Vísir - 19.06.1976, Blaðsíða 1

Vísir - 19.06.1976, Blaðsíða 1
o r Laugardagur 19. júní 1976 134. tbl. 66. árg. Tugmilljónatjón hjá lagm e tisiðnaðinum — Sigló-síld fœr ekki útflutningsvottorð vegno lélegror framleiðslu Tugmilljónatjón er nú fyrirsjáanlegt hjá Lag- metisiðnaðinum. Rann- sóknarstofnun fiskiðn- aðarins hefur ekki viljað gefa lagmetisiðjunni Siglósild á Siglufirði út- flutningsvottorð fyrir afurðir sinar. Verksmiöja Siglö-sfldar fram- leiöir gaffalbita og mun ætlunin hafa verið að selja þá á Rúss- landsmarkað. Rannsóknarstofn- unfiskiðnaðrins tók gæðaprufur á gaffalbitunum og reyndist geymsluþol þeirra ekki nægjan- legt. Þessir gaffalbitar sem hér um ræðir voru framleiddir i aprfl og mai. „Þó nokkuð stór hluti fram- leiðslunnar i april og hluti fram- leiöslunnar i mai var þannig aö við vildum ekki gefa útflutnnings- vottorð”, sagði Björn Dagbjarts- son forstöðumaður Rannsóknar- stofnunarinnar þegar Visir hafði samband við hann. Björn var spurður hvort hugsanlegt væri að slæmt hráefni ylli einhverju um hiö lélega geym^luþol. Ekki taldi hann svo vera. Sagði hann að önnur verk- smiðja hefði framleitt gallalausa vöru úr samskonar hráefni. „Það er eitthvaö i vinnsluaðferð verk- smiðjunnar”, sagði hann. Björn sagði aö vinnslurás fyrir- tækisins heföi verið tekin i gegn. Hugsanlegir mengunarvaldar heföu verið fjarlægðir, en ekki væri þó útséð um hvort tekist hefði að komast fyrir þetta. Gaffalbitarnir eru geymdir niðurlagðir við stofuhita i þrjár vikur og aö þeim tima liðnum er hægt að segja til um hvort geymsluþol sé nægjanlegt. Sú niöurstaða fæst væntanlega i næstu viku. „Þetta er mjög alvarlegt”, sagði Björn ,,En við erum alveg harðir á gæöakröfum okkar”. Vitjaði vitanna í hring- ferðinni Loftur ljósmyndari tók þessar myndir af hinni nýju þyrlu Land- helgisgæslunnar, er hún kom með varðskipi tii Reykjavikur eftir að hafa lokið hringferð um iandið með varning I vitana. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur nýlega lokið hringferö um landiö, þar sem hún fór i vitana. Hún kom með varðskipi til Reykjavikur en er nú i skýli Landhelgisgæslunnar. Að sögn Gunnars H. Olafssonar, skip- herra, hefur hún reynst prýði- lega, fyrir utan kertiö, sem bilaöi i henni. Pétur Sigurösson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, er erlendis þessa dagana og var sennilega 1 Hollandi i gær að skoða nýju flugvél gæslunnar, Fokker Friendship. Tvö varö- skip eru nú i stórri viðgerö eftir átökin við bretana áöur en samið var. —RJ Sveif tignarlega oní drullu- pollinn Hann sveif tignariega til jarðar yfir iþróttavellinum við Fifuhvammsveg I Kópavogi, og áhorfendur horfðu með aðdáun á litskrúðuga fallhlif- ina bera við bláan himininn. Þeir fylgdu honum með augunum alla leiö niöur I drullupoli utan við völlinn. Þetta var á 17. júni I fyrra- dag, og þeir voru tveir sem stukku út I fallhlíf og ætluðu að lenda á nýja grasvellinum. Tæknileg mistök ollu þvi að sá sem stökk fyrr bar af leið, og yfir mýrina. Hann vildi ekki lenda á þúfunum af ótta við að fótbrjóta sig á þeim, svo hann miðaði á dökkan blett. Sá reyndist bara ljótur forarpytt- ur, og fallhlifarstökkvarinn datt aftur yfir sig i honum, svo hann var eins og hundur dreg- inn af sundi. Hinn fallhlifarstökkvarinn lenti óaðfinnanlega á miðjum grasvellinum. —ÓH Helgarblaðið fylgir ókeypis með Vísi í dag Tilraunir gerðar með kol- munnavinnslu — baksíða Seltirningar verðlauna hugmynd að skipulagi — baksíða ^mmmmmmmm^^mmm^ Stœrsti bílamarkað- ur landsins er í Vísi - bls. 14-15 ....-.^ „Kvenfólk of heimskt til að geta teflt" — bls. 9 Bœrinn tœm- ist tvisvar — tölulega séð — bls 2. Hvoð œtlarðu að gera um helgina? Fora i bió? Kaupo bil? Faro í leikhús? ! Fara til messu? Lesa? Hlusta ó útvarp? Horfa ó sjónvarp? Laga einhvern góðan mat? Þó ertu með rétta n blaðið í hðndunum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.