Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 11

Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 11
„Fyrri hálfleikur var slakur af okkar hálfu, en sá siðari var mun betri og sigur okkar i leiknum var fyllilega verðskuldaður,” sagði Youri Ilitchev, þjálfari Vals, eftir að lið hans hafði sigrað Viking 3:0 i islandsmótinu i knattspyrnu I. deild á nýja Laugardalsvellinum á laugardaginn. „Leikaðferð okkar,” sagði Ilit- chev „byggðist á þeirri knatt- spyrnu sem Vikingsliðið leikur, löngum sendingum fram — og mikilli baráttu, sem er dæmigert fyrir ensku þjálfarana. Þvi sagði ég strákunum að halda boltanum niðri og leika hratt með stuttum sendingum. Þetta gerðu þeir ekki i fyrri hálfíeik, þá voru þeir seinir og komust þvi litt áleiðis. Á þessu varð breyting i' siðari hálfleikn- um, enda létu mörkin þá ekki standa á sér.” Ilitchev sem er frá Sovétrikjun- um, starfaði her i tvö sumur 1973 og 1974 hjá Val með góðum ár- angri.sagðist vera mjög ánægður með að vera kominn aftur til Is- lands — og kvaðst bjartsýnn á að sér tækist að gera Val að Islands- meisturum að þessu sinni. Það var greinilegt að nokkurrar taugaspennu gætti meðal leikmanna béggja liðanna til að byrja með — og mikið um ónákvæmar sendingar. Viking- arnir voru heldur ágengari til að byrja með, en valsvörnin með Magnús Bergs sem besta mann, átti i ltilum erfiðleikum með að stöðva sóknarlotur þeirra, sem flestar byggðust upp á töngum sendingum upp miðjuna. Litlu munaði samt að Haraldi Haralds- syni tækist i eitt skiptið að skora eftir að hann hafði fengið send- ingu frá Óskari Tómassyni — en skot Haralds fór naumlega yfir. Undir lok fyrri hálfleiks fóru valsmenn smám saman að fara i gang — og tvivegis munaði litlu að hinum marksækna Guðmundi Þorbjörnssyni tækist að skora. Valsmenn héldu svo áfram i siðari hálfleik þar sem frá var horfið i þeim fyrri og á fyrstu minútunum braut Róbert Agn- arsson illa á Guðmundi Þor- björnssyni innan vitateigs, en dómarinn Grétar Norðfjörð, sleppti augljósri vitaspyrnu. Um miðjan siðari hálfleikinn náði Hermann Gunnarsson svo forystunni fyrir Val, Kristinn Björnsson og Guðmundur Þor- björnsson unnu vel saman — og Guðmundur sendi siðan fyrir mark Vikings þar sem Hermann var vel staðsettur og skoraði örugglega af stuttu færi. Þegar fimm minútur voru til leiksloka bætti Atli Eðvaldsson öðru marki við úr vitaspyrnu sem dæmd var á Adolf Guðmundsson fyrir brot á Guðmundi Þorbjörns- syni — og siðasta orðið átti svo Guðmundur tveim minútum fyrir leikslok þegar hann bætti þriðja marki Vals við, eftir góðan undir- búning þeirra Hermanns og Kristins. Brasilíumenn og ítalir byrja Vikingsliðið olli töluverðum vonbrigðum i' þessum leik eftir góða frammistöðu aðundanförnu — og var þetta fyrsti tápleikur liðsins á keppnistimabilinu. Verði áframhaldið svipað, þurfa vik- ingar varla að búast við að vera i baráttunni um íslandsmeistara- titilinn. Valsliðið sem hefur mörgum góðum leikmönnum á að skipa sýndi það I þessum leik að það er ekki auðunnið — og kemur örugg- lega til með að blanda sér i topp- baráttuna. Einum leikmanni var visað af leikvelli i leiknum, vikingnum Helga Helgasyni, fyrir að sparka i Alexander Jóhannesson i siðari hálfleik. —BB Jú, sennilega á þcssi endi að snúa niður! En allt kom fyrir ekki. Grétari Norðfjörð, dóm- ara i leik Vals og Vikings, tókst ekki að festa hornafánann þrátt fyrir itrekaöar tilraunir. Grétar hal'ði í nógu að snúast i lciknum og voru menn ekki á eitt sáttir uin frammistöðu hans eins og alltaf er þegar þeir „svart- klæddu” eiga i hlut. Mynd Einar.... Valur kaffœrði slaka víkinga! Einum leikmanni var sýnt rauða spjaldið þegar Víkingur tapaði sínum fyrsta leik ó keppnistímabílinu EHendur keppti gegn þeim bestu! vel í Ameríku! Var sjötti í kringlukasti á alþjóðlegu móti í Köln um helgina ttalir gjörsigruðu úrvalslið Ameriku 4:0 og Brasilia sigraði Lands- liðinu boðið til Rússkinds Handknattleikssambandi tslands barst nú um helgina boðfrá Sovétrfkjunum um að senda karlalandsliöið i hand- knattleik i árlega „turner- ingu” I borginni Tblisi við Svartahafið 22. til 28. nóvem- ber n.k. Keppni þessi er árlegur viðburður I Tblisi, og koma jafnan mjög sterkar hand- knattlciksþjóðir þar til leiks eins og t.d. rúmenar, júgó- slavar, pólverjar og austur- þjóðverjar svo einhverjar þjóðir séu nefndar. — BB. England 1:0 i afmælismóti sem hófst I Bandarlkjunum i gær i til- efniaf 200 ára sjálfstæði landsins. Crvalsliðið meö þá Pele, Bobby Moore og Giorgio Chinaglia i fylkingarbrjósti náði aldrei sam- an i leiknum gegn itölum sem leikinn var I Washington. Capello skoraði fyrsta markið á 15. min- útu og sjö minútum siðar bætti Pulici öðru marki við úr vita- spyrnu. í siöari hálfleik bætti italska liðið svo tveim mörkum við, fyrst Graziani og siðan Rocca. Enska liðið lék mjög vel gegn brasiliumönnum i Los Angeles og var afar óheppið I leiknum. Sigurmark brassanna skoraði fyrirliðinn Rivelino eftir horn- spyrnu þegar aðeins tvær minút- ur voru til leiksloka. Bæði liðin misnotuðu vita- spyrnur i leiknum, Ray Clemence gerði sér litið fyrir og varði spyrnu Zico, en Mike Doyle sem tók vitaspyrnu enska liðsins skaut yfir markið. Þetta var niundi landsleikur þjóðanna, brasiliumenn hafa sigraö sex sinnum, tveim leikjum hefur lokið meö jafntefli og aðeins einum leik hefur lokið með sigri englendinga. —BB Erlendur Valdimarsson var meðal keppendá i kringlukasti á mjög sterku frjálsiþróttamóti sem fram fór i Köln um helgina. Þar atti Erlendur kapp við fræga kastara eins og t.d. heimsmethaf- ann Mac Wilkins frá Banda- rikjunum, Wolwfgang Schmidt frá Vestur-Þýskalandi og Ludvik Danek frá Tékkóslóvakiu. Er- lendur stóð sig all-vel, varð i sjötta sæti — kastaði 56.08 m. Heimsmethafinn Mac Wilkins varð að sætta sig við annað sætið á eftir Wolfgang Schmidt sem kastaði kringlunni 68.60 m sem er nýtt Evrópumet. Eldra metið átti Ricky Bruch frá Sviþjóð og var það 68.40 m. Wilkins kastaði 67.22 m og Danek varð þriðji með 63.32 m. Vonast var til að Stefán Hallgrimsson gæti verið meðal keppenda i 400m grindahlaupinu, en það var ekki hægt þar sem búið var að raða i báða riðla hlaupsins þegar beiðni um þátttöku Stefáns barst. John Akii-Bua, olypiu- meistarinn frá Munchen, sigraði með miklum yfirburðum i hlaup- inu — hljóp á 49.13 sekúndum sem er annar besti ti'minn sem náðst hefúr i ár. Af öðrum frægum köppum sem kepptu á mótinu má nefna banda- rikjamennina Steve Riddick sem sigraði i 100 og 200 m hlaupunum á 10.32 sek og 20.81 sek. og heims- methafann i stangarstökki Dan Ripley sem stökk 5.25 rn og sigr- aði i stangarstökkskeppninni. Þá kastaði vestur-þjóðverjinn Karl-Heinz Riehm sleggjunni 78.52 m sem er þriðji besti árang- ur i heiminum frá upphafi — og I 110 m grindahlaupinu sigraði heimsmethafinn Guy Drut frá Frakklandi — hljóp á 13.49 sek. — BB Enn sjólfsmark hjá þórsurum! Akureyrarliðin KA og Þór léku innbyrðis á laugardaginn i tslandsmótinu i knattspyrnu 2. deild og lauk lciknum með jafn- tefli 1:1, sem urðu nokkuð övænt úrslit, þvi ckki alls fyrir löngu léku sömu liö og þá sigruðu Þórsarar 6:0. Annars virðist ekki ætla af Þórsurum að ganga þessa dag- ana. Um sfðustu helgi töpuðu þeir á sjálfsmarki fyrir vest- mannaeyingum og í leiknum á laugardaginn sendu þeir bolt- ann i eigið mark strax á fyrstu minútunum. Oddur óskarsson hugðist seuda aftur til markvarðarins, Samúels Jóhannssonar, en ekki tókst betur til en svo að boltinn hafnaöi örugglega i markinu. Þórsurum tókst svo að jafna metin um miðjan hálfleikinn eftir að varnarmönnum KA hafði orðið á i messunni — og Baldvin Harðarson gat skorað óárcittur. Gamla kcmpan Magnús Jóna- tansson sýndi mjög góðan leik með þórsliðinu, en af KA mönn- um átti Hörður Hilmarsson bcstan leik. —BB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.