Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 3

Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 3
vism Mánudagur 24. mai 1976 3 Aldrei selt meira lagmeti í einu Sölustofnun lagmetis hefur gert samning um sölu á 5 milljónum dósa af gaffaibitum til Sovétrikj- anna. Er hér um að ræöa stærsta sölusamning sem Sölustofnunin hefur gert, bæði hvað snertir magn og verðmæti. En útflutn- ingsverðmæti er áætlað vera um 400 milljónir islenskra króna. „Það hefur orðið gjörbreyting hjá lagmetisiðnaðinum siðan hægt var að fá nægjanlegt is- lenskt hráefni”, sagði Gylfi Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Sölastofnunar lagmetis er Visir hafði samband við hann. „Vandamál tveggja siðustu ára hefur verið það að verksmiðjurn- ar hafa ekki getað unnið úr inn- lendu hráefni. Þess i stað hafa þær orðið að láta sér nægja mun minna og lélegra hráefni að utan. Eftir að leyft var að veiða sild hér við land að nýju sköpuðust verkefni fyrir verksmiðjurnar, sem munu duga þeim fram i nóvember. Sterkari staða — Nú getum við sýnt fram á hæfni okkar að framleiða góða vöru. Það gefur okkur sterkari stöðu en áður”, hélt Gylfi áfram. „Verðið á þessum gaffalbitum sem við seljum nú til Sovétrikj- anna er sæmilegt. Að visu hefur það ekki hækkað frá þvi i fyrra. En framleiðendur geta sætt sig við það. Astæðan fyrir þvi er sú, að með auknu og batnandi hráefni skap- ast meiri vinnuhagræðing fyrir verksmiðjurnar.” Gylfi bent á áð háir tollar i EBE rikjunum yllu þvi að þessi mark- aður væri okkur gjörsamlega lok- aður. Einmitt EBE markaðurinn hefur verið aðalmarkaðurinn fyr- ir lagmeti og gekk sala þangað vel allt fram á árið 1974. „Vegna þess að bókun sex hefur ekki tekið gildi er það viðskipta- leg staðreynd að við erum ekki með i leiknum á þessu markaðs- svæði.” —EKG Nýtt ferðamálaróð fœr mílljónatugi úr að spila Nýtt þrettán manna Feröa- málaráð tslands fær tlu prósent af árlegu söluverðmæti Fri- hafnarinnar i Keflavik til að spila úr. Ráðið tekur við þrem verkefnum sem Ferðaskrifstofa rikisins hefur haft með höndum og hyggur að ýmsum fleiri lið- um ferðamála. Frumvarp um hið nýja Ferðamálaráð tslands var sam- þykkt skömmu fyrir slit siðasta þings. Björn Vilmundarson, for- stjóri Ferðaskrifstofu rikisins, sagði Visi að framvegis myndi Ferðaskrifstofa rikisins vinna sem almenn ferðaskrifstofa, með þvi að veita upplýsingar um ferðir, selja farmiða, skipu- leggja hópferðir innanlands og fleira þessháttar. Ferðaskrifstofan á að starf- rækja sumarhótel i húsnæði heimavistarskólanna eftir þvi sem um semst við forráðaaðila og um miðjan júni verður opnað tiunda hótelið, á Isafirði. Engar sólar- landaferðir Björn Vilmundarson sagði að Ferðaskrifstofa rikisins myndi ekki taka upp samkeppni 'i sól- arlandaferðum. Hún væri hins vegar með mikið af hópferðum um landið. Þær ferðir eru seldar með gistingu og fararstjórn. Hið nýja Ferðamálaráð hefur ýmsum verkefnum að sinna. Ferðamálaráð hefur að visu lengi verið til, en verið hljótt um það. Hið nýja Ferðamálaráð Is- lands á hinsvegar að fara með stjórn ferðamála i landinu, und- ir yfirstjórn samgönguráðu- neytisins. Landkynningin stærst Þeir þrir póstar sem Ferða- málaráðið tekur af Ferðaskrif- stofunni eru landkynning, þátt- taka i fjölþjóðlegu samstarfi um ferðamál og skipulagning nám- skeiða og þjálfun leiðsögu- manna. Sem fyrr segir fær ráðið til ráðstöfunar tiu prósent af sölu- verðmæti Frihafnarinnar. Ekki leiðir það þó tii tiu prósent hækkunar á vörum þeirrar á- gætu verslunar, þvi féð verður tekið af tekjuafgangi hennar. Ólafur Thordarsen, forstjóri Frihafnar, tjáði Visi að tekjuaf- gangur yrði liklega um sjö- hundruð milljónir á þessu ári og fær þvi Ferðamálaráð sjötiu milljónir til ráðstöfunar. Ferðaskrif stofu rikisins var jafnan naumt skammtað fé til landkynningar. Með þessu nýja fyrirkomulagi ætti að ræt- ast nokkuð úr þeim málum. Unnið að undirbúningi smábátahöfnina fyrír mörkunum notkun smábáta- hafnarinnar sem fyrirhugað er að koma upp fremst á Elliöaár- hólmanum, verði háð. Þó væri liklegt, að ekki yrði leyfö mikil umferð um höfnina að nóttu til á sumrin, sérstaklega i júli, þegar laxagengdin er i hámarki. Visir sagði frá undirbúrúúgi að gerð smábátahafnarinnar i mars s.l. Þar kom fram, að borgarverkfræðingur hefur unnið að þessu máli i samvinnu við félag smábátaeigenda, Snarfara. I fyrsta áfanga verður aðstaða fyrir 2-300 báta i höfninni og verður byggð þar skemma fyrir bátana og flot- bryggja til að binda þá við. Bygging hafnarinnar mun ekki eiga að hefjast nú á þessu sumri, en verið er að ljúka við uppfyllingu við hólmann. Kvað Jakob ekki veröa unnið þarna nema örfáa daga i viðbót, þar sem lax fer að ganga i Elliða- árnar um mánaðamótin og vinna með þungar vinnuvélar liggur niðri á meðan. — SJ „Kannske ættum við að byrja á að undirrita sáttmála um frið milli NATO rikja,” segir i textanum með þessari mynd úr norska blaðinu Verdens Gang. Og ekki virðist af veita. Þarna slást fulltrúarnir frá Tyrklandi og Grikklandi, Bretlandi og íslandi og Belgivi og Kanada. Knut Frydenlund, utanrikisráð- herra Noregs reynir svo að miðla málum. „Þó ekki sé mikið vitað um það hvaða áhrif hávaði hefur á iaxinn, fara aliir góðir veiðimenn með mikilli gát að veiðivatni,” sagði Jakob Hafstein, fiskiræktafulltrúi Reykjavikurborgar i samtali við Visi. Jakob sagði að ekki væri enn ákveðið hvort eða hvaða tak- Framtíð aðveitu- stöðvar er enn óráðin Eins og skýrt var frá i Visi i gær hefur fyf-irhuguð bygg- ing aðveitustöðvar fyrir Raf- magnsveitu Reykjavikur á lóð Austurbæjarskólans mætt nokkurri gagnrýni, m.a. af ibúum i nágrenni skólans. Þar sem ekki náðist ein- róma samstaða um málið i borgarráði var það tekið til umræðu i borgarstjórn. Visir hafði samband við Jón Tómasson, skrifstofustjóra borgarstjóra, og upplýsti hann, að frestað hefði verið að taka ákvörðun um þetta^ mál þar til næsti fundur verður i borgarstjórn, eftir hálfan mánuð. —AHO i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.