Vísir - 24.05.1976, Blaðsíða 9
vism Mánudagur 24. maí 1976
9
En upplýsingar um þaö
hvernig heimur hinna fullorðnu
litur út eru mikilvægar fyrir
börnin. Og þá verða þau að hafa
möguleika á að ræða efnið i
sjónvarpinu viö foreldra sina og
sjá sama heiminn sem sjón-
varpið sýnir, og svo þann raun-
verulega. Þess vegna er það
mikilvægt að skilja barniö ekki
eftir eitt með sjónvarpinu.
Ung börn hrædd við
barnaefni
Kannanir hafa leitt i ljós aö
barnaefni getur hrætt ung börn.
Þar á eftir koma afþreyingar-
myndirnar, leynilögreglumynd-
ir og villta vesturs myndir.
Astæðan mun vera sú að börnin
þekkja sjálf sig miklu betur i
barnaefninu, það er þeim nær.
Eldri börn segjast oft verða
hræddari viö heimildarmyndir
ýmiss konar og fréttamyndir
heldur en við lögreglu- eða
draugamyndir.
Eftir þvi sem best er vitaö
hafa fá börn orðið fyrir alvar-
legum áhrifum vegna hræðslu
við efni i sjónvarpi. En komi
slikt fyrir er það algengara
meðal yngri barna og þeirra
sem eru viðkvæm fyrir. En ótt-
inn kemur ekki alltaf i ljós
strax, og þess vegna skiptir þaö
máli að foreldrar horfi með
börnum sinum og útskýri fyrir
þeim og tali við þau um það efni
sem vekur spurningar
Þess má svo geta að af
norrænum könnunum sem gerð-
ar hafa verið um áhrif sjón-
varps má sjá, að unga áhorf-
endur dreymir meir um alls
kyns „glamourstörf” en áöur.
Svo sem um aö verða knatt-
spyrnuhetja, poppsöngvari,
kvikmyndastjarna, flugmaöur
og annað slikt.
Nú finnst börnum einnig tiska
og útlit skipta mjög miklu máli.
Þetta er álitið að séu áhrif frá
sjónvarpinu. Ekki eingöngu, en
að miklu leyti... — EA
* 0
fMW*
>.*.y
• • •
I 3
a »9 ®
/• • •
«*M
f Umsjón: ^
I Edda Andrésdóttir,
^ V ----------
Foreldrar ættu að vera
gagnrýnir þegar þeir
velja það efni í sjónvarpi,
sem þeir álíta að hæfi
börnum. Rannsóknir
sýna að börn verða fyrir
áhrifum af því sem þau
sjá, sum þó frekar en
önnur. I Svíþjóð eru börn
á aldrinum 9-14 ára
stærsti áhorfendahópur-
inn. Að meðaltali sitja
þau í tvo tíma á dag fyrir
framan sjónvarpstækið.
Þau velja sjálf það sem
þau horfa á. Helst er það
afþreyingarefni ýmiss
konar, sem oft hefur að
geyma ofbeldi og ótta.
Kyn, aldur, staða og
fleira
hefur sitt að segja
Hluti af þvi sem börnin sjá fer
fram hjá þeim. Annað hreinlega
gleypa þau i sig. Enn er litið
vitað nákvæmlega um að hve
miklu leyti börn verða fyrir
áhirfum af sjónvarpi. Mörg
atriði geta haft þar sitt að
segja: Kyn, aldur, fjárhagsleg
staða, lifsreynsla, áhugamál,
lifnaðarvenjur og fleira.
Aldurinn hefur mikiö að
segja. Átta ára gamalt barn er
farið aö hafa meiri áhuga fyrir
efni sem ætlað er fullorðnum, þá
léttu efni af ýmsu tagi. Þessi
aldur er „kritiskur” og sama er
að segja um 12 ára aldurinn.
Ólikt foreldrum sinum finnst
börnunum sjónvarpið ekkert
merkilegt. Það er sjálfsagður
hluti af lifi þeirra, hinu daglega
lifi.
Horfa mikið og oft á
sjónvarp
Sænsk börn horfa mikið og oft
á sjónvarp. Mestur er áhuginn
hjá börnum 10-12 ára. Drengir
HÆTTULiGASTA
BARNFÓSTRANl
horfa meira á sjónvarpið en
stúlkur.
Kannanir i Sviþjóö leiða I ljós
að börn 9-14 ára horfa að meðal-
tali nærri tvo tima á dag á sjón-
varp. Börn á aldrinum 3ja til 8
ára láta sér hins vegar nægja 93
minútur. Hér er um meðaltal að
ræða, og til eru börn I þessum
aldursflokkum sem horfa litið á
sjónvarp, meðan önnur horfa
meira.
TIu ára börn hafa mest
gaman af kvikmyndum, barna-
dagskrám, léttu efni og iþrótt-
um. Börn á skólaaldri lita á
sjónvarp sem afþreyingu. I
Sviþjóð geta þáu valið um fleiri
en eina stöð og þau velja heldur
létta efnið.
Óvinsælasta efnið hjá 9-14 ára
börnum er kennsluefni, stuttar
fréttadagskrár, þung tónlist,
dagskrár um stjórnmál og
samfélag og myndir um náttúru
og visindi.
Stór þáttur í lífi barna
Sjónvarpið er stór
þáttur I lífi barna. A fáum stöð-
um þó eins og i Bandarikjunum.
Þar hafa margvislegar rann-
sóknir og kannanir verið gerðar
i þessu sambandi. Sviar hafa
örlitið þreifað fyrir sér i þeim
efnum lika, en enn hafa
islendingar litið látið þessi mál
til sin taka.
Þó svona stór hluti
s t jó n v a r ps á hor f e n d a i
nágrannalandi okkar séu börn,
erlitið um efni fyrir þann aldur.
Eins og fyrr sagði eru 7-8 ára
börn farin að hafa áhuga á efni
sem ætlað er fullorðnum. 3ja
ára börn horfa á það sem ætlaö
er forskólabörnum. Ahuginn
fram að þeim áldri er litill. Þó
er nokkuð um 2ja ára börn
meöal sjónvarpsáhorfenda.
Börnin álita að sjónvarpið
sýni aðeins raunveruleikann.
Þegar gerð var könnun meðal
sænskra barna fyrir nokkrum
árum, kváðust þau horfa á
sjónvarpiö vegna þess að þar
lærðu þau allt um raunveruleik-
ann — hvernig verður þegar
maður er orðinn stór.
Konan og karlinn í sjón-
varpinu
En hvað „kennir” sjónvarpið
um heim þeirra fullorðnu?
Hversu raunverulegur er raun-
veruleikinn I sjónvarpinu? I
Bandarikjunum hefur verið leit-
ast viö að svara þessum spurn-
ingum.
í þarlendum myndaflokkum
er „hinn dæmigerði karlmaður”
venjulega ungur, ógiftur og úr
millistétt. I erfiðleikum — ef
hann þá lendir i einhverjum —
sigrarhann oftast. „Hinn venju-
lega kona” annað hvort kyntákn
eða þá að hún er i rómantiskum
eða dæmigerðum fjölskyldu-
hlutverkum.
Aukapersónur eru oftast i nei-
kvæðum hlutverkum eða ó-
merkilegri: bófar, þjónustufólk
o.s.frv. Fólk úr hinum svoköli-
uðu milli- og yfirstétt er yfir-
gnæfandi i myndaflokkum og
kvikmyndum. Minna en tiundi
hluti er úr verkalýðsstétt.
1 Sviþjóð er 40 prósent þess
efni^ sem sjónvarpið sýnir inn-
flutt. Mest kemur frá Banda-
rikjunum og islendingar hafa
fengið nóg þaöan lika.
Foreldrarnir ræði
við börnin
í gegnum afþreyingarmyndir
ýmiss konar, kvikmyndir,
leynilögreglumyndir og myndir
úr villta vestrinu, hefur sjón-
varpið áhrif á þá mynd sem
barnið dregur upp af heimi
þeirra fullorönu. En einmitt
slikar myndir velja t.d. 8 ára
börn.
Barn horfir lika á sjónvarp af
ýmsum félagslegum orsökum.
Það fær umræðuefni og stund-
um er það „stöðutákn” að hafa
séð „miðvikudagsmyndina”
eða annað efni. (rétt eins og fyr-
ir þann sem er 13 ára og sér
mynd I bió bannaða börnum
innan 16 ára aldurs.). En barniö
horfir lika á sjónvarp vegna
þess að þaö er vani. Það lærir
fljótt af fjölskyldunni að horfa á
sjónvarpið. Það tekur upp sömu
venjur — og velur sama efni.
Foreldrarnir bera þvi mikla
ábyrgð. En sjálfsagt hafa allt of
fáir foreldrar áhrif á hvað 9-10
ára börn sjá i sjónvarpi.