræningjanna hafi orsakað bardagann milli þeirra og hermanna á flugvellinum i Zambo- anga á Filipseyjum i gær. Þrettán fórust i bardaganum, og þegar kviknaði i flugvélinni sem rænt hafði veriö. Meðal hinna látnu voru sex flugræningjanna. Flugvélinrti var rænt fyrir þremurdögum. Flugræningjarnir kröfðust þess aö fá þotu til að fljúga til Libýu, peninga og skot- vopn. Herinn telur að flugræningj- arnir hafi óttast að allt væri að fara úr böndunum á þeim, þegar nokkrir farþegar og áhafnar- meðlimir þustu skyndilega að dyrum flugvélarinnar. Ræningj- arnir fóru þá að skjóta, og um leið þustu hermenn aö vélinni. Hand- sprengja sprakk og eldur kvikn- aði I vélinni. Skömmu siðar varð sprenging. Flestir létust þegar kviknaði I vélinni. Þeir þrir ræningjar sem lifðu af særðust allir, svo og a.m.k. 19 af hinum 83 farþegum. Ræningjarnir sögðust vera skæruliðar aðskilnðarhreyfingar múhammeðstrúarmanna. ALI FÍLL Við þessu gat Ali ekkert gert. Hvorki rifið kjaft né slegið frá sér. Hann stóð á háum trépalli i gær, og var að láta vigta sig fyr- ir keppni sem fram fer i Mun- chen á þriðjudag, þegar borðin brustu og Ali féll hálfur niður um gatið. Heimsmeistarinn i boxi i þungavigt, Muhammad Ali, lenti á rassinum á gólfi pallsins, með fæturna niðurúr. Læknir hans skoðaði hann strax á eftir, en sagði aö heims- meistarinn hefði ekki fengið svo mikið sem skrámu eða mar- blett. Ali á að keppa við hinn tveggja metra háa breta Richard Dunn á þriðjudaginn.. „KISSINOFR MORÐINGI" — var kveðjan sem utanríkis■ ráðherrann fékk við komuna til Svíþjóðar Henry Kissinger kom i opin- bera heimsókn til Sviþjóðar i gær. Stuttu áður hafði geysifjöl- menn mótmælaganga farið um götur Stokkhólms. Göngumenn báru skilti með gagnrýnisoröum um stefnu og aðgerðir Banda- rikjanna i Chile, Indókina og Miðausturlöndum. Krafist var réttarhalda yfir Kissinger sem striösglæpamanni. Mannfjöld- inn hrópaði: „Kissinger morð- ingi”, og gekk aö bandariska sendiráðinu. Allt fór friðsam- lega fram. Gangan leystist upp áður en Kissinger kom til Stokk- hólms. Þessi mótmælaganga er sú stærsta siðan sprengjuárásum Bandarikjamanna á Hanoi á jólunum 1972 var mótmælt. Tal- ið er að um 15 þúsund manns hafi verið i göngunni i gær. Fáleikar hafa verið i opinber- um samskiptum Bandarikjanna Og Sviþjóðar siðan mótmælin voru gegn Hanoiárásunum. Þá gekk Olof Palme forsætisráö- herra svo langt að kalla Nixon þáverandi forseta ónöfnum. Þegar sendiherra Sviþjóðar fór frá Washington stuttu sfðar, til- kynnti Nixon að óþarft væri að skipa annan i hans stað. Löndin höfðu enga sendiherra hvort hjá öðru i 13 mánuöi. Sviar hafa einnig ásakað bandarikjamenn um að hafa átt þátt i herforingjabyltingunni i Chile 1973. Búist er' við aö meðal um- ræðuefna milli þeirra Kissing- ers, Palme og Sven Andersson utanrikisráðherra Sviþjóðar á fundi þeirra i dag, verði alþjóð- leg efnahagsleg samvinna, að- stoð við þróunarlönd og horfur á þiðu i sambúð austurs og vest- urs. Talið er aö Kissinger og hinir sænsku gestgjafar hans verði ekki á eitt sáttir um kenningar Kissingers um þróun kommún- isma i evrópskum lýðræðislönd- um. Kissinger telur, að ef komm- únistar vinni kosningarnar á Italiu þann 20. júni, eigi hvert Evrópulandið á fætur öðru eftir að kjósa kommúnista yfir sig. Þessum tilgátum hafa sviar hafnað algjörlega. Embættismenn i för með Kissinger telja að Palme muni spyrja utanrikisráðherrann um þá aðstoð sem bandarikjamenn lofuðu Noröur-VIetnam. Banda- rikjamenn hafa neitaö að standa við loforð sin á þeim for- sendum að Norður-Vietnam hafi ekki staðiö við friðarsamning- ana i Paris 1973, meö þvi að ráð- ast inn i Suður-Vietnam, og her- nema landiö. Auk þess að ræða viö sænska ráðamenn mun Kissinger að öll- um likindum heilsa upp á aldr- aðan frænda sinn, Arno Kissing- er, sem flúði.frá Þýskalandi fyr- ir 40 árum. Afi Kissingers er grafinn i 'Stokkhólmi. Hann flúði undan nasistum frá Þýskalandi til Svi- þjóðar árið 1938, sama ár og for- eldrar Kissingers fluttu hann og bróður hans til Bandarikjanna. Vilja róssar fœrri lang- drœgar flaugar? Talið er að sovétmenn séu- reiðubúnir til að failast á meiri takmörkun á fjölda langdrægra eldflauga en. þeir höfðu fallist á I fyrstu umferð SALTviðræðnanna uin takmörkum kjarnorkuvopna. Þetta segir bandariska frétta- ritið Newsweek. Blaðið segir aö nýlegar njósnaskýrslur hafi komið vangaveltum af stað um þetta i Washington. Astæðan fyrir hugsanlegri breytingu á afstöðu sovetmanna sé sú að þeir geti ekki endurnýjað hinar 1400 langdrægu eldflaugar sínar með fullkomnari flaugum, eins og gert er ráö fyrir i SALT samningnum. Sérfræðingar telja að sovét- menn hafi ekki minnkað kjarna- odda nægilega til að koma þeim fyrir I MIRV eldflaugunum, sem snúa aftur eftir að hafa losað farm sinn. Njósnarinn farinn heim Sovéski btaðamaðurinn sem veriö liefur í gæsluvarðhaldi uudanfarna tiu daga I Tókýó vcgna ásakana um njósnir, i'laug með fjölskyldu sinni til Moskvu I gær. Japönsk yfirvöld sögðust hafa nægar sannanir til að höfða mál á hendur blaða- manninum Alexander Mache- khin, en báðu sovéska sendi- ráðiö aö sjá frekar til þess að Machekhin færi af landi brott. Machekhin er sakaður um að hafa reynt að kaupa upp- lýsingar um flugumferöar- stjórntæki og dulmálslykla af undirforingja á flugmóður- skipinu Midway. Blaöamaðurinn á aö hafa boðið undiríoringjanum þús- und dollara fyrir hvert atriði sem hann gæti upplýst um. En i staðinn fyrir að næla sér i aukapening tilkynnti sjóliöinn um tilraunir blaðamannsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.